Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 20
20 MORCU N BLÁÐIÐ Laugadagur 4. júlí 1964 f JOSEPHINE EDGAR~ var me3 sektarkennd, af því að hann var svona glaður og ég sjálf, þrátt fyrir allt, í óvissu. En um eitt var ég ákveðin: hvað sem úr þessu yrði, skyldi hann geta verið hreykin af mér, og ég var fegin, að ég átti svona mikið af fallegum fötum. Ég vildi nú ekki vera hvít- kiædd, svo að lokum valdi ég ijósbiáan kjól, sem ég hafði aldrei komið í áður. Ég var lengi að velja mér skó, sokka og nýja hanzka. Ég fór í Bondstræti til að panta hárgreiðslu, en í stof- unni stóð ég allt í einu augliti til auglitis vð Soffíu. Ég held, að við höfum báðar fölnað upp. Hún var að kaupa einhver fegrunarmeðöl, sem ver ið var að ganga frá í böggul. Við stóðum bara kyrrar og horfðum hvor á aðra. — Ég heyri, að þú ætlir að fara að giftast honum Hugh Trav ers, sagði hún. — Þá er eitthvað bogið við heymina í þér, sagði ég. Ég skalf, rétt eins og ég væri hrædd vð hana. Hrædd við Soffíu, sem hafði gengið mér í móðurstað og haldið mér í örm um sér, þegar ég var lítil. Hún leit undan og ég sá votta fyrir tárum. Hún hafði elzt, var ein- hvernveginn öðruvísi en áður, það var eins og þessi örugga dirfska hennar væri farin að láta eitthvað á sjá. , Hún sneri sér, án þess að hugsa neitt um nærveru búðarstúlkunn ar bg sagði: Ég get ekki haldið svona áfram. Ég hef saknað þín og hef áhyggjur af þér, Rósa. Við verðum að vera vinir. Komdu með mér og við skulum tala sam an. Eftir svo sem mánuð er hugs anlegt, að ég hverfi þér sjón- um, og fari úr landi fyrir fullt og allt. Við skulum ekki skilja óvinir.- Úr landi? Með hverjum? Með Brendan? En — mér þótti vænt um hana, þrátt fyrir allt óg það mundi mér alltaf þykja. Og ég elskaði Brendan líka! Ég varð að fá að vita, hvort þau ætluðu saman úr landi! — Gott og vel, sagði ég. — Við skulum tala saman. Hvert i eigum við að fara? — Við skulum fara heim, sagði hú.n. Við ókum þekjandi til Bays- water. Það var eitthvað svo iangt síðan við höfðum verð sam an, að ég fór hálfgert hjá mér. Húsið hennar Soffíu í Bays- water var jafn hvítt og glæsi- legt og það hafði verið, dyraham arinn og bréfakassinn jafn gijá fægt og áður, en einhvernveg- inn bar húsið það með sér, þegar inn var komið, að mér fannst, að þetta vær hjákonuhús. Ég hafði alltaf vitað þetta, en nú horfði öðruvísi við. Þess þriggja mán- aða dvöl með Marjorie nægði til þess, að nú gat ég litð það aug- um aðkomumannsins. Þetta fallega hús með öllu því fallega, sem þar var inni, vakti viðbjóð hjá mér. Mig langaði til að glenna upp alla glugga og hleypa inn hreinu lofti. Minna frænka kom tl að taka vð yfirhöfn Soffíu. Hún leit é mig og sagði: — Jæja, svo að þú_ ert þá komin aftur. Ég hristi höfuðið. — Nei, Minna frænka. Bara sem snöggv ast. Svo verð ég að fara. Flóra frænka bíður mín með kvöldmat inn. Og sannast að segja, ætla ég að matbúa sjálf, því að hún er á fundi og Marjorie farin til Cambridge. — Hún hlýtur að vera eitt- hvað verri, ef hún ætlar að fara að leggja sér til munns það sem þú býrð til! — Vertu ekki með þetta þvað ur Minna, sagði Soffía fyrtin. Hvað viltu, Rósa? Þig langar sjálfsagt í te. Komdu með það, Minna, og gefðu mér einn viskí og sódavatn. Minna tautaði eitthvað fyrir munni sér og fór niður og brátt kom nú aftur með silfurbakka með tei og glasi, sem ég sá, að í var þunn viskíblanda. Ég hafði eldrei áður séð Soffíu drekka um miðjan dag. Hún hallaði sér fram og greip glasið en leit svo á Minnu með reiðisvip. — Ég er nú, enginn krakki, Minna. Komdu með flösk una. En Minna lét ekki undan. — Þú ferð sömu leiðina og hann pabbi þinn, sagði hún aðvarandi. — Hann var góður maður þang- að til hann fór að hugga sig við flöskuna. Augun í Soffíu leiftruðu af reiði. — Ef þú vilt verða hér hjá mér, Minna, er þér betra að gegna mér. Minn fór út með ólundarsvip og kom aftur með viskíflöskuna og- sódavatnsflösku. — Þakka þér fyrir. Soffía bætti í glasið sitt, kveikti sér í vindlingi og hallaði sér aftur í legubekkinn. — Hvað vi!tu fá til kvöld- verðar? spurði Minna frænka. — Ég veit það ekki. Farðu nú og láttu mig í friði. Ég sat þegjandi og drakk teið. Þegar ég var þarna, var Soffía vön að borða í einhverju veit- ingahúsi, eða þá Woodbourne lá- varður kom og át með henni góða matinn, sem Minna bjó til. Soffia sagði snöggt. — Eg hitti Woodbourne aldrei nú orðið. — Hversvegna? — Ég hef ekkert sagt honum af Brendan, sagði hún. — Ég er enginn bjáni. Sannast að segja — Maturinn er tilbúinn. fór ég með honum til Frakk- lands í sumar í þeirri von að geta gleymt Brendan, en það dugði bara ekki til. Hún leit á mig ögrandi. — Það varð bara til þess að ég þráði hann meir en nokkru sinni áður. Woody vissi að eitthvað var að — hann er enginn bjáni. Harm bauð að leggja mér til lífeyri. Tekjur ævilangt, þetta hús og vagninn, ef ég vildi bara verða hjá ho'num áfram. Það var heið- arlega boðið, enda er hann örlát- ur maður. Eg fann, að ég gat það ekki. Allt í einu fannst mér, Rósa, að ég þyldi ekki að láta hann snerta við mér. Svona get- ur ástin leikið mann — jafnvel mig! Hún leit á mig og það lá ein- hver bænarsvipur að baki ögrun- inni, ofurlítið hálfbros að sjálfri sér fyrir að hafa varpað svona rækilega frá sér öllum lífsvenj- um sínum. 112 BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD hvaða aðferðum, sem beita þyrfti og hvað sem það kostaði. Afstaða hans til múgsins í Rúss- landi var ekki ósvipuð afstöðu trúboða á Viktoríutímanum í svörtustu Afríku; hann hafði sina marxisku trú og hún var heilög, og við henni varð ekki haggað. Rússar voru fávis og for myrkvuð börn, sem varð að fara vel að og lokka þau á veg til Ijóssins. Sérhver sá, sem vildi rugla fyrir þessari starfsemi, var útsendari djöfulsins, eða hvað það nú er, sem í hans stað kem- ur í banrrfæringum marxista. Og ef hann neyddist til að vera vægðarlaus á þessari réttlætis- göngu sinni — ef hann til dæmis neyddist til að hengja hundrað auðmenn og endurreisa Okhrana í helmingi skelfilegri mynd en keisarararnir höfðu getað fundið upp — þá var það aðeins til þess gert að bjarga Rússlandi frá hinni örlagaríku villutrú and-Leninismans. Þetta var hrossalækning, sem ekki var ein ungis beint að likamlegri velferð mannkynsins, heldur og sálar- legri, engu síður. Þetta brynjaða hugarfar átti að minnsta kosti að koma betur fram í martröðinni í Rússlandi 1017, eftir því sem Lenin nálg- aðist markíð. Til þess að gera sér hættuna ljósa, hafði rúss- neska þjóðin enga verulega þörf á neinum njósnaskjölum. Hún gat látið sér nægja það, sem hún vissi. Allt frá því Lenin kom heim í apríl hafði hann tekið þýzku stefnuna, enda þótt það væri gert í eigin hagsmuna skyni einvörðungu. Hann hafði heimt- að, að Rússar segðu Bandamönn- um upp trú og hlustuðu og semdu sérfrið. Hann hafði kvatt her- mennina á vígvellinum til að vingast við óvininn. Hann hafði hvatt til borgarastríðs í Rúss- landi. Hann hafði opinberlega fordæmt sóknina í júlí, og hann hafði opinberlega reynt að spilla henni með því að ráðast að stjórninni og spana verkamenn og bændur í uppreist. Um það atriði, hvort Lenin hafi valdið júlíuppreistinni, og þá reynt að sölsa undir sig völd- in, höfum við átakanlegan kafla í frásögn Sukhanovs af bylting- unni. Frásögn Sukhanovs er hvorki gneistandi gáfuleg nú, né áhrifaþung á við skrif Trotskys, en í fjörlegum og háðslegum setningum hans er samt eitthvað, sem vekur traust, en það gera orð Trotskys oft alls ekki. Trotsky neitar því auðvitað harð lega, að bolsjevíkarnir hafi nokk urntíma ætlað sér að gera stjórn arbyltingu í júlí. En þetta segir Sukhanov: „. . . . Lunacharsky sagði mér smáatriði, sem ég vissi ekki, um uppreistina í júlí. Þau komu mér á óvart. Samkvæmt hans frásögn var Lenin að kvöldi 17. júlí eindtegið að undirbúa stjórn arbyltingu. Stjórnin,' sem átti raunverulega að vera í höndum miðstjórnar bolsjevíkaflokksins, átti formlega að vera falin „Sovét“ ríkisstjórn, þar sem sæti ættu helztu forustumenn bolsje- víka. Þegar höfðu þrír ráðherrar verið nefndir: Iænin, Trot.sky og Lunacharsky. Þessi stjórn skyldi tafarlaust gefa út tilskipanir um frið og jarðeignir, og ávinna sér þannið samúð milljónanna í höfuðstaðnum og sveitunum, og þannig styrkja vald sitt. Samn ingur í þessa átt hafði þegar verið gerður með Lenin, Trotsky og Uunacharsky. Gengið var frá honum meðan Kronstadt-sjólið- arnir voru á leiðinni frá húsi Kshesinskayu til Taurishallar- innar. Sjálf stjórnarbyltingin ,átti að fara fram sem hér segir: 176. herdeildin (sú sama, -sem Kan hafði sett á vörð við Tauris höllina) átti að koma frá Tsar- skoe Selo og handtaka miðstjórn Ex-Com, en um sama leyti átti Lenin að koma fram á sjónar- KALLI KUREKI —>f — —-fc— tK— Teiknari; J. MORA A! WEEK HAS PASSED SIHCE THEOLD-TIMEZ SAW WHATHETHOU&HT WAS PZOFESSOZ BOCKHS' FAHTAST/C e/FLE SHOT-'HE PDESH’TKNOW THAT RED D/D THE SHOOT/HS- - •/HOW COME YðiJ'RE STICKIM' CLOSER jtoth’kanch thanatickim a J BULL’S EAR?jT Frf couldm’t be YouRe. SCARED Y’MI&HTMEET PROPESSCR BOff&S IMT0WN? FOLKS ARE SAYIM’ YOU LOST . YOUR NERVE f. WELL,ER--UH.-' IF HE’D OMLY APOLOó-IZE, X WOULDNT ' HAFTA SHOOT . t HE WON'T/ HE H0LLERIN5’ FOR YOUR SCALP, fSíiLP) I ÖOTTA MY HORSE' l’LL CALL HlS BLUFF T’MORROW.' Nú er liðin vika síðan Gamli sá það sem hann hélt vera frábært skot pró- fessorins — hann veit ekki að það var Kalli sem skaut. — Hvað kemur til að þú ert svona heimakær upp á síðkastið? — Ég hefi haft í ýmsu að snúast. — Það skyldi þó ekki vera að þú værir hræddur við að rekast á pró- fessor Boggs niðri í bænum? Fólk er farið að tala urn að þér sé að förlast. — Jæja, sjáðu til — ef hann bara vildi bera fram afsakanir sínar, þyrfti ég ekki að skjóta hann. — Það gerir hann ekki! Hann heimt ar af þér höfuðleðrið! — Jæja, ég verð að járna hestinn minn! Ég finn hann í fjöru á morgun.. sviðið, og tilkynna hina nýju stjórn. En Lenin kom of seint. 176. hersveitin var stöðvuð og tvístraðist. „Byltingin“ hafði mis tekizt“. Þegar Sukhanov var í þann veginn að gefa út þessa frásögn sína, árið 1920, ráðfærði hann sig við Trotsky — og svo vildi til, að á þeim tíma voru Lenin, Trotsky og Lunasharsky allir ráðherrar. Trotsky vefengdi harð lega sannleiksgildi frásagnarinn ar, og skömmu síðar fékk Suk- hanov bré frá Lunancharsky: „Kæri Niklay Nikolayevich: —. í gær fékk ég frá félaga Trotsky, eftirfarandi orðsend- ingu: „N. N. Sukhanov hefur tjáð mér, að í bók sinni um bylt inguna sé frásögn af júlidögun- um þar sem hann skýrir frá því eftir þér, að í júlí hafi þrír okkar (Lenin, þú og ég) viljað hrifsa völdin og hafið aðgerðir í þá átt! ?!?!?*. Það er sýnilegt, að þú ferð hér með rangt mál, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sig . . . minnið þitt hefur algjör- lega rangfært samtal okkar . . , Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans er blaðið einnig selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.