Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugadagur 4. júlí 1964 v Goðasteinn Tímarit um menningarmál ÞORSTEINN Erlingsson var um tíma ritstjóri á Seyðisfirði og seinna á Bíldudal. Jón Ólafs- son gaf út b að á Eskifirði. Guð- mundur G. Hagalín var á yngri árum ritstjóri á Seyðisfirði. Nöfn þessara manna eru okk- ur meira en svo kunn. En ein- hvern veginn verður okkur á að tengja þau við höfuðstaðinn fremur en Seyðisfjörð, Eskifjörð og Bíldudal, og er það þó ekki vegna þess, að þeir hafi ekki all ir unnið merkilegt starf, hver á sínum stað. Suroum krann meira að segja að þykja kynlegt, að blöð, sem gefin voru út á þessum stöðum skyldu ná ærinni útbreiðslu, svo smáir sem þeir eru nú orð- ið í samanburði við höfuðborg- ina. >að verður þó fremur skilj- anlegt, þegar haft er í hu,ga, að forystuhlutverk Reykjavíkur var þá ekki orðið viðlíka ótvírætt, sem það er nú orðið.' Og þess ber líka að minnast, að prent- un og útgáfa bóka hófst hér á landi mörgum mannsöldrum, áð ur en örlaði á nokkurri þorps- mynd hvað þá stærri bæjum. En þá kynnu líka einhverjir að skjóta að þeirri athugasemd, að útgáfa blaða og bóka á „smá- stöðum“ hafi verið möguleg, áð ur en miðsóknarafl Reykjavíkur var farið að draga til sín fólk og fjármagn, en sé nú iíklega vonlaus orðin. Og víst er um það, að þeir, sem gefa út blöð og tímarit víðs vegar um landsbyggðina, eiga nú erfiðara með að ná til þjóð- arinnar allrar en fyrr á árum. í>að mætti sjá fsagt leiða að því einhver rök, að útgáfustarf- semi í fámennum byggðarlögum sé óþörf. Þó ritsmíðar verði þar til, skipti litlu, hvort þær séu prentaðar og útgefnar á þeim slóðum eða í Reykjavík; póstur- inn sjái um að dreifa þeim jafnt til allra landslhuta. En málið er ekki svo einfalí. Við gætum þá eins — í stað þess að bjóða manni til sam- kvæmis — sent honum kræsingarnar 1 pósti og beðið hann að njóta þeirra heirna hjá sér. Öll menningarvið eitni er fé- lagsleg. í>að má segja, að blað •og bók hafi möguidika að ná til aLlra lesandi manna, hvar sem þeir eru stadir á hnettinum. En lesandirm er aðeins þiggjandi. Gildi útgáfustarfsemi á líka að vera fólgið í því, að sem flestir verði einnig veitendur. Hún á með öðruim orðlim að verða mönnum hvatning til ritstarfa. Og það er ekki vafi á, að út- gáfa blaða og tímarita hefur drýgst áhrif á eigin heimkynn- um að því ieyti. Árið 1962 hófu þeir Jón R. Hjálmarsson skólastjóri og Þórð- ur Tómasson fræðimaður útgáfu tímaritsins Goðasteins, „gefið út í Skógum undir Eyjafjöllum“. „Við höfum á því bjargfasta trú, að Goðasteinn eigi nokkru hlutverki að gegna" segja þeir í formála fyrsta ritsins. Nú eru komin út fimm hefti á þrem ár- um, og ætti það að sanna, að hægt er að halda úti tímariti á fámennari stöðum en Bildudal og Eskifirði. Þeir, sem lagt hafa til efni í Goðastein, eru ekki allir þjóð- frægir menn. En það dregur ekki úr gildi ritsins; sannar miklu fremur, að slík rit eru ekki að- eins gagnleg, heldur beinlínis nauðsynleg. í öllum landsins byggðum eru greindir og gegnir menn, sem búa yfir margs konar fróðleik og reynslu, en skortir hvort tveggja, löngun og frarn- girni, til að festa fræði sín á blað og koma þeim á framfæri. Marg- ir þessara manna gefa sig lítt að skriftum, nema aðrir hvetji þá til þess, en reynast þá, þegar til kemur, pennafærir í bezta lagi. Ómældur hluti þess fróðleiks, sem þeir geyma í hugarfylgsnum færi með þeim í gröfina, ef ekki kæmi til uppörvun annarra manna, sem eiga hjá þeim innan gengt, ef svo má segja. Efni Goðasteins er að mestu þjóðlegs eðlis. Þar eru frásagnir aBa«Big» wpmmMmmaaBm fSSSSSSH ' Þórður Tómasson. af liðnum atburðum, sumar skráð ar eftir krókaleiðum fræði- mennskunnar, aðrar eftir minni og í endurminningastíl. Þar eru kímnisögur frá fyrri tíð og grein ar um byggðasafnið í Skógum eftir Þórð Tómasson, sem er gæzlu maður safnsins. Byggðasafnið er bæði fjölskrúð ugt, auk þess sem því er einkar smekklega fyrir komið. Greinar Þórðar, Skyggnzt um bekki í óyggðasafni, eru í senn fróðlegar og skemmtilegar. Vonandi eiga eftir að koma frá honum fleiri slíkar. Þá eru I Goðasteini skilmerki- legar greinar um þorpin á Suður- landi, uppruna þeirra og bygg- ingasögu. Sveitalþorpin eru nýj- ung í íslenzkri byggðasögu. Sum þeirra vaxa nú örar en nokkrar aðrar fjöldabyggðir á landinu, ef undan er skilið höfuðborgarsvæð ið við Faxaflóa. Sá vöxtur bendir óneitanlega til þess, að þar geti, þegar stundir líða, risið upp stór- kaupstaðir á okkar mælikvarða. Þess vegna er dýrmætt, að sögu þessara staða skuli gerð nokkur skil, meðan hún er enn í fersku minni þeirra, sem fylgzt hafa með þróun þeirra frá upphafL Þá eru í ritinu greinar um sagn fræðileg efni eftir ritstjórann, Jón R. Hjálmarsson; ferðasögur, kvæði og fleira. Síðasta heftið er helgað Skógaskóla fimmtán ára. Þannig er efni Goðasteins, f jöl- breytt og athyglisvert í fyllsta máta. Ritið á náttúrlega fyrst og fremst erindi til Sunnlendinga. Hins vegar er fátt eða ekkert efni þess svo, að ekki sé aðgengilegt hverjum, sem er, jafnvel þeim, sem aldrei hafa komið til Suður- lands. Einkum ætti Goðasteinn að vera kærkominn þeim, sem unna þjóðlegum fræðum. Óg út- gáfa hans getur orðið öðrum hvatning, sem hafa kannski stað ið í þeirri trú, að ekki sé nú lengur hægt að halda úti fram- bærilegu riti utan Reykjavíkur og stærstu k-aupsfaðanna. Jón R. Hjálma'rsson. Eyjafjöllin eru með fegurstu byggðarlögum á landi hér. Sagt er einnig, að veðursæld sé þar mikil og vorið boði komu sína þar fyrr en annars staðar. Það er eins og náttúran hafi raðað þarna saman flestu, sem auga má gleðja. Vestmannaeyjar halda vörð úti fyrir ströndinni, sveima þar mitt á milli hafs og himin- bláma. Frá sjó að fjalli eru slétt ar grundir, þar sem tjaldurinn sóar sínum hvellu hljóðum, þá hliðar með undursamlegum foss- um og grænu grasi, sem klífur svo hátt, sem.það má kömast, allt að þverhníptum hömrum, heim- kynnum lífsglaðra fugla. Hæst ber hvítan jökulinn, og — eins og segir í Goðasteini: „Sunnanvert í Eyjafjallajökli ber við himin hnjúkur einn, allstór, með blátt standberg til einnar áttar, að öðru leyti þakinn ís og snjó. Nefnist hann Goðasteinn“. Eftir þeim hnjúki nefna þeir útgefendur rit sitt, og verður ekki annað sagt en það beri heit- ið með sóma. Heim að Skógum er þekkilegt og staðarlegt að horfa. Héraðs- skóli og byggðasafn eru stofnan- Veiði í ám og vötnum Þegar ég sá myndina af Her toganum af Edinborg á forsíðu Mbl. í fyrradag — þar sem hann var að þreyta laxinn — fór ég að hugleiða það, sem erlendur ferðamálasérfræðing- ur sagði mér á dögunum: Að fiskar í ám og vötnum væru einmitt það, sem í framtíð- inni mundu laða marga er- lenda ferðamenn tll íslands. Ástæðan er einfaldlega sú, að í hinum þéttbýlu löndum meginlands Evrópu fer veiði- ám og veiðivötnum sífækk- andi. Bæði vegna aukinna tóm stunda almennings og þar af leiðandi vaxandi vedði — og úrgangs frá alls kyns fram- leiðslu. Iðnaður fer alls stað- ar vaxandi og úrgangurinn frá iðjuverunum þrengir kosti vatnafiskanna 'æ meira. Á að leigja árnar? Einstakliingar og samtök á- hugasamra veiðimanna hafa á undanförnum árum gert margt til þess að auka laxagengdina í ánum og eftir því sem álhugi útlendinga á ám okkar vex geri ég ráð fyrir að áhugi manna á laxaeldi og öðru slíku aukist hér. Það er nú einhvern veginn svo, að ís- lendingar verða oift að fá á- bendingar frá útlöndum, eða álit útlendinga, til þess að kunna að meta það, sem við höfum hér. Og einmitt vegna þessarar þróunar finnst mér að setja ætti einhver takmörk við því að heilar ár séu leigðar út- lendingum. Auðvitað á að gefa þeim kost á að renna fyrir fisk, en ég held að allir hljóti að vera sammála um að hægt yrði að skapa miklu fleira fólki slík tækifæri, ef ánum yrði áfram haldið undir okkar eigin stjórn. Viðhald og efling Nú þekki ég ekki lög og regl ur, sem gilda um árnar okk- ar og notkun þedrra. En ekki finnst mér óeðlilegt, að öli'Um þeim, sem ráð hafa yfir veiði ám og vötnum væri gert skylt að gera svo og svo mikið til þess að stuðla að viðhaldi og aukningu fiskstofna á viðkom- andi veiðistöðvum. Slíkt færi vitanlega eftir því hve mikið væri veitt á hverjum stað. — Hliðstæðar reglur gilda víða um lönd hvað snertir nytja- skóga. Fyrir hvert eitt tré, sem feillt 'er, verða viðkomandi að gróðursetja ákveðinn fjctda trjáplantna — og fyrir hvern einn lax, sem veiddur væri, ættu sömu aðilar að leggja eitthvað ákveðið af mörkum til að tryggja viðhald eða aukn ingu stofnsins í þeirri ánni. Veiðar í ám og vötnum gætu e.t.v. skapað þjóðarheildinni drjúgar tekjur í frambíðinni. Og ég veit, að mikið og gott starf er unnið af veiðimála- stjóra og hans mönnum í því skyni að auka veiðarnar og koma í veg fyrir rányrkju. Vandamál tómstundanna Þótt undarlegt megi virðast, þá er sífelld aukning tóm- stunda almennings stöðugt og vaxandi vandamál í ýmsum löndum. Enginh hefur á móti því að föik fái rýmri tóm- stundir og meiri hvíld, síður en svo. En vaxandi þörf fyrir tómstundaiðju skapar ýmis vandamál og hvetur til óeðli- lega hraðrar þróunar á ýms- um sviðum. Oft á tíðum eru ir, sem fara vel saman. Með efl- ingu sveitanna gætu risið þar fleiri þjóðþrifafyrirtæki. En fræðslustofnun og mennta- setur er sitt hvað. Þó það tvennfc ætti sem oftast að eiga samteið, höfum við allt of mörg dæmi utn hið gagnstæða. Ritstjórar og útgefendur Goða- steínt, Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson, hafa að minnsta kosti áunnið svo mikift að starfi sínu, að saga þjóðlegra fræða verður ekki svo ralfín hér eftir, að Skóga sé ekki að nokkru getið. Erlendur Jónsson. Ga^nfræðaskól- t ; inn við Vonar- stræti GAGNFRÆÐASKÓLANUM við Vonarstræti var slitið í 9. sinn 12. júní sl. Óskar Magnússon skóla- stjóri skýrði stuttlega frá skóla- starfi á liðnu skólaári og úrslit- um prófa. Fastir kennarar voru 9 auk skólastjóra, en stundarkennarar 4. Innritaðir voru 123 nemendur í 5 deildum. Að þessu sinni voru engir síð- degisbekkir starfandi í skólanum. Landspróf þreyttu alls 111 nem endur innanskóla og 3 utanskóla. Prófi luku alls 108, stóðust 103, þar af 55 með framhaldseinkunn. Hæstu einkunnir að þessu sinni hlutu Helga M. Ögmundsdóttir, L ágætiseinkunn, 9.18, og Einar Thoroddsen, I. ágætiseinkunn, 9.00. Verðlaun voru veitt þeim nem- endum, sem sköruðu fram úr i námi og einnig þeim nemendum, er unnu að félagsstörfum eða höfðu á hendi trúnaðarstörf fyrir skólann. þetta einkum vandaimál heild- arinnar, bæjarfélaiga og ríkis. Eitt dæmi eru þjóðvegirnir: Betri efnahagur veitir fleiri og fleiri fjölskyldum tækifæri til að eignast bíla — sem betur fer. Auknar tómstundir veita tækifæri til að ferðast meira á bí.unum — og fjölgun bíla og meiri akstur kretfjast breið- ari og betri þjóðvega. Þetta er eitt af fjölmörguim hliðstæðum vandamálum, sem hlaðast upp hjá hinu opinbera á öllum vest urlöndum. • Hver verður aukningin? . . .. Ég fór að hugleiða þetta vegna þess að ég sá í norsku blaði, að árið 1974 mundu að líkindum 10 milljónir erlendra ferðamanna koma til Noregs. Þetta er enigin smáræðis. taJa. En hún er byggð á niðurstöð- um sérfræðdnga í þessum efn- um — og þeir haifa einkum stuðst við reynsfu síðustu ára, þ.e. hina árlegu aukningu ferðamannaheimsókna. Líka — og ekki síður — áætlanir um það hve tómstundum íólks á Vesturlöndum fjölgi — og vinnustundum fækki — næsta áratuginn. Og ef Norðmenn fá 10 milj- ónir ferðamanna árið 1947, hve mörg hundruð þúsund ætli komi þá hingað? Það væri fróðlegit að heyra áætlanir inn lendra ferðamálasérfræðinga í þeim efnum. Eða er ekki kominn tími til að fara að hugsa eitthvað svolítið fram í tímann? ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og tímaval. A E G - utnboðið Söluumboð: HÚSPRÝÐI HF. Sími 20440 og 20441.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.