Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 15
JLaugadagur 4. júlí 1964 MOkGU NBLAÐIÐ 15 Þjóðleikhúsið: Kiev-ballettinn Ballettmeistari. Robert Kljavin Hljómsveitarstjórar. Boris Christiakov og Zakhar Kozharskí BALLETT-flokkurirm frá Kænugarði hélt fyrstu sýningu 6Ína í Þjóðleikhúsimu á mið- yikudagskvöld við mikinn fögn- uð áhorfenda. Þessi úkraínski ballett-flokkur, samtals 37 manns, hefur til að bera yfir- burðatækni og mikla dansgleði, enda hefur dansliistin lengi verið nokkurs konar „þjóðaríþrótt" austur á Volgubökkuim: Það hlýtur ævinlega að vera áhyggjuefni farandlfflokkuim eins og þessuim, við hvaða aðstæður þeir muni sýna á hverjum stað, bvo misjöfn sem leikhúsin eru að staerð og öllum búnaði. Þessi flokkur er augsýnilega vanur íniklu meira svigrúmi en hann fékk í Þjóðleikhúsinu, og háði iþað honum talsvert, einkanlega í „Svanavatninu“ og nofckrum hópdönsum. Sviðið var mikils til of þröngt, og það sem verra var: hin þungu og fyrirferðar- miklu hliðartjöld voru sýnilega til verulegs trafala, trufluðu bæði dansarana og áhorfendur. Ekki bætbti það heldur úr skák, að þeir sem sátu framarlega til hliðar í salnuim komust ekki hjá að sjá srtarfsmenn leiksviðsins milli tjaldanna, sem er ævinlega hvimleið truilun. Og þá er ó- talið það sem mest háði sýn- ingunm framan af: fálmkennd beiting ljósa og klaufaleg með- ferð tjalda, sem hvort tveggja skemmdi heildarmynd fyrsta ballettsins á efnisskránni. Slíkir hlutir eru alls staðar bagalegir, en aiílra halzt á ball- ettsyningum, því hér er um svo hárfína list að ræða, að ekkert xná út af bera án þess heildar- svipurinn skemmisit og töfrarn- ir rofni. Ballettinn er í einum ekilningi göfugasta list leiksviðs ins; hann tekur við þar sem leik- listinni lýkur, tjáir í hreyfing- um og látbragði það sem ella er tjáð með orðum eða söng, og er þannig viðkvæmari og „brot- hættari“ en aðrar listgreinar Heiksviðsins. Þess vegna veltur svo mikið á hverju einstöku smá atriði. Loks er að geta þess sem var kannski verst af öllu á sýn ingunni á miðvikudagskvöld: á miðju sviði var sleipur blettur sem greinilega truflaði dansar- ana í langflestum atriðunum og olli nokkrum taugaóstyrk meðal þeirra, enda varð þeirn nokkr- um sinn.um illiiega hállt á þess- um bletti. Þetta er svo mikilvægt tæknilegt aitriði, og þó svo ein- falt í framkvaamd, að furðu gegn ir hvernig siík mistök geta átt eér stað. Og snúum okkur þá að efnis- •kránni sem var allfjölbreytileg, en ekki að sama skapi nýstár- leg. Rússneskir ballett-flokkar eru ákaiflega hefðbundnir í efn- isvaili og fara mjög troðnar göt- ur. Er það þeim mun undarlegra eem danslist hefur um langan fijldur staðið með miklum blóma eustur þar og margir beztu og frægustu dansarar veraidar kornið þaðan. Á sínum tíma urðu Rússar til að b'ása fersku iífi í list ballettsins með braut- ryðjendum eins og Fokine, Leg- fit, Gorsky og þó einkanlega Dí- eghílev, en síðan er eins og þessi fagra listgrein hafi staðn- að hjá þeiim. Þeir halda fast við hina klassisku hefð og þa fyrst og freimst rómantíkina, og kem- ur það ljósiega fram á efnis- ekrá Kiev-ballettsins, sem býð- Ur upp á þrjú fræg rómantísk verk: „Giselíe“, sem er á efnis- Bkránni tvö kvöld, og þætti úr „Svanavatninu“ og „Esmer* öldu“, sem sýndir voru á mið- vikudagskvöld ásamt nokkrum fitærri og smærii verkum. Fyrst á efnisskránni var „Francesca da Rimini“, ballett í einum þætti (fimm mynduim) eftir V. Vronskí við tónlist eft- ir Tsjaíkovskí. Þetta mun vera nýr ballett, en hann er í hin- um hefðbundna rómanfc'ska stíl Rússa, byggður á einu frægasta atriðinu í „Inferno" Dantes (Canto V), þar sem hann og Virgil hitta fyrir Franceseu frá Rimini og ásfcmann hennar, Pa- olo, í undirheimum, og hlusta á raunasögu elskendanna. Þessi stutti bail'ett endurvakti hina fornu sögn með áhrifaríkum hætti. Óhugnaður helvítis í ær- um dansi hinna útskúfuðu, átak- amleg harmsaga elskendanna, yf- irþyrmandi sorg og úrræðalaus meðaumkun Dantes, allt var þetta túlkað á nærfærinn og hrífandi hátt, og tónlist Tsjaí- kovskís magnaði hvert atriði. Robert Kljavin, sem er ballett- meistari Kiev-ballettsins, fór með hlutverk Gianciottoes, hins Atriði úr ballettinum „Francesca de Kimini . galdramanns var Nikolaí Novi- kovs. „Esmeralda" var upprunalega samin af Julies Perrot við tón- list eftir Cesare Pugni, og er ballettinn byggður á hinni frægu sögu Victos Hugos, „Hringjar- inn í Notre Dame“. Hann var frumfluttur í Lundúnum árið 1844 og hefur tekið margvís- leguim breytinguim á liðnum hundrað árum. Er hann sjaldan sýndur af öðrum en Rússum nú orðið, oig að þessu sinni var Loks voru sýndir tveir litríkir úkraínskir þjóðdansar, sem vöktu mikla hrifningu, einkan- lega sá seinni, „Gopak“, sem var þrunginn galsa og frábærri dansgleði. Rússar hafa dansinn í blóð- inu, og þjóðdansar þeirra eru slíkar gersemar, að ég hefði fyrir mlna parta kosið meira af þeim á efnisskánni,en minria af hinu gamla og síendurtekna efni, þó mér komi vitaskuld ekki til hugar að vanþakjca þá Hitt hefur maður kannski líka leyfi til að harma, að ein mesita danslistarþjóð veraldar skuli vera svo rígbundin á þröngan bás hins klassíska ball etts, að fimmtíu ára æsíleg þró- un þessarar listgreinar er henni að mestu framandi heima fyrir meðan rússneskir útlagar standa í fylkingarbrjósti erlendis. Sigurtfur A. Magnússoa Atriði úr 2. þætti „Svanavatns ins“. illa bróður, en Alla Gavrilenko túlkaði Francescu, og Konstantín Brudnov fór með hlutverk Paolos. „Svanavatnið“ við hugljúfa tónlist Tsjaíkovskís var samið af þeim mikla aÆkastamanni Mariusi Pepita og samstarfs- manni hans, Lev Ivanov. Þetta verk hefur jafnan notið gífur- legra vinsælda síðan það var fyrst sýrat (í heilu lagi) í Péturs- borg í ársbyrjun 1895, enda er það meðal fegurstu og hugtæk- ustu kllassískra balletta, þrung- ið ljóðrænum krafti sem tónlist Tsjaíkovskís seiðir fram. Annar þáttur þessa balletts er fullkomn astur og oft sýndur einn sér, eins og hér var gert. Samleik- ur þeirra Odettes og Siegfrieds í þessum þætti er keppikefli allra góðra dansara, hópdans svananna er prófraun góðra bali ett-flokka, og dans svananna fjögurra, sem er tæknilega mjög erfiður, sker úr um gæði sýningarinnar. Ail.ar þessar þrautir leysti Kiev-ballettinn af hendi með mikill prýði, ekki Slzt þá síðusitu, enda standa engir Rússuim á sporði í list- rænni túlkun á þessum tor- velda þætti. Eins og fyrr segir var svið Þjóðleikhússins alltof þröngt og tjöldin fótækleg, og dró það að sjálfsögðu úr heiid- aráhrifum sýningarinnar. Hlutverk Odettes dansaði Alla Gavrilenko af miklum þokka, en með hlutverk Siegfrieds fór Genn I adí Baukin. í hlutverki Rothbarts einungis eixm af fimm þáttum hans fluttur í nýrri kóreógrafíu V. Vronskís og hefur úkra- ínska tónskáldið Reinlhold Gli- ére bætt sínuim skerfi við tónlist Pugnis. Aðalhlutverkin dönsuðu Iriada Lukaséva og Valerí Prasg ov og túlikuðu þau af öruggri tækni sem hvergi skeikaðL Af öðruim atriðum á efnis- skránni má nefna „pas de deux“ úr baiilettinum „Don Quijote" eftir Marius Pepita við tónlist eftir Leon Minkus. Hér er um að ræða gamlan og lítt þekktan ballett ( sem ekki má rugla sam an við kunnan samnetfnidan baiil ett eftir Tatjana Gsovsky við tónlist eftir Leo Spies, sem fruim sýndur var 1949). Leystu fjór- ir dansarar erfiðar tæknilegar dansþrautir af mikiili leiknL Enn má nefna svipmyndina „Vorið“ eftir Robert Htjavin við tónilist Edvards Griegs, stíl- hreina og hugðnæma mynd. góðu list, sem Kiev-ballettinn færði okkur. Hins vegar verður það að segjast, að sýningin var ekki sá iistviðburður sem óg hafði bú- izt við, þrátt fyrir ótvíræða tækni dansaranna. Hana skorti þá listrænu fágun sem lyfti henni í æðra veldi danslistarinn ar. ÞAÐ hefir komið í minn hlut að. segja nokkur orð um þátt Sinfóníuhljómsveitar íslands í ballettsýningu hinna ágætu gesta frá Kænugarði austur, sem gista Þjóðleikhúsið þessa daga. Hljómsveitarstjóri á frumsýn- ingunni sl. miðvikudagskvöld var Boris Chisciakov, en hann skipt- ist á við Zakhar Kozhars'kij um það hlutverk. Hann virtist vera nakvæmur og röggsamlegur stjórnandi og að sjálfsögðu í nánu sambandi við sitt fólk á sviðinu. En þessir góðu kostir komu .því miður ekki að fullu gaigni, því að hljómsveitin virt- ist ákaflega „illa fyrir kölluð“, cg má að sjálfsögðu að verulegu leyti kenna það þeim hörmulegu aðstæðum, sem hún býr. við í Þjóðleikhúsinu. Þrengsli í hljóm- sveitarstúkunni eru slík, að þeg- er þar eru flutt verk, sem krefj- ast mólmblásturshljóðfæra í fleira iagi, er aðstaða strengja- leikaranna vonlaus, bæði sökum mannfæðar og vegna þess, að þeir eru staðsettir undir þeim mikla virkisvegg, sem skilur stúkuna frá áhorfendasalnum. Þetta kom átakanlega fram á ballettsýningunni og varð enn átakanlegra vegna þess, að hljómur málmblásaranna var óvenju hrjúfur og tónmyndun óörugg. Má mikið vera, ef ekki er orðið aðkallandi að endur- skoða skipun þessarar deildar í hljómsveitinni. Jón Þórarinsson. Brússel, 2. júlí NTB • Ráðherrafundur Efnahags- bandalagsins verður haldinn dagana 6. og 7. júlí nk., og þá rætt sérstaklega um beiðni Austurríkis um aukaaðild að bandalaginu. Væntanlega leggja ráðherrarnir grundvöll að frekari samningaviðræðum milli fulltrúa austurrísku stjórnarinar og fastafulltrúa bandalagsins. Sjálfstæðisíólk í Hafnarfirði ÞAÐ er á niorgun klukkan 8 fyrir hádegi sem fertfin hefst í Borgarfjörtfinn. Enn er tækifæri til atf vera með. Hringið í sima 50786. — Fulltrúaráð Sjálfstætfisfélaganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.