Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.1964, Blaðsíða 24
SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS 153. tbl. — Laugardagur 4. júlí 1964 VORUR **********+*****■»******+***++***** BRAGÐAST BEZT I rá setningu ráðstefnunnar í háliúasal Háskólans í gær. Ráðstefna um endurskoöun landafræðibóka var sett í gær f GÆRMORGUN var sett í há- tíðasal Háskólans ráðstefna á vegum Evrópuráðsins, er fjalla mun um endurskoðun kennslu- bóka í landafræði og landabréfa til notkunar í skólum. Ráðstefn- una sækja 40 fulltrúar 18 ríkja Evrópuráðsins og fulltrú- ar þriggja alþjóðastofnána, UNESCO, Efnahagsbandalags * Evrópu og Kennarasambands Evrópu. Við setningu, ráðstefnunnar í gær, flutti menntamálaráðherra, Gvlfi Þ. Gíslason, ávarp og lét í ljós ánægju sína yfir koma full- trúanna til íslands. Sagði ráð- herrann m.a., að menn almennt iærðu meira um landafræði nú á dögum en áður tíðkaðist og Vig setninguna voru ræður fluttar á ensku, en voru jafnharðan túlkaðar á- frönsku. Eru heyrnartói við hvert sæti í salnum, þar sem fulltrúar geta hlýtt á þýðingu. Safnahús opnað á Selfossi Selfossi, 3. júlí. SUNNUDAGINN 5. júlí verður opnað á Selfossi Safnahús Árnes- sýslu. Húsið hefur verið í smíðum undanfarin tvö ár, en er nú að verða fullgert. Á neðri hæð húss- ins verður komið fyrir héraðs- bókasafni og skjalasafni, en byggðarsafni og málverkasafni á efri hæð. Húsið stendur við Tryggvagötu sunnan sundlaugarinnar. Ráðgert er, að forseti íslands og nokkrir aðrir gestir skoði söfnin kl. 14, en húsið verði síð- an opnað almenningi kl. 16. Verð ur þar til sýnis í fyrsta sinn aust an fjalls málverkasafnið, sem frú Bjarnveig Bjarnadóttir hefur gefið Árnessýslu, og sagt hefur vtrið frá í Morgunblaðinu áður. — Ól. J. Sagði ekkert um Islandsferðina f EINKASKEYTI til Morgun blaðsins frá A.P. í gær segir að Philip prins hafi komið til Uundúna með Comet þotu frá flughernum brezka eftir þriggja daga heimsókn á ís- landi. Segir að eiginmaður drottn ingarinnar hafi gengið frá þotunni án þess að skeyta nokkru uni einkaíbúð er hon- um hafði verið fengin til umráða á flugvellinum til hvíldar eftir ferðina, en undið sér inn I sportbil og ekið til Windsorkastala. Hertoginn neitaði að svara spurningum fréttamanna og birta ensk blöð engar umsagn ir eftir honum um íslandsferð ina. Eftir að prins Philip hefir dvalist næturlagt heima held- ur hann flugleiðis tii Afríku til þess að taka þátt í Sjálf- stæðishátíð Nyasalands. ísinn á sömu slóð- um nú og í fyrra meiri áherzla væri nú lögð á réttar upplýsingar. Væri starf Evrópuráðsins við endurskoðun kennsiubóka í sögu og landa- fræði því mjög athyglisvert. Raunar væri aldrei hægt að ljúika siíku verki fullkomlega, því að á þessu sviði geta orðið snögg- ar breytingar. Það væri ekki einungis vegna sannleikans, sem stöðug endurskoðun á kennslúbókum væri nauðsynleg, heldur gætu rangar upplýsingar orðið til að varpa skugga á sam- vrnnu þjóða og jafnvel reynzt skaðlegar varðveizlu friðarins. Ráðherrann sagði í lok ávarps síns, að Evrópuráðið hefði skilið hversu mikilvægt það er, að efla þek'kingu þjóða Evrópu, hverrar á annarri. Að ávarpi menntamálaráð- lerra loknu tók til máls dr. G. Neumann, deildarstjóri í menn- ingarmáladeild Evrópuráðsins í Strassburg. Gerði hann'grein fyr- Um ir tilhögun ráðstefnunnar, sem rr.un fjalla um N-Evrópu og ef til vill eitthvað um A-Evrópu. Er þetta fjórða og síðasta ráð- stefnan, sem haldin er um endur skoðun landafræðibóka, og hafa fulltrúar hverar þjóðar samið tiilögur, sem fram verða bornar. -Af hálfu Islands hafa þeir Guðmundur Þorláksson, cand. mag. og dr. Sigurður Þórarins- son undirbúið tillögur, sem lagð- ar verða fram, og hafa þeir einn ig undirbúig ráðstefnuna ásamt Þórði Einarssyni, fulltrúa í nienntamálaráðuneytinu. Þeir Guðmundur og Sigurður sitja ráðstefnuna, sem fulltrúar íslands og var Guðmundur kjörinn for- seti hennar við setninguna i gær. Ráðstefnan mun standa til 12. þ. m. og fá fulltrúar tækifæri til ferðalaga, og er reiknað með, að þeir fari í Surtseyjarleiðang- ur. TF-SIF, flugvél landhelgisgæzl- unnar fór í ískönnunarflug sl. fimmtudag. í ljós kom, að ísspöng in fyrir norðvestan land er á mjög svipuðum slóðum og í fyrra, þegar svæðíð var kannað úr lofti 7.—11. júlí. Þá og nú er ísinn held ur nær landi en í meðalári. Sjálfur ísjaðarinn er víðast sundurlaus, að mestu ísflögur og kurl. Þar þekur íslnn um tvo tíundu hluta sjávar. ísinn þéttist þó fljótlega, eftir að innar dreg- ur, og verður nær samfelldur. Um legu ísrandarinnar segir svo í tilkynningu frá landhelgis- gæzlunni: Undan Kögri lá ísinn í r/v. 327° fjarlægð 20 sjómílur. Á Kögurgrunni beygir ísinn til NV og fjarlægist landið. Til austurg er lega íssins r/v. 067°. NNA frá Horni liggur hann i 22 sjómílna fjarlægð og beygir þá til SA og er í r/v. 041° frá Geirólfsnúpi í 20 sjómílna fjar- Framh. á bls. 23 Kosið í skipulags nefnd Á FUNDI -borgarstjórnar í fyrra- kvöld var kosið í skipulagsnefnd. Kosningu hlutu: Gísli Halldórs- son, Þór Sandholt og Geirharður Þorsteinsson. — Til vara: Valde- mar Kristinsson, Úlfar Þórðar- son og Þorvaldur Kristmunds- Nefnd athugi hvort rétt sé að gera breytingu á stjórn Reykjavikur TADSVERÐAR umræður urðu í borgarstjórn_ í fyrrakvöld um Samiþykkt um stjórn Reykjaviik- urbongar og fundarSköp. Tillaga að samþykktinni var afgreidd o-g felur hún ekki í sér meginbreyt- ingar á stjórnkerfi borgarinnar. Tillögur um að fjölga bæjarfuil- trúum í 21 náðu ekki fram að ganga* Megin niðurstaða umræðnanna grundvallarbreytingar var samþykkt breytingartillögu frá 'borgarstjórafúlltrúum Sjálfstæðis ins við tillögu Óskars Halligríms- sonar Breytingartillagan hljóðar svo: „Borgarstjóm Reyikjavíkur samþykkir að fela sjö manna nefnd að athuga, hvort rétt sé að gera breytingar á stjórn Reykja- víkurborgar, einkum að því er varðar fjölda borgarfulltrúa og borgarstjóra, svo oig nefndakerfi borgarinnar. . Nefndin skal kosin með hlut- falliskoisningu af borgarstjóm. , Nefndin hraði störfum eins og tök em á og gefi borgarstjóm Skýrslu um störf sín og tiUögur. Hún getur kvatt starfsmfinn borg arinnar sér til aðstoðar.“ n Hákon Guðmundsson Yfirborgordómara- og yfir- sakadómarcembættin veitt FORSETI tslands hefir í dag, að tillögu dómsmálarálðherra, veitt Hákoni Guðmundssyni, hæsta- réttaritara, embætti yfirborgar- dómiara í Reykjavík og Þórði Björnssyni, sakadómara, em- bætti yfirsakadómara í Reykja- vík, frá 1. ágúst næstkomandi. (Frétt frá Dómsmálaráðu- neytinu). Hákon Guðmundsson er fædd- ur á Hvoli í Mýrdal 18. október 1904, og er hann því 59 ára að aldri. Hann varð cand. juris frá H.í. 1930 og gerðist þá fulltrúi lögmannsins í Reykjavik. 1936 var hann skipaður hæstaréttarrit ari og hefúr gengt því emhætti síðan. Hann hefur verið forseti Félagsdóms frá stofnun hans 1938 gegnt setu- og rannsóknar- dómarastörfum í ýmsum málum. Hann hefur átt sæti í fjölmörg- um nefndum og ráðum. Hann var kosinn formaður Skógrækt- arfélags fslands 1961. Hákon er kvæntur Ólöfu Árna- dóttur. Þórður Björnsson er fæddur í Reykjavík 14. júí 1916, og er því 48 ára að aldri. Foreldrar hans eru Björn Þórðarson, dr. jur., og kona hans, Ingibjörg Ólafs- dóttix Briem. Þau eru bæði lát- in. Þórður Björnsson Þórður lauk lögfræðiprófi vi8 H.í. árið 1940, varð fulltrúi hjá lögmanninum í Reykjavík sama ár og fulltrúi hjá sakadómaran- um í Reykjavík 1941. Hann vap settur sakadómari í Rvík 1961, skipaður í það emibætti 1962 og hefur gengt þvi síðan. Hann hef- ur oft gengt setudómarastörfum; bæði í opinberum málum og einkamólium. Um þrettán mán- aða skeið á árunum 1945—1946 kynnti hann sér réttarfar í opin- berum málum á Norðurlöndum og Englandi. Hann á sæti í flug ráði og miðstjórn Framsóknar- flokksins. Þóður var um langt tímabil fulltrúi Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn Reykj.a. víkur. Þórður er kvæntur Guðfinnu Guðmundsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.