Morgunblaðið - 05.07.1964, Page 8

Morgunblaðið - 05.07.1964, Page 8
MORCU N BLAÐIÐ Sutmudafijtrr 5, júlí 19S4 IMú fljugum við í sólsetrið Ættingjar og vinir Jóninu Johnston héldu henni samsæti á Hótel Borg og við það tækifæri var myndin tekin. Fyrir miðju sézt Jónina í hjólastólnum, sitjandi til hægri við hana er Pálína dóttir hennar. Mér hefur verið tekið eins og sjálfum páfanum í DAG kveðja Vestur-íslend- ingarnir, sem hin,gað komu 4. júní, og halda af stað tiil heim- kynna sinna. Þeirra á meðal er frú Jónína -Johnston. Hún er frá brugðin hinum ferðalöngunum að því leyti, að hún er bundin við hjólastól, en þrátt fyrir það heíur hún notið ferðarinnar í ríkum mæli. í fylgd með frú Jónínu er dóttir hennar, Pái ína Wailer, og er þetta fyrsta heim- sókn hennar hingað. Jónína tal- ar ótrúlega góða íslenzku, og það fyrsta sem okkur datt því í hug að spyrja hana um var hvernig hún hefði farið að varð- veita málið. „Ég fór vest.ur um haf 19 ára til Kanada nokkrum árum áður. gömul“, sagði Jónína, „það var 10. maí árið 1912. Ég fór til systur minnar, sem farið hafði. Þegar þangað kom fór ég í vist meðan ég var að koma mér niður í málinu, og í tuttugu ár hitti ég ekki einn einasta íslend ing. En ég átti nokkrar nokkr- ar íslenzkar bækur, einkum Ijóðabækur, sem ég stytti mér stundir við og þær hjálpuðu mér til að viðlhaída málinu. Seinna gerðist ég áskrifandi að íslenzka blaðinu, Lögberg-Heims kringla". „Hvaðan ertu ættuð, Jónína?* „Ég var alin upp í Syðri-Gegn ishólum í Gaulverjarbæjar- hreppi, en foreldrar mínir voru Jón Hannesson og Elín Páls- dióttir, sem í mörg herrans ár áttu heima á Klapparstíig 40. Nú á ég aðeins eina systur á lífi, Guðlaugu Jónsdóttur, sem bú- sett er hér í Reykjavík. En ætt- in er gríðarstór, og gaman að heilsa upp á all.t þetta fólk, sem ég hef hingað til aðeins þekkt af afspurn. Ættingjar og vinir hafa tekið á móti mér eins og væri ég sjálfur páfinn, og i síðustu viku var mér haldið sam sæti á Hótel Borg. Svo fór ég á æskustöðvarnar og var bor- in inn í kirkjuna í Gaulverja- bæ. Þar var ég fermd og þar liggja afi minn og amma graf- in, en afi minn var prestur á staðnum í eina tíð, Páll Ingi- mundarson." „Hvernig lízt þér svo á land- ið þitt gamla?“ „Hér eru stærri byggingar en voru þegar ég fór og hitaveita komin í svo að segja hvert hús. Nú þurfa konur ekki lengur að þvo á brettum í Þvottalaugun- um. En út i frá eru breytúng- ekki svo ýkja miklar. Vei st þykir mér hvað vegirnir eru slæmir, og hve háar tröppur eru við mörg húsin, jafnvel spáný hús.“ „Hvar hefurðu búið í Kan- ada?“ „Hingað og þangað. Maðurinn minn sálugi, Pétur Johnston, sem var af skozkum og norsk- um ættum, var járnbrautar- stjóri og þurftum við oft að hafa búsetuskifti vegna starfa hans. Lengst bjugum við í Vancouver. Ég ferðaðist mikið um landið í jámbrautunum með manni mínum, og hef þar af leiðandi séð mikið bæði af Kan- ada og Bandaríkjunuim. Síðustu fimm árin hef ég haft hægt i i í mig, því þá fékk ég heilalblóð- fall og lamaðist öðrum megin. Hef ég ekki náð mér eft- ir þau áföll. S.l. ár hef ég búið hjá döttur minni í Calgaryis í A:bertaifylki.“ „Hvernig hefur dóttur þinni líkað dvölin hér?“ „Hún hefur haft mikla ánægju af að koma hingað, og ég er viss um að hún vill gjarnan sýna börnunum sínum tveim landið einhvern tíma semna. Hún hefur gaman af málverk- um og höggmyndailist og hefur notað timann til að heimsækja söfn og fara á málverkasýning- ar.“ „Að síðustu vil ég biðja blað- ið að koma á framfæri fáein- um kveðjuorðum frá mér til skyldmenna minna og vina hér á landi. Ég bið guð að vernda það um atdur og ævi. Þó ég sá erlendur ríkisborgari nú, leyn- ist alltaf innra með mér ein- hver órjúfanlegur strengur til uppruna míns. Þó greinarnar í gömlu eikartré visni og verði fyrir áföllum af völdum regns og vinda, stendur rótin kyrr.“ íslenzkir lögregluþjónar alúðlegir menn TVEIR HEIÐURSMENN sátu uppi á herbergi númer 113 í sjó- manna- og gestaheimili Hjálp- ræðishersins Oig tottuðu p’pur, þegar við snöruðum okkur þang að inn á föstudaginn. Ilmurinn í lóftinu var sætur, því að í Bandaríkjunum reykja menn varla annað en sætt tóbak og taka og taka í vörina tuggur með „spring-fHavor". Þarna sátu þeir félagar fyrsta sinni þátt I á íslandi, því að þeirra dórhi var ferðin hing- að ævintýri iíkust. —Okkur langar ekkert sér- staklega heim aftur, Segir Valde mar. En nú eigum við víst að fljúga aftur í sólsetrið á sunnu- daginn. Við höfum aldrei skemmt okkur jafnvel á lífs- lleiðinni og hvergi höfuim við mætt jafnmikilli vináttu og hér. Mig hefur furðað af hverju ís- Björgvin Johnson og Valdemar Þorlaksson Valdemar Þorláksson og Björgvin Johnson, sem báð ir búa nú í nágrenni San- Francisoo, en léku sér saman í æsku á hveitiakri við smábæinn Mountain í N.-Dakotariki. Reykjarpípan er friðartákn í vestrinu og þeir Valde- mar og Björgvin höll- uðu sér þægilega aftur á dív- önunu-m og ígrunduðu þetta æv intýri, sem þeir höfðu tekið lendingar eru svona góðir við okkur — þeir hafa bókstaflega borið okkur á höndum sér. Ann ars held ég það sé óþarfi fyrir ykkur að eiga við mig viðtal fyr ir Morgunblaðið. Það hefur nefnilega birzt samtal og mynd í Þjóðviljanum. Þegar ég var nýkominn í bæinn með hópnum vék sér að mér blaðamaður og tók að spyrja mig spurninga u n ætt mína og uppruna og ég svaraði þeim eðlilega. En ég sagði honum að ég myndi ekki segja neitt um stjórnmála eða trúmál og það gengur jafnt yf- ir 9.1 dagfblöðin. —Hefurðu hitt eitthvað af ættingjum þínum? — Ég fór norður í Mývatns- sveit, þaðan sem móðir min var ættuð. Hún hét Petrína Guðnadóttir frá Arnarvatni, og þar hitti ég skyldfólk mitt. En því miður gafst mér ekiki 6ími til að koma á hvern bæ, þó að þar hefði verið frændur afS finna. Aftur á móti er mér ekki kunnugt um nein skyldmenni ii föðurætt. — Þið fædduzt báðir vestaa hafs? — Báðir fæddir í Mountain f N-Dakota, segir Björgvin, en fluttum til vesturstrandarinnar á miðjum aldri. ,, — Hvað hafið þið starfað? ’ — Valdemar hefur lagt hönd á margt, verið þó aðallega við störf í járnbrautarsmiðjum. Ég hef verið rakari all.t til ársina 1959. -— Hefurðu fengið þér klipp- ingu hérna? — Já, já. '' — Hvernig finnst þér Lsf enz.kir rakarar? — Ég lenti á prýðisgóðum manni. Það eru notaðar dálítið aðrar aðferðir í hárskurði hérna en fyrir vestan, en hvað um það, ég er vel klipptur. — Og þetta er í fyrsta sinn sem þið komið hingað. — Já, en ekki það síðasta, seg ir Valdemar.. Við höfum blátt áfram ekkí áttað ofckur á ailri vir-semd íslendinga. Upphaflega ætluðum við til meginlanda Evrópu eftir sex til sjö daga dvöl á ísl'.andi, en þær áætlan- ir voru látnar fjúka út í veður og vind á öðrum eða þriðja degú því að allir taka okkur svo veL islenzkir lögregluþjónar eru ein staklega elskulegar manneskjur. Við hittum nokkra þeirra austur á Laugarvatni, þegar við vorum á ferðalagi þar saman. Það var um miðja nótt sem við komutn þangað, en okkur hafði ekki komið til hugar að gera boð á Framh. á bls. 25 Hjónin Jóhann og Ll'iian Jóhannsson Þegar við hættum bú- störfum komum við aftur HJÓNIN Jóhann Halldór og Lillian Jóhannsson frá Marker- ville í Albertafylki í Kanada, litu sem snöggvast inn á ritstjórnar- skrifst. blaðsins á föstudagskvöld. Hjónunum hafði ekki verið kunn ugt um neit skyldfólk sitt á ís- landi, en ákváðu samt að koma hingað. Tóku þau böggla og kveðjur nokkurra vina frá Kana da, sem komu hingað í hópferð í fyrra, og þess vegna sögðust þau hafa hitt fyrir fjölda fólks. Jóhann er Þingeyingur, en kona hans Skagfirðingur. Bæði 'eru þau fædd í Alberta á slóðum Klettafjallaskáldsins og talar Jó hann mjög góða íslenzku, en frú in aftur á móti minna. — Heldurðu Jóhann, að íslenzk an deyi ekki út vestan hafs? — Ég tel það ekki ólíklegt. Kynslóðin, sem er í uppvexti núna talar almennt ekkert í xs- lenzku, svo að sá tími hlýtur að koma, að íslenzkan gleymist, að minnsta kosti í smæstu íslend- ingabyggðum. ___ En eldri kynslóðin les eitt- hvað á íslenzku og heldur tung- unni við? ___ Já, já, við lesum mikið á islenzku. — Hvað gerir þú, Jóhann? — Ég er bóndi, hef bæði akur- yrkju og skepnuhald. Við búum á góðri jörð og nú er eldri sonur minn að taka við af mér og sá yngri á sinn bæ skammt frá okk- ur. Ég fer smám saman að draga mig í hlé, og kannski gefst þá tækifæri til að koma aftur hing- að. — Það hefur ekki staðið til, að börnin kæmu með ykkur hing að? — Jú, yngri dóttir okkar áttl að koma, en hún vann þá ferða- lag til Nova Scotia í samkeppni í ungmennafélagi í sveitinni. Hún kemur sennilega með okkur seinna. — Funduð þið eitthvert skyld- fólk? — Já. Fyrir sérstaka hjálp- semi allra þeirra, sem við hitt- um, tókst okkur það. Við komum hingað án þess að hafa minnstu hugmynd um nokkra ættingja, en svo tóku menn að finna þá fyrir okkur, og þurftum við sjálf alls ekkert fyrir leitinni að hafa. Það var skemmtilegt að hitta þetta fólk, og íslendinga almennt. því að viðtökur gefa ótvírætt til kynna, að við erum öll náskyid. V-íslendingarnir halda heim í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.