Morgunblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 10
10 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 5. júlí 1964 Hvaö hyggst Robert Kennedy fyrir? Pólverjar sungu fyrir hann og hann fyrir þá UNDANFARINN hálfan mánuð hefur nafn Roberts Kennedys, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, verið ofarlega á baugi í heims- fréttunum, fyrst og fremst vegna „ferðalaga hans utan lands og innan. Mesta at- hygli vakti heimsókn dóms málaráðherrans til Pól- lands, þar sem íbúarnir tóku honum forkunnar vel. Er heimsóknin talin sýna Ijóslega, að þeir bera hlýj- ar tilfinningar í brjósti til Bandaríkjamanna. Opinberir aðílar í Póllandi gerðu lítið til að vekja áhuga almennings á gestunum. Að- eins var sagt stuttlega frá komu þeirra í útvarpi, og blóð in voru þögul. En íbúarnir höfðu áhuga og söfnuðust sam an hvar sem Kennedy og fyigdarlið hans kom. Margir veifuðu úr gluggum og af svöl um með fram götunum og köstuðu blómum til gestanna. Á markaðstorginu í Kraká söfnuðust saman milli 10 og 15 þús. menn og þröngin var svo mikil, að bifreið Kenne- dys komst ekki áfram. Hann og kona hans stigu upp á þak bifreiðarinnar og veifuðu hin um fagnandi mannfjölda. Upp hófst þá fjörlegur söngur og sungu menn gamla pólska drykkjuvísu, sem nefnist „Megir þú lifa hundrað ár.“ Þetta augnablik, þegar söng ur þúsund radda hljómaþi um markaðstorgið var hápúnktur dagsins og á fáa sína líka í 100 ára sögu borgarinnar. Þegar söngur Pólverjanna hljóðnaði, sagði Kennedy: Nú syngjum við fyrir ykkur.“ Jfann ráðfærði sig skamma stund við aðstoðarmenn sína, en síðan söng hann, kona hans og börnin þrjú lagið, sem þekkt er með textanum: „Þeg ar írsku augun brosa.“, en þau breyttu því og sungu: „Þegar pólsku augun brosa.“ Á leið sinni um götur Krakár stóð Kennedy lengst af á þaki bifreiðar sinnar. Hann heimsótti m. a. borgar- stjórann, Zbingniew Skolicki, í ráðhúsinu og ræddi við hann um stund. Skolicki spurði glettnislega, hvort Kennedy ætlaði ekki að bjóða sig fram til forsetakjörs í Bandaríkj- unum. Kennedy svaraði í sömu mynt og sagði: „Ég ætla fara hérna út fyrir og bjóða mig fram til borgarstjóra í Kraká.“ Skolicki svaraði: „Þér mynduð sigra.1 í fréttum af heimsókn Kennedys til Póllands, bendir fréttaritari Associated Press í Varsjá á, að enginn æðstu manna landsins hafi rætt við Kennedy. Fréttaritarinn kveð ur það ekkert launungamál, að forystumenn kommúnista hafi verið óánægðir með ræð- urnar, sem Kennedy flutti á götum úti og heimsókn hans til Wyszynkys, kardínála. Robert Kennedy kom til Póllands frá V.-Berlín, en borgina heimsótti hann í til- efni þess að ár var liðið frá því að Kennedy forseti kom þangað. Var Robert viðstadd- ur þegar afhjúpað var minn- ismerki um heimsókn bróður hans. Áður en Kennedy hélt til Þýzkalands, ferðaðist hann um nokkur ríki í Bandaríkj- unum, þar sem kynþáttaóeirð ir hafa geisað undanfarið og ræddi við embættismenn og leiðtoga blökkumanna. í blaðafréttum um ferðir Kennedys, hefur skotið upp spurningu, sem enn er ósvar- að. Hvað hyggst Robert Kennedy fyrir í framtíðinni? Hér á eftir fer nokkuð stytt grein éftir fréttamann banda- síns, en nú virðist hann hafa tekið gleði sína aftur og hug- myndin um „að fara burt“ hefur vikið fyrir þeirri sann- færingu hans, að kröftum sín- um verði-hann að eyða í þágu almenningsheilla í Bandaríkj unum. í Washington telja flestir, að Bobby yfcyrni sér einn Kennedy ræffir viff blökkumenn, sem tekiff hafa þátt í mót- mælaa ffgerffum. ríska vikublaðsins News- week, en hann ræddi við Ro- bert Kennedy um framtíðar- áform hans. „Ég myndi vilja beizla ork- una, áræðið, hvatninguna og hugmyndaflugið, sem Kenne- dy forseti gæddi stjórn sína. Ég vil að allt þetta lifi. Það er miklivægt að haldið sé áfram baráttunni fyrir því bezta, og bundinn endi á með- almennskuna. Kyndillinn hef- ur raunverulega Verið feng- inn nýrri kynslóð í hendpr. Menn leita enn hugsjónanna. Þær höfðú áhrif á ungt fólk um allan heim og ég varð eins konar tákn, ekki aðeins sem einstaklingur." „Ef ég gæti fundið leið, til þess að koma í veg fyrir að allt þetta lognaðist útaf og með því unnið þjóðinni gagn, myndi ég fara þá leið.“ Þetta sagði Robfrt Kennedy hægt og alvarlega, þegar framtíð hans var til umræðu. Rætt hafði verið um, að Kennedy byði sig fram til öld ungadeildar fyrir New York ríki, en í s.l. Viku lýsti hann því yfir, að hann yrði ekki í framboði. Sú yfirlýsing gaf vangaveltunum um framtíðar áætlanir dómsmálaráðherrans byr undir báða vængi. Langt er síðan Kennedy gaf í skyn, að hann hefði lítinn áhuga á framboði við ríkisstjórna- kosningarnar í Massahusetts. Hann sagði, að hugmyndin um framboðið hefði aldrei verið skynsamleg. Hann gæti ekki hugsað sér að sletta sér fram í störf Teddys, bróður síns, sem er öldungadeildarmaður ríkisins. .Fyrir mánuði sagði Robert, að það eina, sem hann langaði til væri „að fara burt.“ Hann sagðist vilja búa í öðru landi, t. d. Englandi, verða kennari og skrifa bók, ekki þó um bróður sinn, hinn látna for- seta, það hefðu svo margir gert. Þá hafði har.n sjaldan sézt brosa eftir morð bróður möguleika, varaforsetaembætt ið. Þeir, sem andvígir eru út- nefningu hans til framboðs með Johnson segja, að „Kennedy dýrkunin“, eins og einn komst að orði, sé löngu gengin út í öfgar. Robert hafi ekkert til að bera nema ætt- arnafnið og það sé hroki hans, sem valdi því, að hann sæk- izt eftir embætti, sem John- son vilji sízt af öllu úthluta honum. En þeir, sem telja Robert æskilegasta varaforsetaefnið, er Johnson geti valið eru fleiri og áhrifameiri. Þeir segja, að það sem nefnt hafi verið Kennedy dýrkun sé hinn nýi tími í Bandaríkjun- um. Robert Ke.inedy hafi ein staklega mikla hæfileika til þess að takast á hendur vara forsetaembætti vegna hinnar fjölþættu reynzlu, sem hann hlaut, er hann var nánasti ráð gjafi bróður síns. Það sé bæði rökrétt og skynsamlegt, að arf taki hins látna forseta sé á framboðslista demókrata. Ljóst er, að Kennedy óskar sjálfur að verða varaforseti, en þó ekki af heilum hug, og vill því ekki útiloka önnur embætti. Hann skilur hvers vegna Johnson gæti fremur kosið annað meðframbjóð- anda og er ekki bitur vegna þess. „í sannleika sagt held ég, að ég sé síðasti maðurinn á jörðinni, sem hann myndi velja . .“ segir Kennedy. „Það er vegna þess að nafn mitt er Kennedy, og hann vill Johnson-stjórn, sem enginn Kennedy situr í ,og vegna þess að við förum ólíkar leið- ir, einhverjir kaupsýslumenn myndu vera mótfallnir fram- boði mínu, ég myndi ef til vill kosta þá nokkur atkvæði í Suðurríkjunum . . . . ég held að þau yrðu ekki eins mörg og sumir segja, en þó ein- hver.“ (Að minnsta kosti þrír ríkisstjórar í Suðurríkjunum eru því fylgjandi, að Kennedy verði varaforsetaefni demó- krata). Hvaða ástæður gæti John- son haft til þess að velja Kennedy? „Þá ástæðu, að mikill meiri hluti stjórnmálaleiðtoga í Norðurríkjunum er því fylgj- andi“, svarar Kennedy ófeim- inn. Síðustu vikur hefur sam- band Johnson, forseta, og Kennedys, dómsmálaráðherra, verið með vinsamlegri blæ en áður. Það hafa samstarfsmenn Johnsons staðfest. Og í fyrri viku sagði forsetinn Pierre Salinger, frambjóðanda demó krata til öldungadeildar í Kaliforníu, að hann væri nú sannfærður um að Robert Kennedy hefði alla hæfileika, sem nauðsynlegir væru vara- forseta. Talið er að'álit for- setans á Kennedy hafi aukizt vegna framlags hans til lausn ar kynþáttavandamálsins og afskipti hans af málefnum SA-Asíu. Aðeins Johnson forseti get- ur ákveðið hver verður í fram boði til varaforseta, og ákvörðun hans byggist m. a. á því hver verður forsetaefni repúblíkana. Það er almenn skoðun, að framboð Barrys Goldwaters útiloki framboð Kennedys. Gegn Goldwater muni Johnson velja varafor- setaefni, sem njóti meiri vin- sælda í Suðurríkjunum, höf- uðvígi öldungadeildarmanns- ins frá Arizona. En Kennedy einblínir ekki á varaforsetaembættið. Hann veit, ef til vill betur eri nokk ur nema Johnson, að varafor- seti getur ekkert gert upp á eigin spýtur. Kennedy þráir embætti, sem veitti honum tækifæri til þess að fjalla um hluti ^sem ég tók þátt í með bróður mínum, með Kennedy forseta,“ segir Robert og nefn ir sem dæmi Kúbudeiluna, Indónesíu, innrásins í Svína- flóa, Berlínarmálið og mál- efni ungs fólks urn allan heim, en fyrst og fremst aust- an við járntjaldið. Ef embætti varnarmála- eða utanríkisráðherra losnuðu í stjórn Johnsons (orðrómur hefur verið á kreiki um, að Dean Rusk muni láta af utan- ríkisráðherraembætti og varn armálaráðherrann, Robert Mc Namara, taka við), myndi Kennedy þiggja þau feginsam lega. Einnig myndi sendiherra embætti í Sovétríkjunum hæfa þeim kröfum, sem hann gerir. Kennedy forseti ræddi eitt sinn þetta embætti við bróður sinn, það var þegar Llewellyn Thompson lét af því. Hvað sem öðru líður, er Ijóst, að hjá Robert Kennedy gætir nú forlagatrúar. „Ég hef á tilfinningunni, að ég lendi í stjórninni," segir hann.“ Þessi vandamál leys- ast oft af sjálfu sér . . . skyndi lega er allt ljóst og rétt“ Kthel og Robert Kennedy sungu „Þegar pólsku augun brosa‘“ markaðstorginu í Kraká. fyrir fagnandi mannfjölda á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.