Morgunblaðið - 05.07.1964, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.07.1964, Qupperneq 28
28 MORGU N BLAÐIÐ SuJHUidagur 5. jwlí 1964 f JOSEPHINE EDgÁrT 43 FÍAISYSTIR — Ef Brendan vill fá mig til Ástralíu með sér, þá fer ég, og ég held, að hann vilji, að ég komi með «ér. — Hversvegna ertu svo viss um það? — Ég talaði við hana frú Vestry. Hún sagði mér, að hann hefði pantað tvo farmiða til Ástralíu. Hann hefur nú ekki ákveðið brottfarardaginn en, en tvö för pantuði hann. — Hefur hann þá alls ekki nefnt það á nafn við þig sjálfa? — Hvernig ætti hann að geta það, enn sem komið er? Hún steig á fætur og gældi við glasið í hendi sér. — Hvernig getur hann það? Ég er eiginkona bróð- ur hans. En við stöndum hvort öðru svo nærri og höfum lengi gert. Þetta er eins og bálköstur, sem bíður bara eftir því, að kveikt sé í honum. Þetta hefur farið vaxandi ár ítá ári og við bæði reynt að berjast gegn því og afneita því. — Þarna í Drovny ptræti, þegar ég var að giftast honum Dan . . . Ég veit ekki, hvernig ég hefði lifað það af ef Brendan hefði ekki verið. Hann hjálpaði mér mikið. Jafnaði alla misklíð, varði mig ásóknum karlmannanna og hélt Dan frá flöskuutni — og þá varð mér það ljóst! Wood- bourne var ástfangin «f mér. Þú veizt, hvað ég er, Rósa, og hvað ég hef. alltaf verið. Ég sá fyrir mér peningana og möguleikana fyrir okkur báðar og nvína mögu- leika til að koma þér áfram, svo að þú gætir eignazt rétta mann- inn. — Ég lagði mig þessvegna fram um að ánetja Woodbourne og ýta Brendan buzt úr huga mínum. En mér tókst það ekki. Ég hafði sagt við sjálfa mig, að ég skyldi aldrei aftur vera sá kjáni að verða ástfangin — en það varð ég nú samt Ég barðist gegn því, og vildi ekki einu sinni leyfa sjálfri mér að hugsa um það fyrr en þennan dag, þegar Brendan hélt að Dan kynni að vinna mér mein og gleymdi svo öllu og kom til mín. Hún brosti ögrandi. — Það var þessvegna, að ég afþakkaði boð- ið hans Woody. Ég hef ekki séð hann síðan. — Og hvað ætlarðú nú að gera? — Ég ætla að fara með Brend- an. Hver veit það í Ástralíu, hvort við erum gift eða ekki? Hann sagði, að ég væri rétt karlmanns kona og það ætla.ég iíka að verða honum. Ég er ekki blönk, Rósa. Ég á peninga í banka og gimsteinarnir mínir eru margra peninga virði. Ég ætla að hjálpa honum að koma undir sig fótunum. Það var eitthvað einkennilegt I öllum þessum ákafa hennar, eitthvað barnalegt, en spennt og kvíðafullt, rétt eins og hún væri að reyna að sannfæra sjálfa sig engu síður en mig. — En hvað þá um Dan — og lávarðinn? — Mér er alveg sama um þá. Þeir hafa fengið sína borgun. Hún settist við hliðina á mér. — En mér er ekki sama um þig, elsku/ Rósa min. Mér er mein- illa við að skilja þig eftir eina hérna í Englandi. Hvað ætlastu fyrir? — Kannske það, sem þú vild- ir, sagði ég kuldalega. — Giftast honum Hugh Travers. ■— En þú elskar hann ekki, sagði hún og kvíðinn skein út úr augum hennar. Ég hló upp í opið geðið á henni. — Ég hefði nú ekki hald- ið, að það gerði svo sérlega mik- ið til. Þú sagðir mér sjálf, að ég væri bjáni er ég hryggbryti hann. Framtíð konu veltur á því, hverskonar mann hún nær sér í, sagðirðu sjálf. — Jæja, þú virðist háfa náð í eina manninn, sem ég gæti elsk- að, svo að það er engin ástæða til að fara að sleppa sér ú,t í neina tilfinningasemi, hverjar sem tilfinningar þínar kunna að vera. Ég má víst lengi leita áður en ég finn mann, sem getur meira fyrir mig gert en Hugh. Soffía stóð upp og það var eins og andlitið yrði allt í einu fyrirgengið. — Talaðu ekki svona, Rósa. Ég þoli ekki að heyra þessa hörku og gremju í þér. Hún fékk sér í glasið aftur og ég gat séð, að hún vax með handskjálfta. Það hafði ég aldrei séð fyrr. — Woody sagði mér, að mamma Hughs hefði boðið þér á einhvern dansleikinn sinn, sagði hún. — Fyrir tveim mán- uðum hefði ég orðið hrifin af því. En nú veit ég, að mig langar til að þú getir líka orðið ham- ingjusöm. Rósa, elskan mín litla. . . Hún lagði höndina á arm mér. En svo sneri hún sér snöggt frá mér. — Rósa, sagði hún í örvæntingartón. — Ég get bein- línis. ekki hætt við hann Brend- an. — Til hvers ættirðu það? sagði ég. — Ekki er ég að fara fram á það. — Þú fyrirgefur mér aldrei ef ég tek hann Brendan frá þér. Ég reyndi að hindra, að _ þú yrðir ástfangin af honum. Ég reyndi það sem ég gat! — Þú reyndir að aftra mér með lygum, sagði ég vesældar- leg. — Þú hefðir getað sagt mér sannleikann þegar í upphafi. Jæja, þú kenndir mér þínar eig- in aðferðir, og kannski tekst mér að nota þær betur en þú hefur nokkurntíma kunnað. Ég stóð upp. Mig langaði að vefja hana örmum og þrýsta Frænka mín? Ég hélt að það væri frænka þín. henni fast að mér, því að hún var sú eina, sem ég átti að, og í rauninni það eina, sem ég átti í heiminum, en á þessari stundu fannst mér ég hata allt og alla. — Mamma hans Hughs, frú Elspeth ætlar að viðurkenna mig, með tveimur skilyrðum, sem konu Hughs, sagði ég. — Annað er það, að ég hætti við leikhúsið, en hitt, að ég segi að fullu skilið við þig. Við stóðum og horfðum hvor á aðra. — Gott og vel, sagði Soffía vesældarlega. — Þetta er víst sjálfri mér að kenna. Ég skiL Gott og vel. En farðu þá, og það fljótt. Ég gekk út úr þessu húsi í síS- asta sinn. Þegar ég gekk burt hafði ég einhverja tómleika- kennd, rétt eins ég hefði engar tilfinningar lengur. 113 BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Ég bið þig taka fullt tillit til þessa bréfs míns við lokaendur- skoðun sögu þinnar, svo að þú hvorki fallir sjálfur í villu né leiðir aðra í hana. Alþýðu kommissar (sign:) A. Lunacharsky.** Þegar 1920 er „villu“-kjaft æðið komið inn í mállýsku hins nýja skrifstofuveldis, og svo hótanirnar, og fáum árum síðar var Sukhanov tekinn fastur. Síðan hvarf hann. En 1920 hafði ekki dregið úr honum kjarkinn. Hasn lét sér hvergi bregða en kom sögu sinni á prent. Hann skrifaði, að hann væri reiðubú- inn að játa, að Lunacharsky kynni að hafa fengið rangar upp- lýsingar um staðreyndirnar, en þóttist hinsvegar þolanlega viss um, að hann sjálfur hefði ekki rangfært þær. Þeir Lunacharsky sváfu í sama herberginu, júlí- dagana, og hann mundi glöggt, hvernig hann hafði sjálfur legið á legubekk, að kvöldi hins 20. júlí og hlustað á Lunacharsky segja sér söguna. Einhversstaðar í þessu öllu liggur sannleikurinn í felum. En eftir fáanlegum staðreyndum að dæma virðist óhætt að álykta, að bolsjevíkarnir hafi raunveru- leg átt þátt í að koma uppreist- inni af stað, og hafi haft í hyggju að hafa gagn af henni, en þegar á átti að herða, hafi þeir misst móðinn. Það voru mistök, að Lenin skyldi ekki vilja gera aðra tilraun. ♦ 13. kafli. Kornilovmálið. Sjálf gremjan í viðbrögðunum gegn bolsjevíkunum bar það í sér að geta ekki orðið til fram- búðar; og samt var það svo, að í nokkrar vikur eftir júlídagana hafði Rússland möguleika — síð asta möguleikann — til að sleppa við kommúnismann. Hvarvetna — í hernum, í borgunum og út til sveita, misstu bolsjevíkar fylgi. Þeir, sem höfðu ætlað að ganga í flokkinn, drógu sig í hlé, aðrir sem höfðu verið á útjöðr- um hans, féllu frá, þúsundum saman, og jafnvel á stöðum eins og Kronstadt og Viborgarhverf- inu í Petrograd, voru fáir, sem þyrðu að viðra fylgi sitt við Len- in opinberlega framar. Prent- smiðjurnar neituðu að prenta bolsjevíkarit, og í fyrsta sinn á mörgum mánuðum kom ekkert bolsjevíkablað út. Trotsky var í fangelsi. Lenin, sem var í felum, sá mjög litla möguleika á því að hressa flokkinn við fljótlega, og settist niður til að semja bók. „Fara þeir ekki að verða tilbúnir að skjóta okkur alla?“ hafði hann spurt Trotsky, áður en hann yfirgaf Petrograd, og nú í júlílok skrifaði hann Kam- enev frá Finnlandi: „Stranglega okkar í milli: Ef mér verður kál- að, þá gefðu út minnisbókina mína, Marxisminn og Ríkið“. 1) 1) Hún var seinna gefin út og hét þá Ríkið og byltingin. Meðan þessu fór fram, notaði Kerensky sér andbolsjevisku hreyfinguna, sem orðin var. Hinn 20. júlí settist hann í sæti Lvov fursta og gerðist sjálfur forsætis- og hermálaráðherra. Þetta stóð um það bil tíu daga og allt var á kafi í tortryggni og rifrildi, og Kerensky fann sig þá nógu sterkan til að hrista af sér nokkra erfiðustu fylgismenn sína úr vinstri flokkunum;, og lét þess getið, að hann segði af sér. En enginn var til að taka sæti hans, hvorki Cadetarnir né vinstra vængs sósíalistarnir gátu stjórnað einir og heldur ekki gátu þeir sameinazt undir stjórn neins annars manns. Þeir hvöttu hann því vinsamlegast til að koma aftur. Næsta ráðuneyti hans tók við 6. ágúst, og enda þótt þetta væri samsteypustjórn, lá nú aðaláherzlan í vinstri þætt- inum í henni. Dauðarefsingu var aftur komið á í hernum, og nýjar hömlur voru lagðar á blöðin og opinbera fundi. Lenin var form- lega ákærður fyrir landráð, og Kornilov hershöfðingi, sem í maí mánuði hafði vilja dreifa múgn- um í Petrograd með valdi, var hækkaður upp í yfirhershöfð- ingja. Og samtímis var reynt að flytja óánægðustu herdeildirnar í Petrograd til vígstöðvanna. Hefði Kerensky getað fylgt þessum ráðstöfunum eftir út i æsar, er lítill vafi á, að bolsje- víkaflokkurinn hefði orðið alvar lega veiktur og ef til vill varan- lega, að minnsta kosti nægilega veiktur til þess að hinir hófsam- legri flokkar hefðu getað lagt ósamkomulag sitt til hliðar og náð föstum tökum á ríkisstjórn- inni. En enginn treysti Keres- sky né virti hann. Forsætisráð- KALLI KUREKI -K- Teikncui; J. MORA — Hvað ertu að gera urnar? — Þetta er byssa Qamla. Ég los- aði skotin úr hylkjunum og hellti púðrinu niður. ^ — Hann ætlar að leggja til atlögu við prófessorinn í dag ef fæturnir bera hann! Ég vil ógjarna að eitt- hvert slys hljótist af, ef þeir gera al- vöru úr þessu. — En. Boggs gæti verið heppinn með eitthvert skotið úr rifflinum þínum. — Við sjáum fyrir því líka. Hérna eru sex skot í stóra riffilinn. Farðu með þau til Boggs. Segðu honum að Gamli sé að leggja upp í stríðið og honum sé bezt að fara að tygja sig til orrustu- Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með hönðum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans er blaðið einnig selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.