Morgunblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. júlí 1964
MORGUNBLAÐIÐ
3
|
j
i
í
Miðbærinn í smásjá
Eins og frsegl: er Orðið er
Pfhilip prins litið um það gef
ið að hafa um sig sveim
af blaðaijósmyndurum. Urðu
ljósmyndarar blaðanna því að
beita ýmsum brögðuim, er
hann var á ferðinni hér á
landi og færa sér í nyt þá
tækni, seim fyrir hendi er.
Ljósmyndari Morgunblaðsins
ÓL K. M. tók flestar mynd-
irnar, sem birtust af heirn-
sókn prinsins, með Honey-
well-Pentax Ijósmyndavél o.g
300 man og 500 mm aðdrátt-
arlinsum.
Til gamans birtum við nú
tvær ljósmyndir, sem teknar
eru með linsum þessum. Efri
myndin er tekin af Banka-
stræti með 500 mm linsimni
úr gfLugga á 3. hæð Morgun-
blaðshússins í austurátt.
Neðri myndin er teikin úr
Bankastræti, rétt fyrir neð-
an Verzlunarbankann, með
300 mm linsunni vestur eftir
AusturstrætL
Myndimar eru báðar fram
kallaðar og stækkaðar á
venjulegan hátt, en ekki tek-
inn hiuti af filmunni og
stækikaður sérstakíiega.
Sr. Eirikur J. Eirikssom
Hið nýja réttlæti
VI. Sunnudagur eftir trinitatis.
Guðspjallið Mt. 5, 20-26.
„ÞÚ verður aldréi skáld,“ var
sagt við Einar Benediktsson. er
hann í æsku var að reyna að
yrkja. Var hann þá allur i form-
inu.
f>að virðist eitthvað hafa gerzt
í lífi Einars Benediktssonar, sem
gerði hann að skáldi. Menn
benda á veikindi hans. Einhver
ytri ummerki virðast hafa brost-
:Ö og flóðalda sterkra innri áhrifa
skollið yfir hann og hreinsað
hjartað og gert það nýtt. Eitt-
hvað virðist hafa gert hann að
manni hins nýja sáttmála, stillt
strengi hjarta hans með nýjum
hætti.
Einhvers konar raun býr að
baki, barátta, missir. • Minna
rnætti á s'káldbróðurinn Stephan
G. Stephansson, sem verður í
huga sér og hjarta, án stuðningá
bóka jafnvel að skapa íslenzk-
an heim, og verður við það skáld
að búa að sjálfum sér og sínum
innra manni. Minna mætti og á
forfeður okkar, er námu hér fyrst
land og urðu að leita í sjálfum
sér uppbótar skóga og annarra
gæða á berangri hér. Leiðin inn
til hjartans er einatt ströng.
Mörgum mun finnast öfgum
líkast, er Jesús teflir fram sem
nokkrum hliðstæðum manns-
morði og að reiðast bróður sín-
um. Með þessu kemur Jesús fram
með nýtt lögmál. Þótt við
hneykslum engan með breytni
okkar né fremjum refsivert at-
hæfi, megum við ekfki telja okk
ur réttlát. Jesús leggur í dag
áherzlu á að kærleikur hjartans
verði að vera grundvöllur guðs-
samfélags okkar mannanna.
Kirkjufaðir einn segir, og er í
samræmi við kenningu Krists,
að maður, sem neiti þurfandi
meðbróður um brauð brjóti boð-
orðið um, að við megum ekki
inann deyða.
Jesús leggur hina góðu hvöt
og kærleiksríkt hugarfar og
hjartalag til grundvallar mati
sínu á mannlegri breytni, en
telur framkvæmdina atvikum
háða. Kennurum þykir yfirleitt
mjög vænt um nemendur, sem
Skara fram úr. Á unglingsaldri
ei maður viðkvæmur. Ég átti
lengi í stríði við sjálfan mig að
fyrirgefa einum mínum mesta og
fcezta kennara, að hann skyldi að
eins ræða -við 'þann okkar stú-
dentanna, sem hæsta hlaut eink-
unina. I>ar fór eins og oftar, sam
an gáfur og ástundun og sköpuðu
námsafrek, en stundum er það
þannig, að þeim sem mest er
gefið veitist ekki auðveldast að
vera þakklátur og oft verða kenn
arar fyrir þeirri reynslu að
hljóta mestar þakkir þeirra nem
énda er þeim þykir sem þeir hafi
minnst liðsinnt, miðað við náms-
árangur mældan í tölum.
Ég ek eftir veginum. Telpa ein
stefnir fyrir bilinn. Hana virðist
„vanta eitthvað.“ Gæzlustúlka
forðar henni frá slysi. í huga
minn kemur, að öll þurfum við
Árcksfur á haf-
inu «16 saknað
Madrid, 4. júlí. — NTB.
SPÁNSKA olíuskipið „Banifaz“
sökk í nótt undan Spánarströnd-
um eftir að það hafði lent í
árekstri við franska olíuskipið
„Fabioli".
Sextán manna af „Bonifaz“ er
saknað, en 34 hefur verið bjargað
um borð í skip, sem komið hafa
á slysstaðinn. Strax eftir árekst-
urinn kom upp eldur í „Bonifaz“
og skipið sökk eftir skamma
stund. Litlar skemmdir urðu á
„Fabiolu“ og engan mann sakaði.
Fjöldi skipa leitar nú mannanna
16.
á handleiðslu að halda. GuSs
hönd, og lófi okkar er hjartað.
Leysir viljinn og hjartaþelið af
hendi hlutverk gæzlustúlkunnar
ó veginum sem ég ók um?
Viltu ekki krjúpa frammi fyrir
Guði mitt 1 öllu öryggi þínu á
vegi lífsins og biðja um leiðsögn
hans í hjarta þér?
Við ætlumst stundum til þess
að aðrir beri ábyrgð á okkur,
einhver lög eða stofnanir. Óper-
sónulegt þjóðfélag á að koma í
staðinn fyrir samfélag okkar við
hinn sanna vin hjartans. Eitt eða
annað ytra, umstang á að gera
hiýju hjartans óþarfa og góðleik
viljans.
Sunnlenskur bóndi var kunnur
fyrir góðvild í garð allra, sérstak
lega barna. Er hann var dáinn,
dreymdi konu eina hann. Yfir
honum var einikar bjart og hélt
hunn á fallegri bók: „Nú kenni
ég börnum", mælti hann sigri
hrósandi. Þetta var löngu áður
en nokkur fræðslulög komu til
sögunnar, en andi þeirra laga var
ekki fjarri mörgum formannin-
um áður fyrr og heimilisföður-
um. Hin ytri forrn verða að vera
yljuð og gædd lífi innan frá.
Það er nærri í tízku okkar á
meðal að hallmæla kenningum
og hrósa framkvæmdum. Lúter
verður t.d. fyrir þessu og telja
nienn sig vaxna frá allri bók-
stafstrú.
En Marteinn Lúter boðaði
fyrst og fremst grundvöll kristin
dómsins, lögmál kærleikans.
Hann var maður, sem hafði átt
í ægilega harðri baráttu, áður en
hann yrði hjartans maður og
málsvari.
III. Mósebók segir: „Þér skul-
uð vera heilagir, því að ég Drott
inn Guð yðar er heilagur.“ í
sömu bók stendur: „Eigi skaltu
hefnisamur vera né langrækinn
við samlanda þína“. í kenningu
hinna skriftlærðu er heilaglei'k-
inn mjög fólginn í aðgreiningu og
kærleikurinn bundinn ýmsum
ytri takmörkum. Við getum horft
á orð Páls postula í Rómverja-
bréfinu eins og mynd: „Kærleik
urinn er fylling lögmálsins"
(Rmv. 13,10). Séu lögmálsgrein-
arnar kerið tákn réttlætis hinna
skriftlærðu, flóir ek'ki út af börm
um þess, þar sem kærleiksfylling
hins nýja réttlætis Jesú Krists
kemur til?
Hið nýja lögmál hjartans er
ekki auðlært. Skáld voru nefnd í
upphafi þessa máls. Þar var
minnzt á baráttu, sársauka.
Ein dýpsta bæn og gagngerasta
heilagrar ritningar er:
„Skapa í mér hreint hjarta,
ó Guð,
og veit mér af nýju stöðugan
, anda!“
(Davíðssálmur 51,12).
Jesús talar um, ag takmark
sitt sé að mennirnir verði full-
komnir. Hann hélt sig þó mjög
meðal hinna lægstu í prófskóla
veraldarinnar.
Samkvæmt kristnum skilningi
er iögmál hjartans 'og kærleik-
ans engin ódýr lausn á mann-
legum vanda. Jesús Kristur bar
það fram til sigurs með baráttu
sinni í lífi og dauða og upprisu.
Kærleikurinn kemur frá Guði,
er Guðs gjöf. í þeim skilningi, að
hsnn er fullkominn, eigum við
þess kost að verða fullkomnir,
mennirnir, fyrir Guðs náð og
kærleika.
Hinir skriftlærðu voru sjálfum
sér nógir. „Fyrirgef oss vorar
skuldir," verður að fara fyrir við
leitni okkar til full'komnunar —
í kærleikanum. Án þeirrar bæn
ar kemur Guðs ríkið ekki, né að
Guðs vilji verði á himni og jörðu.
Heyjum baráttu trúarinnar —
hinnar góðu viðleitni með hvöt-
ina til þess að leiðarljósL að
full'kominn Guðs kærleikur
verði grundvöllur okkar í lífi og
dauða. Gefist okkur réttlæti
kærleikans. Amen.