Morgunblaðið - 05.07.1964, Side 17

Morgunblaðið - 05.07.1964, Side 17
Sunnudagur 5. Júlí 1964 MQRGUNBLAÐIÐ 17 Heimsókn hertóg- j ans af Edinborg # ' Heimsókn Philips prins, her- toga af Edinborg, varð íslending um mikið ánægjuefni. Móttökur þær, sem Reykvíkingar veittu honum á þriðjudaginn, sýndu þegar, hvern hug almenningur ber til hertogans og þjóðar hans. Jafnskjótt og hann steig á land kvað lófatak við og hvarvetna sem hann fór létu áhorfend.ur fögnuð sinn í ljós. Sjaldah eða aldrei mun meiri mannfjöldi hafa verið saman kominn fyrir framan Alþingishúsið en þegar forsetinn og hertoginn komu þar fram á svalirnar. Gleðisviþur var á hverju andliti og þegar forsetinn bað menn um að taka undir húrrahróp fyrir hertogan- um var það gert af meiri ákefð en menn eiga hér að venjast. Sjálfur er hertoginn framúrskar andi gjörvilegur maður og hin stuttorða en ágæta ræða hans á íslenzku kom öllum á óvart. Hún •ýndi, að Philip prins leggur sig fram um að leysa starf sitt vel *x hendi. Hið sama sannaðist í stöðugt að ala á tortryggni og togstreitu. n ferðalagi u. Þessi fallega mynd er írá Mývatni — Ljósm. Mbl..: ÓI. K. >t REYKJAVÍKURBRÉF Akureyri, þar sem hann lét regn ið ekki á sig fá en lét uppi sam- úð sína með öllum þeim, er höfðu látið það á sér dynja til að fagna honum. AUir þeir, sem prinsinn hafði tal af, hvar sem hann kom á landinu, ljúka upp einum munni um, að hann sé ávenju frjálsmanniegur í við- móti, skrafhreyfinn og fróðleiks- fús, enda vel að 3ér. Innilep;ar móttökur Innileiki móttökunnar stafaði þó ekki eingöngu af því, hversu vel Philip prins féll mönnum sjálf- ur í geð, heldur er hann einnig órækt vitni þess, hvern hug ís- lendingar bera til brezku þjóð- arinnar. Menn vildu í verki sýna skilning sinn á gildi þess, að nú skuli landhelgisdeilunni við Breta vera lokið. í þeirri deilu var um að ræða mikilsverða hags muni íslenzku þjóðarihniar, hags- muni, sem eru okkur miklu meira virði en Bretum þeir hag munir, er í húfi voru af þeirra hálfu. Þarna var þó engu að síð- ur um að tefla hagsmunaárekst ur, sem leiða varð til lykta með friðsamlegu móti. Það tókst eft ir að skynsemd og hófsemi fengu að njóta sín beggja vegna. Um ástæður þess, að í odda skarst um sinn er óþarft að ræða nú. Lausnin fékkst fyrir góðvild seðstu valdamanna í báðum lönd um. Heimboð forseta íslands til Bretlands á sl. ári sýndi, að Bretar vildu taka upp fyrri vm- áttu og láta vera gleymt það, sem miður hafði farið. Heimsókn hertogans hingað var ný staðfest ing þessa. Almenningur á ísl- landi kann að meta þennan hug og vill af sinni hálfu láta hið sama koma í ljós, eins og hinar innilegu móttökur nú sýndu. Krafa kommúnista ' Eftir heimsókn Philips prins og móttökurnar hér er fróðlegt að rifja það upp, að ekki er lengra síðan en eitt ár, að Tím- inn, málgagn næststærsta stjórn málaflokks landsins skrifaði uni það hverja greinina eftir aðra, taka bæri tii athugunar að a£- LaugarcL 4. júlí lýsa hetmsókn forseta Islands til Bretlands og þar með afþakka heimboðið, sem þá þegar hafði verið þegið. Fáir muna nú lengur eftir Mil wood-málinu svokallaða. Það hefði þó átt að rifjast upp þessa dagana því að einmitt nú var frá því skýrt, að skipstjórinn á Mil- wood hefði hlotið refsidóm í Hæstarétti fyrir landhelgisbrot sitt vorið 1963. Á sínum tíma reyndu stjórnarandstæðingar að gera þetta mál að kosninga- bombu vorið 1963. Þjóðviljinn bar strax hinn 3. maí 1963 fram þessa kröfu: „Einnig ber ríkis- stjórninni að láta þessa atburði hafa áhrif á samskipti íslenzku og brezku stjórnarinnar. Það er til að mynda fráleitt að halda áfram undirbúningi að „vin- áttuheimsókn“ forseta íslands til Bretlands eftir þetta ósvífna of- beldi“. Tíminn lét ekki sitt eft- ir liggja og lét svo sem íslenzka stjórnin hefði sýnt þvílíkan und irlægjuhátt gagnvart Bretum í þessu máli, að þaðan í frá yrði mjög erfitt að verja landhelgina fyrir erlendum lögbrjótum. Tímiim lierti á vitleysunni í kosningahita segja menn oft ýmiss konar fjarstæður og því var e.t.v. við því að búast að stjórnarandstæðingar gripu þetta hálmstrá í málefnafátækt sinni. En eftir að Framsóknarmenn sannfærðust um, að þeir kæmust ekki í stjórn að kosnmgum lokn um, náði ábyrgðarleysið hámarki. Þá hertu þeir á og tóku undir kröfu kommúnista frá því í byrj un maí. Hinn 27. júní 1963 sagði Tíminn t. d. í forystugrein: „Ef Islendingar sætta sig við jafn augljóst réttarbrot og Hant framdi, geta fleiri komið á eftir. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslenzka ríkisstjórnin ætli að sætta sig við slík málalok og jafnvel kóróna þau með því að senda forsetann í heimsó.kn til Bretlands, áður en þetta mál er viðunanlega leyst“. Og hinn 29. júní var enn sagt í leiðara, sem bar nafmð „Hættu legur undirlægjuháttur": „Ef brezka stjórnin þrjózkast áfram, eftir að íslenzka stjórnin hefur endurnýjað kröfuc sínar. verður að taka til athugunar hvað næst skuli gert, eins og t.d. heimköllun sendiherrans éða af- lýsing á fyrirhugaðri Bretlands- för forsetans". Farið að íslenzkum lögum Auðvitað kom aldrei til mála annað en að málið gegn skip- stjóranum á Milwood væri sótt að íslenzkum lögum. Brezka stjórnin viðurkenndi strax í upp hafi ábyrgð sína á mistökum þeim, er brezkur skipher/a hafði gert sig sekan um og áttu þátt í að skipstjórinn á Milwood komst undan. Hinsvegar taldi brezka stjórnin sig ekki hafa heimild til að framselja skipstjór ann á Milwood með valdi gegn hans vilja. Þetta skipti og ekki öllu máli, þar sem sjálft skipið hafði verið fært til hafnar á íslandi og var að veði fyrir sekt, sem kynni að verða dæmd og kostnaði af málinu. Þess vegna hlaut viðfangsefnið að verða það að höfða með löglegum hætti mál fyrir íslenzkum dómstól- um. Því aðeins, að það tækist ekki vegna fjarveru skipstjór- ans á Milwood, gat komið til á- lita að sækja brezku stjórnina að alþjóðalögum til fullnægingar þeirrar ábyrgðar, sem hún hafði sjálf viðurkennt að á henni hvíldi. Þessa leið valdi íslenzka stjórnin í fyrra og fylgdi henni ótrauð án þess að láta illyrði og ögranir Tímans trufla sig í lög mætri málsmeðferð. Nú sést árangurinn. Skipstjór inn á Milwood hefur hlotið dóm eftir íslenzkum lögum og Bretar hafa við almennan fögn uð Islendinga með heimsókn hertogans af Edinborg lagt á- herzlu á, að þeir vilji halda vin- fengi íslenzku þjóðarinnar. Menn geta svo hugleitt, hvernig farið hefði og hver væri bættari, ef fylgt hefði verið þeim ráðum, sem Tíminn svo skelegglega hélt fram í forystugreinum hinn 27. og 29 júní 1963. Rússneski ballett- inn Ánægjulegt er að horfa á leik rússneska ballettsins, sem ura þessar mundir er sýndur 1 Þjóð leikhúsinu. Rússar hafa löngum þótt bera af í þessari listgrein. Hér á landi hafa menn að vísu fátt til samanburðar, því að sjálf er þessi list í bernsku ’nér og hingað hafa einungis fáir ballett flokkar komið áður. Þeir hafa raunar verið góðir ög hlotið á- gætar móttökur. En jafnvel þeim sem fákunnandi eru í þessum list um fær ekki dulizt, að nú voru framúrskarandi afbragðs menn á ferð. Fimi þeirra og framkoma öll hluta að vekja aðdáun. Koma baliettflokksins vekur enn meiri athygli vegna þess að forstjóri hans er tengdasonur sjálfs Krúsjeffs og tvær dætur hins rússneska forsætisráðherra, kona ballettforstjórans og syst ir hennar, koma hingað af þessu tilefni. í fljótu bragði má það virðast einkennilegt, að ballett- list, sem e. t. v. öllum öðrum fremur höfðar til þeirrar úreltu yfirstéttar, sem kommúnistar láta sér oft tíðrætt um, skuli standa með jafnmiklum blóma í Sovét Rússlandi og menn geta nú sann færzt um af eigin sjón. En í þessu er byggt á gamalli rússneskri hefð og þrátt fyrir byltinguna hafa núverandi valdhafar í Rúss landi lagt á það ríka áherzlu að viðhalda í rússneskri menningu því sem helzt er til eflingar þjóð arstolts. Þar hafa þeir farið mjög ólíkt að eða t.d. fylgismenn þeirra í Austur-Þýzkalandi, sem lagt hafa meginkapp á að afmá flest, þar á meðal fornar bygging ar, sem ætla mætti að helzt gæti verið til styrktar hollri þjóð- ernisvitund. Varðarferðin Á sunnudaginn var fór Varða'r félagið sína árlega skemmtiferð. Að þessu sinni var hún farin um Árnessýslu og ýmsir staðir þess tilbreytingaríka héraðs heimsótt- ir. Þessar ferðir hafa mikla þýð- ingu. Með þeim fær margt fólk, sem ella á óhægt með að bregða sér úr bænum, færi á að gera sér dagamun án óviðráðanlegs kostn aðar. Gamlir kunningjar hittast og til nýrra kynna er stofnað. Fróðlegar ferðalýsingar Árna Ola hafa að þessu sinni sem fyrr rifjað upp merka atburði, endur vakið gamlar sagnir í hugum á- heyrenda og kynnti þeim landið. Ræður þeirra Sigurðar Ólafsson- ar alþingismann og Sigmundur bónda Sigurðssonar í Syðra- Langholti skýrðu og fyrir ferða fólkinu viðfangsefni og lífs- kjör héraðsbúa. Þeir menn vinna vissulega þarft verk, sem auka á skilning borgarbúa í garð strjál- býlisins. Hinir eru alltof margir, sem undir ýmsu yfirskini reyna Nú eins og stundum áður hef ur Varðarferðin og ræðuhald þar orðið Tímanum að áhyggjuefni. Miðvikudaginn 1. júlí birtist þar ritstjórnargrein undir framan- greindri fyrirsögn. Hún hljóð- ar svo: „Mbí. segir, að Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, hafi flutt ræðu í ferðalagi, sem Varð arfélagið efndi til um seinustu helgi. Mbl. segir ennfremur, að Bjarni hafi m.a. sagt, að Tíminn haldi því fram að Sjálfstæðis- menn hafi gengið undir jarðar- men hjá kommúnistum. Þetta er hreinn uppspuni hjá Bjarna. Tíminn hefur ekkert um þetta sagt, heldur aðeins birt þau ummæli Þjóðviljans, að núv. forsætisráðherra sækist eftir því að koma sér sem bezt við komm- únista. Þeim ummælum Þjóðvilj ans hefur ekki verið mótmælt af málgögnum Sjálfstæðisflokksins né af Bjarna sjálfum. Það verður því að álítast, að þessi frásögn Þjóðviljans sé rétt. Það er máske skiljanlegt að Bjarni vill ekki hafa hátt um það að hann sé að sækjast eftir vinfengi kommúnista, því »ð það samrýmist illa fyrri skrifum hans og Mbl. um þá. En hlutur Bjarna batnar ekki við það að reyna að draga athygli flokks- manna sinna frá þessu með því að eigna Tímanum ummæli sem blaðið hefur ekki viðhaft“. Vita ekki sjálfir hvað í Tímaiium slendur Réttri viku áður en þessi grein birtist í Tímanum kom Tíminn einnig út, þ. e. miðvi'kudaginn. 24. júní 1964. í ræðu sinni í Vlarðarferðinni minntist Bjarni Benediktsson á tvær greinir, sem birtust í því Tímablaði. I hinni fyrri sem nefnist „Síðustu samningar“ og birtist á 3. síðu- blaðsins segir orðrétt svo: „Ekki einasta urðu valdamestu menn rí'kisstjórnarinnar Oig for- r>enn stjórnarflokkanna, þeir Bjarni Benediktsson og Eraii Jónsson að gangast undir það jarðarmen að setjast niður við samningaborðið með Öanniibat til þess að semja við hann. um kaupgjald í landinu, heldur urðu þeir að þola, að ýmis stórmál önnur yrðu að samningaatriðusm í viðræðunum“. Á 7. síðu blaðsins birtist svo forystugrein sem heitir „Geð- iliska". Þar segir m.a.: „Forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins telja sig þegar hafa Alþýðu- flokkinn í vasanum og kommún- ista einnig að verulegu leytí. Vegna þessara flökka getur Sjálf- stæðisflokkurinn óhikað unnið fyrir auðstéttina“. x Ekki er að dýljast hjá hverjum geðillskan lýsir sér. Tíminn er svo sturlaður, að höfundar hans muna ekki vikunni Iengur hvað i blaðinu hefur staðið. En þá var því á 3. síðu haldið fram, að Sjálfstæðismenn hefðu orðið að gar.ga undir jarðarmen hjá þeim, sem á 7. síðu voru bornir þeim sökum, að þeir væru í vasa Sjálfstæðismanna' Skiljanlegt er, að rithöfundar Tímans vilji gieyma þessum gersamlega ósamrýmanlega málflutningi sín- um, en úr því að þeir vilja ekki einu sinni sjálfir taka mark á því, er þeir létu út úr sér viku fyrr, þá er ekki furða, þó að aðrir taki ekki lengur mikið merk á því sem í Timanum stendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.