Morgunblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 11
SunnudaguT 5. júll 1964 MORGUNBLAÐIÐ 11 EÍi®y MHm mhmHF ÍMWi * N BiiiiiiiiiiiHiiiiiiiuiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiHimiiiiiiiiimimimiiiHiiiimiimmiiiiiiiiiiiiiiimiMmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiimiiHmimimiiiiiimiiimiiira ---------------------- Nauðungarupphoð sem auglýst var í 55., 57. pg 60. tbl. Lögbirtingarblaðs- ins 1964 á hluta í húseigninni nr. 100 við Laugarnes- veg hér í borg þinglesin eign Gissurar J. Kristinssonar, fer fram, eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, á eign- inni sjálfri föstudaginn 10. júlí kl. 2,30 síðdégis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í Lögbirtingarblaðinu nr. 36., 38. og 41 1964 á húseigninni nr. 59 við Réttarholtsveg hér í borg, talin eign Péturs Hallgrímssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstu- daginn 10. júlí 1964 kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Gerði hróp að Krúsjeff og beit lögregluna MEÐFYLGJANDI mynd var tekin við hafnarbakkann í Osló daginn sem skip Krús- jeffs forsætisráðherra Sovét- ríkjanna lagðist upp að. Þegar Krúsjeff hafði haldið ræðu og Gerhardsen forsætisráðherra Noregs, svarað, kannaði sov- ézki forsætisráðherrann heið- ursvörð. Konan á myndinni tók þá til við að hrópa „morð ingi, morðingi“ á rússnesku og hætti ekki fyrr en lögreglu þjónn tók fyrir munn lienni. En lögregluþjónninn slapp ekki ósærður úr viðureigninni við þennan herskáa fjand- mann sovézka gestsins, sem beit hann hressilega. Norðurlandaheinisókn Krús- jeffs er nú lokið, en hann hélt heimleiðis í gær á skipi sínu. Hvar sem forsætisráðherrann sovézki kom í Noregi var hon um kurteislega tekið, en lítið var um fagnaðarlæti. Þó segja norskir fréttaritarar að Krús- jeff hafi fundizt hann örugg- ur. Tvisvar hafi hann haft ráð stafanir lögreglunnar að engu og gengið inn í hóp þeirra, sem komið höfðu til þess að horfa á hann, en í þau skipti voru þeir tiltölulega fáir. Á föstudaginn, síðasta dag heimsóknar sinnar í Noregi, heimsótti Krúsjeff m. a. byggðasafnið í Osló. Meðal þess sem þar er að sjó er Kon- Tiki, flekinn, sem Thor Heyd- erdahl sigldi yfir Kyrrahaf. Heyerdahl tók sjálfur á móti Krúsjeff, er hann kom að flek anum og ræddust þeir við nokkra stund. Krúsjeff sagð- ist m.a. fús til þess að vera kokkur næsta Kon-Tiki leið- angurs. Heyderdahl sagðist ekki hafa ætlað að fara annan leiðang- ur, en kvaðst fús til að skipu- leggja einn slikan, ef Krús- jeff stæði við orð sín. Forsætisráðherrann kinkaði kolli alvarlegur í bragði: „Ég hefði gaman af að sigla með yður á flekanum, en ég vara yður við. Ég er ekki góður kokkur“. „Það er allt í lagi", svaraði Heyderdahl", hafði bara með yður nægan kavíar*. Að kvöldi föstudagsins hélt Gerhardsen, forsætisráðherra fund með fréttamönnum og lýsti ánaegju sinni með heim- 'sókn Krúsjeffs til Noregs. Kvað hann viðræður norskra ráðherra við sovézka gestinn hafa verið vinsamlegar. Rædd hefðu verið afþjóðamálin á breiðum grundvelli og skipzt á skoðunum. al ■IIIKIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIHIIIIIIIIIHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIHIIIIHIIIIHHHIH HHIHUttllUltlHHIHtllllllHIHIIIIIIHHIHHIIIHIHIIUHIIIilHllllillllllHHIHIIIIIIIIIIIItHin Konan læsir tönnunum i hönd lögregluþjónsins. nuú JANIS M(t-1» JÁNIS^I Janis roll-on deodoranf gefur yður ferskan og svalan ilm undir hendur, sem endist allan dag- inn. Gjörsamlega skaðlausf húð og fötum. Sjálfvirka kúlan í flöskuopinu ber létt og ná- kvæmlega á það sem þér þurfið í hvert sinn. HALLDÓR JÓNSSON H. F. Heildverzkm Hafnarstræti 18 -Slmar 23 995 og 12586 NR: S 61 fjðlbreyttu og fallegu úrvali NR: 591 Þessi húsgögn eru mjög sterk, en þó lauf- létt — „ALMI-LET“ garðhúsgögn eru þekkt um öll Norðurlönd fyrir endingu og gæði. — Fyrirferðarlítil samanlögð og því mjög hentug í garðinn og sumar- ferðalögin. PÓSTSEND UM — ATII.: Nauðsynlegt er aff gefa upp númer á þeirri gerff er þér óskiff aff kaupa. KRISTJÁN SIGGEIRSSON Laugavegi 13 — Sími 13873 og 17172. NR: 581 GARDHUSGðGN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.