Morgunblaðið - 11.07.1964, Page 23

Morgunblaðið - 11.07.1964, Page 23
MORCU N BLABIB 23 taugardagur 11. júlí 1964 Mikil laxveiði í Hvítá þéssa viku ÁGÆT laxveiði hefur verið í Hvítá síðustu viku. Hefur Kristj- án Fjeldsted í Ferjukoti fengið é annað hundrað laxa í vikunni. Mbl. átti stutt símtal við # Kristján í gær og spurði um veið ina. Kristján sagði að lítil veiði hefði verið fram að mánaamót- um júðní—júlí, með allra minnsta sem hann myndi eftir, og kenndi hann það þurrkimum. En eftir að fór að rigna um miðja vikuna sem leið, glæddist veiðin og várð ágæt þessa viku. Kvaðst Kristján vera búinn að fá um 400 laxa í alít núna. Annars bjóst hann Alberf stundor sjómælingar við Eyjnr VARÐSKIPIÐ Albert stundar um þessar mundir sjómæling- ar við Vestmannaeyjar undir stjórn Gunnars Bergsteinsson- ar. Vegna óhagstæðs veðurs hafa þær gengið fremur treg- lega þar til í fyrradag, er veður batnaði til muna. Sér- stök áherzla verður lögð á að kanna svæðið umhverfis Surtsey og hefur skipið verið þar einnig til aðstoðar land- mælingamönnum. Ný og full- komin tæki til sjómælinga hafa verig sett upp um borð í Albert og einnig stendur til að setja um borð bor til að ná í sýnishorn af botnlagi til rannsókna fyrir Atvinnu- deild Háskólans. — íþróttir Framh. af bls. 22 t»r og vel leikandi varnarmað- ur, auk þess að vera stórhættu- leg langskytta, eins og bezt kom fram í leik K.R. og Vals fyrir nokkrum dögum. Annars var leikur liðsins ekki nærri nógu samstilltur og eins og vilj- inn til ■ að gera vel væri ekki fyrir hendi hjá sumum leik- mönnum. Bæði liðin léku prúðmannlega og var óvenjulítið um gróf brot. Kormákr. Unglingameist- aramót íslands IUNGLINGAMEISTARAMÓT » íslands í frjálsum íþróttum t verður háð á Laugardalsvell- i inum í dag og á morgun og J lýkur á Melavelli á mánudags I kvöld kl. 8. Keppnin í dag í hefst kl. 3, en á morgun kl. 2. / Ýmsir snjallir íþróttamenn J keppa á mótinu bæði úr Rvik \ og utan af landi. Má þar nefna i KR-ingana Ólaf Guðmunds- son, Einar Gíslason, Þorvald Benediktsson, Halldór Guð- björnsson og Þórarinn Ragn- arsson; ÍR-ingana Kjartan Guðjónsson, Skafta Þorgríms- son, Erlend Valdimarsson og Þormóð Svavarsson. Af utan- bæjarmönnum má nefna Karl Stefánsson og Sigurð Sveins- son, HSK og Sigurð Hjörleifs- son, HSH. Happdrætti Ármanns DRBG4Ð hefur verið hjá borgar- fógeta í happdrætti handknatt- leiksdeildar Glímufélagsins Ár- manns, Vinninga hlutu eftirtalin BÚmer: . 2248: Sjónvarp | 1886: Transistor utvarpstæki ^ 630: Myndavél 2391: Rafmagnsrakvél við að aftur væri að draga úr núna, ef þurrkur yrði. Kristján hafði frétt að mikill lax mundi vera í Grímsá og gríð- armikill lax í Langá, hafi Sést þar mikill lax í neðri hluta árinnar. Lítil seoi engin síldveiði í gær LÍTIL sen?. engin síldveiði var í gær, en veður var >ó gott á miðunum og skipin far in að tínast út eftir landleg- una. Ægir tilkynnti um síld út af Langanesi og munu allmörg skip hafa farið þangað en ekki var vitað um neina veiði. Var miki's' koimunni á þeim slóðum. Húsfyllir á hver ja sýningu ÍSAFIRÐI 10. júlí. — Leikflokk ur frá Leikfélagi Reykjavíkur hefur að undanförnu ferðast um Vesturland og Vestfirði og sýnt gamanleikinn „Sunnudag í New York“ við mjög góða aðsókn og frábærar undirtektir. Tvær sýningar voru á ísafirði í gærkvöld og í fyrrakvöld við húsfylli í bæði skiptin. í kvöld sýnir LR á Patreksfirði, síðan á Bíldudal, en þaðan liggur leiðin í Strandasýslu og síðan austur Norðurland. — H. T. IVlanns sakn- að ■ Eyjum í FYRRADAG var auglýst eftir 49 ára gömlum manni í Vest- mannaeyjum, Sigurbirni Guð- jónssyni, sem ekkert hefur spurzt til síðan 25. júní. Er hann bú- settur í Eyjum og þar sást síðast til hans. Lögreglan í Vestmanna- eyjum tjáði blaðinu í gærkvöldi að enn hefði ekkert frétzt af Sig- urbirni. Svend Dipo Petersen Nýr skrifstofu- stjóri Eimskips í Höfn í DAG tekur Svend Dipo Peter- sen við starfi skrifstofustjóra hjá Eimskipafélagi íslands í Kaup- mannahöfn. Hann hefur starfað í s'krifstofu félagsins þar frá ársbyrjun 1927 eða í rúmlega 37 ár og reynzt hinn traustasti starfsmaður. Ásberg Sigurðsson, sem nú lætur af starfi skrifstofustjóra, befur svo sem kunnugt er verið skipaður sýslumaður Barðstrend- inga frá 1. ágúst að teija. — Talstöðvarnar Framh. af bls. 2 og útvegsmanna en á síðastliðn- um vetri náðist um það sam- komulag fyrir milligöngu síma- málaráðherra, að leyfðar yrðu langdrægari stöðvar, ef óskað yrði, en þeim aðeins leyfð afnot af senditíðni á tíðnisviði, sem ætlað er strandarstöðvum, í sam- ræmi við alþjóðareglur. Jafn- framt er sömu aðilum heimilt að hafa, eftir sem áður, aflminni stöðvar til viðskipta á milliskipa- tíðnum. Reglur þessar gilda jafnt um alla, án undantekninga. Reynt hefur verið að ganga eins langt til móts við útvegs- menn og fært þykir í þessu atriði og eini sjáanlegi agnúinn á þvi, að þessi tilhögun komi að notum er sá, að stjórnendur skipanna hafi ekki áhuga á því að sam- band náist. Að lokum skal á það bent, að stöðvar þessar, sem um hefur verið rætt hér að framan, eru ein göngu reknar með eiginhags- muni viðkomandi síldarkaupenda og útvegsmanna fyrir augum. En þess misskilnings hefur einmitt gætt í sambandi við þessi mál, að hér væri um hina almennu radíó- þjónustu póst- og simamálstjórn- arinnar milli skipa og lands að ræða. Póst- ög símamálastjórnin vinn ur stöðugt að því. að bæta þjón- ustu strandarstöðva sinna, bæði með endurnýjun tækja stöðv- anna, svo og með endurbótum og aukningu símakerfisins í land- inu. Vorið 1960 var tekin í notkun fullkomin strandarstöð á Raufar- höfn, til þess að bæta þjónustuna við bátaflotann fyrir norðaustur landinu. Samskonar þjónusta við bátaflotann var opnuð á Norð- firði vorið 1963 og er nú verið að stórbæta allan tækjabúnað þeirr- ar stöðvar. Að sjálfsögðu mun póst- og símamálastjórnin halda áfram að endurbæta hina almennu strand- arþjónustu í landinu, ásamt síma kerfinu almennt. Þegar því er lok ið munu undanþágur, sem hér hafa verið nefndar, væntanlega verða óþarfar og því hverfa. Þess má að lokum geta, að f Vestmannaeyjum annast strand- arstöð póst- og símamálastjórnar- innar alla fyrirgreiðslu fyrir bátaflotann samkvæmt sérstök- um reglum. Hefur það fyrirkomu lag gefið ágæta raun og hafa út- vegsmenn víðar sýnt áhuga á því og hafa það til athugunar. Féll af hestbaki Valdastöðum, 6. júlí. — ÞAÐ slys vildi til 6. þ.m. að Einar Ólafsson, bóndi að Bæ í Kjós (frá Lækjarhvammi) féll af hestbaki, og fékk slæmt höf uðhögg. Var hann að smala fé Er hann nú rúmliggjandi. — St G. Auglýst eítir trillu Irá Stykkishólaii UM MIÐJAN dag í gær auglýsti Slysavarnarfélag íslands eftir 8 tonna trillu, Báru frá Stykkis- hólmi, sem fór frá landi á Rifi á miðvikudag og ætlaði að koma aftur inn til Stykkishólms í fyrra dag. Á bátnum eru tveir menn, Haukur Bjarnason og Jens Þor- valdiseon. Trillan fór frá Stykkishólmi á skak á mánudag en leitaði inn aftur vegna veðurs. Fór hún svo frá Rifi á miðvikudag og bjugg- ust mennirnir tveir við að fara inn til Stykkishólms á fim/mtu- dag. í gær hafði ekkert til rill- unnar spurzt og var því aug- lýst eftir henni. í fyrri kvöldfréttatíma útvarps ins var þess getið, að trillan væri komin fram. Mun sú frétt ekki hafa verið með öllu rétt, því að i seinni kvöldfréttum voru skip og bátar á Breiðafirði beðin að hlusta á bátabylgju mijlli kl. 22 og 23. Var þá haft samband við ýrnsa báta og taldi einn sig hafa haft samband við Báru í Rifi á miðvikudag og sögðust þeir Haukur og Jens þá ætla að halda til hafnar á lau.gardag. Var því ákveðið að fresta eftir- grennslan þar til í dag, ef bát- urinn kemur ekki fram. Hæstu vinningar happdrættis Háskólans FÖSTUDAGINN 10. júlí var dreg ið í 7. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2,200 vinn- ingar að fjárhæð 4,020,000 krón- ur. — Hæsti vinningurinn, 200,000 kr., kom á heilmiða númer 27946. Báð ir heilmiðarnir voni seldir í um- boði Guðrúnar Ólafsdóttur, Bóka verzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. 100,000 króna vinningurinn kom á hálfmiða númer 16885. Einn hluturinn var seldur í um- boði Guðrúnar Ólafsdóttur, ann- ar í Kaupfélagi Hafnfirðinga, Hafnarfirði, sá þriðji í Stykkis- hólmi og sá fjórði hjá Ólafi Jó- hannssyni, Kópavogi. 10,000 krónur: 1348 9568 10806 14935 15129 16512 18147 19050 19976 20402 22351 23504 23608 26483 27945 27947 29186 37659 41311 42931 43141 56030 47173 56209 51275 53531 54079 (Birt án ábyrgðar) E I N af aðalæðum Hitaveit- 4 unnar sprakk á Laufásvegi við Njarðargötu um fimmleyt- ig í gærmorgun. — Er þetta i gömul æff, sem liggur um Laufásveg vestur um bæinn. Mikill þrýstingur var á vatn- inu, sem gaus úr æðinni og flæddi það um húsagarða og niður á Sóleyjargötu. Safnað- ist mikið vatn á lóð dagheimil isins Laufásborgar, sem er á horni Njarðargötu og Laufás- vegar, en ekki er kunnugt um að vatnsflóðið hafi valdið skemmdum. Var þegar hafin viðgerð á æðinni. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Bindindis- og umferðarmála sýning í DAG og á mogun, sunnudag, verður haldin í Reykjavik bind- indis- og umferðarmálasýning. Sýningin verður í Góðtemplara- húsinu og á bifreiðastæðinu utan við húsið. Um 15 aðilar standa að sýningunni . Sýning þessi er á vegum Bind- inaisfélags ökumanna og Is- lenzkra ungtemplara. Er þetta í annað sinn, sem þessir aðiiar efna til slíkrar sýningar. Hia fyrri var haldin 1962. Inni í Góðtemplarahúsinu munu fyrirtæki, sem verzla með hluti til bifreiða, ferðalaga og fi„ sýna varning sinn, en nokk- ur bifreiðaunfboð gefa fólki kost á að skoða nýjustu gerðir bif- reiða, sem þau flytja til lands- iris, á bifreiðastæðinu við Góð- templarahúsið. í samabandi við sýninguna mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika úti fyrir Góðtemplarahús- inu í dag kl. 15—16 og á morgun, sunnudag, kl. 15—16. Þá mun ómar Ragnarsson skemmta á sýningunni á sunnudag kl. 16.00. Cullleil hafin á ný GULLLEITIN á Skeiðarár- sandi er hafin aftur og hafa átta menn undir forystu Bergs Lárussonar leitað þar í nokkra dag að Ieifum gullskipsins, sem talið er að strandað hafi fyrr á öldum í nágrenoi Ingólfshöfða. Fréttaritari blaðsins á Kirkjubæjarklaustri sagði i gær, að ekkert væri vitað um á.ran,gur að leitinni en hún er stunduð af kappi með mæii- tækjum, sem eiga að gefa tii kynna ef gullfarmur leynist þar sem farið er yfir sand- inn. Leitarflokkurinn hefur til umráða skriðbila og vatna- dreka til flutninga á smærri bilum yfir fljótin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.