Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 14. júlí 1964 MORCU NBLAÐIO 17 Sigríður Halldórsdóttir Minningarorð í DAG er gerð frá Dómikirkj- unni í Reykjavík útför Sigríð- ar Halldórsdóttur, fyrrum hús- tfreyju í Haga í Eystrihrepp og í Ertgey, en síðast og lengst að Laufásvegi 43 hér í borg, hvar hún andaðist aðfaranótt mánu- dags 6. þ.m. Sigríður var þjóð- Ihátíðarbam; hún fæddist á Bakkaveili í H voJh repp árið 1874, 11. júní að því er hún hafði sjálf fyrir satt, en kirkjuþók segir 7. júní. Hún var því orðin níræð fyrir tæpum mánuði, er Ilún lézt. Sigríður var dóttir hjónanna Ingveldar Þorgilsdóttur frá Rauðnefsstöðum á Rangárvöll- um og Halldórs trésmiðs Guð- mundssonar, sem var Austfirð- ingur að uppruna. Hún ólst upp í hópi fimm systkina hjá for- eldrum sínum, sem bjuggu um skeið á Bakkavelli og síðan í Háakoti í Fljótshlíð, en börnin voru ung, er faðir þeirra féll frá. Varð því fátt um veraldar- auð í Háakoti, en ekkjunni tókst þó að koma upp börnum sín- Um án þess að þiggja niðurlægj andi sveitarstyrk. Svo kvað Jón Þórðarson Fljótshlíðarskáld: Skynsöm ekkja Ingveldur yrkir kotið háa. Hennar dáð og dugnaður drýgir búið smáa. óhætt má segja, að eðliskost- ir Ingveldar hafi *mjög svo vel gengið í arf til dætra hennar, en þær vou auk Sigríðar: Þor- gerður heitin í Hraungerði á Eyrarbakka og Þuríður að Skóla- vörðustíg 33 hér í borg. Bræð- urnir voru trveir: Páll skósmið- ur, lengst af búsettur í Bret- landi, og Guðmundur bókari, báðir dánir, og er nú Þuríður ein eftirlifandi af þessum syst- kinum. mannsefni sínu, Vigfúsi, syni Guðmundar Brynjólfssonar stór- bónda á Keldum, er þar hafði lengi gert garðinn frægan. Vig- fús var búfræðingur að mennt, áhugasamur framfaramaður og helgaði sig á efri árum um- fangsmifclum fræðistörfum, eins og kunnugt er. Þau Sigríður og Vigfús gengu í hjónaband alda- mótaárið, 28. júlí 1900, og fór hún til bús með honum að Haga í Gnúpverjahreppi. Þar bjugigu þau til ársins 1909, er þau tóku sig upp og settust að í Engey (vesturbænum). í Engey bjuggu þau til ársins 1916, er þau fluttust til Reykjavíkur, og áttu síðan heimili að Laufsávegi 43. Mann sinn missti Sigríður fyrir 12 árum, en hann lézt 22. maí 1952. Síðan naut hún hóglátrar elli hjá börnum sínum, en gerð- ist nokkuð ellimóð síðustu árin. Kunnugir vita, að börn hennar, og þá sérstaklega Ingibjörg, dótt ir hennar, önnuðust hana í ell- inni af frábærri alúð og um- hyggju. Þegar Sigríður hatfði aldur til fór hún vistferlum að Keldum á Rangáryöllum og þar réðust hennar örlög. Þar kynntist hún fllfreð Flóki sýndi í K.-höfn NÝLEGA segir í danska blað- inu „Aktuelt11 frá málverka- sýningu, sem haldin var í síð asta mánuði í „Gallerie 13“, nýju safni, sem komið hefur verið á fót í Kaupmannahöfn. Á sýningunni voru verk eft ir nokkra unga listamenn, m.a. íslenzka málarann Alfreð Flóka. Gagnrýnandi blaðsins fer vinsamlegum orðum um verk Flóka, og telur þau þess virði, að þeim sé gefinn gaum ur. Segir hann m.a., að þó ekki sé hægt að telja verk hans staðfestingu á því, að surrealismir.n eigi alltaf jafn miklu fylgi að fagna, þá liggi alvara, þróttur og hæfileikar að baki beztu verkum hans. Myndin hér að ofan er af einu af verkum Flóka: Dög- un. — Hestamannamót Framhald aí bls. 3. 300 metra stökk. 1. Grámann, 9 vetra, Dala- sýslu. Eigandi: Sigurður Sigurðs- son, Reykjavík. Knapi: Kolbrún Krisfjáns- dóttir. 2. Reykur 8 vetra, Eyjafirði. Eigandi: Ólafur Þórarinsson, Hólmi. Knapi: Þórarinn Ólafsson. 3. Adam 9 vetra, Kjós. Eigandi: Guðmundur Jóns- son, Tindsstöðum. Knapi: Kristján Finnsson. 800 metra stökk. 1. Logi, 8 vetra, Dalasýslu. Eigandi: Sigurður Sigurðs- son, Reykjavík. Knapi: Kolbrún Kristjáns- dóttir. 2. Víkingur, 11 vetra, Rang- árvallasýslu. Eigandi: Magnús Gunnars- son, Ártúnum. Knapi: Hreinn Árnason. 3. Giaður, 13 vetra, Borgar- firði, Efsta Dal. Að úrslitum loknum fór fram afhending verðlauna. Fyrstu verðlaun í skeiði og 800 m stökki voru 5 þúsund og 10 þúsund, en lágmarks- tími tilskilinn. Náði hvorki Hrollur né Logi þeim tíma. í skeiði þurfti að renna braut- ina undir 24 sekúndum, en tíminn reyndist 26,6 og voru verðlaunin því 2,500 kr. (sem óttu að vera 2. vei'ðlaun). Hrannar hlaut 1000 kr., en Blakkur náði ekki tilskildum tíma til verðlauna. Fyrir brokkið hlutu 3 efstu verð- launapeninga og einnig sigur- vegarinn í töltkeppninni. Börn þeirra Sigríður og Vig- fúsar eru þrjú á lífi. Elzt er Þuriður Kristín húsfrú að Öldu- götu 44. Hún hefir viðhaldið ætft inni myndarlega, á 7 börn og 18 barnabörn, en maður hennar, Guðmundur Filippusson mál- arameistari, er látinn fyrir ára- tug eða þar um bil. Næstur að aldri er Halldór Vigtfússon starfs maður í tilraunastöðinni á Keldum og yngst Ingibjörg, en þau hafa jafnan búið með móð- ur sinni. Á búskaparárunum í Engey voru þeim hjónum ristar þær raunarúnir að missa tvö efnisbörn, dren.g á 5 ári og stúlkubarn tveggja ára. Meðan hjónin voru við bú- skap, var hlutskipti Sigríðar að sjáitfsögðu hið sama og annarra bændakvenna, að sjá u-m bú- verkin innan stokks: mjaltir, matargerð, þvotta, þjónustu- brögð, tóvinnu, barnauppeldi. En þegar um hægðist, eftir flutninginn til Reykjavíkur, var Sigríði eigi að heldur tamt að sitja auðum höndum. Henni gafst nú frekar en áður tóm til að sinna handavinnu ýmiss konar. Má af slíku nefria fín- gerð herðasjöl úr ull, sem hún vann að öllu leyti, kembdi, spann og prjónaði með faillega samvöldum sauðarlitum.. Urðu þessi sjöl allkunn um skeið og eftirsóttar vingjafir og minja- gripir. Með handbragðinu sór Sigríður sig i ætt, því að arnma hennar, Þuríður á Rauðnetfs- stöðum, var fræg um austur- sveitir fyrir handavinnu. Sigríður var greind kona og gædd miklu sálarþreki. Hugul- söm var hún og nærgætin, þeg- ar það átti við, gestrisin á gamla og góða sveitavísu, trygg og fastlynd. Minni hennar var nær óskeikult, meðan það ent- ist, málfarið skýrt, stundum kveðið fast að orði, engin hálfvelgju í skoðunum. „Hún var drengur góður og nakkvat skap- hörð“, var sagt um Bergþóru, og Sigríður var enn ein kjarna- konan úr Rangárþingi. Svo virt- ist mér hún við nokfcuð löng kynni. Guðni Jónsson. Sigurður Sigurðsson hlaut 3000 kr. fyrir Grámann í 300 m stökki og 4000 fyrir Loga í 800 m stökki. Knapi á báð- um var, sém fyrr segir, Kol- 'brún Kristjánsdóttir. Aðeins einni sekúndu munaði, að Logi næði 10 þúsund króna verðlaununum. Tími hans var 70 sekúndur, en hámarkið var tiltekið 69. Víkingur, sem hljóp á 70.4 fékk 2000 krónur. Að síðustú fékk Hrollur Sig- urðar Ólafssonar einnig verð- launapening fyrir beztan tíma í skeiðkeppninni. Pétur Hjálmsson, ráðu- nautur, formaður fram- kvæmdanefndar mótsins þafck aði, að verðlaunaafhending- unni lokinni, hestamönnum fyrir prúðmannlega fram- komu og óskaði öllum góðrar heimferðar. Var mótinu þar mefl slitið. Eftir þetta tóku menn að tínast heim, en þó dvöldu margir í Skógarhólum fram eftir kvöldi þrátt fyrir rign- inguna. Allir virtust ánægðir með dvölina á Þingvöllum, en þó var eitt, sem hestamenn sögðu flestir að hefði skyggt nokkuð á skemmtunina. Hesta girðingin í Skógarhólum er geysistór og gekk flestum illa að finna hesta sína á sunnu- dagsmorgun. Girðingin var ekki smöluð um morguninn, en ætlazt til þess, að hver sækti sína hesta. Sumum tókst ekki að handsama hest- ana fyrr en á sunnudagskvöld, er mjög tók að fækka í girð- ingunni. Höfðu menn á orði, að ekki væri til vinnandi að koma oftar á hestamannamót á þessum staðf fyrr en bót hefði verið ráðin á girðingar- málum. Mótsstjórnin kvaðst hins vegar ekki hafa búizt við slíkum fjölda hesta, sem þarna kom saman. f EINS OG skýrt var frá í frétt eftir. Þó tókst hinum drukkna | i blaðsins sl. sunnudag endaði ökumanni að komast út á veg 1 | ferðalag plits, sem stolið hafði inn á ný og ók nú með ofsa- j 1 jeppabifreið á Grettisgötu 84, hraða eftir Hraunteigi þar til | í með söguiegum hætti og mátti hann kom að vegamótum = i mildi heita, að ekki fór verr. Hraunteigs og Gullteigs, en 1 ; Drengurinn, sem bifreiðinni þar er Gullteigur niðurgraf- \ \ stal var aðeins 17 ára og svo inn vegna gatnagerðar. Er þar | i drukkinn að fyrir rétti gat 40—50 cm hár bakki og snar | I hann ekki á neinn hátt skýrt beygði ökumaður þar, en mun \ \ frá ferðalagi sínu í bifreiðinni. hafa misst framhjól út af brún \ \ Upplýst er að eigandi bifreið inni. Við þessar sviptingar | i arinnar hafði skilið eftr lykl hentist bíllinn út á Gullteig | i ana að henni á hillu í bílnum. og valt heila veltu og lenti | i Svo'vildi til að lögregluþjónn á hjólunum með stefnu eftir \ i varð ferða piltsins var inni við Gullteignum. I Sundlaugar, en þar ók hann Er komið var að bílnum lá 5 í inn á bílastæði og á bíl, er pilturinn meðvitundarlaus í | i þar stóð, en síðan yfir gula aftursæti bifreiðarnir og rúð i I steina, sem afmarka stæðið ur bílsins voru brotnar bæði | í frá Reykjavegi, síðan eftir að framan og á hliðum og bíll i I Reykjavegi og mun hafa ætl inn allur skemmdur eftir velt | i að inn á Hraunteig en lenti þa una. í inn í garð við Hraunteig 30 Pilturinn meiddist hinsveg- j i og þar yfir tré og grindverk ar lítið. i og svo nærri tröppum húss- Myndirnar sýna verksum- j 1 ins að hann snerti þær og merki við Hraunteig 30 og bíl É skildi m.a. hurðarhún bilsins inn að leiðarlokum. Ljósohjólmuiinn í Prestbnkkn- kirkjn í PRESTSBAKKAKIRKJU á Síðu er gamall ljósahjálmur (sennilega frá 17. öld), sem flutt- ur var þangað úr kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri, er hún var flutt að Prestsbakka fyrir rúmri öld. Ljósahjálmur þessi var svo illa tfarinn, að ekki var hægt að nota hann lengur. Hann var þó látinn hanga uppi í kirkjunni. Sóknarprestur og sóknarnefnd hafði margreynt að fá gert við hann. en allir þeir, sem leitað var til töldu verkið svo vanda- samt, að þeir tóku það eltki að sér. Frú Gyðríður Pálsdóttir í Segl búðum vakti máls á þessu við þjóðminjavörð, en einnig hann taldi fyrst litlar líkur til að nokkur fengist til að vinna verk- ið. — Vegna vinskapar þeirra frú Gyðríðar og frú Kristínar André* dóttur, tengdamóður Sveins Guð- mundssonar, forstjóra Vélsmiðj- unnar Héðins, leituðu þau þjóð- minjavör(j,ur og frú Gyðríður til hans og tók hann máli þeirra Ijúfmannlega. Verkið var síðan unnið í Héðni af Guðmundi föðurbróður Sveins af slíkri kostgæfni, að betur varð ekki gert. Þegar að því kom að greiða skyldi fyrir verkið, var sóknar- nefnd Prestsbakkakirkju tjáð, að frú Kristín Andrésdóttir gæfi kirkjunni viðgerðina. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf vill sóknarnefnd Prestsbakka- kirkju færa frú Kristínu fyrir hönd safnaðarins innilegustu þakkir. Ljósahjálmur þessi er einn elzti og fegursti gripur kirkjunn- ár og prýðir hana nú eins og hann hefur gert í aldaraðir. Megi blessun guðs lýsa hugi þeirra allra, seni þátt áttu í, að hann lýsir nú aftur upp kirkjuna á Prestsbakka. Sóknarnefnd Prestsbakkasafnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.