Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 14. júlí 1964 MÍJTTAFRÍTTIR MORGUMDSII m Fram vann Akranes Leiðindaatvik spillti leiknum Mynd þessi er úr leik Akranes og Fram, tekin rétt áður en hið leiðinlega atvik gerðist. — Geir hefur náð boltanuin, en Rikarður er á leið til hans. arinn vísaði Geir af vellinum og fór hann þaðan í lögreglufylgd. Slík framkoma, sem Geir sýndi, er á engan hátt verjandi og hlýtur íþróttadómstóll, sá er um málið mun fjalla, taka mjög ákveðið á brotinu og dæma mann inn frá þátttöku í knattspyrnu- keppni um lengri eða skemmri tíma. Sem betur fer hlaut Rík- harður ekki neina teljandi áverka. en slíkt högg í andlit og höfuð manna geta orðið hættu- leg og því verður meg harðri refsingu að koma í veg fyrir að slik atvik geti hent í framtíð- inni. Framhald á bls. 23 LEIK Akurnesinga og Fram c.l. sunnudag lauk með sigri þeirra síðarnefndu 4:1. Tókst Frömmurum nú að afsanna þá kenningu að Akurnesingar væru ósigrandi á heimavelli, en langt er nú liðið síðan þeir hafa tapað leik heima fyrir. Akurnesingar urðu að lúta í lægra haldi í þess- um leik, þrátt fyrir stöðuga pressu að marki Fram allan síð- ari hálfleikinn og mun betri leik í fyrri hálfleik. Þessi sigur Fram er því tæpast verðskuldaður, en þeir höfðu heppnina með sér og það var það sem dugði. Sigur Fram í þessum leik eykur mjög likurnar fyrir því að þeim takist að halda sér uppi í deildinni, enn minnkar nokkuð vonir Akur- nesinga um sigur í mótinu, þó engan vegin sé útséð um það að þeirra möguleikar séu taldir. Eitt atvik í þessum leik Fram og Akurnesinga vakti að vonum mikla reiði manna og er áreiðan- lega algert einsdæmi í knatt- spyrnuleik á íslandi, en það var í fyrri hálfleik, er Geir Krist- jánsson, markvörður Fram, réð- ist á skammarlegan og ósvífinn hátt að Ríkharði Jónssyni og sló hann hvað eftir annað í höfuð. og andlit, svo Ríkharður lá í valnum. Atvik þetta gerðist á 35. mín. fyrri hálfleiks. Akur- nesingar höfðu sótt að marki Fram og hafði Geir varið skot írá þeim og hugðist sparka út. Ríkharður hafði hnotið inni við markteig Fram og var að rétta sig upp. Hljóp Geir óviljandi á fætur Ríkharði, en taldi að Rik- harður hefði brugðið sér. Skipti það engum togum að Geir fékk þarna hreint æðiskast, réðist að Ríkharði með boltann reiddan og lamdi hann með honum í höfuð- ið, barði hann síðan í bakið og gaf honum síðan mikið hnefa- högg í andlitið svo Ríkharður féll aftur yfir sig á jörðina. Áhorf- endur þustu nú ínn á völlinn, en höfðu á engan hátt óspektir í frammi, enda komu leikmenn Akraness í veg fyrir það. Dóm- // „Ein bezta skáldsaga, sem ég hefi lesið segir Baldur Þórðarson, dómari EINS og kunnugt er, daemdi skyldi enginn koma svona Baldur Þórðarson hinn sögu- fram á leikvelli." lega leik á Akranesi á sunnu- En hvað um leik Framliðs- daginn var. Við náðum í gær ins í heild; lék liðið nokkuð af honum tali og spurðum, sérlega ólöglega? hvernig þetta hljóðaði frá Nei, þvert á móti, og það vil hans bæjardyrum séð. ég að komi fram, að af þeirri „Ég vil strax taka það fram, reynslu, sem ég hefi af liði að frásögn sem ég las í dag- Fram, er það langsamlega blaði í dag er einhver bezta prúðmannlegast í leik af lið- skáldsaga, sem ég hefi lesið. um 1. deildar." Þar er hlutunum hagrætt og ?>Og frásögnin af leiknum, snúið algerlega öðrum aðilan- samin af Akurnesing-, er langt um í vil." frá því ag vera hlutlaus. Fram Hvernig skeði þetta fræga leikur þarna með einum færra atvik milli Geirs og Ríkharðs? mest allan leikinn, og vinnur „Það var þannig, að Geir er stóran taktískan sigur. Þeir með knöttinn í höndunum, lögðu réttilega aðaláherzlu á býr sig undir að spyrna frá vörnina, en Skagamenn fengu marki, en þá gerir Ríkharður ekki skorað þrátt fyrir mik- sér lítið fyrir og bregður hon- inn ákafa. Guðjón Jónsson um. Ég flauta eðlilega og stóð sig sérlega vel í markinu, dæmi aukaspyrnu á Akranes, og átti það sinn þátt í að en þegar ég er á leiðinni til koma andstæðingunum úr þeirra, tekur Geir knöttinn og jafnvægi. dánglar honum í höfuðið á „Að lokum vil ég taka Ríkarði. Fyrir þetta rek ég fram, að við dómararnir héð- Geir umsvifalaust út af, en an úr Reykjavík förum nú að áður en hann yfirgefur völl- hætta að fara til þessara staða inn, slær hann Ríkharð einu utan við bæinn til að dæma. sinni í andlitið. Persónulega Slíkt óþverra orðbragð og held ég að Ríkharður ha*fi skrílsleg framkoma áhorf- gert meira úr þessu og legið enda, jafnvel ' ábyrgra aðila, áþarflega lengi, enda sýna er ekki þolandi öllu lengdr. flestir einhvern leikaraskap Knattspyrnuyfirvöldin mega undir ívona kringumstæðum. ekki lengur láta þetta ganga En það breytir engu; brot svona ámælislaust." Geirs er stórlega vítavert, og Kormákr. Sjö Is!andsmet en Danir unnu landskeppnina HANIR sigruðu íslendinga í landskeppni í sundi með 39 stig- um gegn 38. Sigurinn var þó í rauninni meira, þar sem danska sundkonan Kirsten Strange, sem varð fyrst í 100 m. flugsundi á 1.13.0 var dæmd ur leik, en Hrafn hildur varjj önnur. Hlutu íslend- ingar þar 5 stig en Danir ekkert. Keppt var í tveimur greinum fyrri dag keppninnar, laugardag. í bringusundi karla sigraði Benny Petersen á 2.46.0 mín., en Árni Þ. Kristjánsson synti á 2.53.0. 5 stig fyrir Danmörk, 3 fyrir ísland. Hrafnhildi gekk illa í keppni við Vibeke Christensen og sigr aði danska sundkonan á 2.58.0 en Hrafnhildur fékk 3.08.0. 5 stig fyrir Danmörk, 3 fyrir fs- land. Samtímis landskeppninni fór fram keppni í ýmsUm greinum. fyrir unglinga. Davíð Valgarðs- son varð annar í 400 m skrið- sundi synti á 4.45.6, sem er nýtt íslandsmet. Guðmundur Gíslason synti 400 m fjórsund á 5.16,1 mín, sem er einnig nýtt fslandsmet. Enn- fremur setti Hrafnhildur nýtt íslandsmet í 400 m fjórsundi, synti á 6.16.2 mín. Mótinu lauk svo í gærkveldi og gekk íslendingunum þá bet- ur og voru þá sett 4 íslandsmet. Hrafnhildur synti 100 m. flug- sund á 1.13.9 mín. sem er nýtt íslandsmet, Guðmundur Gísla- son synti 200 m. baksund á 2.20.8 mín, nýtt met, og báðar boð- sundssveitirnar, karla og kvenna (400 m. fjórsund) settu met. Boð- sund karla var sérstaklega glæsi- legt. Guðmundur Gíslason synti 100 m. baksundssprettinn á 1.17.5 mín., Árni Kristjánsson bringu- sundið á 1.14.2 mín., Davíð flug- siindið á 1.02.9 mín., og Guð- mundur Harðarson skriðsundið á 59.6, sek. — Guðmundur sigraði í 100 m. skriðsundi í landskeppn- inni með 57.0 sek. íslenzka sundfólkinu líður öllu vel og lætur mjög vel yfir mót- tökum öllum. Á miðvikudag og fimmtudag keppa íslendingar á unglingamóti Norðurlanda, sem háð er í útborgum Kaupmanna- hafnar. Magnús Guðmundsson fslandsmeistari í golfi Vann með yfirburðum og náði c|3a sil<'i|iim árangri ÍSLANDSMÓT í golfi fór fram í Vestmannaeyjum dagana 8.—12. júlí sl. og var keppt í þrem flokkum. íslandsmeistari árið 1964 varð Magnús Guðmundssön frá Akureyri, sem sigraði með miklum yfirburðum eða 2i70 höggum. í öðru og þriðja sæti urðu þeir óttar Ingvarsson og Pétur Björnsson báðir frá Reykjavík með 295 högg hvor. í fyrsta flokki sigraði Þórár- inn Jónsson frá Akureyri, en í öðrum flokki sigraði Júlíus Snorrason Vestmannaeyjum. Skilyrði til keppni alla daga voru mjög góð og voru samtals leiknar 72 holur í öllum flokk- um eða 1B holur á dag. Þetta er í þriðja sinn, sem fs- landsmót í golfi fer fram í Vest- Í.R. mót á Mela- vellinum í KVÖLD kl. 20.30 fer fram mót i fljálsum iþróttum á vegum Í.R. en opið öllum til þátttöku. Meðal keppenda verða sænsku gestirnir írá Ymer. Keppt verður í þessum grein- um: 200, 800, 3000 m. hlaupum, 4x100 m. boðhlaupi, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti, lang- stökki og hástökki. Einnig verða margar kvennagreinar og 100 m. hlaup sveina. Allt í allt verður keppt I 15 greinum, svo að margt verður að sjá og alltaf eitthvað að ske. Keppni í langstökki og kúluvarpi kvenna hefst hálftúna íyrr en mótið sjálft. mannaeyjum, hið fyrsta sinni 1959 og vannst þá á 310 höggum, næst árið 1962 og þá með 307 höggum, en nú vannst mótið á 270 höggum og skal tekið fram að völlur er óbreyttur og keppt við sömu aðstæður. Magnús tók í byrjun keppn- innar forystu og höggafjöldi hans miðað við hverjar 18 holur 71-6S-65-66 og er þessi árangur mjög glæsilegur, sem fyrr segir sá langbezti, sem náðst hefir á 9-holuvelli hér á landi. Til marks um öryggi Magnúsar má geta þess að eitt sinn fór hann völlinn í 30 höggum eða 5 undir pari. Það vakti athygli golfmanna að Magnús hafði mjóg langan og öruggan „driver", t. d. tók hann lenstu holuna rúma 400 m með einu höggi og síðan 9-járni inn á „green" og lá við holu, fór þá par-5 holu í 3 höggum. Megin- styrkur hans er í löngum og ör- uggum upphafshöggum og liggur hann inn á „green" eftir fá högg, en hann virðist ekki „putta" bet- ur en hver annar. f lok keppn- innar bauð bæjarstjórn Vest- mannaeyja keppendum og starfa mönnum til kvöldverðar og voru verðlaun þar afhent. Fétur Björaason, Magnús Guðmundsson og Óttar íngva.son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.