Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. júlí 1964 Úr Austur-Skagafirði BÆ, 5. júlí. — Alls staðar mun vera byrjaður sláttur en mis- jafnlega langt á veg kominn. Þeir, sém ekki beittu fé eða kúm á tún sín í vor, sem munu þó vera fáir, byrjuðu fyrir miðjan júní, fengu þá ágæta þurrka og náðu töðu með beztu nýtingu, en því miður eru þessir menn alltof fáir. Það var mjög kalt um tíma og tafði fyrir sprettu, þó var gróð ur fyrr en oft áður. Fjöldi af bændum hafa ekki aðstöðu til að hafa sauðfé annars staðar en á túnum fyrst á vorin og jafnvel meðan sauðburður stendur yfir. Af því leiðir að seinna verður borið á tún en vera ætti, gras verður seinna í sprettu, heyskapur byrjar þarafleiðandi seinna. Þetta eru sannindi sem illa gengur að bæta og lagfæra. Þegar sláttur var almennt að hefjast kom úrfelli og kuldakast. Stórar tjarnir voru á túnum og snjór var í fjöllum niður að bæj- um og jafnvel tepptust samgöng- ur. Þetta hef ur tafið nokkuð fram kvæmd heyskapar, en vélakostur er orðinn það mikill á flestum bæjum, að ekki er lengi verið að slá og þurrka þegar þurrkurinn kemur. Fólkshald. Ekki veit ég tfl þess að full- orðið kaupafólk sé í vinnu við heyskap, en á flestum bæjum munu vera unglingar og börn úr kaupstöðum. Þetta er þarfur og víðast vel þeginn vinrtukraftur, snúningafólk, sem verður hand- gengíð og samrýmt heimilisfólk- inu. Ekki er ég í neinum vafa um að unglingar og börnin úr kaup- túnum hafa ómetaniegt gagn af verunni í samfélagi við dýrin, heyið, náttúruna og gott fóik. Annað fólkshald við bústörfin eru hjónin og börn þeirra, þau sem ekki eru flogin úr hreiðr- inu. Á of mörgum bæjum er að- eins einn maður, lofar það ekki góðu um framtðarbúskap. Framkvæmdir. , Mjög mikið er nú komið af jarð vinnslu. Hefur Búnaðarsamband Skagfirðinga, B.S.S., ráðist í stór framkvæmdir þar sem það keypti fjórar jarðýtur á árinu og gerir nú út sex jarðýtur og sex skurð- gröfur, en hefur lagt elztu vélum sínum sem voru orðnar viðhalds- frekar. Einnig hefur sambandið tvaer stórar dráttarvélar með tæturum, skurðgröfum og fleiri tækjum sem eru mjög hentug til smærri framkvæmda. Auk allra þessara tækja sem B.S.S. rekur nú eru einstaklingar með jarð- vinnslutæki. Mikil eftlrspurn er eitir hvers konar jarðvinnslu, enda sér maðuor nú stór flæmi í ræktun næstum á hverjum bæ. Rafmagnsframkvæmdum þokar áfram. Verið er að byrja að tengja bæi í Viðvíkursveit, Hóla- hreppi og innhluta Hofshrepps, en á þessu svæði var lína lögð frá Sauðárkróksvirkjun s.l, ár. Nú er verið að byrja lögn í út- hluta Hofshrepps og dölunum út að Höfða, en sagt er að í Fells- hreppinn komi lína frá Skeiðs- fossL Husbyggingar eru ekki mikl ar og veit ég ekki til að í bygg- ingu séu nema stór hlaða á Sleitu stöðum og byrjun á íbúðarhúsi í Litlubrekku. Smávegis aðgerðir munu þó vera víða á bæjum. Veiðar. Lítil siiungsgengd virðist, vera í sumar. Höfðavatn var lokað til sjávar en eigendur vatnsins fengu sér jarðýtu í vor og opnuðu það til sjávar, þar sem lítill sil- ungur virðist vera í því. ósinn, sem opnaður var, varð þó ekki eins stór og ætlað var, en þó virðist nú eitthvað að glæðast í vatninu af nýrunnum og góðum fiski. 19. júní var opnað fyrir drag- nótaveiði í austurhluta Skaga- fjarðar. Um þessa ráðstöfun eru mjög skiptar skoðanir en þeir sem barizt hafa fyrir opnun, gerðu það til að tryggja afkomu frystihússins á Hofsósi, atvinnu fólks þar og afkomu eins báts, sem gerður er út á drag- nót frá staðnum, en trillubáta- eigendur og þeir er stundað hafa kolaveiðar í net og hafa lifað á smáútgerð þykir höggvið nærri sínum lifsbjargráðum. Þó svíður iþeim mest, að ég hygg, að bátar frá Sauðárkróki sækja með drag nætur á þessi mið Austur-Skag- firðinga, slægja niður í og fæla burt ágæta ýsugengd, sem komið hefur hér inn með landinu. Dag- vinna er nú unnin í frystihús- inu á Hofsósi en sagt er mér að á Sauðárkróki sé unnið nótt með degi til að koma hráefninu í vinnslu. Eins og undanfarin ár eru nokkrir menn úr Hofsósi og ná- grenni farnir á síld sem kallað er, og er þar% einníg átt um þé er síldarvinnu stunda á landi. Engin alvarleg slys hafa orðið og kvillalítið. Læknar kvarta yfir að enginn fáist til að leysa þá af í sumarleyfum, en til þess að þeir komist að heiman nokkra daga hafa þeir hjálpað hver öðr- um til skiftis. Nú er læknirinn á Hofsósi í 14 daga fríi en Ólafsfjarðarlæknir gegnir á meðan. — Björn. Frál 10 ára áfmælishófi Bindindisféiags ökumanna að Hótel Sögu fimmtudagskvöld- iff 9. júlí tl. Pétur Sigurðsson, ritstjóri, flytur aðalræðu kvöldsins. Á myndinni sjást m.a. borg- arstjórinn, Geir Hallgrímsson og frú, forseti norska óaffals- þingsins, fyrrv. ráðherra Jak- ob Pettersen og frú, formaður, Nordisk Union for Alkoholfri Trafik, Signrd Jobansen skrif stofustjóri og frú, o.fl. í kvöldhófi þessu voru sæmd ir heiðursmedalíu NUAT þeir Signrgeir Albertsson, formað- ur BFÖ og ritari félagsins Ás- björn Stefánsson. Hófið sátu um 80 manns. — Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. Miklar umbætur og lagfæringar að Hðlum BÆ, 5. júlí. — ALLTAF finnst mér fagurt á Hóluim og þó fegurst þegar ég veit að allt gengur þar með ágætum. í viðtali við skólastjór ann, Hauk Jörundsson, var mér tjáð að miklar umbætur og lag færingar væru þar i fram- kvæmd. í vor var lögð mikil girðing fram á Hagakoti beitar- húsum staðaríns. Þetta bætir og auðveidar mjag alla fjárhirð- ingu og fjárgæzlu búsins. Verið er að skifta alveg um gler og glerpósta í gamJa skólahúsinu, og sett þar tvöfalt gler. Miklar breytingar og aðgerðir er ver- ið að gera í kjallara skóla- hússins. Nýja álmu á að byggja frá aðaldyruim skólahússins að austan að aðaldyrum leikfimis hússins, svo að svæðið á milli húsanna, sem áður var opið norður úr lokast. Þarna koma aðallega snyrting, salerni, fata hengi og svo aðalinngangur hússins. Verkstjóri við þessa smíði er Níels Hermannsson, Hofsósi. Flokkur ungra manna og kvenna, innlendra og erlendra. á vegum Þjóðkirkjunnar er nú kominn að Hólum, þar sem mála á staðínn eftir því sem tími og vinnukraítur leyfir. Sagði skóiastjóri mér að hann væri þó búinn að kaupa mikið magn af málningu, sem nægja myndi á hektara lands. Með vinnuflokknum frá Þjóðkirkj- unni er sr. Þórir Stephensen á Sauðárkróki, en verkstjóri er Hróbjartur Jónasson frá Hamrl. Verið er að lagfæra og snyrta gamla biskupagarðinn á milli húsanna og fleira af því tagi. Ég hef grun um að skólastjóra- frúin eigi þar drjúgan þátt að starfi, annars hefur Lilja Sigurð ardóttir frá Víðivöllum verið þar eitthvað í vor og sfcutt stað arfrúna með sinni alkunnu smekkvísi og höndunum góðu, sem vanar eru að hlúa að öllu ungviði og gróandi iífi. Síðast er ég vissi voru 35 bún ir að sækja um skólavist næsta vetur og er þar með fullsetiS það húsrúm, sem skólinn hefur haft, en nú er skólastjóri að undirbúa meira húsrúm, svo að hsegt sé að bæta við fimm nemendum ennþá. Hófcel verður rekið á Holum 1 sumar og þess að vænta að margur ferðalangur uni þar á- nægður, því að Hólum er gofct að koma. — Björn. yt ff % ::!" :::líj|||f^::::ÍÍ!!^ Slllliilif ^é*\*r ::*-- • SVINDLBö og PRANGAB Nú segja blöðin, að heldur sé farið að draga úr bilainnfiutn- ingum. Allir vissu, að sá tími kæmi, að markaðurnn mundi mettast, en innflutningurinn hefur sennilega orðið töluvert meiri en búizt var við, þegar höftin voru felld niður. ísletndingar höfðu verið svelt ir svo lengi hvað bílainnflutn- ing snertir, að það var ekki ó- eðlilegt þótt margir keyptu bíl, þegar tækifærið kom loksins. Jafnframt því sem allir fagna því að hömlurnar eru niður felldar og frelsi rikir nú í við- skiptum á þesu sviði, þá gleðj- ast líka allir yfir því ag allt svindlið og prangið í sambandi við bílana skuli nú tilheyra fortíðinni. En þannig er það á öllum sviðum — þar sem höml- ur og höft ríkja: Spillingunni er boðið heim. • SVARTUR MARKABUR EYSTRA f sumar hef ég hitt allmarga menn, sem nýlega hafa ferðazt austur fyrir járntjald. Flestir veita því helzt athygli hve bíla umferð er lítil á götum stór- borganna þar eystra og greini- legt er, að í löndum kommún- ismans er það undantekning að hinn venjulegi almúgamaður eigi bíl. — Ég hef heyrt ýmsan fróðleik að austan — fróðleik, sem ég hef ekki heyrt fyrr af vörum sjónarvotta. Maður, sem nýlega er kominn frá Tékkóslóvakíu sagði mér það t.d., að hljómplötur með Louis Armstrong og öðrum „stjörnum" vesturlanda gengju þar óhugnanlega háu verði á svörium markaði. Sama væri að segja um plötur og annað, sem Bítlarnir senda frá sér. Sagðist hann hafa séð lifclar bækur með myndum af Bítlun- um — ag gengju þær kaupum og sölum á sent svarar fimm hundruð íslenzkum krónum. Það vakti líka athygli hans í Tékkóslóvakiu, að þar virðist saman „Cow Boy" dellan vera ríkjandi og var hér fyrir 10-15 árum meðal piltanna. Þessi maður sagði, að það þætti e.t.v. undarlegt að ferða- menn kynntust verðlagi á Bítla- bókum á svörtum markaði þar eystra, því ekki hefði hann far- ið með neitt slíkt með sér eða ætlað að hagnast á svarta mark aðs braski. — Unglingarnir sækja hins veg ar svo stíft að ferðafólki sem kemur frá Vesturlöndum í von um að í einhverri ferðatöskunni leynist eitthvað, sem matur þykir í. • SMÁMUNIR Slíkar eru afleiðingar skömmtunar og háfta um víða veröld — og aldrei verður þorst inn í bannvöruna meiri en ein- mitt, þegar tekið er upp á þvl að skammta frelsið til að tala, hlusta og hugsa. í samanburði við það er skömmtun á bílum og bomsum smámunir einir, sem ekki er hægt að nefna I sömu andránni. • EINN BÍTILL Af því að ég minntist á Bítl- ana, þá má ég til með að segja ykkur frá því, að ég sá einn. Bítilinn í Austurstræti í gær. Hann var í ,einkennisbúningi lögreglunnar. Ég gerði það að umræðuefnl ekki alls fyrir löngu, að Ijótt væri að sjá einkennisklædda menn með illa hirt hár og í óburstuðum skóm. Þótt ein- kenniskiæðnaðurinn sé ný- hreinsaður og brotin stíf í bux- unum, þá verður lögregluþjónn inn, tollþjónninn, póstburðar- maðurinn, flugmaðurinn eða farmaðurinn aldrei „fínn" nema hann sé með vel klippt hár og í nýburstuðum skóm. Þess vegna tel ég ástæðu til að benda á að rakarastofur eru opnar til kl. 6 alla virka daga nema laugardaga, þá til hádeg is að minnsta kosti. Sjálfvirka þvottavélin IAVAMAT „nova 64" Fullkomnari en nokrku sinni. Óbreytt vertí. AEG-umboðið Söluumboð: H Ú S P R Ý BI H.F. Sími 20440 — 20441

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.