Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 8
8
MORGUNBI A*IO
Sunnuctagur 2. ágöst 1964
Háloftarannsóknirnar
eftir dr. Þorstein Sæmundsson
EINS OG þegar er kunnugt,
gerðust þau tíðindi aðfaranótt
laugardaigs, að háloftaeldflaug
hóf sig til flugs frá íslenzkri
grund í fyrsta sinni. Þessi til-
raun frönsku vísindamann-
anna á Mýrdalssandi tókst
með ágætum, og verður seinni
eldflauginni skotið á loft strax
og aðstæður leyfa. í þessu
sambandi er ekki úr vegi að
rifja upp í stuttu máli tildrög
þeirra rannsókna, sem hér eru
á ferðinni.
Rannsóknarefni Frakkanna
eru rafagnir þær, sem koma
með geysihraða inn í gufu
hvolfið í nánd við heimskaut-
in og valda norðurljósum,
segultruflunum og útvarps-
truflunum. Rafagnanna gætir
mest í ákveðnu belti, norður-
Ijósabeltinu, sem liggur þvert
yfir ísland og myndar hring
um nyrðra segulskaut jarðar.
Hiiðstætt belti, suðurljósabelt
ið, liggur í nánd við suður-
skautið. Markmið rannsókn-
anna hér er að kanna, hvaðan
rafagnirnar fái hina miklu
'hraðaorku sína, en um það er
allt á huldu, Vitað er, að agn-
irnar eiga upptök sín á sól-
inni og berast til jarðar um
löO milljón kílómetra leið á
tíma, sem að meðaltali nem-
ur þremur dögum, en minnst
tæpum sólarhring. Meðal-
hraði agnanna milli jarðar og
sólar er ekki fjarri 600 kíló-
metrum á sekundu, en há-
markshraðinn um 2000
km/sek. Þær rafagnanna, sem
koma inn í gufuhvolfið, hafa
hins vegar miklu meiri hraða,
nærfellt 100000 kílómetra á
sekúndu. Er þvi auðsætt, að
mjög mikil hraðaaukning hef-
ur átt sér stað einhvers staðar
í nágrenni jarðarinnar. Sem
stendur er það eitt aðalverk-
efni geimvísindanna að kom-
ast fyrir um, hvar þessi hraða-
aukning fer fram og með
hvaða hætti hún verður.
Norðurljósabeltið myndar
norðurmörk geislasviðs þess,
sem kennt er við Van Allen og
umlykur jörðina ofan við gufu
hvolfið. í geislasviðinu er mik
ill fjöldi rafagna, sem ekki
hafa komizt inn í gufuhvolf-
Dr. Þorsteinn Sæmundsson
ið, heldur ánetjazt segulsviði
jarðar utan gufuhvolfsins og
sveiflast þar fram og aftur
eftir segullínunum heimskaut-
anna milli.
Fjöldi þeirra rafagna, sem
koma inn í háloftin í norður-
ljósaíbeltinu, er mjög breyti-
legur og getur þúsundfaldazt
á skammri stund. Agnirnar
stöðvast flestar vt-ð 100 km.
hæð, og þarf könnunareld-
flaugin því að komast a.m.k.
svo hátt, til að gagn verði að.
Einnig er nauðsynlegt að velja
rétta stund til eldflauigarskots-
ins, þannig að aðstreymi raf-
agna sé sem mest. Við þá
ákvörðun hafa Frakkarnir
tvennt sér til stuðnings. I
fyrsta lagi geta þeir fylgzt
með þeim breytingum, sem
verða á segulsviðinu við yfir-
borð jarðar. Upplýsingar um
það atriði fá þeir frá ^Eðlis-
fræðistofnun Háskólans, þar
sem segulbreytinigarnar eru
stöðugt lesnar af sjálfritandi
segulmæli. Mikil segultruflun
er ótvírætt merki um að-
streymi rafagna inn á háloftin.
í öðru lagi senda visinda-
mennirnir loftbelgi upp frá
skotstaðnum á Mýrdalssandi.
Belgirnir komast upp í 40
kilómetra hæð eða svo og hafa
meðferðis tæki, sem mæla
röntgengeislun, er myndast,
þegar rafagnirnar koma inn
í háloftin. Það eru með öðrum
orðum segulbreytingar við
yfirborð jarðar og röntgen-
geislun á loftbelgina, sem ráða
því, á hvaða augnabliki eld-
flauginni er skotið á loft.
í fyrstu tilrauninni á
fimmtudagskvöldið var fór þó
svo, að loftbelgjatækin reynd
ust ekki í fullkomnu lagi. Sú
ákvörðun var því tekin kvöld-
ið eftir, þegar eldflauginni
skyldi skotið upp, að láta
segulmælingatækin á Eðlis-
fræðistofnuninni skera úr um,
hvort skotið yrði. Var síma-
sambandi haldið opnu milli
Reykjavíkur og Mýrdalssands.
Fram til klukkan 11 var
segulsviðið rólegt, en síðan
m
á Mýrdalssandi
Myndin sýnir segullinurit, sem tekið var á Eðlisfræðistofnun
Háskólans á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Trufl-
unin sem hófst kl. 23 sést greinilega. llm klukkan 4 var
segulsviðið orðið rólegt aftur.
hófust truflanir (sjá meðfylgj-
andi mynd), sem leiddu til
þess, að eldflauginni var
skotið á loft laust eftir klukk-
an eitt um nóttina.
Með því að athuga segul-
línurit nokkra mánuði aftur
í tímann, fæst talsverð hug-
mynd um líkurnar fyrir raf-
agnaaðstreymi tiltekinn dag.
Segulstormar hafa hneigð til
að endurtaka siig með 27 daga
millibili eða því sem næst,
þ. e. einu sinni í hverri snún-
inigsumferð sólar. Línurit frá
segulmælingastöð Eðlisfræði-
stofnunarinnar undanfarna
mánuði benda til þess, að
mikilla segultruflana sé að
vænta dagana 3. til 5. ágúst.
Ekki er þó víst, að reynt
verði að skjóta síðari eldflaug-
inni á loft á þeim tíma, þar
sem Frakkarnir hafa nú hug
á, eftir að fyrri tilraunin tókst
svo vel, að gera samanfourðar-
tilraun, þegar segulsviðið er
rólegra. Hvað veður snertir,
er þess aðallega að gæta, að
ekki sé allt of hvasst við flug-
tak, áður en eldflaugin kemst
á nægilega ferð, og heldur
ebki svo skýjað, að ekki sjái
greinilega til flaugarinnar
fyrstu tvo kílómetrana. Hefur
Veðurstofan veitt Frökkunum
aðstoð með veðurlýsingu og
veðurspóm.
Eldflaugarnar, sem hinir
frönsku vísindamenn nota,
eru af gerðinni „Drekinn"
(Dragon), en það eru lang-
drægustu eldflaugar, sem
Frakkar hafa tekið í notkun
til þessa. Eldflugarnar eru 7
metrar að lenigd og vega 2,5
tonn. Þær geta náð 600 kíló-
meta hæð í lóðréttu skoti, ef
tækjaiþungi er lítill. í tilraun-
unum hér er þeim skotið ská-
hallt upp á við (með 10 gráðu
halla), þannig að þær fylgi
segullínum jarðar sem allra
lengst, og ná þær þá 400
kilómetra hæð. Hraði eld-
flauganna, þegar hann er
mestur, er um 10 þúsund kíló-
metrar á klukkustund. Tíu
mínútum eftir að þeim er
skotið á loft, falla þær í sjó-
inn 300 km. suður af íslandi.
í þær átta mínútur, sem eld-
flaugarnar eru yfir 100 km.
hæð, senda þær til jarðar
mikilvægar upplýsingar um
orku og stefnu rafagna í mis-
munandi hæð, auk þess sem
þær mæla jafnhliða breyting-
ar á segulsviðinu í háloftun-
um. Að þessum upplýsingum
fengnum verður síðan reynt
að gera grein fyrir hinni
óþekktu orkulind rafagnanna, *
eins og fyrr er sagt.
Með eldflaugarannsóknum
sinum hafa Frakkar á skömm-
um tíma lagt drjúgan skerf
til aukinnar þekkingar. Þeir
hafa m.a. kannað vinda og
loftsveipa í háloftunum og
uppgötvað þar svonefnd
sveipaskil (turbopause) í
nærri 100 km. hæð. Einnig
urðu þeir fyrstir manna til
að framkvæma nákvæmar
mælingar á hitastigi loftsins
milli 100 og 400 km. yfir
jörðu. Fyrstu frönsku gervi-
tunglin eru í smíðum, og er
áætlað að þau verði send á
loft á næsta ári.
Hin ötula viðleitni Frakka
til sjálfstæðrar rannsóknar-
starfsemi í geimvísindum á
sér tvennar orsakir. í fyrsta
lagi vilja þeir ekki draigast
aftur úr á tæknisviðinu, eða
verða þar háðir stórveldun-
um í austri eða vestri. í öðru
lagi er þeim metnaðarmál, að
þjóð þeirra geti sér frægðar-
orð af afrekum á sviði vísind-
anna. Fátt er líklegra til að
auka veg og virðingu hverrar
þjóðar nú á dögum en blóm-
leg vísindastarfsemi, og er það
atriði, sem við íslendingar
megum gjarna hafa hugfast.
I
I
— Álfaskeið
Framhald á bls. 6
um kvartett úr Karlakór Reykja-
víkur, sem lauk með „heimagerð-
um“ söng, þar sem lagið var eftir
Sigurð Ágústsson, bónda í Birt-
ingaholti, en kvæðið eftir Eirík
Einarsson, sýslumann og alþingis-
mann frá Hæli í Gnúpverja-
hreppi. Þykir hvorttveggja gott.
Næst skemmti Ómar Ragnars-
soa ungum og öldnum með sinni
alkunnu fyndni og látbragðsleik
og var gerður góður rómur að.
Einnig vakti hrifningu síðasti
þáttur þessarar ágætu dagskrár,
en það var fimleikasýning snill-
inga úr Ármanni, en slíkt er sjald
séð hér upp til fjalla. Þó hefði
margur fullorðinn Hreppamaður-
inn heldur kosið að sjá frækn-
ustu æskumenn Hreppanna
þreyta kapp á Álfaskeiði eins og
áður, er það þótti merkasti þátt-
ur sumarmótanna á Álfaskeiði.
Svo var að sjá, sem skaparinn
hefði bænheyrt þann fjölda, sem
hlökkuðu til „Álfaskeiðs" að
þessu sinni, með því að gefa gott
veður, nærri þurrt, en engar
„vomur“ voru í fólki né sam-
vizkubit, þótt ekkert væri hugað |
að heyjum þennan sunnudag mitt
í óvenjulegri óþurrkatíð hér á
Suðurlandi. Daginn eftir stytti
svo upp rigninguna og gerði ó-,
metanlegan þerri, þótt stuttur
væri að þessu sinni, munu Sunn-
lendingar ekki hafa talið eftir
sér lángan vinnudaga til þess að
hirða heyin sín þótt hrakin væru
víðast hvar.
Á sunnudagskvöldið var svo
haldinn dansleikur að Flúðum,
hinu ágæta félagsheimili í miðj-
um Hreppunum, en þar var hús-
. fyllir.
Öll var útisamkoman á Álfa-
skeiði aðstandendum og þeim, er
mótið sóttu til mikilla sóma, enda
sást ekki vín á nokkrum manni.
Gamall Hreppamaður.
ÞÓRARINN 3ÓNSSON
löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýðandi í ensku
KIRK3UHVOLI — SlMI 12966
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
Afhendir trúnað-
arbréf
Frú Tyne Leivo-Larsson"
afhenti í gær forseta íslands trún
sendiherra Finnlands á íslandi,
afhenti í gær forseta íslamds trú»
aðarbréf sem ambassador Finn-
lands á íslandi við hátíðlega at-
höfn á Bessastöðum, að viðstödd-
um utanríkisráðherra.
(Frá skrifstofu Foirseta íslandis)