Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBIAÐW Sutinnrtpííur 2. Seúst 19B4 Miðbærinn var bókstaflega fullur af áætlunarbílum í gær. Við flestar götur stóðu raðir af stórum bílum, sem biðu þess að fyllast af fólki. Um leið og- einn renndi úr hlaði, kom annar í skarðið. — Langflestir munu hafa ætlað' í Þórsmörk, og var ungt fólk í miklum meirihluta. Fjöldamargir áætlunarbílar frá mörgum ferðaskrifstofum óku bangað í gær með fullfermi. — Ljósmyndin er tekin um kl. 14 í gær niðri í Austur stræti, þar sem bílar frá Ferðaskrifstofu Úlfars Jakobsens voru hlaðnir. Á annað þúsund manns fór með bílum Úlfars austur í Þórsmörk í gær og annað eins á föstu- dag. Úlfar var þegar farinn að flytja fólk austur í Mörkina á fimmtudag. — Forseti Islands Framhald af bls. 1. koma fram á svölum Alþingis- hússins. Síðan flutti forseti ávarp í sal Neðri deildar, og að lokum var þjóðsöngurinn sunginn. ÁVARP FORSETA ÍSLANDS Hér fer á eftir ávarp forseta íslands við embættistökuna: Góðir íslendingar, nær og fjær! Fyrsti ágúst er tímamót for- setaembættisins, að þessu sinni síðásta stund þriðja kjörtímabils- míns, og upphaf hins fjórða. Mér er bæði Ijúft og skylt að flytja þjóð minni þakkir fyrir traust fylgi og góðan hug í garð okkar hjónanna. Embættinu fylgja bæði ánægjustundir og áhyggjur á víxl, en svo mun um flest eða öll störf. Það væri margs að minn ast frá þessum tólf árum, en ég tel hér það eitt, að stjórnarmynd anir hafa jafnan tekizt án tafar, og því fagna ég á þessari stundu. Með viðkvæmum huga þakka ég það traust, sem lýsir sér í endur kjöri og innsetning í embætti, og bið guð að gefa mér áframhald- andi góða heilsu og réttdæmi í þeim efnum, sem til mín taka. Það vill nú svo til, að í byrjun þessa árs voru 40 ár liðin frá því ég tók fyrst sæti á Alþingi sem fulltrúi Vestur-ísfirðinga. Ég veit það misvirðir enginn, að ég beini við þetta tækifæri sér- stakri kveðju og þakkiæti ti! minna góðu og gömlu vina vest ur þar. Þeim á ég að þakka að ég slitnaði aldrei úr sambandi við sjómanninn. bóndann og alla al- þýðu manna, og hlaut það upp- eldi í stjórnmálum, sem ég mætti ekki án vera í núverandi stöðu og starfi. Þjóðmál og þing- mennska lærist ekki til neinnar hlítar nema af langri reynsiu. Þar verður engum prófum við komið, nema síendurteknum kosningum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum 20 árum fyrir og öðrum 20 árum eftir Lýðveldis stofnun. og stórfelldar breyting- ar orðið í íslenzku þjóðfélagi og þjóðlífi. Viðfangsefnin eru nú aerið miklu flóknari en áður. Úr því verður ekki bætt nema með aukinni sérfræði. Það var margt, sem menn átt- uðu sig vart á eftir hina fyrri heimstyrjöld, ekki síður hin eld.ri sveit embættismanna en almenn ingur. Gamli tíminn kom ekki aftur. Tvær heimstyrjaldir hafa fært margt úr skorðum. Breyting ar í atvinnu-, fjárhags- og utan- ríkismálum og aukin afskipti ríkisvaldsins heimta ný tök og þekking hjá ráðunautum Alþing is og ríkisstjórna, og svö er fyrir þakkandi, að sú stétt er nú vel skipuð hæfum mönnum, sem geta horfzt beint í augu við hvern erlendan stéttarbróður.sem þarf að mæta. Er það ein hin rikasta þörf hvérs nútíma þjóðfélags. En úrskurðir og völd eru eftir sem áður í höndum Alþingis og rikis stjórna, og verður svo meðan almennur kosningaréttur er í gildt. Breytingarnar eru meirl í þjóðlífinu yfirleitt en í sjálfu stjórnarskipulaginu. Þróun at- vinnulífsins hefur valdið aukinni stéttaskipting, og þá dregið úr stéttunum í vaxandi mæli. Meðan kaupstaðir voru fámennir, sveitir fjölmennar, tækin frumstæð og afköst lítil, bjuggu allar „stéttir’* á sama bæ, sátu við sama borð, sváfu í baðstofu. Kvikfjárrækt og iðnaður rekinn undir einu þaki, og farið í verið á vertíð. Það er fvrst við tilkomu full- komnari tækja og véla að stétta- skipting í nútíma merkingu hefst og tilflutningur fólksins í land- inu. Árabátar verða úreltir, og hin stærri vélknúnu fiskisk.ip draga vermennina þangað, sem kaupstaðir vaxa við góð hafnar- skilyrði, heimilisiðnaði hnignar í samkeppni við ódýra, erlenda vöru unz nútíma iðnaður nær fót festu í kaupstöðunum. Það eru breyttir atvinnuhættir, nýjar at- vinnugreinar og verkaskipting, sem valda fólksflutningunum. Þessi tilflutningur hefir vaxið svo hröðum skrefum í seinni tíð, að mðrgum hrís hugur við, og að sjálfsöigðu getur ríkisvald og hin öflugri félagssamtök aukið viðleitnina til að varðveita betra jafnvægi í byggð landsins. Þessi þróun hefir skapað ný viðfangsefni og valdið átökum í þjóðmálum, stórfelldum um- bótum í fátækra- og trygginga- málum, leiðréttingum á kosn- ingarétti og kjördæmaskipun, og deilum um kaup og kjör og sam- ræmi milli ólíkra atvinnustétta. Ber þar sérstaklega að fagna júnísamningunum, sem lýðveldið fékk í 20 ára afmælisgjöf. Þar er komið inn á leiðir, sem lofa góðu um framtíðina. Úrbæturnar jafnan eftir á, þegar þörfin hefir sagt greinilega til sín. Almennur kosningaréttur og þingræði gerir ráð fyrir deilum og átökum, og setum þeim leik- reglur. Alþinigi og dómstólar eru vettvangur þessara átaka. Þar takast á ólíkar hugsjónir, hags- munir, metnaður, og fleira mætti telja. Án slíks vettvangs réði ofbeldið eitt úrslitum. Alþingi er fornheilög stofnun með þjóð vorri, og mikill misskilningur að ásaka stofnunina sjálfa, skipu- lagið, um það, sem miður kann að fara, og ekki minnist ég slíks úr fornum ritum. Það verður seint hægt að leysa allan vandg mannlegrar sambúðar, sinna öll- um óskum í einu, eða gera alla jafnánægða. Með þessu skipu- lagi eru deilur og málefni af- greidd án liðssafnaðar og vopna- viðskipta, og valdaskipti fara fram án fangelsana eða aftöku. Þessi erfð er forn, og engin önnur hæf til langlífis fyrir fámenna þjóð. Á Alþingi tekst oft málamiðl- un, en meiri hluti ræður að öðr- um kosti, enda er mörgum mál- um þann veg háttað að þau segja til sín ár eftir ár, og verða ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Það er sjaldgæft að full eining náist á hinum fyrstu stigum hinna stærri mála, og er sjálfstæðis- baráttan eðlilega gott dæmi slíkra viðfangsefna. Þar sló jafn- an í hinar hörðustu brýnur, og tókst þó fullkomin þjóðareining um endurreist Lýðveldis fyrir 20 árum. Því fögnum vér af heilum hug nú á þessu afmælisári, og minnumst með þakklátum huga þeirra manna, sem um það höfðu forustuna. Þau merku tímamót skapa oss nýja. aðstöðu meðal þjóðanna. En þess ber jafnframt að minnast að samhengið er ríkt í sögu íslands, allt frá því er Alþingi var stofnað í upphafi, og þess vert að geta jafnframt, að í ár eru 60 ár síðan þjóðin fékk heimastjórn og 00 ár síðan henni var sett hin fyrsta stjórnarskrá, sem Jón Sigurðsson kom áleiðis, án þess þó að samþykkja, að ógleymdu fullveldi árið 1918. Engum forustumanna sjálfstæðis- baráttunnar hefir verið ofþakk- að, en ýmsum van-þakkað, og gildir það einkum um suma ágætismenn þessarar aldar. þó ég nefni engin nöfn. Fjarlægðin er enn ekki nógu mikil til þess að dómur sögunnar sé orðinn ein- hlýtur. Sést það bezt af ágrein- ingi og umræðum, sem enn fara fram, og eru þó þarfar og hjálpa til, að allt sjáist betur síðar, í réttum hlutföllum og af hærri sj ónarhól. Samhengi sögunnar og sam- ræmi hugsunarháttar, erfðavenja og löggjafar styrkir stórlega vort unga Lýðveldi og glæðir fram- tíðarvonirnar. Það er forn hug- sjón „að hverr maður verði síns réttar og laga njótandi". Um stjórnskipulag í aðaldráttum byggir íslenzk þjóð á bjargi sinn- ar eigin sögu og beztu fyrir- myndum skyldra þjóða. Vér höfum margt að þakka og getum vérið ánægð með ætt og uppruna, legu lands vors og sjávar og landgæði. Þjóðin hefir tekið fljótt og vel við véltækni nútímans, og sýnir það, eins o.g bókmenntir áður, að kynstofn- inn er góður. Það hefir sýnt sig að það þarf ekki ófrið erlendis til árgæzku, afkasta og vel- gengni. f dag eru 50 ár liðin frá því hin fyrri heimsstyrjöld hófst með hersö.gn Þjóðverja í garð Rússa. Vér höfum verið ósnortn- ari en aðrar vestrænar þjóðir af hörmungum tveggja heimsstyrj- alda. En eins og styrjaldartækni er nú komið er engin vernd lengur í fjarlægðum. Vér skul- um þó ekki sýta um þá hluti, sem vér ráðum ekki við, heldur halda ótrauðir áfram uppbygig- ingu lands vors og þjóðfélags. En aðgæslu þarf um skipti við aðrar þjóðir, vanda vorn mál- stað og drengilega aðferð. Það sem mestu varðar er sam- hugur þjóðarinnar. Flokkar liggja að vísu andfætis, en þó í sama bóli. Áróður má aldrei ganga svo langt að skyggi á þjóðareining á úrslitastundum. Sem þjóð búum vér öll við ein Oig sömu örlög. Óskir þjóðskáldsins, sem síð- ar varð fyrstur íslenzkur ráð- herra, á morgni þessarar aldar hafa allar rætzt eða '"-"lizt nokk- uð áleiðis, og ég lýk máli mínti með þessari brýningu, sem enn er í gildi: Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið. hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið“. Fengu 6 laxa í ýsunet HAFNARFIRÐl — Eins og skvrt var frá hér í blaðinu í gær, het'ur talsvert orðið vart við lax t höfninni, og fékk maður nokkur þar tvo á stöng nú fyrr í vik- unni. — í gærmorgun fengust svo 6 laxar til viðbótar í ýsunet og margir segjast hafa séð lax stökkva í höfninni. — í fyrra fengust milli 30 og 40 laxar í Hafnarfjarðarhöfn, sem voru yf- irleitt frá fjögurra til fiinm punda. — G. E. Höfnin lengd um 35 metra . lákshöfn, 1. ágúst. HAFNARGARÐURINN hefir nú lengzt um 35 metra og sett nið- ur 6 ker og önnur 6 eru tilbúin til niðursetningar. Er þá aðeins eftir að steypa tvö ker í Suður- vararbryggjuna. Hér vinna um 40—50 manns að hafnargerðinni og fremur skortir vinnukraft, einkum hand- verksmenn. Magnús, / NAIShnMar SVSOhnútar H Sn/óAema 9 ÚSi 7 Skúrir £ Þrumor W/Z, KuUoski/ HHttU H Lisf*, Landbúnaðarráðherrar Norðurlanda á fundi í Hótel Sögu í gær. Frá vinstri Finninn S. Suomela, I»á Ingólfur Jónsson, siðan Daninn Karl H. Skytte og loks Svíinn Eric Holmqvist. Á myndina vantar norska landbúnaðarráðherrann, sem ekki gat komið tii fundarins. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) í gær var ljómandi veður land er grunn lægð að mynd- um allt land en svalt loft. ast og þykknar sennilega upp Frost var á Kili í fyrrinótt af henni í dag á Sv. landi. og snjókoma, en við Græn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.