Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 6
8 MORGU N BLAÐID Sunnudagur 2. ágúst 1964 Tvær danskar bækur Steen Steensen Bticher: VAÐLAKLERKUR. Gunnar Gunnarsson íslenzkaði. 87 bls. Karen Blixen: EHRENGARD. Kristján Karlsson íslenzkaði. 104 bls. MEÐAN við Islendingar vorum í sambandi við Dani, litum við upp til þeirra sem húsbænda og stór þjóðar, því stórþjóð voru þeir í ökkar augum. Við litum upp til þeirra vegna kóngsins og drottn- ingarinnar. Höfuðborg þeirra, kóngsins Kaupinhöfn, eins og við kölluðum hana oft; var eiginlega höfuðborg heimsins í okkar aug- um. Þaðan kom danski búning- urinn og þaðan komu dönsku skórnir. Danskur búningur og danskir skór voru þá búnaður sjálfrar heimsmenningarinnar. Orðið danskur hafði yfir sér ein- hvem yndislega framandi blæ, sem verkaði eins og töfrandi ilm vatn í fásinni lágra torfbæja. Sumir fóru meira að segja að tyggja upp á dönsku; svo langt var gengið að likja eftir þessum fínu húsbændum. Þó við séum ekki Iengur háðir Dönum stjómarfarslega, emm við þeim enn svo handgengnir, að höfuðstaður þeirra, kóngsins Kaupinhöfn, dregur til sín fleiri ísienzka ferðamenn en nokkur annar staður erlendis Þangað fara margir sína fyrstu og síð- ustu siglingu. Og aðrir, sem leggja leið sína til suðlægari landa, fara þar um og hafa þar viðdvöl. Við dáumst enn að Dön- um fyrir margra hluta sakir. Okkur þykir maturinn þeirra góð ur, enda eru þeir heimsins beztu kokkar. Og mörgum þykir nota- legt að væta kverkarnar á bjórn- um þeirra. En þrátt fyrir dýrð Kaup- mannahafnar, danska skó, dægi- legan mat og sterkan bjór, held ég við séum alveg saklausir að því að öfunda þá af bókmennt- um sínum. Kannski var ekki ör- grannt um hér áður fyrr að við þættumst af því, svona í hljóði, að á því sviði stæði hjáleigan ekki ýkjalangt að baki höfuðból- inu. En Danir standa fyrir sínu, og því verður ekki neitað, að við höf um margt til þeirra sótt, einn- ig á vettvangi bókmennta. Um Kaupmannahöfn runnu þeir straumar heimsbókmenntanna, sem að lokum náðu til íslands. Þaðan kom upplýsing, rómantík og realismi, svo nefndar séu fyrir ferðamestu stefnurnar. Og Kaup mannahöfn miðlaði fleiri grönn- um en okkur. Danmörk liggur miðsveitis milli Skandinavíu og meginhluta Evrópu. Það var því engin tilviljun, að þar skyldi byiggjast upp stærsta borg á Norð urlöndum .Þó við segjum stund- um í seinni tíð, eftir að við fór- um að telja okkur hálfgerða heimsborgara, að Höfn sé út' kjálki ekki síður en okkar eigin heimkynni, þá er þess ekki að dyljast, að hún hefur verið höf- uðstaður og miðstöð fyrir enraþá meiri útkjálka. Nýlega bárust Tnér frá A1 menna bókafélaginu tvær bækur danskra höfunda í íslenzkri þýð- ingu. Er þar um að ræða tvær stuttar skáldsöigur, Vaðlaklerk eftir Steen Steensen Blioher í þýð ingu Gunnars skálds Gunnarsson ar og Ehrengard eftir Karen Blix en í þýðingu Kristjáns Karlsson- ar. Þessar skáldsögur eru hvor frá sinni öldinni, því Steen Steen sen Blicher var samtíðarmaður Bjarna Thorarensens, en Karen Biixen, sem nú er látin, hefði orðið áttræð á næsta ári. Steen Steensen Blicher var af józkum prestaættum og þaðan af lengra af józkum bændaættum. í kvæðum sínum og sögum lýsti hann landi og fólki á Jótlandi, og Danir hafa kallað hann Jótlands- skáldið. Sem sagt — józkur Jóti, getum við sagt. Karen Blixen var ekki bund- in slíkum átthagaböndum. Hún fluttist til Afríku, bjó búi sínu suður í Kenya og skrifaði bæk- ur á ensku, svo segja má, að hún hafi víða leitað fanga í lífi sínu og verkum. Sagan Ehrengard ger ist í „hinu indæla landi Baben- hausen" og fjallar um þjóðhöfð- ingjafólk og aðal. Annars er saig an eiginlega laus við stað og tíma og söguefnið er nauða ómerki- legt hégómamál. Engu síður býr sagan yfir óumdeilanlegum frásagnartöfr- um. Það er einhverísmeygileg dul úð í stílnum, svo hún verkar á Karen Blixen mann eins oig spennandi reyfari. Ekki er öllum lagið að gera jafn- listilega sögu úr svo ómerkilegu efni. Báðar eru sögur þessar róman- tískar. Vaðlaklerkur er sprottinn upp úr sjálfri rómantíkinni, þeg- ar hana bar hæst í bókmenntum álfunnar, svo ekki er að furða, þó sú saga beri öll megineinkenni þeirrar stefnu. Ehrengard er aft- ur á móti samin og útgefin löngu eftir að rómantík og realismi höfðu runnið skeið sín á enda sem ríkjandi bókmenntastefnur. Samt er hún svo rómantíst, að hún gefur Vaðlaklerki að minnsta kosti ekkert eftir í þeim efnum. Báðar eiga söigumar ræt- ur I liðnum tíma. í Vaðlaklerki er stuðzt við sakamál frá sext- ándu öld, og í Ehrengard erum við leidd inn í heim fortíðarinn- ar þegar með fyrstu línu: „Göm- ul frú sagði þessa sögu.“ Vaðlaklerkur er sakamálasaga með lítilfjörlagu ívafi af ást. Kirengard er hins vegar ástar- saga ofin saman við frásögn af launungarmáli — sakamál er nú víst ekki hægt að kalla það. Vaðlaklerkur er hvergi laus við klerklaga mærð^ En Ehrengard er þrungin af þess konar kven- legum ástarórum, sem öðru fremur undirstrika eðlismun karla og kvenna og eiga líklega meginsök á því, hve sjónhring- ur skáldkvenna er þröngur, oft og einatt. Þessir þaulsæknu órar hafa spillt margri söigunni, enda eru þeir lélegt efni í skáldskap. Það sannar yfirburði Karenar Blixen, hversu mikið henni hef- ur orðið úr þessu einhæfa efni. Vaðlaklerkur kom út í Dan- mörku tuttugu og einu ári áður en fyrsta. íslenzka skáldsagan sá dagsins ljós. Sagan hefst á þess- um orðum: „í nafni Jesú! Fyrir mildilega ráðstöfun himnaföður- ins .......“ Einihvern veginn leiða þessi orð hugann að Jóni Indíafara og Jóni Steinigríms- syni fremur en Jóni Thoroddsen. Og manni verður á að hugleiða: hvers konar skáldsögur hefðu verið samdar á íslenzku á þess- um tímum, nokkru fyrir daga Fjölnis, ef íslendingar hefðu þá verið farnir að fást við þá bók- menntagrein? Því er náttúrlega ógerlegt að svara. En breitt virð- ist vera bilið á milli Vaðlaklerks og Pilts og stúlku. Þessar tvær dönsku skáldsögur geta varla talizt rismikil verk fremur en land það, sem fóstrað 'hefur höfundana. En þær eru þýðar og áferðarmjúkar eins og danskt landslag, gjaldgeng bók- menntaverk, sem fengur er að. Og stuttar skáldsagur — okkur vantar víst nafn á þeirri tegund bókmennta — ættu að henta nú- tímalesendum, sem hafa nauman tíma til lestrar og íhugunar. Erlendur Jónsson. Álfaskeið SIÐASTLIÐINN sunnudag gekkst Ungmennafélag Hrunamanna fyr- ir útiskemmtun á Álfaskeiði í Langholtsfjalli. Hefur lengi verið föst venja, að halda slík sumar- mót þarna um þetta leyti sum- ars, eða í túnasláttulok, en þau hafa nú færzt lengra fram á sum- arið með hinni stórauknu ræktun undanfarið. Þessi fagri samkomustaður er syðst í faðmi hinna vinalegu Hreppafjalla, umluktur hömrum á 3 vegu, en í suður frá þessum sléttu valllendisflötum er opið víðsýni suður yfir Skeið og Flóa svo langt sem augað eygir, en suðurströndin er í rúmlega 40 km fjarlægð, sjónhending. Þessi sérkennilegi staður vakti fyrst almenna athygli, er hann var valinn sem áningarstaður fyr ir Friðrik konung VIII með föru- neyti, er hann heimsótti ísland árið 1907. Áður hafði Hannes Hafstein ráðherra látið gera ak- færan veg, frá nýrri brú yfir Hvítá á Brúarhlöðum suður endilangan hreppinn að Stóru- Laxá, en kóngur ók reyndar aldrei eftir þeim vegi, því hann var svo hrifinn af gæðingnum gráa, sem hann fékk til reiðar, að hann kaus hestinn langt fram yfir kóngs-vagninn, þótt vandað- ur væri. (Þessi ruddi akvegur varð hreppamönnum ómetanleg samgöngubót, því áður urðu þeir að annast alla aðdrætti til búa sinna með klyfjahestum. Um sama leyti var einnig fullgerður upphleyptur vegur norður yfir Skeiðin, frá Flóa-veginum upp að Hústóftaholti, en þangað var þó áður akfært og reyndar upp að Stóru-Laxá að sumarlagi i góðri tíð). — Ég vona að kunn- ugir hafi mig afsakaðan fyrir þennan útúrdúr til kynningar á þessum sérkennilega stað, vegna hinna, sem ókunnugri eru. Jæja, á sunnudaginn hófst svo samkoman á Álfaskeiði kl. 14, með úti-guðsþjónustu, þar sem sr. Gísli Brynjólfsson prédikaði, en slíkt hefur jafnan verið föst venja á Álfaskeiði. Að því loknu flutti Indriði G. Þorsteinsson, rit- höfundur, ræðu. Þá hófst horna- blástur Lúðrasveitarinnar á Sel- fossi, sem einkum vakti hrifningu sveitabamanna, sem aldrei fyrr höfðu séð og heyrt slíkt upp til fjalla. Á annan hátt var einnig séð fyrir skemmtun barnanna, með því að „Soffía frænka" kom þarna til þeirra með skemmti- þætti og söng úr „Kardimommu- bænum“, enda vakti hún mikla kátínu barnanna. Sennilega hefur mörgum full- orðnum þótt mest koma til að hlýða á ágætan söng hjá tvöföld- Framhald á bls. 8 • PÓLLAND OG HEIMS- STYRJÖLDIN SÍÐARI Velvakanda hefur borizt langt bréf frá manni, sem stadd ur var í Varsjá skömrnu eftir lok síðari heimsstyTjaldarinnar. Hann segir svo m. a.: „Hve margir Pólverjar mundu nú í hjarta sínu halda upp á hinn svokalláða „frelsisdag“? Miðað er við daginn, þegar lepp stjórn Sovétríkjanna, sem sam- anstóð af kommúnistum í Moskvu ('þeim, sem eftir voru, þegar Staiín hafði hengt flesta forystumenn þeirra) var sett á laggimar. Þetta var hrein land- ráðastjórn, sett til höfuðs pólsku útlagastjórninni í Lund- únum, sem hafði borið hita og iþunga dagsms. Hlutverk lepp- stjórnarinnar var einungis að sjá um að eyðileggja sveitir pólskra föðurlandsvina, sem höfðu barizt „neðanjarðar" öil stríðsárin, og gátu orðið hinum fámennu og fjarstýrðu komm- únistasveitum hættulegar, þeg- ar völd skyldi taka í Póllandi eftir brottrekstur þýzku nazist- anna. Kommarnir stóðu sig veL Þegar Rússar áttu eftir ófarna nokkra kilómetra að Varsjá, námu þeir staðar og létu þýzku nazistana vita, að þeim lægi ekki á í bráð. Þjóðverjar skildu og bomarderuðu og sprengdu Varsjá í loft upp. Rússar biðu rólegir og vissu, að öll hugsan- leg andspyrna gegn Rauða hernum í Póllandi eftir stríðið yrði myrt í Varsjá, eins og liðs- foringjarnir í Katyn-skógum. Kommúnistaforingjarnir biðu í hótelum í Moskvu, meðan æsku blómi Póllands var myrtur í Varsjá á reikning Hitlers og Stalíns. Þegar ég kom til Póllands skömmu eftir stríðið, var þessi staðreynd öllum augljós. Pól- land var í sárum, forysta ætt- jarðarvina stein^repin af Rauöa hernum og pólskum ættjarðar- svikurum, — kommúnistum undir stjórn manna undir stjórn Stalíns. Allir vissu, að Stalín lét Hitler drepa uppreisn armenn í Varsjá í friði af því að þá losnaði hann um leið vi8 þá forystumenn, sem líklegastir voru til þess að veita kommún- istum andspyrnu. Sovétríkin létu með köldu blóði drepa leiðtoga pólsku þjóð ernisinnahreyfingarinnar svo að hægt væri að senda leppana fri Moskvu, sem sumir höfðu meira að segja verið vitni að drápi meðbræðra sinna, til Varsjár og láta þá taka völdin. Mér er enn minnistætt, hvera ig Pólverjum leið eftir stríðið. Við þurfum ekki að láta upp- reisnina í Posen (Poznan) minna okkur á það. Rússar höfðu skipað einhvern mar- skálk, — mig minnir hann héti Rokossovskí, sem landvarna* ráðherra Póllands. Sá var hat- aður! Myndir af honum hengu víðs vegar um Varsjá. Menn spýttu á þær og ráku hnífa sína í ásjónu hans. Einu sinni sá ég m.a.s. litla telpu, á að gizka 12 ára, skera bæði augun með naglasköfu eða einhverju álika áhaldi, út úr myndinni'. BOSCH KÆLISKÁPAR frá 4%—cubikfet Ennfremur FRYSTIKISTUR Söluumboð: HÚSPRÝÐI h.f. Sími 20140 og 20441

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.