Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBIAÐIÐ Sunnudagur 2. ágúst 1964 t, Eiginmaður rninn JÓN GUÐMUNDSSON endurskoðandi, Nýjabæ Seltjarnarnesi, lézt í Landsspílalanum 27. f.m. verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 1,30. Bryndís Guðmundsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÞÚREY ARNGRÍMSDÓTTIR Hjarðarhaga 62, andaðist þann 30. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 4. ágúst *og hefst athöfnin kl. 15. Þorsteinn Björnsson, María Jensen, Emmý Björnsson, Steingrímur Vigfússon, og barnabörn. Konan mín KRJSTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Marteinstungu, sem andaðist á Sólvangi 30. júlí verður jarðsungin frá þjóðkirkjunni i Hafnarfirði þriðjudaginn 4. ágúst kl. 2 e.h. Guðiaugur E. Einarsson. Útför móður okkar og tengdamóður INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR fer fram frá Domkirkjunni þriðjudaginn 4. ágúst kl. 2 síðdegis. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Svanfríður Sveinsdóttir, Þórunn E. Sveinsdóttir, Jakob Einarsson, Petra Hákansson, August Hákansson, Bergur Sveinsson, Sigurlaug Guðjónsdóttir, Píila Sveinsdóttir, Sigurður Björnsson, Camilla D. Sveinsdóttir, Sigurður Finnbogason, Björg Sveinsdóttir, Halldór Guðmundsson. Við þökkum innilega öllum ættingjum og vinum nær og fjær fyrir a.uðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar VALFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR Unnur Isleifsdóttir, Fjóla ísleifsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður MAGNEU MAGNÚSDÓTTUR frá Hólbæ, Stokkseyri. Jóna Jónsdóttir, Magnea Gísladóttir, Guðmundur Símonarson, Guðrún Gísladóttir, Sigurður Einarsson, Gísli Gíslason, Ólína Sigvaldadóttir, Valdimar Gíslason, Kristjana Þorsteinsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför ágústs benediktssonar \élstjóra, Vegamótastíg 9. Sérstakar þakkir skulu færðar Karlakórnum Fóst- bræðrum og Félagi járniðnaðarmanna fyrir vinarhug þeirra. Þórdís Davíðsdóttir, Guðrún D. Ágústsdóttir, Birgir Ágústsson, Einar Ágústsson, Áslaug Ágústsdóttir, Gunnar Ágústsson, tengdabörn og barnabörn. Þökkum sýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns og föður okkar PÁLS S. STEINGRÍMSSONAR frá Njálsstöðum. Ingibjörg Sigurðardóttir og böm. Þakka innilega auðsýr.da samúð við andlát og jarðar- för mannsins míns SIGMUNDAR ÞORGRÍMSSONAR Melgerði 19. Cathrine Þorgrímsson. ■!H,% — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 15 um heim. Þykja mörgum stór- veldisdraumar hans óraunhæfir og engan veginn í samræmi við það raunsæi, sem þessi reyndi stjórnmálamaður hefir óneitan- lega til brunns að bera. Það er líka staðreynd aS Banda ríkin hafa síður en svo sótzt eftir forystu um málefni Evrópu. Það hefir hinsvegar komið í hlut Bandaríkjamanna að koma tví- vegis til hjálpar Frökkum og öðrum Evrópuþjóðum, þegar Þjóðverjar höfðu ráðizt á þá og ósigur og niðurlæging vofði yfir Frökkum, eða var skollin yfir þá. Þeir sem lesið hafa mann- kynssöguna vita gerla að það voru Frakkar, sem ákölluðu Bandaríkjamenn um hjálp á stund neyðarinnar, bæði 1915 og 1940. Það ætti að minnsta kosti de Gaulle hershöfðingi að muna og vita. Efnahagsaðstoð Bandaríkjanna Allur heimurinn veit líka að það var hin stórfellda efnahags- aðstoð Bandaríkjanna við Vest- ur-Evrópu, sem átti ríkastan þátt í hinni hröðu uppbyggingu þar að síðari heimsstyrjöldinni lokinni. Sú efnahagsaðstoð, sem Bandaríkin veittu þá þjóðum Evrópu fól síður en svo í sér íhlutun um innri mál Evrópu- þjóða að öðru leyti, en þvi, að hún var stórbrotnasta hjálp, sem mannkynssagan greinir við bágstaddar og styrjaldarþreyttar þjóðir. En nú get ég, segir de Gaulle. Nú er Frakkland orðið kjarn- orkuveldi, sem ekki þarf lengur á hjálp Bandaríkjanna að halda. Þetta er skoðun de Gaulle, en aðrar þjóðir Vestur Evrópu líta allt öðruvísi á málið. Þær telja að frelsi og öryggi hins vest- ræna heims, byggist fyrst og fremst á því, að góð og náin samvinna haldist milli Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu. Leið togar Vestur-Evrópu hafa aldrei ætlazt til þess að Bandaríkin drottnuðu yfir þjóðum þeirra, enda hafa þau aldrei gert það. En Bandaríkin hafa verið og eru, sá varnarveggur, sem hver ofbeldis- og einræðisaldan á fæt ur annarri hefir brotnað á. Stórveldisdraumar og mikil- læti de Gaulle kunna að geta æst upp franskan þjóðarmetnað. En það aflar hvorki hinum aldiia og mkiilhæfa forseta né landi hans trausts eða trúar á forystuhlutverk hans Uggvænlegir óþurrkar Óþurrkarnir á Suður- og Vest- urlandi, allt norður til Vestfjarða oru orðnir hinir uggvænlegustu. í þessum landshlutum liggja hey nú víða undir stórskemmdum. Margir bændur hafa reynt að draga sláttinn í lengstu lög með þeim afleiðingum að túnin eru víða orðin úr sér sprottin. Einn eða tveir þurrkdagar komu í þessari viku, en þeir björguðu ekki miklu eftir langvarandi óþurrk og víða úrhellisrigning- ar. Þar sem súgþurrkun er, er ástandið að visu nokkru betra. En yfirleitt má segja að ástand heyskaparins í fyrrgreindum landshlutum sé mjög slæmt. Óhætt er að fullyrða, að ef ekki bregður til batnaðar innan skamms séu vandræði fyrir dyr- um. Hafnsaríjörður RÖSK STIJLKA EÐA PILTIIR óskast til afgreiðslustarfa. Bókabúð Ollvers Stelfis Rekstursáætlanir eru auðveldar Með tilkomu hinna nýju VEM-standard- mótora varð það loksins að veruleika, sem sérhver raftæknifræðingur hafði lengi óskað eftir: Byggingu samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum og afkasta- þrep þau sömu og fyrir alla algengustu rafmótora. Allir VEM-Standardmótorar á afkasta- sviðinu frá 0,12 til 100 kw eru mældir samkvæmt meðmælum Alþjóðlegu raf- tækninefndarinnar, en þessi mál gilda mi í 34 löndum. Það er nú auðvelt að ákveða fyrirfram staðsentingu, undirstöður og tæknilegar véltengingar. Þar með eru úr sögunni ýms vandkvæði í sambandi við mismun- andi mótora. Við veitum yður fúslega allar nauðsyn- legar nánari upplýsingar um Standard- mótorana frá VEM-verksmiðjunum í Sachsenwerk, Thurm og Wernigerode. Gjörið svo vel að snúa yður beint til útflytjanda framleiðsluvara okkar, eða umboðsmanna á Islandi. Deutsdiar Innen- und Auss«nhond«| Berlln N 4 • Chausseestra&e 111/112 YEM - Eiektromasdilnenwcrkc Deubche Demolcrotlsdte Repukllk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.