Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 19
Sunnudagur 2. ágúst 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 h FYRSTfl HNATTFERDIN Wade 1 DAG eru 40 ár liðin síðan fyrsta fiugvélin, sem kom til Islands, lenti á Hornafirði. Vélinni stjórnaði Eric Nelson. Lendingin í Hornafirði var einn liður í fyrsta heimsflug- inu. Upphaflega voru flugvélarn ar fjórar, og flugmenn auk Nelsons Smith, Wade og Mart- in majór, sem var foringi far- arinnar. Lögðu flugkapparn- ir af stað frá Seattle í Banda- ríkjunum þann 8. apríl 1924. í Alaska heltist flugvél Mart- ins úr lestinni, en hinar héldu áfram og flugu yfir Japan, Mið-Asíulönd, Suður-Evrópu og síðar norður til Orkneyja, en þaðan skyldi haldið til ís- lands. Atburðir þessir vöktu geysi lega athygli á íslandi og má það m. a. marka af því að í Isafold þ. 9. ágúst 1924 naer fréttin um flugið yfir næstum þvera forsíðuna, en grein um 50 ára afmæli stjórnarskrár- innar er neðst í horninu. Fara hér á eftir kaflar úr fréttinni. Tveir snúa við „Sú fregn flaug hér um bæ- inn laugardaginn 2. ágúst, að flugmenn þeir úr ameríska hernum, er þreyta hið marg- umrædda heimsflug, væru væntanlegir til Hornafjarðar þann dag. ..." „Skömmu eftir hádegi kom sú fregn hingað, að tvær flug- vélarnar hefðu horfið til baka til Orkneyja vegna þoku, en einn flugmannanna, Svíinn Nelson hefði haldið ótrauður áfram, og hefði sézt til hans frá tundurspillinum Reid 125 sjómílur undan landi. Búizt var við að leiðin yrði flogin frá Kirkwall til Hornafjarðar höfnina, innan um skip og báta, sem þar liggja. Þetta var fjórðungi stundar eftir kl. 2. Mun flestum sú sjón seint úr minni líða þegar flugmenn irnir renndu sér úr lofti niður á hofnina. r jugvei meisons aregm a lana í Keykjavik. þeir er þar voru fyrir. Vissi hann ekkert um afturhvarí þeirra félaga sinna; hélt þá myndu vera rétt á eftir sér. Veður hafði verið gott alla leið, nema þessi þoka þar syðra, skammt frá Orkneyj- um. Fjöldi fólks viðs vegar að var saman kominn við lend ingarstaðinn til þess að sjá til ferða flugvélanna. Fagn- talsvert á leið bilaði vél Wade’s og varð að setjast á hafið. Herskipið Richmond kom á vettvang og bjargaði mönnunum, en þegar reyna átti að ná vélinni upp á þil- far þoldi hún ekki átakið og liðaðist sundur og sökk í sjó. Smith komst heilu og höldnu til Hornafjarðar á 6 klst. og 17 mín., og var það mun styttri tími en áætlað hafði verið. Lagt af stað úr Hornafirði Snemma morguns 5. ágúst barst sú fregn hingað austan úr Hornafirði, að flugmenn- irnir hefðu farið af stað úr Hornafirði kl. 9.15 þá um morguninn. Morgunblaðið og ísafold gáfu út fregnmiða og tilkynntu komu flugmann- anna. Varð uppi fótur og fit í bænum. Simarnir á skrifstof um vorum höfðu engan frið. Um 300 fyrirspurnum var svarað að jafnaði hvern klukkutíma. Klukkan laust fyrir 2 sást til vélanna af Skólavörðu- holtinu, Túngötu og víðar, þar sem hátt bar á. Fyrst sáust þær eins og tveir dílar bera við bvít ský. Nú var enn eftir að vita hvar þeir myndu lenda. Sumir stóðu kyrrir á Skólavörðuhoit inu, því að þaðan sást þó altjend eitthvað. Margir voru á Arnarhólstúni til þess að sjá þá að minnsta kosti at- huga, hve úfinn var sjórinn á ytri höfninni. Og svo þaut fólk aftur á bak og áfram um göturnar. sem ekki hafði haft ráðrúm til þess að velja sér neinn samastað. Flugmennirnir fljúga nú lágt yfir bæinn, og allir þykjast sjá það „á hæglæti þeirra“, að þeir væru að velja sér lend- ingarstað. En áður en varir, renna þeir sér niður á innri Eins og konungskoma Eftir drykklanga stund var borgarstjóri kominn á stein- bryggjuna, en Þórarinn Kristj ánsson kom flugmönnum í land. Bauð borgarstjóri þá þar velkomna fyrir bæjarins hönd, og mannfjöldinn laust upp húrrahrópi. Var þar saman kommn eins mikill mannfjöldi og annars gerist um konungs- komur....... .......Dvöl þeirra félaga á Islandi var þeim sérstaklega minnisstæð. Héðan fóru flug- mennirnir ekki fyrr en að morgni þess 21. ágúst. Hafði þá italskur flugmaður, Loca- telli slegist í för með þeim. Flugvél hans fór í sjóinn und- an Kap Farvel og var honum og áhöfn hans bjargað um borð í herskipið „Richmond", sem var flugmönnunum til að stoðar. Þeir Nelson og Smith héldu hnattfluginu áfram og luku því 28. september, en Wade fylgdist með þeim síðasta spölinn og var þeim fagnað af miklum mannfjölda. Atburðarins minnzt Flugmálafélag íslands, sem er félag áhugamanna um flug mál, hefur ákveðið að minn- ast þessa merka atburðar, sem vaknað hafði hér á landi, um að nota flugvélar til sam- göngubóta. Fimm árum áður en þetta skeði hafði verið stofnað Flugfélag íslands, sem gerði nokkrar tilraunir með innanlandsflug, en fjárhags- grundvöllur reyndist ekki fyr- ir því Eric Nelson er enn'á lífi og er orðinn 76 ára gamall. Af heilsufarsastæðum t r e y s t i hann sér ekki til þess að nota sér boð Flugmálafélags ts- lands um að koma hingað I tilefni af þessum merku tíma- mótum. Hann kom hingað fyr- ir 10 árum og var honum þá reistur minnisvarði úr stuðla- bergi í Hornafirði. Á minnis- varðanum stendur: á 7—8 tímum. Var Nelson því væntanlegur þangað um kh 2—3. Nelson kemur til Ilornaf jarðar Hann kom til Hornafjarðar kl. 4. Sveif hann tvo hringi yfir iónið, sem merkt var hon um til lendingar til þess að athuga þar staðhætti, og lenti síðan heilu og höldnu. Hafði hann flogið leiðina á 8% klukkustund. Var hann hinn brattasti er í land kom, og kvaðst ekki vera þreyttari en aði mannfjöldinn nú þessum fyrsta flugmanni — eða mönn um, sem heimsækja land vort og fara fuglaleið. Jók það á fögnuðinn að það var Svíi, sem fyrstur leysti þetta afrek — Norðurlandabúi, sömu þjóð ar og sá maður, sem sigLdi fyrstur kringum ísland." Vélarbilun Flugvélarnar tvær, sem urðu að snúa' við, lögðu af stað um sama leyti daginn eftir, en er þær voru komnar Flugvélarnar þrjár áður en flotholtin voru sett á þær. — Suður-Afrlka Framh. á bls. 12 dæmaskiptingin er stjórnar- flokknum hliðholl og það er engin tilviljun. Stjórnin hag- ræðir henni og hvetur t. d. stuðningsmenn sína til þess að flytja á milli staða til þess að atkvæði þeirra nýtist sem bezt. Löken sagði, að blöð, sem andvíg væru stefnu stjórnar- innar hefðu til þessa getað gagnrýnt hana opinberlega. Minntist hann t.d. á blöð enskumælandi manna í Dur- ban, sem hann kvað mjög harð orð um kynþáttastefnuna. — En stjórnin er sífellt að herða tökin og óttazt er að ekki líði á löngu þar til rit- frelsi blaðanna verður skert. Löken sagði að lokum, að stefna stjórnarinnar í kyn- þáttamálum og aðgerðir gegn andstæðingum hennar yrðu æ róttækari. — Það er ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvernig eða hvenær endi verður bund- inn á núverandi ástand. Allir, sem bera hag íbúa S-Afríku fyrir brjósti, vona, að stjórnin vakni til veruleikans og geri sér grein fyrir að stefna henn ar í kynþáttamálum er ófram- kvæmanleg, áður en afleiðing ar hennar verða margfalt al- varlegri, sagði Löken. Göiur steyptar á Akranesi Akranesi, 30. júlí. ÞAÐ miðar vel áfram að steypa göturnar hér. Sementsverk- smiðjustjórnin bauð bænum að láta steypa Mánabraut á sinn kostnað, og er nú lokið við að fjórum fimmtu. Aðeins er eftir blávesturendinn, sem liggur að Suðurgötu móts við Akratorg. Lokið er við að steypa framhald af Kirkj ubraut inn eftir að Kirkjubraut 58, aðeins eftir að ganga lítils háttar frá gangstétt. Nýlega er byrjað á Vesturgötu; á að steypa hana frá Skólatorgi og inn að þvergötunni Merki- gerði. Á daginn kemur, að þar í götunni eru nýjar skolpleiðslu- pípur, jafnvíðar og þær, sem lagðar eru nú, fimmtán tommur í þvermál. Aðeins á fimmtíu metra spotta þarf að setja nýjar. Þetta sparar okkur, saigði verk- stjórinn, Leifur Ásgeirsson, þriggja vikna vinnu. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.