Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 2. ágúst 1964 ■ FYRIR skömmu komu hingað til lands í stutta heimsókn norsk hjón, Edna og Andneas Löken, sem stundað hafa trúboðsstörf í Suður-Afríku nær sleitu- . laust sl. 18 ár. Andreas stjórnar trúarlegri fræðslu kirkjunnar í Zululandi. — Við ræddum nokkra stund við hjónin um kristniboðið, kynþáttastefnu Suður-Af- ríkustjórnar, kunningja þeirra blökkumannaleið- togann Albert Luthuli, konukaup bantunegra o. fl. — Eruð þið á íörum til S.- Afríku aftur? Löken, lengst til hægri, ásamt yfirmönnum kirkjunnar í Zululandi. Biskupinn er sænskur og sést hann næst lengst til vinstri í aftari röð. Vonandi vaknar stjórn S.-Afríku til veru- leikans og sér, að stefna hennar er óframkvæmanleg Rætt við Andreas Löken, kristniboða, sem starfað hefur í 8.-Afríku s.l. 18 ár — Já. Við höfum verið í leyfi undanfarna mánuði og dvalizt við nám í Bandaríkj- unum, segir Andreas. En við höldum til S.-Afríku í nóvem' ber n.k. Þangað til verðum við heima í Noregi og höldum fyrirlestra. — Þið komið hingað beint frá Bandaríkjunum? — Já. Okkur hefur^ lengi langað til að koma til íslands og nú fengum við tækifæri. Mér verður sérstaklega minnis stæð koman á Þingvelli þar sem íslendingar tóku kristna trú árið 1000. — Hvar í S-Afríku hafið þið starfað? — í Zululandi, um 260 km.' frá Durban. Þar hafa Norð- menn rekið kristniboðsstöð frá 1844, og nú strfa þar 40 kristniboðar frá Noregi í lö trúboðsstöðvum. í Zululandi er einnig fjöldi trúboða frá öðrum þjóðum og öðrum kirkjudeildum en hinni lút- ersku. Negrarnir í Zululandi stofnuðu sjálfstæða kirkju 1960 og starfa trúboðarnir við hana. Segja má að kristniboð hafi borið meiri árangur í S.- Afríku en víða annars staðar, því að nú eru um 50% blökku manna þar kristnir. — Hvaða þjóðflokkur bygg- ir Zululand? — Það eru bantunegrar. Þeir eru langfjölmennastir í S.-Afríku eða um 11 milljónir. Hvítir menn eru 3 milljónir, Indverjar % og 1% milljón er af öðrum stofni. Um 30% bantunegranna búa á svæð- um, sem aðeins eru ætluð þeldökkum, 40% búa í borg- um og 30% í sveitunum innan um hvíta menn. Sýna þessar prósentutölur ljóslega hve stefna stjórnar S.-Afríku um að reka alla blökkumenn inn á áðurnefnd svæði, er fjar- stæðukennd. Þar búa eins margir oig fyrir komast. Einu hví'tu mennirnir á þessum svæðum eru opinberir starfs- menn og tfúboðar . — Þið verðið þá ekki mikið vör við „apartheid" í daglegu lífi? — Nei, við búum á svæðum hinna þeldökku. Þeir eru mjög ánægðir með starf trúboðanna og setja það ekkert fyrir sig að þeir séu hvítir. — En hvernig geðjast stjórninni að starfi ykkar? — Hún er hlynnt því að bantunegrarnir taki kristna trú og styður sjúkrahúsrekst- ur í trúboðsstöðvunum. Hins- vegar er hún tortryiggin í garð okkar eins og allra, sem and- vígir eru stefnu hennar í kyn þáttamálum. — Geta batunegrarnir flutt frá svæðunum, sem þeir hafa fengið til íbúðar? — Nei, þeir mega ekki flytja þaðan til þess að setjast að annars staðar með fjöl- skyldur sínar. En þeir geta fengið leyfi til þess að fara að heiman til vinnu, nokkra mánuði í senn. T.d. vinna flestir fjölskyldufeður í Zulu- landi í verksmiðjum og nám- um fjarri heimilum sínum, en konur þeirra yrkja jörðina. Ungir menn í Zululandi fara einnig að heiman, margir til þess að safna sér fyrir konu. — Safna sér fyrir konu? — Já. Sá siður tíðkaðist þar enn, að ungir menn á biðils- buxunum greiði föður hinnar útvöldu fyrir hana. Algeng- asta verðið nú eru 100 sterl- ingspund eða um 12 þús. ísl. kr., en höfðingjadætur og menntaðar stúlkur eru í mun hærra verði. Feður stúlkna, sem gengið hafa menntaveg- fnn, leiða biðlinum fyrir sjón- ir, að þeir hafi kostað mennt- un stúlknanna dýru verði til þess að þær geti síðar séð fyr ir fjölskyldunni. Verður bið- % illinn því helzt að greiða all- an námskostnaðinn til þess að fá að kvænast stúlkunni. Hér áður fyrr igreiddu ungir menn kýr fyrir konuefni sín og var venjulegt konuverð 10 kýr, menn, sakaðir um landráð. en til þess að faðir konunnar vildi ræða við sendimenn brúð gumans, varð brúðguminn að greiða eina kú fyrirfram. Ungt fólk í Zululandi vill halda fast við þessa gömlu venju. Því finnst þetta fyrirkomulag nokkur trygging. Fremji kona hjúskaparbrot, getur maður- inn sent hana heim og krafið föðurhennar um endurgreiðslu en fari maðurinn illa með konuna eða sé henni ótrúr, get ur hún hlaupið heim til sín og þá fær hann ekkert af peningum sínum til baka. — Reynir stjóm S.-Afríku að fá hvíta menn til þess að flytjast til landsins? — Já, og tilraunir hennar bera nokkurn árangur. Nokkr ar þúsundir Evrópubúa flytj- ast ár hvert til landsins, enda er það mjög freistandi. Iðn- lærðir menn geta t.d. fengið helmingi hærri laun í S,- Afríku en í heimalandi sínu. Stjórnin reynir að fá sem flesta innflytjendur til þess að vega upp á móti hinni öru fjölgun blökkumanna, ea. árangurinn er ekki mikill, þvl að til þess þyrfti innflytjend- urnir að skipta hundruðum þúsunda. — Hinir svörtu reyna að berjast gegn stefnu stjórnar- innar? — Það eru einhverjar neð- anjarðarhreyfingar starfandi, en ómögulegt er að segja um 'hve sterkar þær eru. Hinir þel dökku eru yfirleitt mjög vin- samlegir í garð hvítra manna og varla er hægt að tala um kynþáttahatur af þeirra hálfu enn sem komið er, en með á- framhaldandi misrétti er hætt við að hatrið aukist. Það er dapurlegt til þess að hugsa að með framferði sínu plæigir stjórnin akurinn fyrir hryðju- verk, og öfgamenn í hópi svert ingja fá hljómgrunn. Þetta verður enn sorglegra þegar haft er hugfast, að menntaðir kristnir leiðtogar blökku- manna eins og t.d. Albert Lut- huli, krefjast aðeins jafnréttis á við hina hvítu. Þeír vilja ekki hvíta minnihlutann feig- an eins og öfgamennirnir. — Hafið þið kynnzt Lutþuli? — Við höfum heimsótt hann tvisvar á heimili hans, sem er á svæði fyrir þeldö.kka mitt á milli Durban og trú- boðsstöðvarinnar. Eins og þér vilið hefur hann mjög tak- markað ferðafrelsi og má ekki starfa opinberlega að stjórnmálum. Honum er bann að að tala opinberlega og blöð í S.-Afríku mega ekki hafa neitt eftir honum. En Luthuli er mjög önnum kaf- inn við ritstörf og einnig vinn ur hann eins mikið og lögin leyfa honum í þágu bantu- negranna. Þeir, sem búa á sama svæði og hann mega heimsækja hann þegar þeir vilja, en aðrir verða að sækja um sérstakt leyfi. — Er Luthuli bjartsýnn á að til rofi í kynþáttamálum S.-Afríku? — Já. Hann er mjög bjart- sýnn, en hann er ekki ánægð- ur með undirtektirnar, sem tillögur um viðskiptabann á S.-Afríku hafa fengið t.d. * í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann er hlynntur viðskipta- banni og telur það mjög öflugt vopn.í baráttunni sé þáttaka almenn. Um röksemdir manna, sem segja, að slíkt bann myndi koma harðast niður á blökkumönnunum - sjálfum, segir hann að þeir séu reiðu- búnir að greiða frelsið dýru verði, ef það sé nauðsynlegt. — Stjórnin leyfði Luthuli að taka við friðarverðlaunum Nóbels? — Hún gat ekki annað. En hún sagði: „Hann er auðvit- að ekki verður þessara verð- launa, en við viljum ékki koma í veg fyrir að hann fái peninganaT Við heimsóttum Lutuli skömmu áður en hann fór til Noregs og hann leitaði m.a. ráða um hvernig föt væru hentugust í landinu. Hann taldi úthlutun friðarverðlaúnanna mikinn sigur fyrir málstaðinn, sem hann berzt fyrir, jafnrétti allra íbúa S-Afríku. Talið berst nú að réttarfari í S-Afríku og segðist Löken hafa mikið álit á dómurum o.g lögfræðingum, sem störf- uðu við dómstólana. Þeir væru réttsýnir og ekki haldnir for- dómum, en lögin væru órétt- lát og eftir þeim yrði að dæma. — Ég vil taka til dæmis réttarhöld, sem fræg urðu og stóðu yfir í Pretoriu frá 1956 —1960, sagði Löken. — Þar komu fyrir rétt 156 blökku- menn, sakaðir um landráð. Smám saman tókst lögfræðing unum að fá þessa menn sýkn- aða og réttarhöldin enduðu án þess að nokkur hlyti dóm. En stjórnin'var ekki ánægð með þetta og setti ný lög til þess að koma í veg fyrir að það endurtæki sig. — Hver er afstaða hinna kristnu trúfélaga í S-Afríku til kynþáttastefnu stjórnarinn- ar? — Þau hafa öll lýst and- stöðu við hana nema hol- lenzka kirkjan, en að undan- förnu hafa margir merkir leið togar innan hennar gagnrýnt stefnu stjórnarinnar. — En stjórnarandstaðan? ’ — Stjórnarandsöðuflokkarn ir, sem eitthvað kveður að, eru þrír. Sameinaði flokkur- inn hefur hvorki tekið afstöðu með stefnu stjórnarinnar eða móti. Hann reynir að sigla milli skers og báru til þess að tapa ekki atkvæðum, en samt minnkar fylgi hans. Framfara flokkurinn vill auka réttindi blökkumanna smám saman, en Frjálslyndi flokkurins vill jafnrétti blökkumanna þegar í stað. Hann hefur nú engan mann á þingi. — Hve mikið fylgi hefur stjórnarflokkurinn? — Við síðustu kosningar hlaut hann tæplega 50% at- kvæða, en 150 þingmenn og eru það 2/3 hlutar á þingi. Þetta er vegna þess hve kjör- Frh. á bls. 26 'V.""W'/"■ 'SwS"/- , "V ' , yww r r r ' , ma Edna og Andreas Löken.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.