Morgunblaðið - 13.08.1964, Page 8

Morgunblaðið - 13.08.1964, Page 8
8 MORGU N BLAÐID Fimmtudagur 13. Sgúst 1964 MR ........... ....................................... ' •• V/, ■p'V't-r-XKf , v y%jy?ss í GÆR gafst Mbl. tækifæri til að ræða við þá finnska prófessorinn Pentti Kait- era, en hann er próíessor í vatnsvirkjafræði og land- búnaðarverkfræði við tækniháskólann í Helsinki, 11 og Harald Árnason, fram- kvæmdastjóra Vélasjóðs rlkisins. | Prófessor Kaitera er sá, sem ;■ fann upp hinn svonefnda finnska plóg, er undanfarin tvö ár hefir verið notaður | | mjög mikið við gerð holræsa | á landi, sem verið er að þurrka upp. Nú virðist fengin á því full sönnun, að plógur þessi er eitt mikilvirkasta og hagnýtasta þurrkunartæki, | sem enn hefir verið tekið í | notkun hér á landi og hefirM blátt áfram valdið byltingui í íslenzkum landbúnaði. Nú' er svo komið að heilt hérað Prófessor Kaitera t.h. og Haraldur Árnason við finnska plÓ£ an. Finnski plógurinu veldur byltingu í landþurrkuu Rætt við höfund hans, pröfessor Kaitara hefir í notkun átta skurðgröf ur, sem allar grafa landið með tilliti til þess, að á næsta sumri verði það ræst með finnska plógnum. Plógurinn sparar gífurlega gröft opinna skurða og verður ekki annað séð en reynslan af honum sé mjög góð, þannig að holræsin, sem hann grefur haldist varanleg og fleyti burt því vatni, sem þeim er ætlað. Ekki er enn vitað hve plógur- inn hefir nákvæmlega skilað miklum holræsagreftri til þessa, en allt að 2000 km. mun ekki fjarri lagi. í fyrra gróf plógurinn yfir 900 km. og í ár hafa verið í notkun tveir nýir plógar, en sá er upphaf- lega var fenginn frá Finn- landi, er nú til endurbygg- ingar og lagfæringar í sam- ræmi við þá reynslu, sern þegar er fengin af honum. Finnski plógurinn er raun- ar samsettur úr tveimur plóg- um, öðrum stórum, sem plæg- ir djúpt í jörð niður og lyftir breiðu jarðvegslagi upp, en undir honum fer annar plóg- ur, sem grefur holræsið sjálft og veltir uppgreftinum úr ræsinu út undir hinn stóra plógstreng, sem aðalplógurinn hefir gert. Litli plógurinn dregur á eftir sér 30 cm. háa burstarmyndaðan hólk, sem ákvarðar lögun holræsisins. Plógstrengur stóra plógsins fellur síðan niður í plógfar sitt og jafnast tiltölulega fljótt á mjúku mýrlendi, en eftir verður holræsið neðan við frost og flytur burtu jarð- vatnið út í hina vélgröfnu skurði. Við spurðum prófessor Kaitera hvernig hugmynd hans að þessum plógi hefði orðið til: — J>að mun hafa verið 1950 að ég fékk einum nemenda minna það rannsóknarefni að athuga hvernig 30 ára gömul handgrafin lokræsi hefðust við í mómýrum sagði prófess- orinn. — I ljós kom að þau ræsin sem höfðu verið gerð nógu há héldust vel við. Þetta kom mér til að leita að ein- hverju handhægu verkfæri til að gera þessi ræsi bæði fljótt og vel, þar sem handgröftur slíkra ræsa er að sjálfsögðu mjög dýr. Við höfðum eftir stríðið öðlast þekkingu á mjög stórvirkum plógum, sem gátu plægt djúpt í jörð niður. Og ég fékk járnsmið í smábæ ein um í Finnlandi til að útfæra hugmynd mína um þennan tvöfalda ræsaplóg. Og það er einmitt plógurinn, sem þið hafið nú notað hér í tvö ár. Smíði þessa plógs var lokið 1957 og þá hafnar tilraunir með hann heima í Finnlandi. Þær gáfust vel, þar sem ekki voru miklir lurkar í jarð- veginum. Svo er þó, því mið- ur víða í finnskum mýrar- jarðvegi. Rætur og viðarbolir í jarðvegi eru það erfiðasta verkefni, sem við þurfum að leysa og ég hef því mikinn áhuga á tilraunum og starfi ykkar hér með plóginn. Ef ykkur tekst með endurbót- um á plóginn að leysa þennan vanda, er ég viss um að þetta verður mjög þarft tæki fyrir mörg lönd heims, eins og gef- ur að skilja. Þegar liggur fyrir að kostnaður við skurð- gröft með þessu tæki- er að- eins 1/10 hluti af kostnaði við gröft annara 1 skurða, sem leysa eiga svipað verkefni. Það var Benedikt Bogason verkfræðingur, sagði prófess- orinn ennfremur, — sem fyrstur varð til að benda ykkur íslendingum á plóginn. Því miður hafði hann þá ekki verið mikið reyndur heima í Finnlandi, en það stafaði fyrst og fremst af því, að þá var ég að undirbúa stofnun nýs há- skóla og var ætlað að vera rektor hans fyrstu þrjú árin. Það tók því allan minn tíma. Það er mjög gleðilegt ef plóg- urinn verður ykkur íslending um til þeirra nota, sem ég vonaði að hann yrði í upphafi, sagði prófessor Kaitera. Við spurðum Harald Árna- son landbúnaðarverkfræðing hvernig starfið gehgi með plóginn. — Við létum, sagði Harald- ur smiða tvo nýja plóga í vetur og eru þeir nú í fullri notkun. Plógurinn hefur nokkuð verið endurbættur eftir því sem reynslan hefir kennt okkur og við höfum í hyggju að breyta upphaflega plógnum með tilliti til þess að hann geti notað minni dráttarkraft. Við höfum sjald an tekið skjótari ákvörðun um vélakaup, en er við höfð- úm séð finnska plóginn að störfum hjá prófessor Kaitera úti í Finnlandi. Nú er svo komið að ráðunautar skipu- leggja uppþurrkun lands með tilliti til að þessi plógur verði notaður, en það þýðir að mun stærra svæði er nú hægt að hafa milli vélgrafinna, opinna skurða. Að sjálfsögðu verður þetta nokkuð misjafnt eftir ástandi jarðvegsins og legu landsins, sem þurrka skal. Stundum eru svo fúnir forar- pyttir í landið að ræsin hald- ast ekki opin, en þá kemur til að ræsa það land upp að nýju, þegar fyrsta umferð hefur skilað árangri. Ég er einnig viss um að nota má plóginn á land, sem þegar hefir verið ræktað, en er ekki þornað að fullu, en ekki er enn rannsakað hvort landið þolir völtun, sem kann að vera nauðsynleg, eftir að plógurinn hefir farið um það. Prófessor Kaitera telur hins vegar ekkert til fyristöðu að þetta verði gert, en bendir á að þá kunni að vera nauðsyn- legt að hafa hinn lóðrétta hníf, sem nú sker fyrir plógn um, skásettan, svo valtaþung inn komi síður til -með að loka ræsinu. — Tilraunir hafa verið hafnar með notkun og árang- ur af verkum plógsins hér uppi á Kjalarnesi og var þar reynt að plægja með allt að 18 m. milli ræsa og niður í 6 m. Svo virðist með 10—12 m. bil milli ræsa gefi bezta raun, eða að þéttari ræsasetn- ing sé ónauðsynleg. Hinsvegar þýðir mesta breiddin milli ræsa hægari þurrkun. Þá gat Haraldur þess að Eggert Hjartarson frá Hvammstanga hefði gert plóg, sem byggður er á sama grund velli, en Vélasjóður hefir fengið einkarétt á þessum plógi hér á landi. Haraldur telur að plógur Eggerts hafi marga kosti til notkunar við tilteknar aðstæður og muni því reynt að komast að sam- komulagi við Eggert án þess beitt verði þvingunum I sam- bandi við einkaleyfisréttinn. Prófessor Kaitera er hér 1 boði Búnaðarfélags íslands, Véladeildar SÍS, Landnáms ríkisins og Vélasjóðs og hann situr hér jafnframt þing nor- ræna vatnsvirkjafræðinga, sem um þessar mundir er haldið hér í Reykjavík. — vig. Aðalfundur Kjördæmis- ráðs á IMorðurlandi vestra AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksirs í Norður- landskjördæmi vestra var hald- inn í Víðihlíð í Vestur-Húna- vatnssýslu þann 19. júlí sl. Formaður Kjördæmisráðsins, Baldur Eiríksson, Siglufirði, setti fundinn og tilnefndi sem fundar- stjóra Benedikt Guðmundsson, bónda á Staðarbakka og fundar- ritara Halldór Þ. Jónsson, Sauð- árkróki. Baldur Eiríksson flutti skýrslu stjórnarinnar og rakti hann-þar þau margþættu málefni sem stjórn Kjördæmisráðsins hefur fjallað um. Torfi Jónsson, bóndi, Torfalæk, gjaldkeri Kjör- dæmisráðsins, lagði fram reikn- inga Kjördæmisráðsins. Miklar umræður urðu á fundinum um skipulagsmál flokksins í kjör- dæminu og þau mál sem hæst ber innan héraðs. Þessir tóku til máls: Baldur Eiríksson, séra Gunnar Gíslason, alþingismaður, Einar Ingimundarson, alþingis- maður, Axel Jónsson, fulltrúi, Guðbrandur ísberg, fyrrv. sýslu- maður, Guðjón Jósefsson, Sigurð- ur Tryggvason, Halldór Jónsson, Björn í Bæ, Stefán Friðbjarnar- son og Eyþór Hallsson. Umræður voru fjörugar og kom þar ljóst fram áhugi fund- armanna fyrir hagsmunamálum héraðsins og nauðsyn þess að efla ennfrekar áhrif Sjálfstæðis- flokksins til farsællar lausnar þeim vandamálum. í stjórn Kjördæmisráðsins voru kjörnir: Baldur Eiríksson, Siglufirði, formaður, Torfi Jóns- son, Torfalæk, Sigurður Sigurðs- son, Sleitustöðum, Björn Daníels- son, Sauðárkróki, Jóhannes Guð- mundsson, Auðunnarstöðum. — Varastjórn: Knútur Jónsson, Sjglufirði, Pálmi Jónsson, Akri Árni Guðmundsson, Sauðárkróki, Guðjón Jósefsson, Ásbjarnarstöð- um og séra Bjartmar Kristjáns- son, Mælifelli. í Flokksráð Sjálfstæðisflokks- ins voru kjörnir: Jón Stefánsson, Siglufirði, Jón Sigurðsson, Reyni- stað, Bjarni Halldórsson, Upp- sölum, Guðmundur Klemenzson, Bólstaðarhlíð og Sigurður Tryggvason, Hvammstanga. Varamenn í Flokksráð: Baldur Eiríksson, Siglufirði, séra Bjart- mar Kristjánsson, Mælifelli, Björn Daníelsson, Sauðárkróki, Konráð Eggertsson, Haukagili VILHJÁLMUR ÁRNASON hrL TÓMAS ÁRNASON hdl, LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA l&Rkðarbdnkahúsinu. Súnur 24635 og 1630/ Theodór S Georgsson málflutningsskrifstofa Hverfisgötu 42, III. hæð. Símj 17270 og Guðjón Jósefsson, Ásbjarnar- stöðum. Fundarmenn þágu rausnarleg- ar veitingar í boði Sjálfstæðis- félags Vestur-Húnvetninga. Á heimleið komu Siglfirðingar, Skagfirðingar og Austur-Hún- vetningar við á Akri og hittu þar Jón Pálmason, fyrrverandi alþingismann. Keflavík Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Enskukunnátta nauðsynleg. — Upplýsingar í verzluninni í dag 13. ágúst milli kl. 4 og 6. Húsgagnaverzlunin GARÐARSHÓLMI. Stúlka óskast strax til starfa í Ljósmyndastofu vorri að Suður- landsbraut 2. Uppl. í skrifstofunni Garðastræti 35 kl. 4—6 í dag. GEVAFOTO H.F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.