Morgunblaðið - 13.08.1964, Síða 10

Morgunblaðið - 13.08.1964, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ' Flmmtudagur 13. ágúst 1964 Við jökló, úr og sondo MARGIR eiga erfitt með að skilja hvað það er sem laðar fólk til að eyða dýrmætu sum- arleyfi sínu í flandur um gróð urlaus svört sandflæmi á ör- æfum íslands. Þó slíkir sandar geti í sjálfu sér varla talizt fallegir, "hafa þeir sínu hlut- verki að gegna — þeir skerpa tilfinningu fyrir öllu því fagra sem á leiðinni verður. Þessa varð ég mjög vör nýlega á leið frá Möðrudal á Fjöllum suður eftir hálendinu til jökla, á reit þeim sem afmarkast af Jökuls- ánum miklu, á Fjöllum og á Brú. Á þessari leið er að mestu ekið eftir sléttum vikurmel- um, þar sem flekkir af gulum vikri frá Öskjugosinu 1875 setja eina litinn á blágráa mel- ana. En þeim m\m tilkomu- meiri verður drottning fjall- anna, Herðubreið, þar sem hún gnæfir tignarleg í formi yfir lágsléttuna til hægri. Á vinstri hönd rís í fjarska hið háa fagra Snæfell og hjúpar sig ýmist skýjaslæðum eða dregur frá hvítum kolli og fram undan í suðri ber Kverk- fjöllin í Vatnajökli við bláan himin, tveir hvítir formfagrir hnjúkar með kverkinni á milli, þar sem skriðjökullinn teygir sig niður á sandinn. Svo heiðskírt er, að eitthvert þess- ara nafnkunnu, fögru fjalla skartar, hreint og tigið, í hvaða átt sem litið er út um bíl- glugga og ferðamaðurinn get- ur tæpast haft af þeim augun. Er svo við bætist, að eftir þriggja tíma akstur um sanda opnast allt í einu fyrir fram- an mann þarna suður undir Vatnajökli, grasi gróinn dalur með bergvatnsá eftir miðju, þá orkar hlýleiki hans miklu meira á ferðamanninn en blóm legar sveitir, er urðu á vegi hans í byggð dagana áður. Ferðafólkið, sem var svo heppið að njóta slíkrar fjalla- sýnar og yndislegs veðurs með nærri 20 stiga hita, á Brúar- öræfunum, var hópur úr Jöklarannsóknarfélaginu og áhángendur þeirra á leið til að skoða Brúarjökul eftir hið Mývatns'óracfi Brúaröræfin. Þarna eru merktir flestir þeir staðir, sem nefndir eru í greininni. Brúarjökuu er teiknaður eins og hann er á kortum, en síðan hefur hann bæði hörfað mikið aftur á bak, og hlaupið svo marga km fram í vetur. mikla framhlaup jökulsins í vetur. Þórður Sigurðsson ók fremstur Dodge Weapon sín- um, vel búnum fjallabíl. í kjöl far hans stýrði Heiðar Stein- grímsson stærsta fleyinu, 26 manna „Benza“ Guðmundar Jónassonar, og Rauður, Dodge Weapon-bíll Jöklafélagsins gegndi því trúnaðarstarfi að flytja vistir og annan farang- ur ferðafólksins undir hand- leiðslu Carls Eiríkssonar, verk fræðings, en í áningarstöðum urðu þar húsbóndaskipti, er matráðskonan, Unnur Berg- mann, lét ryðja Rauð og breyta í eldhús. Virðulegan vísindamannasvip leiðangurs þessa tryggðu þeir dr. Sig- urður Þórarinsson og Jón Ey- þórsson. Nokkrar vinjar i sandauðninni Við tjölduðum á bala undir brekkunni öðrum megin í Fagradal, reistum þar'19 tjöld. Dalur þessi liggur í sveig í 600 m. hæð; um 4—5 km. á lengd, breiður og grösugur, en nokkuð mýrlendur, og fyrir þveran vestari enda hans renn ur Kreppa í mörgum kvíslum, en handan hennar gnæfa Dyngjufjöllin að sjá úr tjald- gæsadalur, enda munu þar oft vera flokkar af gæsum, vatn- ið í miðjum dalnum heitir Kreppulón, en þó er það Kverkáin sem rennur fyrir minni kvosarinnar. Sigurður Þórarinsson notar tækifærið, þegar tími gefst til, að láta skjóta sér með skófluna á Rauð þangað. Þar veit hann af síðustu börðunum í kringum Vatnajökul, sem hann á eftir að grafa í vegna öskulagarann sókna sinna. Hann byrjaði hringinn á Brúaröræfum fyr- ir 29 árum. — í Fagradal hefur hann fundið öskulag frá gosinu í Öræfajökli árið 1363 og þar má líka rekja öskulög úr fyrri alda Heklugosum. Hann unir sér vel í Grágæsa- dalnum, þar sem öskulögin eru ennþá greinilegri, meðan við fylgdarmenn hans eltum tvö hreindýr, er höfðu hlaupið á harða spretti og synt yfir end- ann á vatninu þegar við kom- um og horfið fyrir næstu fjalls öxl. Og við göngum á fjall með góðu útsýni vestur yfir Kreppu í Hvannalindir, þessa litlu gróðurvin milli hennar og Jökulsár á Fjöllum. Við þykjumst greina í tveim hvít- um deplum tjöld þeirra Ey- þórs Einarssonar, grasafræð- ings og Guðmundar Sigvalda- sonar, jarðefnafræðings, sem eru að skoða grös og hveri þarna undir jöklinum. Reynd- ar hyggjum við á að sækja þá heim, því okkar megin við Kreppu á að vera til göngu- brú, sem má setja yfir gljúfur, þar sem áin beljar fram i streng. Ekki vitum við þó i hvernig ástandi sú brú er, því hún hefur lítt eða ekki verið notuð síðan Húsvíkingar gerðu lausa bílabrú, er bregða má á Jökulsá á Fjöllum og kom- ast þeim megin í Hvannalind- Sigurður Þórarinsson heilsar dr. Toitman, og lagskonu hennar, en þær höfðu verið í tjaldi í 11 daga uppi við Brúarjokul. Ferðafólkið hvílir sig í hinum skrýtnu grasi grónu Hraukum, sem mynduðust er jökullinn ók á undan sér jarðveginum og lagði í hóla árið 1890. stað. Er austureftir var litið, mátti greina nokkrar hvítar álftir og a.m.k. tvö hreindýr á beit. Þetta var notalegur og friðsæll tjaldstaður til þriggja nátta. Skammt þaðan og nær jökl- inum er önnur fögur vin í eyðimörkinni, lítill dalur við ármót Kreppu og Kverkár, með grænum gróðri, hvönn og eyrarrós. Heiti eru þar nokk- uð flókin. Dalurinn heitir Grá- ir. Til þess kom þó ekki, þvl við komumst ekki að Kreppu á þessum stað. Piltar okkar könnuðu Kverká og komust að raun um að ekki væri fært yfir á bíl eða báti með svo mikinn mannskap og því ófært að Kreppu. Hrikalega sprunginn jökulkambur Við eigum í rauninni held- ur ekki erindi þar vestur yfir. Leiðangurinn er gerður til að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.