Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðviku'dagur 26. águst 1964 Kongóstjórn kveðst ckki ráða málaliða Brezkum og bandariskum trúboðum ráðlagt að yfirgefa stöðvar sinar 'Nlllllllllllllllllllllllilllllllllllllll!llllllllllllfHIIIIIIIIIM!,lll J&SSSíííi Edisto ryður birgðaskipum braut við strendur Norður-Grænlands. ísbrjútur í Reykjavík FRÉTTAMÖNNUM var 1 gær boðið að skoða einn fjögurra isbrjóta Bandaríska flotans, sem hafði viðkomu í Reykjavík á leið sinni frá Grænlandi. Nafn ísbrjótsins er Edisto. Skipstjóri hans er eommander Nickerson. Edisto hefur síðan árið 1947 unnið það starf að ryðja braut birgðaskipum, sem flytja vör ur til her- og rannsóknar- stöðva Bandaríkjanna í ná- munda við Norður- og Suður- skautið. Edisto hélt r * stað frá heima höfn sinni, Boston í Massa- ohusetts, fyrst í apríl, og fylgdi birgðaskipum fyrst til Labrador og síðan stöðva bæði á vestur og austurströndinní. Hefur skipið nýlokið þessari þjónustu og kemur til Reykja víkur þeirra erinda að taka hér um borð vistir og haf- rannsóknartæki, en haffræð- ingar stigu einnig á skipsfjöl, þar sem Edisto mun fram til hausts verða notað til haf- rannsókna milli íslands og Svalbarðs. í fyrrasumar vann Edisto að rannsóknum á haf- inu milli Jan Mayen og Græn- lands. ísbrjóturinn er búinn ýms- um tækjum, svo sem hitunar- kerfi fyrir stefnið. Hann er knúinn 6 dieselvélum og 2 rafmagnsmótorum, al'ls 10 þúsund hestöfl. Auk þess eru um borð 2 þyrlur, sem notað- ar eru til könnunarflugs yfir ísinn framundan, björgunar- flugs og flutninga. Edisto er 6,400 tonn að stærð. Er Nickerson, skipherra, var spurður, hve þykku íslagi Edisto gæti unnið á, sagði hann að geysilegur munur væri á lagnaðarísnum á Suð- ur- og Norðurskautinu. Kvað hann Edisto oft hafa rutt gegnum fjögurra metra þykkt íslag við Suðurskautið, en hins vegar hafa staðið fastan í metersþykkum ís við Norð- urskautið. Ástæðan kvað skip stjórinn vera þá, að ísinn sé miklu eldri við Norðurheims- skautið. .............................................Illlllllllllllllllllll.....Illllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllll llllllllllllllllllllll............................................. Leopoldville og Elisabethville, 23. ágúst (AP-NTB) ® AF hálfu Kongóstjórnar var í dr.g vísað eindregið á bug stað- li-iíingum um, að hún hafi leigt e.ienda málaliða til þess að berj- a t gegn uppreisnarmönnum í Kongó. Hafa fregnir borizt til I.eipoldville síðustu daga um, að fiuttir hafi verið með leynd til landsins tugir leiguliða og nemi launagreiðslur til hvers þeirra u.b.b. 280 dollurum auk ferðaupp- btía. Talsmaður Moise Tshombe, for- sætisráðherra, Emanuel Sende, upplýsti við fréttamenn af þessu tilefni, að stjórnin hefði nægilega öflugt lið til að ráða niðurlögum uppreisnarmanna. Á hinn bóginn hefði hún þörf fyrir hernaðar- lega ráðgjafa og stæði um þessar mundir í viðræðum við belgísku stjórnina um það mál. Frá Briissel berast þær fregnir, að belgíska utanríkisráðuneytið hafi tilkynnt, að þeir 200 ráðgjaf- ar, sem nú eru í Kongó, megi ekki taka þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum. Fregnum um leiguliða Kongó- stjórnar fylgir, að þegar séu um. hundrað þeirra komnir til her- bækistöðvarinnar í Kamina og gangist þar undir herþjálfun. Sé ætlunin að koma upp þúsund manna málaliði, er verði eins konar kjarni árásarliðs stjórnar- innar. Sl. laugardag kom flutninga- flugvél frá flugher S-Afríku til Leopoldville. Hefur NTB eftir á- höfn flugvélarinnar, að hún hafi aðeins flutt matvæli og lyf. Engu að síður veldur það mikilli ólgu meðal annarra ríkja Afríku, að Tshombe skuli leita liðsinnis S- Afríkustjórnar. f>á hefur NTB fyrir satt, að Bandaríkjastjórn hafi eindregið vísað Tshombe frá því að leita liðs frá S-Afríku. Þá hefur AP- fréttastofan eftir Mike Mansfield, öldungadeildarþingmanni demó- krata frá Montana, að Banda- ríkjastjórn ætti að forðast íhlut- un í Kongó, eins og málum þar sé nú háttað. Sagði hann sögu Afríku vera sögu evrópskrar í- hlutunar. Bandaríkjastjórn kæmi þar hvergi nærri og ætti ekki að fara til þess nú. Annað mál væri, hvort hún legði þar til lið sitt fyrir milligöngu Sameinuðu þjóð- anna. Frá Elisabethville segir AP þær fregnir, að sendiráð Banda- ríkjanna hafi látið þau boð út ganga til allra bandarískra trú- boða og borgara í norðaustur og suðurhluta landsins að hverfa á brott þaðan hið skjótasta. Sömu boð hafa verið send til brezkra trúboða. Er óttazt, að uppreisn- armenn haldi suður á bóginn og láti hefndarráðstafanir sínar K.Þ. opnor úti- bú að Lougum Húsavík 25. ágúst Kaupfélag Þingeyinga opnaði í dag nýtt útibú að Laugum í Reykjadal. Útibúið er í nýrri og vandaðri steinbyggingu, teiknuð af Friðgeiri Axfjörð, en öll til- . högum og innréttingar eru skipu lögð af Sveini Kjarval, arkitekt. Yfirsmiður við bygginguna var Hróar Björnsson, Laugum. Þarna er öl'lu smekklega og haganlega fyrirkomið og allt eft- ir nýjustu kröfum tímans. Sér- staklega er tekið tillit til ferða- mannaverzlunar og er þama m.a. á boðstólum fryst kjöt, kjötbúð- arvörur í djúpfrysti, og í bygg- bitna á evrópskum trúboðum. — Hefur vegur uppreisnarmanna farið minnkandi eftir sigur stjórn arhersins í Bukavo í síðustu viku. Þar er líf allt að færast í eðlilegt horf. Vatn og rafmagn er nægilegt og flóttamenn teknir að flytjast þangað aftur. Frá Sameinuðu þjóðunum hermir AP, að U Thant, fram- kvæmdastjóri SÞ, hafi borizt til- mæli frá Mosie Tshombe um að beita áhrifum sínum til að stöðva íhlutun kommúnískra útsendara og uppreisnarmanna frá Burundi og Brazzaville. EINS og ég hef vikið að hér í þáttunum, þá heyja „Alpaþjóðirn ar“ sín árlegu „litlu Olympíu- mót“ í skák í Ölpunum. Að þessu sinni fór keppnin fram í Lenzer heide mitt í Svissnezku Ölpun- um 1500 m. yfir sjó. Að þessu sinni sigruðu V-Þjóðverjar eins og svo oft áður. Þeir hlutu 12 vinninga, 2. Holland 11%, 3. Sþánn 10%, 4. Sviss 10, 5. Ítalía 5 vinninga. Samkvæmt Schach Echo, er eftirfarandi skák bezta skák mótsins. Hvítt: W. Unziker> V-Þýzkal. Svart: H. J. Donner, Holland. Frönsk vörn. 1. e4, e6. ingunni er fullkominn frysti- klefi. Útibússtjóri er Guðmundur Gunnarsson, kennari að Laugum, en búðin verður oþin á sömu tímum og aðrar verzlanir kaup- félagsins. í sambandi við verzlunina er lítil, smekklega útbúin veitinga- stofa, og snyrtiherbengi, sem ætluð eru ferðafólki. Er fráganig- ur á húsinu öllu mjög vandaður. Fréttaritari Vandenberg, 21. ág. — NTB • Bandaríski flugherinn skaut í dag á loft eldflaug af gerðinni Thor-Agena frá Vandenberg-flugstöðinnL 2. d4, d5. 3. Rc3, Rf6. 4. Bg5, Be7. 5. e5, Rfd7. 6. h4, Hinn frægi Aljechin-Carter leikur á fullan rétt á sér ennþá að dómi Unzchiehers. 6. — Bxg5? Donner reynir hér sama leik- inn og Fahrni í skák sinni gegn Aljechin frá 1914, en það mun hafa verið í fyrsta skiptið sem Aljechin reyndi þennan nýja leik sinn á alþjóðlegu skákmóti. Þegar ég dvaldi í Halle 1963, þá sýndi Donner okkur Robatch og Larsen nýja hugmynd sem hann hafði verið að rannsaka í sam- bandi við þetta afbrigði. Við rannsökuðum þetta í sameiningu hluta úr kvöldstund, og útkom- an var fremur óhagstæð fyrir svart, þó að við fynndum inn á inilli skemmtilega möguleika fyrir svart. Donner hefur fund- izt tilvalið að reyna þetta af- brigði, þar sem þessi skák hafði enga verulega þýðingu fýrir hann persónulega, en eins og taflan á undan sýnir, þá hafði jafntefli, að öðru óbreyttu, þýtt vinning fyrir Holland í mót- inu. 7. hxg5, Dxg5. 8. Rh3, De7. 9. Rf4, Rc6. í skák þeirra Aljechins og Fahnin féllu leikar 9. — Rf8? 10. Dg4, f5, 11. exf6 f.h. gxf6. 12. o-o-o, og Alechin var fljótur að notfæra sér opnu linurnar. Árið 1959 tefldi Svíinn Lilleström þetta sama afbrigði á móti mér á skátoþingi Norðurlanda í Öre- bro. Hann lék 9. — g6?, 10. Dg4 Rc6. 11. o-o-o, Rf8. 12. Dg3!, Bd7. 13. Rxd5!, exd5. 14. Rxd5, Dd8. 15. Rf6f, Ke7. 16. Da3t Ke6. 17. Bg4t, gefið. 10. Dd2! Að mínum dómi bezti leikur- inn. Eftir 10. Dg4 hefur svartur ýmsa skemmtilega varnarmögu- leika. 10. — Rb6. Unzicker álítur, að hér komi til greina 10. — b6, sem hefur við ýmisleg rök að styðjast, þar sem Rd7 getur þá frekar gripið inn í vörnina á kóngsvæng. 11. Rh5, Hg8. 12. Bd3, Bd7. 13. Bxh7, Hh8. 14. Rxg7f, Kd8. Það leikur enginn vafi á því, að svartur hefur vissa möguleika fyrir það að hann hefur misst réttinn til hrókfærslu. Hvítu mennirnir á g7 og h7 eru hálf losaralega staðsettir og þar að auki hefur svartur möguleika til gagnsóknar á drottningarvæng. 15. Re2! Eftir 15. b3 kemur f6, og svart ur hefur gagnsóknarmöguleika. 15. — f6? Eins og vinnandinn bendir réttilega á, þá átti svartur að reyna hér 15. — Rc4. 16. Df4, Rxb2 með flókinni og vanda- samri stöðu. 16. exf6, Dxf6. 17. Dh6, Dxh6. 18. Hxh6, Ke7. 19. Rf4, Hag8. 20. Rgxe6, Hg4. 21. f3, Bxe6. 22. Hxe6f, Kd7. 23. fxg4, Hxh7. 24. o-o-o, Hf7. 25. g3, Hxf4. 26. Hexc6, Hxg4. 27. H6-c3, Rc4. 28. Hhl, og Donner gafst upp í þessari vonlausu stöðu. Unzicher teflir þessa skák meistaralega. — Útvarpið Frh af bls. 6 meira en „summan úr líffærum hans“. Vegna vanrækslu lækna á þessu sviði misstu sjúkling- arnir oft trú á þeim og leituðu til skottulækna, andalækna og annara kuklara, sem hefðu það þó oft til síns ágætis að taka meira tillit til persónuleika sjúklingsins. Kvað hann nú býsna mikið af skottulæknum Páll Kolka lauk læknis- fræðiprófi við Háskóla íslands 1920. Síðar stundaði hann framhaldsnám í Bandaríkjun- um, Þýzkalandi og Englandi. Hann var um hríð læknir I Vestmannaeyj- um, en frá 1934—1960 var hann béraðslæknir í Húnavatnssýslu, en Páll er Húnvetningur að ætt. Síðan 1960 hefur hann kennt við læknadeild háskólans hér og starfað sem trúnaðarlæknir. Auk þess vinnur hann að rit- störfum eftir því sem tími leyfir, en hann er óumdeilanlega einn af ritfærustu mönnum landsins. Á laugardagskvöldið las Flosi Ólafsson smásöguna „Skó- kreppa“ eftir Damon Runyon í þýðingu Páls Skúlasonar. Er það ástarsaga í gamansömum stíl. Þá var flutt leikritið „Milli rétta“ eftir Gertrude Jenning í þýðingu Þorsteins Ö. Stephen- sens. Þar var einnig fjallað um ástina, ímyndaða, ef ekki raun- verulega. Eða kannske er „ímynduð" ást sú eina, sem blífur? hér á landi. Páll Kolka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.