Morgunblaðið - 26.08.1964, Side 15

Morgunblaðið - 26.08.1964, Side 15
Miðvíkudagúr 26. ágúst 1964 MORGUN BLAÐIÐ 15 Sjórinn og styðji hvort Rætt við Jónas Pétursson alþrn. að Lagarfelli EINN sólbjartan júnídag ók ég xneð Jónasi Péturssyni alþm. á Lagarfelli, inn Fljótsdalshérað. Það var heiðskkírt og bjart. Lög- urinn spegilsléttur og falfcgt um að litast á Héraði. Við ræddum fyrst um júní- samkornulagið. — Ég tel það athyglisverðast við samkomulagið, segir Jónas, að með því hefur greinilega skap azt aukin festa í þjóðlífinu. Sú óvissa sem var framundan og reynslan af hækkunaröldunni í vetur verkaði illa á andrúmsloft- ið í þjóðfélaginu. Ég vil vona að þetta verði bein. tímamót í deilunni um arðskipti og þetta sé vottur um nýjar leiðir í framtíð- inni. Almennt hefur samkomu- laginu tvímælalaust verið vel tekið. Framsóknarmenn eru mjög hljóðir, sumir hverjir ef til vill vegna þess, að þeir hafi misst glæpinn. Ég tel engan vafa á því, að í raun og veru verði áhrifin af þessu ómetanleg fyrir efnahags- starfsemina nú þegar á þessu sumri. Við fórum síðan að ræða um búskap á Austurlandi og hag bænda þar. Jónas segir: — Það er mikið orð á því haft, að búskapur hér á Fljótsdalshér- aði sé frumstæður og smærri í sniðum en víða annars staðar á landinu og það er vafalaust, að bændum hefur orðið þetta ljós- ara, þegar síldarauðæfin fóru að streyma að ströndinni, og þess vegna hafa orðið háværari radd- ir um, að kjör bænda væru léleg. Eins og kunnugt er sendi Bænda- félag Fljótsdalshéraðs ríkisstjórn- inni erindi á sl. vetri og óskaði eftir rannsókn á hag og aðstöðu landbúnaðarains á Héraði, sem mætti verða grundvöllur að úr- bótum á búskaparástandinu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að gera þessa rannsókn og Sig- urður Elíasson, áður tilrauna- stjóri á Reykhólum, er nú stadd- ur hér á Fljótsdalshéraði að kynna sér hag bænda og vinna að þessari athugun. Ég held að í þessum efnum þurfi jöfnum höndum efnahags- lega og sálræna viðreisn. Og það er ekki minnsta atriðið að þurrka sveitin annað Framsóknarþokuna frá augunum á mörgum. Löggjöfin frá sl. vetri um hækk un jarðræktarframlags á minni tún en 25 ha. á býli skapar veru- legan grundvöll til aðgerða í ræktunarmálum, sem náttúrlega er algjör undirstaða í búskap hér eins og hvarvetna annars staðar um land. Auðvitað hefur verðlag og verzlunaraðstaða afgerandi áhrif um afkomu bænda, en árferðið veldur kannski enn þá mestu. Árferðið tvö undanfarin ár hef- ur verið mjög óhagstætt, sérstak- lega hvað sumarveðráttu snertir. Veturinn hefur verið óvenju góð- ur. En það reynist oft örðugt að rekja orsakir til áhrifanna á af- komuna hvort það er frekar af veðurárferði eða verzlunarár- ferði. Það er £ mínum huga mikil- vægt atriði, sem fjöldi manna hef ur tæpast gert sér nógu ljósa grein fyrir að árferðið hér austan lands var á tímabilinu 1953—1960 mjög hagstætt. Og þess vegna fundu menn ekki eins tilfinnanlega fyr- ir óhagstæðu verðlagi á land- búnaðarvörum eins og ella hefði orðið. En meginframleiðsla hér hefur alla tíð verið sauðfjáraf- furðir og þær hafa alla tíð ver- ið of lágt verðlagðar í hlutfalli við mjólkurafurðir, en það var fyrst á sl. hausti að veruleg leið- rétting var gerð þar á og þetta verðhlutfall hefur haft alvarlegri afleiðingar fyrir Fljótsdalshérað en margur gerir sér grein fyrir. Það er náttúrlega erfitt að spá fyrir um framtíð sveitanna, því að það eru ekki aðeins efnahags- málin, sem grípa þar inn í, — ef fólkið forðast strjálbýli, ef eðli fólksins stefnir frá strjálbýli. — Ég er hins vegar þeirrar trúar, að það sé fjöldi manns sem í eðli sínu ann frjálsræði og víð- lendi og vill búa strjált og þess vegna er ég alltaf trúaður á framtíð sveitanna, líka þeirra strjálbýlu. Auk þess er það mín bjargföst skoðun, að það sé hinn mesti þjóðfélagsstyrkur, að byggð haldist frá dal til strand- ar. — Ég spyr Jónas að því hvernig hann telji að áhugi ungs fólks fyrir búskaparstörfum verði bezt vakinn. — Því er erfitt að svara. Eitt af því í mínum huga er það, að það má ekki leggja of mikla á- herzlu á hina beinu efnalegu hlið. Bætt lífskjör eru nú orðið fyrst og fremst fólgin í því að sinna andlegum þörfum fólks, og verður það í æ ríkara mæli. Maður getur tekið orlofsferðir fólks, sem stefna í vaxandi mæli til landsins og sýna að i eðli mannsins er mjög rík tilhneig- ing til náttúrunnar. Ég hef jafn- an verið þeirrar skoðunar, að það sé einn höfuðkostur bústarf- anna, að í því starfi fullnægja menn þessari andlegu þörf án þess að þurfa að greiða sérstak- lega fyrir það. Við víkjum nú talinu að síld- veiðunum fyrir Austurlandi og Jónas segir: — Það er ekki laust við að maður verði stundum var þeirr- ar skoðunar, að það sé vafasam- ur ávinningur að hinum auknu síldveiðum fyrir Austurlandi vegna þess, að ýmsir ætli að kasta frá sér búi og skepnum, en líkur séu til að einn góðan eða illan veðurdag þrjóti þessi uppgrip og þá standi fólkið uppi ráðvillt og í vandræðum. Og auðvitað er það vandi sem þarf að gera sér grein fyrir, að síld- veiðarnar hafa til þessa ekki verið tryggar langtímum saman. Ég er þó þeirrar skoðunar að það muni um alllangan tíma vera nokkuð örugg síldveiði fyr- ir Austurlandi, en þrátt fyrir það má ekki einblína á það og gæta þess að hagnýta þær á þann hátt að tryggja um leið búsetu hér á Austurlandi með því að tryggja og treysta sveita- byggðirnar. Framh. á bls. 16. ÞETTA GERÐIST VEÐUR OG FÆRÐ ísinn hér við land á sömu slóðum ©g í fyrra (4). Tvöfalt meiri úrkoma er að jafnaði 1 Heiðmörk en í Reykjavík (5). Stirð tíð við Breiðafjörð (8). Sæmilegur þurrkur á Suðurlandi í þrjá daga (10). Miklir óþurrkar hafa verið sunnan lands og vestan, en góðir þurrkar á Norður- og Austurlandi (18). Afburðagóður þurrkur á Suður- landi (29). Fádæma gott tíðarfar í Breiðdal (29) Mikill borgarísjaki strandar á Skallarifi (31). ÚTGERÐIN Nýtt 300 lesta fiskiskip, I>órður Jónasson EA 350, kemur til Akureyrar <2). Löndunarbið á Austurlan/dshöfnum (3). Síldaraflinn fyrir norðan og austan 866,115 mál og tunnur 5. júlí (7). 270 tonna skuttogari, Siglfirðingur SI 150, kemur til Siglufjarðar (10). Samið um sölu 329 þús tunna af íaltaðri Norðurlandssíld (14). Mes^i sólarhringsafli sem um getur, 110.480 mál og tunnur af síld. Útflutn- ingsverðmæti rúml. 49 millj. kr. brúttó (14). Heildar síldaraflinn 12. júll milljón mál og tunnur (15). ísland í 14. sæti með fiskafla í beimínum (15). Nýr 233 tonna bátur, Arnar RE-21, kemur til Rvíkur (18). Heildaraflinn 19. júli 1.239.870 mál ©g tunnur. Saltað í 78 þús. tunnur á lama tíma (21). Ókennileg leðja sezt í veiðarfæri Vestmannaeyjabáta og lokar möskv- um (21). Aðkomufólk að fara frá Siglufirði ▼egna þess, hve litil síld berst þang- »ð (23). Heildarfiskaflinn fyrsta ársfjórðung- Inn var 345.283 tonn, en 269.865 á lama tíma í fyrra (24). Samið við Rússa um kaup á 75 þús. tunnum af Norðurlandssíld (62). Jörundur III fær 3000 tunnur síldar i einu kasti (30). MENN OG MÁLEFNI Fhilip prins, hertogi af Edinborg, kemur 1 heimsókn til íslands (1—5). Dr. Finnbogi Guðnmndsíson skipað- mr landsbókavörður (1). Dr. Lindebrekke, aðalbankastjóri Bergens Privatbank, heldur fyrirlest- ur hér (3). Aðalsteinn Steindórsson ráðinn um- •jónarmaður kirkjugarðanna (3). Feter Strong, framkvæmdastjóri American-Scandinavian Foundation heimsækir ísland (3). Hákon Guðmundsson hæstaréttar- ritari, skipaður yfirborgardómari og Þórður Björnsson, sakadómari, Skip- aður yfirsakadómari (4). Raban Adelmann, forstöðumaður upplýsingadeildar NATO, heimsækir ísland (7). Vilhjálmur Lúðvíksson, ungur verk- fræðinemi, hlýtur fynstu verðlaun í ritgerðasamkeppni í Bandaríkjunum (7). Tvær dætur Krúsjeffs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, Elena og Júlía, í heimsókn hér (7). Kaj Langvad, verkfræðingur og kona hans gefa háskóla íslands sjóð til styrktar ^ menningartengsla Dan- merkur og íslands (8). Dr. Nils A. Osara, yfirmaður skóg- ræktardeildar FAO, í heimsókn hér (12). Einar G. Sveinbjörnsson, fiðluleik- ari, ráðinn konsertmeistari við sin- fóníuhljómsveitina í Malmö (16). Anton Sigurðsson sigraði í skák- keppni norrænna sporvagnastjóra (16). Ungur piltur, Erlendur Jónsson, fær viðurkenningu Náttúrufræðifélagsins fyrir frábæra frammistöðu í náttúru- fræði á landsprófi (17). Pétur Eggerz skipaður sendiherra hjá Evrópuráðinu (18). Tékknesk sendinefnd þingmanna heimsækir Ísland 1 boði Alþingis (22). Sonarsonur Guðm-undar Björnssonar landlæknis, Jón Björnsson, getur sér frægðarorð í Suður-Vietnam (22). Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson sækir ráðstefnu háskólakennara í Norðurlandabókmenntum (23). Guðrún Eygló Guðmundsdóttir frá Húsatóftum kjörin blómadrottning í Hveragerði (28). Sigurður Líndal, fulltrúi yfirborg- ardómara, skipaður hæstaréttarritari (28). Sr. Jónas Gíslason ráðinn til að gegna íslenzku prestsembætti í Kaup- mannahöfn (30). Dr. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, fer í heimsókn til Kanada (31). Norrænir menntaskólakennarar læra ísJenzku í Reykjavík (31). FRAMKVÆMDIR Heitt vatn finnst við borun á Siglu- firði (2). Ný kirkja vígð í Breiðavík (3). Tryggvi Helgason á Akureyri fær tvær nýjar flugvélar af Beachraftgerð (3 og 4). Cistihús sett upp i Ólafisvík (4). Ný sundlaug vígð í MosfelLssveit (5). Flugfélag • íslands kaupir Fokker Friendship skrúfuþotu í Hollandi (7). Hótel Akureyri tekur til starfa á ný (7). Myndarlegt safnhús reist á Selfossi (7). Frakkar hefja byggingaframkvæmd ir á Mýrdalssandi í sambandi við eld- flaugaskot þaðan (8). Búnaðarbankinn opnar útibú í Stykkishólmi (8). Stærsta stálskipi, sem smíðað hefur verið hér á landi, hleypt af stokk- unum hjá Stálvík h.f. (11). Þýðingarmiklar tillögur urn skipu- lag Reykjavíkur samþykktar í borgar stjórn (11). Hestamannafélagið Fákur reisir hest hús fyrir 112 hesta (12). Miklar umbætur og lagfæríngar að Hólum í Hjaltadal (14). Félagsheimili reist á Reykhólum í Reykhólasveit (14). Síldarverksmiðja verður reist á Raufarhöfn (15). Borgarráð Reykjavíkur úthlutar lóð um undir 108 íbúðir (17). Nýr smábarnaleikvöllur við Safa- mýri tekur til starfa (18). Ný verzlun, Kostakjör, opnuð í Skipholti (18). Miklar malbikunarframkvæmdir standa yfir í Reykjavík (18). 14 ný gistiherbergi tekin í notkun í Valhöll á Þingvöllum (18). Miklar breytingar fara nú fram á flugvallarhótelinu á Keflavíkurflug- velli (19). Efnt til samkeppni um teikningu heimavistarskóla í A-Hún. (21). Kláfferjan á Tungnaá tekin í notkun (25). Bókasafnið á Stykkishólmi senn opnað almenningi (25). Nýr hjúkrunarkvennabústaður við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri vígður (25). Nýr íþróttavöllur opnaður á ísa- firði (26). Ný loftskeytastöð tekur til starfa 1 Neskaupstað (26). Félag stofnað um byggingu veit- inga- og gistihúsa. Fyrsti áfangi „mot- el“ í Hveragerði (*31). BÓKMENNTIR OG LISTIR. Kiev-ballettinn heldur sýningar í þjóðleikhúsinu (4). Sólveig Eggerz Pétursdóttir heldur sýningu í Reykjavík (7). Leikhúsgestir Þjóðleikhússins urðu tæplega 92 þús. s.l. leikár (9). íslenzk kona, Ragnheiður Jónsdóttir Ream, hlýtur verðlaun fyrir málverk í Baltimore (11). Ljóðum Steins Steinars, sem þýdd hafa verið á dönsku, vel tekið (14). Olíumálverk af Reykjavík 1862 gef- ið Þjóðminjasafninu (15). Nína Tryggvadóttir, listmálari, ráð- in til þess að gera altaristöflu í Skál- holtskirkju (16). Lúðrasveit Reykjavíkur fer í hljóm- Leikaför til Færeyja (23). SLYSFARIR OG SKAÐAR 10 umferðaslys á 3 vikum á Lauga- dalsvegi (9). Kunnur kappreiðahestur, Gulur Bjarna á Laugarvatni, dettur dauður niður (11). Ágúst Thejll, afgreiðslustjóri hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, fellur í stiga og bíður bana (12). Gísli Gunnlaugsson, háseti á Arn- keli SH 138, féll útbyrðis með nótinni og bjargaðist við illan leik (12). Ung stúlka, Júlía Bára Alexanders- dóttir, féll út úr bifreiða og beið bana (14). Feðgum, Jóni E. Konráðssyni og Guðlaugi Jónssyni, bjargað úr gúmmí- báti eftir að bátur þeirra, Brimill sökk (15). Matsveinninn á Herðubreið, Jón Jónsson, Efstasundi 100, fellur útbyrð- is og drukknar (16). 17 ára piltur, Vigfús Vigfússon, fellur ofan af vinnupalli í Ólafsvík og slasast allmikið (17). Tveggja ára drengur bíður bana í bílslysi (17). Sjö ára stúlka bíður bana í sund- laug Akureyrar (17). Aðalgeir Halldórsson, Skagabraut 24, Akranesi, varð undir vegg, sem féll í Sementsverksmiðjunni, og slas- aðist allmikið (18). Guðmundur Jónsson, bóndi á Hólmi í Austur-Landeyjum, varð fyrir bif- reið á hesti sínum og beið bana (21). Þriggja ára drengur verður undir bíl á Þórahöfn og bíður bana (23). Norskur sjómaður lézt á Seyðisfirði eftir neyzlu áfengis og pilla. Ölvun og róstur á staðnum (23). Augu þriggja ára drengs brennast af kalki, er barnið féll í steyputunnu (23). Steinn þeytist gegnum bíl að endi- löngu (25). Ungur Englendingur, Leonard Will- iam Collins, 26 ára, hrapar til bana í Kaldaklofsfjöllum (28). Gísli Jóhannsson, skrifstofustjóri, drukknar við laxveiði í ÖLfusá (28). Vélbáturinn Hrefna RE 81 sekkur undan Stapa. Mannbjörg (28 og 29). Hjörtur Magnússon, bóndi að Her- jólfsstöðum í Laxárdal í Skagafirði, verður undir dráttarvél og bíður I bana (31). FÉLAGSMÁL 130 nemendur luku prófi frá Eiða- skóla (1). Elínbet Jónsdóttir, Fagradal, kosinn formaður SambancLs breiðfirskra kvenna (1). Jónas Gunnarsson kosinn formaður Félags kjötverzlana í Reykjavík (1). íþróttafulltrúar Norðurlanda á fundi í Reykjavík (1). Bráðabirgðalög um almennan launa- skatt gefin út (1). Sextán íslenzkir bændur komnir úr ferð til Skotlands (1). Dagsbrún semur við atvinnurekend- ur (1). Iðgjaldatekjur Samvinnutrygginga 130 millj. kr. á sl. ári (2). Borgarstjórn Reykjavíkur gerir sam þykkt um skipulagsnefnd borgarinnar (3). Borgarráði heimilt að leyfa mat- vöruverzlunum kvöldsölu til kl. 10 á kvöldin (4). Páll Gíslason, yfirlæknir, kjörinn formaður Hjarta- og æðaverndarfélags Akraness (4). Fjórðungsmót Landssambands hesta manna haldið að Bólstaðarhlíð (4). Ráðstefna Evrópuráðsins um endur- skoðun landatfræðibóka haldin i Reykjavík (4). Biskupinn vísiterar Strandaprófasts- dæmi (7). Samningar nást milli vinnuveitenda og verkafólks á Vestfjörðum (8). UMSE starfrækir sumarbúðir i Kvennaskólanum á Laugalandi (9). Mikilsverðar niðurstöður landfræði- ráðstefnu Evrópuráðsins, sem haldin var hér (10). 9% afsláttur veittur í Reykjavík frá nýja útsvarsstiganum (11). Húsnæðismálastjórn mun á næst- unni verja 100 millj. kr. í lánveiting- ar (11). Fundur Sambandsráðs ÍSÍ haldinn á Akureyri (11). Fjölmennt hestamannamót haldið að Skógarhólum í Þingvallasveit (14). Fundur fastanefndar Þingmannasam ’bands NATO haldinn hér (14).' Jónatan Einarsson endurkjörinn for- maður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks ins á Vestfjörðum (16). 20 félagsdeildir hjarta- og æðasjúk- dómafélaga stofnað (17). Norræna lýðháskólanum hér lokið (18). Leikfélagasamband stofnað á Austur landi (18). Ferðamálaráð skipað. Lúðvíg Hjálm- týsson fiormaður (18). Þjóðkirkjan starfrækir vinnubúðir að Hólum í Hjaltadal (19). Fjölmenn Skálholtshátið haldia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.