Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. ágúst 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 % j- 4XSftW ' .. .-...^.tto_^\v.<v.-aVv\)»a->.v.v.v.-V.v"”.sw.-.v.v.v.vv.v.vv--.v.v- .v. ....... ...... * •• ......^.y.....^... v vy.■"■'«) > Verðir lag-anna hafa auga með l>ví, að bifreiðastjórar fari eftir settum umferðarreglum. Ekki verður annað séð en að hér sé allt í bezta lagi. — Sveinn Þornióðsson, Ijásmyndari Mbl. tók myndirnar. Ökuþórar teknir til bæna - með aðstoð lítilla sendistöðva ÞEIR MEGA nú fara að vara sig, ökubórarnir í borginni, bví að umferða- deild lögreglunnar í Rvík hefur tekið í sína bágu svo kölluð ,walkie-talkie‘ tæki Ekki er okkur kunnugt um íslenzkt orð yfir betta hug tak, en á ensku er bað myndað af sögnunum að ganga og að tala. Hér er um að ræða litlar sendi- stöðvar með rafhlöðu — í senn handhægar og hag- kvæmar. Þessi tæki eiga éflaust eft- ir að koma að góðum notum og gera lögreglunni hægra um vik með að hafa hemil á gálausum ökuiþórum. Auk þess eru þau tiltölulega ódýr, — hvert tæki kostar um 2.500 krónur, en taltæki þau, sem hifhjólaknaparnir hafa á hjól um sínum kosta um 50 þús- und. Er sýnt, að tæki þessi munu hafa mikinn sparnað í för með sér, auk þess sem þau eru vel til þess fallin að skapa betri umferðamenningu. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins áttu leið um Miklatorg í gær. Umferðin var gífurleg, bifreiðir streymdu að úr öllum áttum. Götumálunard-eild borgarinn- ar var að störfum á Miklu- brautinni, þannig að umferða þunginn hvíldi allur öðrumeg in götunnar. Yfirvöld í reið- buxum og leðurjökkum stjórn uðu umferðinni með festu og höfðu auga með því, að eng- inn svindlaði sér í röðinnL Kæmi það fyrir, var Sigurður Ágústsson, varðstjóri umferð- ardeildarinnar, tilbúinn að taka til sinna ráða. Hann gætti þess, að bifreiðastjóraí* virtu umferðaréttinn á Mikla- torgi. Þar stóð hann eins og herforingi með þarfaþingið ,,walkie-talkie“ í höndum. Yrði einhverjum bifreiða- stjóranum á í messunni, var hann snarlega stöðvaður og honunr hlýtt yfir umferða- reglurnar. Vart þarf frekari bollaleggingar um það, hvað gert yrði í málinu, ef við- komandi félli á því prófi. Kæmi það hins vegar fyrir, sem telja verður hálfu alvar- legra, að ökuþór virti að vett- ugi stöðvunarmerki lögreglu- þjónsins og hugsaði sér gott til glóðaririnar að geta stung- ið af, var það framtak dæmt til glötunar. Sigurður mundi þá einfaldlega kalla í appa- ratið sitt — og byrsta sig jafnvel — og gera lögreglu- þjóninum á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar, sem þar var til staðar með annað „walkie-talkie“ tæki aðvart. Sá laganna vörður fengi það hlutverk að taka hinn ósvífna ökuþór til bæna. Margir bifreiðastjórar hafa tilhneigingu til þess að láta gamminn geisa á Miklubraut inni, þvi að hvergi liggur beinni né breiðari vegur í allri Reykjavík. Yfirleitt líta menn fyrst í spegilinn, áður en gefið er í, og sé ekkert pólití sjáanlegt á næsta leiti, er talið rökrétt að álykta að ekkert sé því til fyrirstöðu að láta hraðamælinn stíga upp í 100. Úr því sem komið er, fara möguleikar ökuþóra til þess að láta gamminn geisa tak- markalaust að takmarkast. „Walkie-talkie“, þráðlausa firðtalsenditækið góða, setur strik í reikninginn. Tveir laganna, verðir stilla sér nú upp með hæfilegu millibili á umferðabrautinni, hvor með sitt senditæki. Sýnist þeim hraði einhverrar bif- reiðar óeðlilegur, er skeið- klukkan einfaldlega sett í gang hjá þeim sem fjær er, Sigurður Ágústsson, varð- stjóri hjá Umferðadeild lög- reglunnar með talsenditækiö. að gefnu merki um leið og bifreiðin ekur fram hjá þeim, sem nær er. Slíkar sendistöðvar geta líka komið að góðum notum við að leysa úr umferða- hnútum, t.d. inn við Laugar- dalsvöll eða á öðrum stöðum, þar sem slíkar meiri háttar samkomur fara fram. Þegar frönsku vísindamennirnir skutu eldflaugunum á loft á loft á Mýrdalssandi fyrir skörrimu, var bifhjólasveit lögreglunnar mætt með slíkt senditæki og naut aðstoðar þeirra við að beina umferðar- straumnum í réttan farveg. Þessi litlu hjálpartæki lög- reglunnar hafa þegar gefið mjög góða raun. Þau eru einn liður í herferð lögreglunnar gegn umferðaslysunum. a. ind. I, kt Af svlp þelrra Magnúsar og Sigurðar má helzt ráða þetta: „Eitthvað er hann ólöglegur þessi!“ Hvort átt er við Svein Þormóðsson, sem framkvæmdi myndatökuna á miðri götu, eða eiuhveru ökuþórinu, skal ósagt látið! S 1\ K S T LI \ \ IS Hár byggingarkostnaður OFT hefur verið á það drepið, hve byggingarkostnaður er hár hér á landi. Dagblaðið Vísir segir svo um þetta mál í forystugrein í gær: „I samningunum við verkalýðs félögin í vor var eitt þýðingar- mesta atriðið aukning íbúða- bygginga og lána til þeirra. Það var að vonum vegna þess, að fá hagsmunamál eru stærri. Á það hefur hins vegar oft verið bent í ræðu og riti, að byggingarkostn- aður sé óeðlilega hár hér á landi og of mikill hluti launatekna fari til húsnæðis — miklu stærri hluti en í nágrannalöndunum. Á þetta ekki hvað sízt við nú á sein ustu árum. Þensla hefur verið gífurleg í byggingariðnaðinum, háir ákvæðisvinnutaxtar skapazt vegna mikillar eftirspurnar eftir byggingarvinnuafli og erfitt reynzt að fá ibúðir byggðar á venjulegum töxtum“. 20% of hár „Einn reyndasti arkitekt þjóð- arinnar, Gísli Halldórsson, færði fyrir nokkru rök að því í merku erindi, að byggingarkostnaðurinn hér á landi væri 20% hærri en hann þyrfti að vera. Það jafn- gildir 100 þúsund krónum á minnstu íbúð, og er auðsætt, hver aukabaggi það er fyrir meðalfjölskyldu, sem koma vill þaki yfir höfuð sér“. Innflutningur húsa „Þess vegna er sjálfsagt að kanna þá leið, hvort innflutning- ur tilbúinna húsa, verksmiðju- húsa, erlendis frá, sé ekki ein lausn þessa vanda. Þeirri iðn- grein Liefir fleygt mjög fram á undanförnum árum, bæði á Norð- urlöndunum og annars staðar í Evrópu. Slík hús má kaupa af öllum gerðum, og mun íslenzk- um fjölskyldum þykja verð þeirra hagstætt, borið saman við byggingarkostnað hér á landi. Hins vegar hafa háir tollar, 50%, hindrað innflutning þeirra til Iandsins. Sá tollur er óeðlilega hár, því að tollur á byggingar- efni er almennt ekki nema 35%. Þess vegna kemur mjög til álita að fella toll á tilbúnum húsum algjörlega niður, meðan ofþensl- an ríkir í byggingarmálum og at- vinna er miklu meira en næg. Ugglaust yrði sú ráðstöfun til þess að flytja nýjar hugmyndir í húsagerð inn í landið, lækka byggingarkostnaðinn og minnka þá spillingu, sem nú á sér stað á byggingarmarkaðinum og öllum er kunn“. — Vatn á engjum Framhald af síðu 24 minnkaSi þegar á daginn leið, og leysti þá snjó nokkuð. Mikill vöxtur hljóp í alla læki og nú er mikið vatn á engjum í norður- hluta dalsins. Vatnsdalsá hefur þó lítið vaxið, en vatnið á engj- unum kemur úr lækjum úr fjall- inu og hálsinum. Lítið hefur verið unnið að hey- skap í Vatnsdal þessa viku og sums staðar ekkert. Víðast er mikið hey úti, en mest í sæti. Hér í útdalnum hefur talsvert víða flætt undir sætið, einkum á hólmunum við Flóðið. Heyskap- ur hefur yfirleitt gengið vel og nýting heyja er ágæt. Hefðu flest- ir lokið heyskap að mestöllu leyti um mánaðamótin ef tið hefði haldizt góð. Sumir væru nú þeg- ar búnir. — Biörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.