Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 12
12 MOKGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 26. ágúst 1964 Útgefandi: Fr amk væmdas tj ór i: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. GRUNDVÖLLUR LÍFSKJARANNA Luigi Long í ræðustól 3 Eftirmaður Togiiattis | Senrilegt a5 Luigi Longo verði leiðtogi ítalska kommúnista Ýslendingar vilja eins og aðrar þjóðir búa við sem bezt og þroskavænlegust lífs- kjör. Ekkert er heldur sjálf- sagðara og eðlilegra en að starfsöm og dugmikil þjóð stefni að því að búa sem bezt í haginn fyrir sig og kynslóð- ir framtíðarinnar. Það er gleðileg staðreynd, að íslendingum hefur á örfá- um áratugum tekizt að fram- kvæma stórvirki í landi sínu. Hér hafa ein eða tvær kyn- slóðir unnið uppbyggingar- starf, sem margar kynslóðir hafa unnið í öðrum löndum. Þjóðinni hefur ekki aðeins tekizt að vinna stórfelldar framkvæmdir um land allt og gera land sitt betra og arð- gæfara. Hún hefur jafnframt tryggt sér lífskjör, sem eru sambærileg við það bezta sem þekkist annars staðar í heiminum. En hvernig tókst íslending- um að brjótast þessa leið frá sárri fátækt til bjargálna? Þeir hófust fyrst handa um það að afla sér nýrra og full- komnari tækja til þess að bjarga sér með og hagnýta gæði lands síns. Vélbátarn- ir og togararnir leystu ára- bátana og seglskúturnar af hólmi. Arðurinn af starfi ís- lenzkra sjómanna margfald- aðist. Peningaveltan jókst, verzlunin varð innlend, banka starfsemi efldist, ræktunin jókst, túnin stækkuðp, ís- lenzkur iðnaður spratt upp, verkaskipting þjóðarinnar varð fjölbreyttari og allt þjóðlífið margbreytilegra og þróttmeira. Ný fullkomnari og afkasta- meiri atvinnutæki lögðu þannig grundvöllinn að hin- um nýju tækjum íslendinga. í skjóli aukins arðs af hinum nýju tækjum voru síðan fram kvæmdar fjölþættar félags- legar umbætur, á sviði menn- ingarmála, heilbrigðismála, lýðhjálpar og á öllum öðrum sviðum þjóðlífsins. FÁTÆKTIN Á UNDANHALDI Tslendingum hefur þannig á örskömmum tíma tekízt að hrekja á undanhald þann óvin, sem þjóðin hefur háð við langa og harða baráttu öldum saman, fátæktina, pymd og allsleysi. Það sem mestu máli skiptir nú er að.fylgja þessum sigri eftir, því fjölmörg verkefni bíða enn óleyst í hinu íslenzka þjóðfélagi. Umfram allt verð- ur að treysta grundvöll fram- leiðslunnar, tryggja það að íslenzk atvinnutæki séu rek- in á heilbrigðum grundvelli, þannig að þau skili eigend- um sínum og því fólki sem við þau starfar, eðlilegum arði, sem geri því fært að lifa við afkomuöryggi og batnandi hag. Blómlegt og þróttmikið atvinnulíf er einn- ig frumskilyrði þess, að hægt sé að halda uppi félagslegu öryggi með víðtækum al- mannatryggingum og full- kominni lýðhjálp. Okkur íslendinga greinir á um margt og við deilum oft hátt og harkalega. En mundu ekki flestir íslendingar geta orðið sammála um það, að til þess að geta tryggt þjóðinni afkomuöryggi og félagslegt öryggi, þarf grundvöllur sjálfra lífskjaranna fyrst og fremst að vera traustur og heilbrigður. Og grundvöllur- inn er bjargræðisvegir þjóð- arinnar, framleiðslutæki hennar til lands og sjávar, og arðurinn af þessum tækj- um. Því miður höfum við ís- lendingar stundum gengið gá- lauslega um gleðinnar dyr í velgengni undanfarinna ára. Þess vegna hefur verðbólga og dýrtíð magnazt og ýmis konar upplausn sett svip sinn á þjóðlífið. En yfirgnæfandi meirihluti íslendinga vill taka raunhæfum og ábyrgum tök- um á vandamálunum á hverj- um tíma og gerir sér það jafnframt Ijóst, að til þess að framfarasókninni og barátt- unni fyrir bættum lífskjör- um verði haldið áfram með góðum árangri, verður þjóð- in að sníða sér stakk eftir vexti og miða kröfur sínar til lífsins gæða við þann arð, sem hún dregur í bú sitt á hverj- um tíma. Það er aldrei hægt að eyða meiru en því, sem aflast. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur átt ríkan þátt í þeirri upp- byggingu bjargræðisveganna, sem skapað hefur þjóðinni bætt lífskjör, aukið félagslegt öryggi, bætt menntunarskil- yrði og alhliða umbætur á öll- um sviðum þjóðlífsins. Hann mun halda áfram baráttu sinni fyrir að treysta grund- völl lífskjaranna, bæta þau og skapa rúmgott og réttlátt þjóðfélag á íslandi. = NOKKRAR vangaveltur hafa 5 veriS um það hver tæki við 3 formennsku ítalska kommún- 3 istaflokksins eftir lát Palmir- S os Togliattis sl. föstudag. 3 Skiptir það að sjálfsögðu tals- H verðu máli þar sem hér er um 3 að ræða stærsta kommúnista- | flokk í vestrænu ríki, og eru 3 skráðir flokksmenn hans um 3 1750 þúsund. 3 Fljótlega verður miðstjórn H flokksins kölluð saman til 3 fundar til að kjósa formann 5 og er það álit flestra, sem til S þekkja, að Luigi Longo verði = fyrir valinu, en hann hefur = verið varamaður Togliattis 3 frá 1946 ag starfandi formað- = ur undanfarna mánuði vegna = veikinda Togliattis. H Þótt líklegast sé talið að 3 Longo verði kjörinn, hafa = þrjú nöfn önnur verið nefnd 3 í þessu sambandi. Eru það 3 Giorgio Amendola, 56 ára, 5 sem lengi hefur verið fylgj- 3 andi meira „lýðræði" innan 3 flokksins og minni áhrifum 3 frá Moskvu. Þá er það Pietro 3 Ingora, 49 ára, forsvarsmaður 3 „kínversku línunnar“, og loks = Giancarlo Pajetta 56 ára, sem 3 á sæti í miðstjórninni. RAÐSTEFNUR í REYKJAVÍK |7jöldi norrænna og alþjóð- * legra ráðstefna hefur á þessu sumri verið haldinn hér í Reykjavík. Er ástæða til þess að fagna þeirri stað- reynd. Heimsóknir margra áhrifamanna frá mörgum íöndum til íslands munu eiga sinn þátt í því að auka þekk- inguna á landi okkar og stuðla að bættri aðstöðu þess á ýmsa lund. Það er að vísu svo að þær raddir heyrast oft hér á landi að lítið gagn sé að aðild íslands að alþjóðlegu Isamstarfi. Það hafi aðeins í Luigi Longo hefur verið fé lagsbundinn kommémisti frá 1922, skömmu eftir að flokk- urinn var stofnaður á Italíu. Hann var áður fylgismaður jafnaðarmanna, og starfaði um tíma við málgagn þess flokks, blaðið „Avanti". Við þetta sama blað hafði Musso- lini, síðar einræðisherra, starf að áður en hann stofnaði fas- istaflokk sinn árið 1919. Eftir að Mussolini komst til valda var öll starfsemi komm- únista’ bönnuð á Ítalíu, og næstu árin var Longo hand- tekinn hvað eftir annað fyrir að skipuleggja neðanjarðar- starfsemi gegn stjórninni. Varð hann loks að flýja land árið 1927 og settist fyrst að í Frakklandi þar sem hann vann að skipulagningu æsku lýðsstarfs á vegum flokksins. Síðar var hann um tveggja ára skeið í Moskvu. Þegar borgarastyrjöldin hófst á Spáni var Longo send ur þangað, og varð einn helzti leiðtogi útlendingahersveit- anna, sem börðust gegn Franco. En eftir sigur falang- ista Francos sneri Longo aft- ur til Parísar, Þar var hann för með sér fjárhagsleg út- gjöld vegna ferðalaga fárra útvaldra á fundi og ráðstefn- ur úti í löndum. Vitanlega verða íslending- ar að miða þátttöku sína í al- þjóðlegu samstarfi við fjár- hagslega getu sína og allar aðstæður. En engum hugsandi manni kemur til hugar að það væri mögulegt fyrir íslend- inga að einangra sig frá þátt- töku í slíku samstarfi. Allar þjóðir í öllum heimshlutum gera sér ljóst að þær geta ekki komizt hjá því að vinna með öðrum þjóðum að lausn fjölmargra þýðingarmikilla mála. Að vísu miðar oft seint í alþjóðlegu samstarfi og handtekinn og sat í frönskum 3 fangelsum árin 1939-41. Eftir 3 sigur Þjóðverja framseldi 3 Petain-stjórnin Longo til Ita- 3 líu, og næstu tvö árin mátti 3 hann enn gista fangelsi Musso = linis. 3 Eftir að Mussolini hafði ver 3 ið hrakinn frá völdum 1943 = og Longo leystur úr haldi, tók 3 sá síðarnefndi að skipuleggja 3 skæruliðahernað gegn Þjóð- 3 verjum í norðurhéruðum íta- 3 líu, en þangað hafði Musso- = lini leitað á náðir nazista. = Gekk Longo þar vasklega 3 fram í baráttunni að hann 3 var sæmdur bronzstjörnu 3 bandaríska hersins í lok styrj 3 aldarinnar. Skömmu áður en H styrjöldinni lauk náðu skæru- = liðar að handtaka Mussolini 3 ásamt frillu hans, Clara 3 Petacci, og voru þau bæði 3 tekin af lífi sem kunnugt er. 3 Sagt er að fyrirskipunin um 3 aftökuna hafi komið beint frá 3 Luigi Longo. Að stríðinu loknu var starf 3 semi kommúnistaflokksins 3 heimiluð að nýju á Ítalíu, og §| hóf Longo þá fyrri störf sin = þar. Hann var fyrst kosinn á j§ þing árið 1948 og hefur átt = þar sæti síðan. árangurinn er ekki mikill af einstökum fundum og ráð- stefnum. En heilbrigð kynni þjóðanna og ráðamanna þeirra aukast og verða nánari með hverju árinu sem líður. Af því leiðir aftur vaxandi skilning á hagsmunum og lífs viðhorfum hinna fjarskyld- ustu og fjarlægustu þjóða. Við lifum í dag í einum heimi, þar sem örlög fólks- ins verða stöðugt nátengdari. Þess vegna stefnir hið víð- tæka alþjóðlega samstarf í rétta átt. Án þess tekst ekki að eyða margvíslegum mis- skilningi, sem skapar hættu á ófriði og ógæfu meðal þjóð- anna. 'llllllillllllllllllllllllllllllllllllllliillllllllilllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllll 'llllllllllllllllllllllllllillllillllllllillllllllllilllllllllllllllllilllllllllllllllliiiiiiiiiitiiiiiiniui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.