Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 26. ágúst 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 Tveir hekfarar af lyngi brunnu HJÁLPAUSVEIT skáta í Hafnarfirði vann í fyrradag dag- langt vi9 aS slnkkva eld, sem kviknað hafði í Eldborgarhrauni á mörkum Gullbring'u- og Kjós- arsýslu. Logaði eldurinn í lyngi á nær tveggja hektara svæði og lagði af mikinn reyk. — Jarðfræðinemar Framhald af bls. 24. I»essir fulltrúar frá jarðfræði- og landfræðideildum Norður- landaháskólanna voru sammála um að ísland hefði algera sér- etöðu til athugana í jarðfræði. Myndunarsaga Islands byrjar eiginlega þar sem saga hinna Norurlandanna endar, á tertier- tímabilinu, og engin eldfjöll eru til þar nema eitt á Jan Mayen. Próf. Noe- Nygaard frá Kaup- mannahöfn sagði m. a. að af þess um sökum væri það mikill feng- ur að geta látið eldri stúdenta í jarfræðinámi koma hingað og upplifa þá fljótu myndun sem enn er í gangi. Mundi nemend- unum skipt í tvo hópa þannig að ennað árið komi þeir sem hafa mestan áhuga á jöklum og hitt árið þeir sem frekar hafa áhuga á eldfjallafræðunum. Þeir gætu lært mjög mikið hér og það sé mikill fengur að því, að Norður- landaráð skyldi hafa mælt með því að ríkisstjórnirnar styddu þá hugmynd. Auk þess hefi dr. Sig- urður Þórarinsson með öskulaga- rannsóknum sínum gert fært að tímasetja atburði úr jarðmynd- unarsögu íslands. Sérstaða um eldfjalla og jöklaraunsóknir Próf. Hoppe frá Stokkhólmi tók undir það, sagði að hér yæri sérstaða hvað eldfjalla- og jökla- rannsóknir snerti. Auk þess væri hér dr. Sigurður Þórarinsson, sem stæði í fremstu röð vísinda- xnanna á sviði eldfjallafræði og jöklafræði. Hann hefði með ösku lagarannsóknum sínum lagt grundvöllinn undir aldursákvarð anir jarðlaga. Próf. Wecko Okko frá Hel- sinki sagðist vonast til að ein- hverjir af sínum 65 jarðfræði- nemum fái tækifæri til að koma til Islands. Jarðmyndanir séu svo gamlar í Fínnlandi, að mikill fengur væri fyrir þá að fá að ikoma til íslands, til að sjá hvað hér er að gerast. Próf. Tom Barth frá Oslo lagði áherzlu á að til að geta talizt til menningarþjóða verði maður að fylgjast með vís- indum, en litlar þjóðir verði að veija sér þar svið, þar sem ekki sé hægt að fylgjast með alls stað er. f jarðfræði hafi ísland tæki- færi til að vera í fremstu röð og vegna sérstakra aðstæðna hér geti íslendingar lagt fram stór- skerf til alþjóðlegrar þekkingar á þessu sviði. Bætti hann því við að lrann teldi nauðsynlegt að komið yrði upp háskóladeild hér í jarðfræðL Prófessorarnir eru á förum heim. Á ferðum sínum upplifðu þeir alls konar veður á íslenzk- lum fjöilum, svo sem sandstorm, rigningu, snjókomu og auk þess eáu þeir eldgos og lentu í jarð- ekjálfta. Þeir voru mjög ánægðir sneð ferðina. — Goldwafer Framhald af bls. 1. virtist sem stjórn Johnsons væri að semja um frið í Suð- ur-Vietnam. En með því væri forsetinn að opna kommúnist- um greiða leið inn í þetta vinaríki Bandaríkjanna í Suð austur-Asíu. Taldi hann að niðurstöður bandarísku leyni þjónustunnar, sem birtar voru í síðustu viku, virtust lýsa fylgi við þá stefnu de Gaulles, Frakklandsforseta, að gera landsvæðið að hlutlausu svæði. Skátamir beittu hrífum, kvísl- um og skóflum við slökkvistarfið og gerðu breiða geil umhverfis eldisvæðið, oig tókst að lokum að hefta þannig útbreiðslu eldsins. f gærdag hringdi til Mibl. Sveinn Indriðason sem kvaðst hafa verið á ferð á þessum slóð- um á sunnudaginn ásamt konu sinni. Komu þau þar að er fól'k úr tveimur bílum, sem numið höfðu staðar, var að reyna að slökkva eld, sem kominn var upp í lynginu. Höfðu bílarnir numið staðar er reykur sást leglgja úr lynginu. Höfðu þar brunnið 2—3 fermetrar. Fólkinu tókst að vinna á eld- inum að mestu, en óttaðist þó að hann kynni að blossa upp á nýj- an leik. Sagði Sveinn, að þau hjónin hefðu látið yfirvötdin í Hafnarfirði vita á Leið til Reykja víkur. Talið hafði hinsvegar, að þetta væri ekki í umdæmi staðar inis. Sveinn kvaðst hafa farið í þeirri trú, að viðkiomandi yfir- völdum hefði þá verið gert að- vart, en það hafi bersýnilega ekki verið gert, og því hafi far- ið sem fór. Safnið rekið í Vatnsdalsrétt. Myndina tók Björn Bergmann fyrir Morgunblaðið í gær. Um 4,ooo fjár réttað í Vatnsdal í gœrdag Venjulegur rétfardagur þar er 19. septemher Bjarni Jónsson, bóndi í Flögu og Jón sonur hans á leið á Vatns- daLsrétt í gær. ('Ljósm. Mbi. Björn Bergman). Blönduósi 26. ágúst í DAG var réttað í Vatnsdals- rétt og Auðkúlurétt og mun al- drei áður hafa verið réttað þar svo snemma á sumri. Vatnsdæl- ingar og Þingbúar sem eiga sameiginlega afrétt, höfðu ákveð ið að sækja fé fram fyrir heiðar- girðinguna um næstu helgi og rétta 30. þ.m., en vegna hretsins Leiðrétting Akureyri 25. ágúst NOKKRAR prentvillur hafa orðið í greininni um örlygsstaði í sunnudaigsblaði Mlbl. Er sú versta að þar stóð að fjórir menn hefðu fallið af Sturlungum, en áttu að vera 49. Klængur Bjarna- son, les Bjarnarson, Sólveig, les Solveiig, vafalaiust, les vafalaus, allbof les alloft. Þá á orðið vopna- gnýrinn að falla niður. Auk þess, sem hér er getið, voru í grein- inni nokkrar minnilháttar prent- villur. — Sv. P. mikla var því flýtt. Sl. föstudag fór Lárus 1 Grímstungu fram á heiði. Hann kvað snjó hafa verið mjög til tafar og einstöku skafla sagði hann hafa náð hestunum í kvið. Mikiii fjöldi fjár stóð þá við girðinguna. í gær var heiðin orðin auð. nema hvað snjódílar sáust hér og þar og féð var aftur farið að bíta fram. Ekki var smalað nema skammt norður fyrir girð- inguna, en um 4.000 fjár kom þó til rétta. Grímur Gíslason, bóndi í Saur bæ, kvað ekki líklegt að fé hefði fennt á heiðinni. Hann taldi féð líta vel út en að sjálf- sögðu væru lömbin smá ennþá. Venjulegur réttardagur í Vatns- dal er 19. september. — Björn. Bnn ríkir óvissa um vara- forsefaefni demókrata Búizt við tilkynningu Johnsons í dag. Humphrey talinn íiklegastur. Atlantic City, New Jersey, 25. ágúst (AP-NTB). FLOKKSÞiNG demókrataflokks- ins í Bandaríkjunum hófst í Atlantic City á mánudagskvöld (kl. 0,56 eftir ísl. tíma), og stóð fyrsti fundurinn yfir í tæpar þrjár klukkustundir. Fundir hóf- ust að nýju í dag án þess að úr- skurðað hefði verið hverjir væru réttkjörnir fulltrúar frá ríkjunum Mississippi og Alabama. Beðið er enn með eftirvæntingu eftir því hver verður tilnefndur varafor- setaefni flokksins, en ekkert hef- ur verið látið uppi um það. Var skýrt frá þvi í Hvíta húsinu í dag að Johnson forseti hafi ens ekki ákveðið hvenær eða hvern- ig hann tilkynni ákvörðun sína varðandi varaforsetaefnið. Enn er þó talið sennilegast að Hubert H. Humphrey, Ötdungadeildar- þingmaður frá Minuesota, verði fyrir valinu. Frá því á föstudag hefur kjör- bréfanefud landsþingisins reynt að úrskurða um hvaða fulltrúar frá Alabama og Mississippi skuli sitja þiingið, en ekki tekizt það. Frá Mississippi eru tvær sendi- nefndir konanar til þings, og krefjast háðar setu. Er örtnur þeirra skipuð fuiltrúum „frelsis- flokksins“ svonefnda, aðallega blökkumönnum, og berst sú nefnd gegm því að nefnd hvítra manna, sem flokksforustan í rik- inu kaus, hljóti sætin á þinginu. Var búizt við að deilur þessar yrðu teknar fyrir á þinginu í kvöld. Varðandi Alabama horfir mál- ið nokkuð öðruvísi við. í gær- kvöidi var úrskurðað á þimginu að hver einstakur fulltrúi skyldi undirrita yfirlýsingu um stuðn- ing við stefnu flokksins, m. a. að því er varðar mannréttindalög- in nýju. Áður hafði yfirgnæfandi meirihiuti Alabamanefndarinnar lýst sig andvígan þessum lögum. Og í gærkvöldi neituðu allflestir nefndarmenn að undirrita yfir- Lýsinguna. Engu að síður gekk Alabamanefndin, með Eugeme Coimor i fararbroddi, til sæta sinna í fundarsalnum, ag var ekki gerð tiiraun til að hindra það. Connor þessi var lögreglu- stjóri í borginni Birmingham í Alabama þegar mest var um kyn- þáttaóeirðir þar í fyrra. Á miðvikudagsmorgun verður kjörinn fróunbjóðandi flokksins við forsetakjörið í haust, og er enginn vafi talinn á því að Lyndon B. Johnson verði fyrir valinu. Meiri óvissa ríkir um varaforsetaefnið, og er talið að Johnson muni skýra frá því hvern hann hefur í huga I það embætti í sjónvarpsræðu, sem hann flytur frá Hvíta húsinu eft- ir að þingið hefnr kosið hann forsetaefni. Seint í kvöld ákvað kjörbréfa- nefndin að mæla með þvi að nefnd hvítra manna frá Missis- sippi skyldi hljóta sæti á lands- þinginu gegin yfirlýsingu um að hún styddi s'tefnu flokksins. Einn ig skyldu tveir fulltrúar blökku- manna frá Mississippi fá sæti á þinginu sem sérstakir fulltrúar með atkvæðisrétti. Aönr fulitrú- ar blökkumannantia fái hinsveg- ar sæti sem áheyrnarfuiitrúar. Sýnin« Öldu opin 5 til 10 MYNDLTSTARSÝNING frú Öldu Snæhólm að Steinagerði 2, sem getið hefur verið hér í blað- inu lýkur annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Sýningin er opin frá kl. 5 til 10, en sýningartíminn misritaðist í biaðinu í gær. Leiðrétting ÞAU leiðu mistök urðu í texta með mynd, að þáttakendum í skógræktarfor til Noregs, sem fylgdi gnein Jóihannesar Siigfinns sonar í Mbl. í gær, að nöfn voru talin frá vinstri, en áttu að telj- ast frá hægri. Eru hlutaðeigend- ur beðnir veivirðingar á þessum mistökum. - //>rótfir Framhald af bls. 22. grímur Starri Björgvinsson, Garði. Staðið var upp frá borðum eft ir 5 % klst. setu og gengið í íþróttahúsið. en þar skemmti með söng Karlakór Reykdæla undir stjórn Þórodds Jónssonar, læknis. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. íþróttasýning- ar höfðu verið ákveðnar úti, en urðu að falla niður sökum ill- viðris. Héraðssamband Þingeyinga minnist þessa afmælis með fleiri félagsmótum. Og í haust kemur út saga þess í myndarlegri bók. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.