Morgunblaðið - 28.08.1964, Side 2

Morgunblaðið - 28.08.1964, Side 2
2 MORGUN SLAÐIÐ Fðstudagtrr 28. águst 1964 Áætlunarfer&ir Heklu ab Surtsey ÁKVEÐIÐ hefur verið að strand ferðaskipið Esja verði tekin til flokkunarviðgerðar eftir 8. sept. n.k. og mun viðgerðin sennilega taka einn til einn og hálfan mán- uð. Á meðan mun Hekla fara áætlunarferðir Esju, en þannig er háttað, að Hekla átti upphaf- Iega að vera í i'okkunarviðgerð á þessum tíma en viðgerð hennar var frestað til næsta árs til þess að hin dýra flokkun skipanna beggja koir.i ekki á sama árið. í sambandi við þessa ráðstöf- un fær Hekla nokkra lausa daga um fyrstu helgina í september og er nú ráðgert að nota þá á þann hátt, að gefa fólki kost á þremur þaagilegum ferðum með skipinu til Vestmannaeyja og þar með til Surtseyjar, en veru- leg eftirspum hefur verið eftir skipstfari á þessar sióðir. Verður öllum ferðunum hag- að þannig að skipið verði við Surtsey í ljósaskiptunum að kvöldinu, þannig að eyjan sjáist öll ef skyggni er til þess og einnig sjáist hið glóandi hraun- flóð, en flestum eða öllum, sem séð hafa Surstey, við slík skil- yrði, kemur saman um að það sé tilkomumest. Mun nánari aug- lýsing birtast um þetta í blað- inu í dag eða á morgun. (frá Skipaútgerð ríkisins). Aðolfundur Skég- ræktarfélugs íslands hefst í dag AÐALFUNDUR Skógræktarfé- laigs íslands verður settur að Skáldatími gefinn út hjá Gyldendal KAUPMANNAHÖFN, 27. ágúst. — Skáldatími Halldórs Laxness er meðal þeirra bóka sem koma út í haust hjá forlagi Gyldendals. Kemur bókin væntanlega út þegar í september. Þá kemur um líkt leyti út bók eftir færeyska rithöfundinn William Heinesen, sem nefnist „Det gode haab“. Er það fyrsta skáldsagan um langt árabil, sem Heinesen lætur frá sér fara. — Rytgaard. Laugarvatni kl. 10 f.h. f dag. Hákon Guðmundsson, formaður íélagsins ávarpar fundinn, en síðan flytur framkvæmdastjóri þess, Hákon Bjarnason, skýrslu sína. Þá flytur Snorri Sigurðsson skógfræðingur erindi og reikn- ingar verða síðan lagðir fram. Að því loknu verður kosið í nefndir og tillöigur fram bornar. Snæddur verður hádegisverður að Laugarvatni og kl. 2. e.h. fara fundarmenn upp í Haukadal og ganga um Austmannabrekkur í Haukadalshlíðum. og Hákon Bjarnason flytur erindi um sögu Haukadals. Að Geysi verður snæddur kvöldverður og síðan haldið aftur að Laugarvatni. Bátar fjarlægöir í Örfirisey í GÆRMORGUN var unnið að því að fjarlægja trillur, sem lágu í hirðuleysi á lóð, sem Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjan hefur á leigu í Örfirisey. Voru fjarlægðir 15 bátar og þeir fluttir vest- ast á eyna. Var orðið mjög ljótt um að litast á þessu svæði vegna fjölda smábáta, sem lágu þar í algjöru hirðu- leysi. Er alllangt síðan þess- ar hreinsunarframkvæmdir voru auglýstar, en engu að síður hafa eigendur bátanna lítt skeytt um að forða þeim frá glötun. Stefán Jóhannsson, sem hefur umsjón með hreinsunar aðigerðum í bænum af hálfu lögreglunnar, sagði blaðinu í gær, að Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan hefði farið fram á, að bátar á lóð hennar í Örfirisey yrðu fjarlægðir, svo og nokkrir skúrar, sem þar eru. Voru bátarnir fluttir í gær á vögnum vestur undir Esso-stöðina, en skúrarnir verða fjarlægðir í dag. Þá mun hafnarstjórn láta til skarar skríða innan skamms og hefja brottflutning báta af svæði hennar í eynni. Stefán sagði, að einungis tveir þess- ara báta virtust hafa verið sjósettir í sumar. Fyrir nokkr- um árum var mikill áhugi á smábátaútgerð, en nú virð- ist hann nokkuð í rénun, ef dæma má af óreiðubátunum vestur þar. ^KRANESI, 27. ágúst. — Hafn- I arferjan liggur við sementsgarð- inn og hleður 352 tonn af sementi. Siglir hún svo í fyrramálið kl. 5 til Reykjavíkur. — Oddur. Ágætt héraðsmót í Beykjanesi HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Norður-ísafjarðarsýslu var haldið í Reykjanesi síðastliðinn sunnudag. Fór mótið hið bezta fram, Samkomuna setti Baldur Bjarnason, bóndi frá Vigur, og stjórnaði síðan mótinu. Dagskrá- in hófst á einsöng Guðmundar Jónssonar, óperusöngvara, en undirleik annaðist Carl Billich, píanóleikari. Þá flutti Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, ræðu. 9'ðan fóru leikararnir Róbert Armfinnsson og Rúrik Haraldsson með skemmtiþátt. Þessu næst flutti Matthías Bjamason, allþingismaður, ræðu. Að lokum söng Guðmundur Jónsson einsöng. Var ræðumönn- um og listamönnum mjög vel tekið. Lauk mótinu með því, að stiginn var dans fram eftir kvöldi. Þessi mynd var tekin við brun arústirnar á Grandagarði í gærmorgun. Gunnlaugur B. Jónsson, heildsali, ræðir við brunaverði og virðir fyrir sér ónýtt postulín, sem hann hafði flutt inn. Átti hann í skemmunni tvær sendingar af kaffistellum, sem kosta um 10 þús. króna hvert út úr búð og hafði hann þegar selt þau. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Bílarnir fundust í fönn BLAÐH) hafði í gær tal af Braga Sigurðssyni hjá Bílaleig- unni Bílnum, en hann fór ásamt Guðbjarti Pálssyni, forstjóra og þrem öðrum mönnum inn í Ó- dáðahraun á þriðjudag til þess að huga að bílunum tveimur, sem Svisslendingarnir skildu þar eft- ir, svo sem áður hefur verið skýrt frá í blaðinu. Hittu þeir Svisslendingana í Reynihlíð við Mývatn, áður en þeir lögðu af stað inn á öræfin, og voru þeir allir ólmir að kom- ast með í ferðina inn eftir. Réðu úrslit spila, hverjir fóru með. Var haldið á þriðjudagsmorgun frá Reynihlíð á Dodge Weapon og rússajeppa og ekið um Herðu breiðalindir suður fyrir Öskju. Sagði Bragi, að snjór hefði verið mikill þar sem bílarnir tveir voru, um sex kílómetra fyrir norðan Kattberking, eiginlega í mynni Dyngjufjalladals. Var þar snjór kominn í öll lægðadrög, og í Dyngjufjalladal sást hvergi örla á svartan bletrt. Var veðrið mjög breytilegt, og lentu þeir um stund í stónhríð. Bílarnir tveir, sem Svisslend- ingarnir urðu að yfirgefa, reynd- ust vera gangfærir. Annar þeírra, Willis-jeppi, fór þegar í gang, en alíudæla var biluð í hinum, rúrra jeppanum. Bifvélavirki var með í förinni, og gerði hann þegar við dæluna. Var ekið sömu leið til baka og farin hafði verið, Reynihlíð, því að Svartárkotsleið virtist ófær sakir fannfergis. Mun leið Svisslendinganna hafa teppzt vegna snjóa og völdu þeir þaiin kostinn að yfirgefa bílana og halda af stað fótgangandi til byggða. Sagði Bragi, að sér virt- ist það rökrétt ákvörðun eins og á stóð. Eyjobótai afla vel VESTMANNAEYJUM 27. ágúst. Sildveiði Eyja'báta hefur glæðzt l þessari viku. Hafa bátarnir siglt um 6—7 stundir austur undir Hjörleifshöfða og aflað þar sæmilega. Hefur síldin verið grunnt í sjónum og nokkrir bát- •ir rifið næturnar. Hún er misjöfn að gæðum. Hafa bátarnir flestir verið með um 1000 tunnur úr hverri veiðiferð, og í morgun kom Hrafn Sveinbjarnarson II. hingað með 2200 tunnur. Þá kom Pétur Ingjaldsson hingað einnig með 1400 tunnur. Síldin fer einkum í bræðslu, en frystihúsin tóku einnig á móti síld í gær og var nýtingin um 60—65%, þar sem notaðar eru flokkunarvélar. Báðar verk- smiðjurnar bræða með fullum afköstum og eru þrær fullar, með um 0000 tunnur. — B.G. Prédikor í Lcngholtskirkjo SR. STEPHANO R. Moshi, bisk- upinn, sem prédikar í Lang- holtskirkju kl. 10.30 á sunnu- dagsmorgun, var nýlega út- nefndur biskup hinnar nýstofn- uðu lúthersku kirkju í Tangan- yika, en hún var stofnuð í fyrra af sambandi sjö kirkna. Forsæti við vígslu hans skipaði Hans Lilje, biskup í Hannover, for- seti lútherska heimssambands- ins. Ekki mjög hættulegt Loftleiðum? SAMKVÆMT því, sem Morgun- blaðið hefur fregnað, og í fram- haldi af frétt í blaðinu í gær um samþykkt IATA, Aliþjóða- sambands flugfélaga, þá er hæpið að mikil röskun verði á farmiða- sölu Loftleiða, og fyrirgreiðsla f því sambandi, vestan hafs, þótt samiþykktiin nái fram að ganga. Loft-leiðir munu hafa selt mest af farseðlum sínum í ferðaskrif- stofum vestan hafs, og þær ann- azt alla fyrirgreiðslu, þótt félag- ið hafi að auki haft samning um slíka samvinnu við bandarísk flugfélög. Hins vegar má fullyrða, að stefna IATA I þessu máli, og öðrum, varðandi Loftleiðir, sé á engan hátt í anda frjálsrar sam- keppni, og því verður athyglis- vert að fylgjast með, hvernig Flugráð Bandaríkjanna tekur þeim tilmælum, að samþykkt IATA verði vísað á bug. Samkvæmt fréttum að vestan, hefur lögfræðingur félagsins þar lýst því yfir, að IATA sé að reyna að „kæfa saimkeppni, at ásettu ráði“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.