Morgunblaðið - 28.08.1964, Qupperneq 15
Föstudagur 28. águst 1964
MORGUN BLAÐIÐ
15
UNDIR grænum brekkum fjalls-
ins, þar sem grettið andlit Hruna
karlsins gægist út úr brúninni
liggur „Staðurinn" í sólbaði
þessa heita og heiða ágústdags.
Það er eins og hann sé — engu
BÍður en fólkið — að njóta sum-
arsins og sólarinnar eftir hina
mörgu, svölu regndaga júlímán-
aðar þegar aldrei þornaði af
steini, þegar grasið spratt óvið-
ráðanlega úr sér, þegar kýrnar
geltust ■' sunnlenzka rosanum svo
Hruni í Ytri-Hrepp. Eftir fagran, bjartan dag, slær á staðinn
gullnum roða kvöldsólarinnar.
hlaupa fram í eldhúsið, en þang-
að mátti hann vitanlega ekki
fara. Ég kallaði því til hans og
sagði honum að mamma hans
væri fyrir utan gluggann og
vildi tala við hann. Kom hann
þá svo nálægt, að ég gat seilst
til hans og kippt honum út.
Þvínæst stökk ég £ símann, en
um leið og ég náði sambandi
brann þráðurinn sundur. Ég
fékk með naumindum bjargað
kirkjubókunum, en svo að segja
ekkert bjargaðist af innbúi mínu
eða annarra, sem áttu heima í
húsinu. Fljótt sást til eldsins frá
næstu bæjum og menn dreif að
til hjálpar. Þeir fengu borgið
mestu af bókasafni hreppsins,
sem geymt var í útbyggingu,
gamla þinghúsinu. Svo brann
húsið allt til kaldra kola. Það
var mikil mildi Guðs að ekki
I varð neitt slys.
Þar er aldrei brotið glas
Spjallað við sr. Sveinbjörn í Hruna um búskap
vegna gekk þetta allt fljótar en
ella. Húsið var tilbúið til íbúðar
á næsta ári.
— ★ —
í Hrunamannahreppi eru um
400 manns. Er það sjálfsagt eitt
fjölmennasta hreppsfélag á land-
inu utan þéttbýlis. Þótt víða sé
glæsilegt um að litast í sveitum
landsins, þá mun almennt talið
að hvergi séu framfarir jafnmikl-
ar og í þessari uppsveit Árnes-
þings. Hér er vandamálið ekki
það hvernig eigi að halda unga
fólkinu heima, heldur hitt hvern-
ig skaffa eigi öllu því fólki jarð-
næði, sem vill vera heima. Hér
er starfandi eitt af landsins
stærstu ungmennafélögum með
gróskuríku og fjölþættu starfi.
Formaður þess er Haraldur
Sveinsson á Hrafnkelsstöðum.
M.a. gengst það fyrir hinni al-
kunnu skemmtun á Álfaskeiði —
fyrirmyndarsamkomur með
myndarlegri menningardagskrá.
Ungmennafélagið á einnig aðild
að hinu stóra og glæsilega félags-
heimili á Flúðum. Þar hefur ung-
mennafélagið skipað sér í varð-
sveit gegn innrás óreglu og ó-
menningar. Ungir menn úr félag-
inu annast löggæzlu á samkom-
ocj félagslíf i Hrunamannahreppi
að mjólkurinnleggið í Flóabúið
fór mörg prósent niður fyrir það
normala.
En „nú er hafinn annar óður“.
í staðinn fyrir vatnanið og úr-
helli landsynningsins er kominn
ljúfur söngur norðanáttarinnar
með brakandi þurrki frá morgni
til kvelds. Þetta eru dýrmætir
dagar og erfiðir dagar fyrir alla
búandmenn. Afkoma ársins og
ánægja lífsins er komin undir
því frekar en flestu öðru að
þessir dagar notist vel — að verk
hyggni og hagsýni sé samfara
atorku og áræði og framkvæmda-
dug.
Þetta á við um alla, sem í sveit
wm búa og einhvern búskap
reka, jafnt lærða sem leika. En
Tiú eru þeir að vísu orðnir fáir
lærðu mennirnir, sem búskapinn
Btunda. Hvar sem þorpskríli hef-
ur myndazt, safnast embættis-
menn viðkomandi í plássi þar
taman. Það eru helzt nokkrir
prestar, sem enn halda tryggð
við búskapinn á prestssetrum sín
um. Sumir halda að þeir muni
vera síðustu lærðu mennirnir á
íslandi, sem eiga sitt undir sól
og regni eins og Stephan G.
„Staðurinn“ undir Hrunanum
«r samnefndur honum og við
hann kannast allir. Þar hefur
verið kirkja og staður frá önd-
verðri kristni og hver merkis-
klerkurinn af öðrum setið hann.
Sviphýrt er þangað heim að líta
og ekki síður um að litast á
heimahlaði. Hér er öllu vel fyrir
komið, öllu vel við haldið. Það
er auðséð á öllu, innan bæjar og
utan, að þessi staður er setinn
með prýði. Hús ’og kirkja nýmál-
uð, stéttar og stígar hreinleg og
skipuleg, kirkjugarður og blóma
garður, báðir sannkölluð staðar-
prýði. Kirkjan er 99 ára. Á næsta
ári verður hér mikil hátíð á ald-
arafmaelinu, og það er bezt að
láta lýsingu á þessu guðshúsi
bíða þess tækifæris. Eitt sinn
stóð kirkjan uppi á Hrunanum
og sér enn móta þar fyrir kirkju-
stæðinu. En sú kirkja fór ekki
vel. Það var ekki- von. Fólkið
Var svo óguðlegt. Það fór að
dansa í húsi guðs á sjálfa jóla-
nóttina. Það kunni ekki góðri
lukku að stýra. Þegar dansinn
dunaði var kölski ekki lengi að
renna á hljóðið. Hann fann að-
hér bar vel í veiði. Hann kom,
tók í hringinn á kirkjuhurðinni
og kvað vísu þessa:
Held ég hér í hurðarhring
hver, sem það vill lasta.
Ekki er þetta komið í kring
kemur til kasta
kemur til minna kasta.
Síðan sökk kirkjan í jörð
niður.
Svona fer þegar fólkið mis-
notar hátíðir og helgidaga.
En allar hugsanir um hrap nið-
ur í sótsvart víti eru harla fjar-
lægar þegar litazt er um af Hrun-
anum þennan bjarta ágústdag og
horft yfir þennan fríða stað. Hér
er búsældarlegt og allmikil rækt-
un að sjá, enda þótt búið sé ekki
stórt, a.m.k. ekki þegar borið
er saman við það sem almennt
er í þessu mikla landbúnaðar-
héraði, sem framleiðir fleiri
mjólkurpotta heidur en nokkur
önnur sveit á landinu. En það
er hægt að búa vel, þótt ekki
Xungufellskirkja. Xungufell er elzti bær í Hrunamannahreppi
og sá bær á Suðurlandi, sem fjærst liggur sjó. Skemmst er í
Hvalfjörð — 58 km (Árb. Ferðafél.). í Xungufellssókn eru 5
bæir, um 25 manns. Meðan Reykjadalur var sérstakt prestakall
var Xungufell annexía þaðan. Með konungsbréfi 21. júlí 1819
var Reykjadalskirkja aftekin og Xungufell lagt undir Hruna.
sé búið stórt. Svo mun vera hér
í Hruna.
— ★ —
Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson
fékk veitingu fyrir Hruna að af-
staðinni kosningu vorið 1944. Sjö
árum síðar kvæntist hann Olmu
Ásbjörnsdóttur úr Reykjavík.
Hún var ekkja Páls Magnússonar
flugmanns, sem fórst í flugslysi
í Englandi og áttu þau tvö börn.
Þeim prestshjónunum hefur orð-
ið auðið tveggja barna og stunda
systkinin öll búskapinn með for-
eldrum sínum, þegar tóm gefst
til frá skólanámi.
Það er alltaf einhver sérstakur
svipur lífs og starfs yfir degin-
um og veginum á þéim prest-
setrum þar sem búskapur er rek-
inn. Þar er alltaf fullt af verk-
efnum, annirnar kalla, fjölbreytn
in skapar annir allan ársins hring,
umsvif og útveganir, erfiðleika
og sigra. Og þannig er það líka
hér á Hruna. En eftir störf dags-
ins við heyskap, mjaltir og Önn-
ur búverk, nær unga fólkið sér
í hesta eða fær sér far með jeppa
og heldur til sundlaugar sveit-
arinnar til að þvo af sér svit-
ann og rykið og njóta hollustu
hinnar nytsömu íþróttar. En
gestirnir setjast með prestshjón-
unum inni í stofu í húmi síð-
sumarsins. Hve notalegur endir
á degi starfsgleðinnar.
— ★ —
Húsið er eins og það sé nýtt.
f einfeldni minni spyr ég sr.
Sveinbjörn:
— Var byggt hér í fyrra?
— Nei, það var byggt þegar
brann.
— Brann? Hefur brunnið hér?
Svona er maður fljótur að
gleyma þeim eldinum, sem ekki
brennur á manni sjálfum. Það
er bezt að rifja upp þá sögu.
Já, það var einmitt um þetta
leyti sumarið 1949. Það var seint
um kvöld. Við vorum að raka
hérna vestur á túninu. Heima í
bænum var bara gömul kona og
4—5 ára drengur, sonur ráðs-
konunnar. Gamla konan var
háttuð en ekki sofnuð. Þá finnur
hún reykjarlykt berast að vitum
sér og fer að gruna margt. Hún
rís á fætur og opnar fram í eld-
húsið. Þá er þar eitt reykhaf.
Þá þurfti ekki frekar vitnanna
við. Það var kviknað í húsinu.
j Gamla konan kom hrópandi há-
stöfum út á hlað og ég hljóp
heim sem fætur toguðu til að
bjarga drengnum. Hann svaf í
herbergi baka til í húsinu. Þang-
að var ekki hægt að komast
nema gegnum eldhúsið, en nú
var þar ófært fyrir reyk. Ég
hljóp bak við húsið og braut
glugga yfir rúmi drengsins. Vakn
aði hann við og ætlaði þegar að
Séra Sveinbjörn dregur heyið inn í hlöðu á jeppanum sínum.
En jeppinn vill ekki vera neinn traktor og er óþægur í gang.
Rafmagnslaus? Já, eða vont samband.
— Var svo strax farið að
byggja?
— Já, á því var byrjað þegar
um haustið. Svo vel vildi til, að
grunnurinn var fyrir hendi.
Nokkuð löngu áður hafði verið
byrjað á nýju íbúðarhúsi. En
það varð aldrei nema kjallarinn.
Nú kom hann að góðum notum.
Það var hægt að nota hann fyrir
grunninn í nýja húsinu. Þess
um og svo vel hefir tekizt að
hafa hemil á óeirðarseggjum, að
þar er aldrei brotið glas.
Aldrei brotið glas. Ég Tiem
staðar við þessa setningu og fer
að hugsa um hana. Hvernig væri
að setja hér punkt, og hafa svo
þessa lýsingu á samkvæmislífinu
á Flúðum að yfirskrift þessa
greinarkorns.
G. Br.
— Frambjóðendur
Framh. af bþs. 10
hann fremur endurskoðuð
frumvörp, þótt hann sé ekki
sáttur með breytingarnar,
heldur en að berjast áfram
fyrir því, sem hann telur full-
komnast og bíða ósigur.
Humphrey er Norðurríkja-
maður, fæddur í S-Dakota
1911. Forfeður hans áttu litla
lyfjaverzlun, sem faðir hans
rak á æskuárum hans. —
Humphrey vann oft í verzlun-
inni og kallar sig ennþá lyf-
sala. Humphrey stundaði há-
skólanám í Minnesota og
Louisiana og þaðan lauk hann
meistaraprófi í stjórnvísind-
um 1940. Hann var síðan pró-
fessor í þessari grein í fimm
ár í Minnesota. 1943 var hann
í framboði, þegar kosið var um
embætti borgarstjóra í Minne-
apolis, en beið ósigur. Hann
bauð sig fram aftur 1945 og
var þá kjörinn og síðan endur-
kjörinn 1947. Á þessum árum
var hann helzta driffjöðurin í
Demókrataflokki Minnesota.
Humphrey er kvæntur
Maurieal Buck, sem er frá
S.-Dakóta eins og hann. Þau
eiga fimm börn og tvö barna-
börn.
Þegar Humphrey tók sæti 1
Öldungadeild Bandaríkja-
þings 1949, litu margir sam-
starfsmenn hans á hann sem
metnaðargjarnan og tungu-
lipran ungan mann, sem ætti
ekki þar heima. En árin liðu
og nú eru állir, jafnvel einnig
Suðurríkjamenn, sammála um
að hann sé einn virðingár-
verðasti og áhrifamesti maður
deildarinnar.
Þegar Johnson, forseti,
hafði útilokað alla meðlimi
stjórnar sinnar sem varafor-
setaefni, var þegar talið mjög
líklegt, að Humphrey yrði
fyrir valinu. Humphrey hefur
starfað mikið með Johnson í’
Öldungadeilinni og allt bend-
ir til þess að báðum hafi líkað
samstarfið vel.
A X H U G 11>
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum