Morgunblaðið - 28.08.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.1964, Blaðsíða 17
Fðstudagur 28. Sgust 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 Valdimar Long kaupmaður Minning Á KVEÐJUSTUND veitum við oft fyrst athygli, hve kynningar og vinaböndin eru margþætt og inargofin. Vseru siit þeirra oft lítt þerandi, ef ekki kæmu til nýir traustir þræðir, þræðir góðra minninga. Hver einstakur maður er smár í heimstilver- unni, en hve miklu væri hann ekki smærri, af snertingin við gott umhverfi, gott samferða fólk, góða vini stækkaði hann ekki. Það er ekki óeðlilegt, að slíkar hugsanir yakni, þegar Valdimar Long, kaupmaður er kvaddur eft ir langan og giftudrjúgan starfs- dag. Hann var einn af þeim mönnum, sem mat vináttubönd- in, tryggð og trúmennsku mikils. Hann var einn af þeim mönnum sem gott var að leita til og af heilum huga og fullri festu vann hann að lausn þeirra mála, sem hann tók að sér. Valdimar var framsýnn og víðsýnn. Hann fór því ekki alltaf troðnar slóðir heldur tók þátt í að ryðja nýjar. Þannig var hann annar aðal hvatamaður að stofnun Mál- fundafélagsins Magna í Hafnar- firði, sem margt gott hefur lát- ið af sér leiða í menninfrarmál um. Valdimar var formaður fé- laísins fvrstu árin og var það hans hlutskioti að halda v'asiu ræ«"na. er Magni tók Hellis gerði til ræktunar fvrir almenn- ingsskrúðgarð. Var þá jafnvel brosað að soádómum Valdimars varðandi þróun gróðurs í Gerð- inu en þeir spádómar hafa allir fullkomlega rætzt. Var Valdimar heiðursfélagi Magna hin síðari ár. Valdimar var ritstjóri Brú- ar'nnar. sem ráðizt var í að ?efa út í Hafnarfirði árið 1928. For- m"*ur skó'anefridar Barnaslróla H-^narf'frðar var hann 1938—1942. V^dimar var fæddur á Sevð- fsf'rði 9. jan. 1884, sonur hión anna Invibjargar Jóhannesdótt- ur og Sigmundar Long. gest giafa.En hann ólst upo hjá móð- . ..* , . * urforeldrum sínum Ásdísi ólafs 3 °ðrU ari n0rður 1 dóttur og Jóhannesi Magnússyni A uppvaxtarárum sínum vann Valdimar ýms algeng störf en fór síðan í kennaraskólann og lauk þaðan burtfararprófi árið sinni 1909. Þá varð hann skólastjóri barnaskóla Neskaupstaðár og síðan í Hnífsdal, en til Hafnar fjarðar fluttist hann árið 1916 og bió þar síðan. í Hafnarfirði vann Valdimar við verzlunarstörf m.a. hjá Einari Þorgilssyni út- gérðarmanni, en kaupmaður gerðist Valdimar árið 1927 er hann keypti bókaverzlun af Ein ari og rak hana síðan allt fram á síðustu ár, er hann breytti verzl un sinni og hætti þá bóksölu Valdimar var umboðsmaður Sjó vátryggingarfélags íslands um langt árabil, umboðsmaður Happ drættis Háskóla íslands frá stofn un þess, hafði auglýsingaþjón- ustu fyrir Ríkisútvarpið og margt fleira mætti telja. Bækti hann oll þessi störf af stakri reglusemi og nákvæmni Árið 1912, 12. júlí kvongaðist Valdimar Arnfríði Einarsdóttur kennara, hinni ágætustu konu Voru þau mjög samhent í störf- um og unnu bæði við verzlunina Var sama lipurðin og alúðin hjá þeim báðum i þjónustunni við fólkið. Þrjú börn eignuðust þau Arn friður og Valdimar. Einar, verzl unarmann, sem unnið hefur við verzlun föður síns jafnframt því, sem hann hefur stundað við- tækjaviðgerðir, Ásgeir, verk- stjóri á Reykjalundi og Ásdís, er þau misstu 6 ára gamla. Þeim, sem komu á heimili þeirra Arnfríðar og Valdimars mastti ávallt alúð sú og hlýja, sem var einkenni þeirra hjóna beggja. Konu sína missti Valdi- mar árið 1961. Lítil atvik lýsa oft manninum meira en mörg orð. Á afmælis- daginn sinn, er Valdimar varð sjötugur, tók hann sér það fyrir hendur, mitt í skammdeginu, að ganga á Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð. Vildi hann við þessi tímamót komast í sem nán- ast samband við móður jörð, er hann unni, tign hennar og mikil ieik og þó ekki síður hitt, að skynja guð sinn í einveru og ajúpri þögn, því mikill og ein- lægur trúmaður var Valdimar. Við kveðjum góðan dreng með söknuði í huga en þó miklu auðugri minninga er brúa bilið milli lífs og liðinna. Páll V. Daníelsson. VALDIMAR S. LONG, frum- kvöðullinn að starfsemi félags vors, er horfinn úr hópi vorum. Anda þeirra hugsjóna, sem hon- um voru kærastar viljUm vér leitast við að varðveita og hlúa að þeim, svo að þær magni að þroska hvern þann, er auðga vill anda sinn og þjálfa hönd sína til hvers kyns nytsemdarverka. Fyrirbænir vorar fyigja hon- um. Þakkir vorar skulu honum færðar, og kveðjur vor allra fel- ast í eftirfarandi orðum eins hinna eldri Magnamanna, Ólafs Þ. Kristjánsson, skólastjóra í Flensborg. Málfundafélagið Magni. Himinn skær við heiðarbrún heilsar tæru sundi. Utar hlær við árdags-rún unn í væfum blundi. haft forgöngu um stofnun Ung- sæla gangstigu með laufþök ilm- Valdimar S. Long, höfundur þessarar stílhreinu morgunvísu, var fæddur á Seyðisfirði 9. janú- ar 1884, og var því rúmlega átt- ræður, er hann lézt eftir langa vanheilsu 19. ágúst sl. Foreldrar hans voru hjónin Sigmundur Matthíasson Long og Ingibjörg Jóhannesdóttir. Var Sigmundur aun þá gestgjafi á Seyðisfirði, en fór ekki löngu seinna til Vestur- heims og átti þar heima til dauða- dags, ágætlega greindur maður, fróður um marga hluti og prýði- lega ritfær. En Valdimar fluttist Fnjóskadal með móðurforeldrum sínum, Jó- hannesi Magnússyni og Ásdisi Ólafsdóttur. Ólst hann upp hjá þeim og þó einkum hjá ömmu á Illugastöðum og víðar, Er Ásdisi ömmu hans þann veg lýst, að hún hafi verið góð kona og vitur. Snemma bar á því, að Valdi- mar var greindur og bókhneigð- ur, og var honuni komið í ungl- ingaskóla til Sigurðar Jónssonar í Yztafelli veturna 1896 og 1897, þótt ungur væri, nokkrar vikur eftir hátíðar hvorn vetur. Ann- arrar skólagöngu átti Valdimar ekki kost á unglingsárum sínum, en bækur las hann eftir föngum. Árið 1901 fluttist Valdimar til Norðfjarðar og vann þar við verzíun í nokkur ár. Vorið 1908 sótti hann um skólavist í kenn- aradeild Flensborgarskólans í Hafnarfirði, þá 24 ára gamall. En það sumar var kennaradeildin lögð niður, en Kennaraskóli ís- lands tók hins vegar til starfa í Reykjavík um haustið. Var ákveðið, að þeir menn, sem sótt höfðu um skólavist í kennara- deildinni í Flensborg, skyldu fá vist i Kennaraskólanum og ljúka kennaraprófi eftir einn vetur, eins og var í kennaradeild Flens- borgarskólans, en Kennaraskól- inn var hins vegar þriggja vetra skóli. Voru 32 nemendur i þess- um bekk um veturinn, og má segja, að það hafi verið valin sveit; þar voru meðal annarra svo þjóðkunnir menn sem Helgi Hjörvar rithöfundur, Jörundur Brynjólfsson alþingismaður, Magnús Stefánsson skáld (Örn Arnarson) og Þorsteinn M. Jóns- son skólastjóri. f þessum hóp var Valdimar S. Long, og útskrifað- ist hann með ágætri einkunn vor- ið 1909. Þegar að loknu kennaraprófi tók Valdimar að sér stjórn barna- skólans á Norðfirði (síðar Nes- kaupstað). Var hann þar skóla- stjóri í 5 ár, en síðan var hann skólastjóri í Hnífsdal í einn vet- ur. Ætla ég, að honum hafi farn- azt vel í þessu starfi, því að hann var maður athugull og stilltur í framkomu, laginn stjórnandi og snemma glöggur á menn. Til Hafnarfjarðar fluttist Valdi- mar árið 1916 og átti þar heima siðan. Vann hann jafnan við skrifstofustörf eða verzlun. Árið 1927 setti hann á fót siálfs sin verzlun og veitti henni s'ðan for- stöðu, meðan heilsa entist, hafði m.a. umfangsmikla bókaverzlun um langt skeið. Jafnframt hafði hann löngum á hendi umboð fyrir ýmis fyrirtæki, bókafélög og happdrætti. Fékk hann það orð í öllum þessum störfum, að vandaðri mann og nákvæmari í skintum gæti ekki en Valdimar S. Long. Valdimar kvæntist 12. júli 1912 Arnfríði Einarsdóttur, sem þá var kennari við barnaskólann á Norðfirði og var ein þeirra. sem lokið hafði kennaraprófi vorið 1909. Arnfríður var gáfuð kona og mikilhæf og reyndist mjög umhyggjusöm húsmóðir og manni sínum mikill styrkur í störfum hans. Hún lézt 18. marz 1961. Þau Valdimar eignuðust þrjú börn, dóttur, Ásdísi, sem þau misstu sex ára gamla, og tvo syni, Einar, sem tekið hefur við verzlun föður síns í Hafnarfirði, og Ásgeir rennismið, verkstjóra á Reykjalundi. Ekki lét Valdimar mjög mikið að sér kveða í opinberum mál um. Hann var ekki bardagamað ur í eðli sínu og honum var ekki gjarnt að láta á sér bera. Hins vegar hugleiddi hann marga hluti gaumgæfilega og myndaði sér ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var tillögugóð ur, ef til hans var leitað, traust- ur starfsmaður í öllu, sem hann tók að sér, og drjúgur að koma málum fram. Alþýðuflokknum í Hafnarfirði var hann þarfur mað ur í félagsmálum og var um skeið varafulltrúi hans í bæjar- stjórn. Formaður skólanefndar barnaskólans var hann í 9 ár og bar mjög fyrir brjósti farsælan árangur af skólastarfinu, og naut í því starfi reynslu sinnar frá skólastjóraárunum og mikillar mannþekkingar, er hann hafði aflað sér. f desember 1920 bar það til nýlundu í Hafnarfirði, að nokkr- ir ungir menn stofnuðu mál fundafélag, sem hlaut nafnið Magni. Frumkvöðlar að félags- stofnuninni voru tveir: Valdimar Long og Þorleifur Jónsson, sem síðar var lengi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Þeir höfðu báðir starfað ötullega í ungmennafélög- um á Austfjörðum, Valdimar mennafélags Norðfjarðar árið 1910 og verið formaður þess um skeið, en Þorleifur verið einn af stofnendum ungmennafélagsins Egils rauða í Norðfjarðarhreppi 1915. Er enginn efi, að kynni þeirra af ungmennafélagsskapn- um og starfsemi í honum varð þeim hvöt til að gangast fyrir stofnun málfundafélagsins Magna, sem varð raunar miklu meira en venjulegt málfundafé- lag, því að það félag hefur haft mikil og margvísleg menningar- áhrif í Hafnarfirði, þótt hér verði ekki rakið. Þannig var það fyrir áhrif frá Magna, að blaðið Brúin var stofnuð í Hafnarfirði 1928, og var Valdimar Long ritstjóri að fyrstu 12 tölublöðunum. Hitt er þó miklu meira til frásagnar, enda víða kunnugjt, að það var Magni, sem hóf ræktun í Hellis- gerði, hinum landskunna skemmtigarði Hafnfirðinga, og hefur jafnan staðið fyrir starf- seminni þar og séð um hana, þótt bæjarsjóður hafi styrkt Gerðið myndarlega um langt skeið. Valdimar Long var for- maður Magna fyrstu 4 árin og aftur 1931. Það var í formanns- tíð hans, sem hafizt var handa um ræktun Gerðisins, en fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar þar 1924. í mörg ár hélt Magni útiskemmtun til ágóða fyrir starfsemina í Gerðinu. Nutu þær skemmtanir mikilla vinsælda og voru kallaðar Jónsmessuhátíð. Fyrsta Jónsmessuhátíðin var haldin í Hellisgerði 1923. Þar flutti Valdimar Long ræðu og var bjartsýnn á ræktunarfram- kvæmdirnar. Hann talaði um. beear svo væri komið í Hellis- eerði. að Hafnfirðinear P"“tn leitað hingað í tómstundum sín- um til þess að reika hér um frið- þrunginna trjáa yfir höfði sér eða til þess að sitja hér undir runnunum við fuglasöngva og blómangan, sér til hvíldar og gleði“. Er það alkunnugt, hve glæsilega þessi orð hafa rætzt á Hellisgerði, þótt einhverjir kunni að hafa hlýtt á þau með nokkurri vantrú, er þau voru sögð. Valdimar Long var góður ræðu- maður. Mál hans einkenndist af hófsemi og vitsmunum, hvort sem var i ræðu eða riti. Hann vandaði orðfæri og stíl, og naut þar þjálfaðrar þekkingar sinnar á þeim efnum og næmrar smekk- vísi. Sömu einkenni báru Ijóð hans, sem hann að vísu flíkaði ekki mikið, en þó eru nokkrar lausavísur eftir hann birtar í Stuðlamálum. íslenzkt mál, merking orða og notkun, bæði í bundnu máli og lausu, var Valdi- mar kært efni til umhugsunar og umræðu til æviloka. Framtíð ís- lenzkrar menningar var honum hugleikin. Ólafur Þ. Kristjánsson. — Jón BjÖrnsson Framhald af 8. síðu. félaga sem ávallt var reiðubú- inn að hjálpa og styðja. Kæri vinur. Áhugi þinn, trú mennska og vandvirkni, að hverju sem þú gekkst skaDa þér varanlegan bautarstein. Hlýhug- ur þinn og elskulegt viðmót gevmist í hjörtum vina þinna. Eg færi þér þakkir mínar og fjölskyldu minnar, þá ekki sízt sona minna, og óska þér farar- heilla inn á landið ókunna sem allra bíður. í guðs friði. Bj. Dan. JÓN Þ. BJÖRNSSON, fyrr skóla- stjóri á Sauðárkróki, verður lagð- ur til hvíldar í hinu fagra ættar- héraði sínu í dag. Langri og starf- samri ævi er lokið. Margir minn- ast hins látna skólamanns og fé- lagsleiðtoga með þakklæti, því að hvarvetna kostaði hann kapps um að hlúa að vexti alls, sem gott var og fagurt, og hann var svo mikill gæfumaður, að þessi viðleitni hans bar víða fagran ávöxt. — Stórstúka íslands af I.O.G.T. er meðal þeirra, sem þakka Jóni Þ. Björnssyni mikil og heillarik störf, ekki aðeins þau störf, sem unnin voru á hennar vegum, — en þau voru mikil —, heldur einnig öll önnur menn- ingarstörf, sem hann lagði hug og hendur að. Svo er slíkra manna bezt minnzt og þeim þakk að, að störfum þeirra sé haldið áfram með fullri einlægni og alúð. Ólafur Þ. Kristjánsson. — Op/ð bréf Framhald af bls. 6 kvæmdir sem fyrir löngu ættu að vera búnar, sérðu þá ekki fyrirlitninguna í augum áheyr- endanna, sem vita að þú hefur velt stóru byrðinni á þeirra bak? Herra skattsvikari. Þú ert ekki öfundsverður af þeim krón um sem bú hefur þannig eign- ast. því ábvrgð þín er stór. Þú befur valdið mörgurri fjölskyld- um stórum fiárhaffsörðualeikum og grafið undan trúnni á réttar- ríkið sem svo margir hafa lengi unnið við að bvggja upp. Ef til vill angrar samvizkan þig eitthvað þessa dagana, en verður hún ekki aftur sofnuð djúpum svefni næst er skatta- framtalið berst þér til útfylling ar? Þorgrímur Halldórsson. Hollensku sokkarnir eru komnir d fetla Laghentur raaður óskast nú þegar út á la-nd. Má hafa með sér fjölskyldu. Upplýsingar í Ráðningarskrif- stofu landbúnaðarins. Berjaferð á Snæfellsnes á laugardag, komið til baka á sunnudagskvöld. Farþegar sóttir heim og ekið heim að ferðinni lokinni. FERÐABÍLAR. sími 29969. Sími 10880 FLUGKENNSLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.