Morgunblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLADIÐ Sunnu'dagUT 30. ágúst 1964 FARIÐ ÚX ÚR BÆNIJM í Morgunblaðinu í gær voru birt vamaðarorð tii þeirra, sem hyggjast fara út úr bænum um helgina. Yar fólk góðfúslega beðið að fara varlega með eld á víðavangi því að hætta væri á að lítUl neisti gæti kveikt stórt bál í mosa, lyngi og skóglendi hvarvetna hér sunnanlands, eins og tekið er til orða. Með tilliti til veðurfarsins að undanförnu mundi ég ráðleggja fólki, sem hyggði á helgarferð út úr bænum, að hafa frastlög á bílnum, snjóskóflu í skottinu og keðjur á vísum stað. Karl- menn og böm ættu að vera í kuldaúlpum og stígvélum, en kvenfólkið þyTfti að hafa með sér nælonsokka til skiptanna og tvenna ballskó, því svo gæti far ið, að skilja þyrfti bílinn eftir í fönn og ganga langa leið til byggða. AFSLÁTTUR í gær barst mér eftirfarandi bréf frá Loftleiðum: „Kæri Velvakandi, Að gefnu tilefni þykir okkur rétt að biðja yður um að geta þess í dálkum yðar, að LOFTLEIÐIR munu nú, eins og undanfarin ár, veita 25% haust- afslátt á flugfargjöldum til eftir talinna staða: Amsterdam, Berg en, Brussel, Kaupmannahöfn, Glasgow, Gautaborg, Hamborg, Helsinki, London, iAixembourg, Oslo, Paris, Stavanger og Stock holm. Fargjöld þessi taka gildi hinn 1. sept. nk. og gilda út október- mánuð, þarvnig að síðast má fara héðan hinn 31. okt., en ferð ir á þessu gjaldi mega vara í 30 daga. Beztu kveðjur, LOFTLEIÐIR HF Ásbjörn Magnússon" EKKl UMHVERFIS HNÖTTINN Ástæðan til að Loftleiðir og Velvakandi eru farnir að skrif- ast á er sú, að á miðvikudaginn sagði ég frá því, „að fargjalda- lækkun á flugleiðum til útlanda væri einmitt að koma til fram- kvæmda". Var þar vitanlega átt við bæði flugfélögin, því að í fyrra veittu þau bæði „haust- afslátt“ eins og margir minnast. Síðan vitnaði ég í viðtal, sem Birgir Þorgilsson hjá Flugfélag- inu átti við mig og sagði, að samkvæmt samkomulagi, sem Flugfélagið hefði gert við önn- ur flugfélög væri hægt að fá sama afslátt (25%) á framhalds farseðlum suður í lönd. Hér var ekki átt við að hægt væri að fara umhverfis hnött- inn á þessu lága fargjaldi, en þegar ég les þetta aftur núna sé ée. að betta er örlítið vill- f viðtali við ítalska blaðið Ogg i á dögunum, mótmælir Albert prins því, harðlega, að nokkur áform séu uppi um að Baldvin konungur, bróðir hans, segi af sér. Konungshjónin belgisku, Baldvin (\g Fabiola eru nú í sum arleyfi og fer Baldvin lika til ættlancíis konu sinnar eins og yngri bróðir hans. Konungshjón in dvelja nú í Zarauz á norður- strönd Spánar, Qg nú er komin upp orðrómur um að Fabiola eigi von á barni, en það er mikið á- hugamál þeirra hjóna beggja og allrar belgísku þjóðarinnar að Fabiola ali manni sinum erfingja og helzt sem fyrst. Albert, prins af Liege, yngri bróðir Baldvins konungs Belgíu og Paola, hin ítalska eiginkona hans, fóru í sumarleyfi sínu suður til Ronchi, fæðingarstaðar Paolu. Þau hjónin eiga orðið þrjú börn, Filippus, fjögurra ára, Ast rid, tveggja ára og Laurent, 10 mánaða gamlan. ALAIN DELON, átrúnaðargoð franskra kvikmyndaunnenda, er nú loks genginn í það heilaga. Eiginkonan heitir Francine Canova og þau hjónin eiga von á barni innan þriggja mánaða. Ekki igátu þau samt gifzt fyrr, því Francine tókst ekki að fá skilnað frá fyrrverandi manni sínum, iðjuhöldi í Marokkó, fyrr en rétt nýverið. Með honum átti Francine eina dóttur, fjögurra ára. Francine kynntist Alain Delon fyrir tveimur árum í París þar sem hún var ljósmyndari (og kallaði sig Nathalie Barthé- lémy) og hafa þau síðan verið óaðskiljanleg. Myndin er tekin í brúðkaupsferðinni. Alain Delon leikur eitt aðal- hlutverkið í kvikmyndinni „Rocco og bræður hans“ sem nú er sýnd í Austurbæjarbíó. ---------• JAQUELINE KENNEDY, ekkja Bandaríkjaforseta, er rwi í sumar leyfi í Porto Santo Stefano á Ítalíu og býr þar skammt frá systur sinni, Lee prinsessu Radzi wilL Jaqueline heldur þarna á eystursyni sínum, sem hún hefur kennt að synda í sumarleyfinu. í fréttunum „Það e rekki fyrr en nú, er ég á aftur von á bami, að ég er á ný sátt við sjálfa mig og lífið." Frú Sherry Finkbine frá Phoenix í Arizona varð mönnum mikið umtalsefni síðla árs 1962, er hún tók sig upp og fór til Stokkhólms til þess að fá Þar framkvæmda fóstureyðingu, sem hún ekki fékk vestra. Gerði frú Finkbine þetta veigna þess að hún var viss um að barnið sem hún átti von á myndi vera van- Jaqueline Kennedy lætur vel af dvölinni á Ítalíu og kveðst gjarnan myndu eyða þar ævinni eí hún gæti, og ítalir eru sömu- leiðis hrifnir af henni. Forsetafrúnni fyrrverandi fylgja jafnan tveir lífverðir úr bandarísku leynilögreglunni (FBI). --------• skapað, af því að hún hafði tekið inninn thalidomid-töflur snemma á meðgöngutímanum. Læknar I Stokkhólmi staðfestu að fóstrið hefði verið vanskapað. Mál frú Finkbine vakti mikið umtal og deilur og voru menn ekki á eitt sáttir um réttmæti akvörðunar hennar.. Frú Fink- bine, sem starfaði við sjónvarp- ið í Ehoenix í Arizona, Sem kynn ir við barnatíma, átti fyrir fjög- ur börn með manni sínum, Bob, sem er kennari. Vildu margir halda því fram að frúin hefði einfaldlega ekki viljað eiga fleiri börn. „En nú ætti það að vera hverjum manni ljóst, að ég gerði það sem ég gerði af með- aumkvun með hinni óhamingju- sömu lífveru, sem ég bar undir brjósti og ekki af sérhlífni eða eigingirni,“ segir Sherry Fnk- bine. Sherry Finkbine með tveim börn um sínum, Mark og Tracy. Mynd in er tekin í september 1962, skömmu eftir hina umdeildu að gerð í Stokkhólmi. andi hjá mér — enda verð ég að viðurkenna, að ég hélt að Birgir væri að segja mér nýjar fréttir: Eitthvað nýtt hefði gerzt í málinu síðan í fyrra. ÞARF HNEFALEIKA? Nú hringdu Loftleiðamenn 1 mig og sögðu, að ég væri með Flugfélagsáróður — og það er víst ekkert nýtt. Hinn daginn h r i n g j a Flugfélagsmennirnir hins vegar og segja, að ég sé með Loftleiðaáróður. Johnson segir líka, að Gold- water sé angurgapi — og Gold- water segir, að Johnson sé asni. ósamkomulagið í heiminum er sem sagt ekki bundið við Moskvu og Washington. Lokaniðurstaða þessa máls er sem sagt sú, að bæði íslenzku flugfélögin veita sama afslátt- inn til sömu borganna. Hvort sú frétt verður talin Flugfélag* áróður eða Loftleiðaáróður, er enn ekki komið í ljós. Ef afnára banns við hnefaleikum á ís- landi flýtti fyrir því að þessi tvö félög gætu gert endanlega upp sakir sínar, þá mæli ég með því að hnefaleikar verði heimilaðir í öllum þyngdar- flokkum frá og með deginum I dag. BOSCH kæliskApar frá 4%—8V4 cubikfet Ennfremur , FR X STIKIST UR ..... * V.J. < * • :..rV< ■<■<■■ Söluumboð: ,-,i , . H Ú S P R Ý Ð I h.fwíov) ' ,J! i' Sitni. 20440 og)20441>;iví(*,.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.