Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 13
/ Laugardagur 5. sept. 1964
MORGVN BLAÐIÐ
13
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiifiMiiii!iiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiii>ii::iiiiiiiiiii!uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiuiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiHiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim
B
f Eistlandi kemur kirkjan ekki
messutilkynningu í blað
f=
MEÐAL þeira, sem sitja íund.
Lútherska he i mssambancLs ins
hér þessa dagana, er dr. Jaak
Taul, formaður hins lút-
herska ráðs Stóra-Bretlands
og forstöðumaður safnaða
Eistlendinga á Bretlamdi.
Dr. Taul yfirgatf heimaland
sitt fyrir tuttugu árum og
hefur verið búsettur í 3ret-
landi í 17 ár. Hann var pró-
fessor í guðfræði í Eistlandi
en kaus að hverfa úr lamdi
og starfa með Eistlendingum
í útlegð eftir að kommúnistar
brutust til valda í heimaland-
iniu og þrengdu hag kirkj-
unnar þar.
Mbl. hitti dr. Taul að máli
I gser og innti hann eftir
starfinu meðal Eistlendinga
í útlegð.
— Við erum um þrjú þús-
und á Bretlandi og hefur
farið fremur faekkandi en
hitt. Allmargir hafa flutzt til
Bandaríkjanna og Kanada en
færri bsetzt við, því erfitt er
að komast frá Eistlandi. Ör-
fáir hafa þó flúið af rússn-
eskum skipum í brezkri höfn.
— Það er með Eistlendinga
í Bretlandi eins og annað
fólk, sem dvelst fjarri sínu
heimalandi, að það festir
■ smám saman rætur, þegar
enginn samgangur er við
heimalandið. Eistlendingar
hafa líka blamdað töluvert
blóði við heimamenn.
— I eistnesku söfnuðunum
höldum við guðsþjónustur
bæði á eistnesku og ensku,
Eistlendingar fjölmenna í
kirkju á sunnudögum til að
heyra móðurmálið, en þeir,
sem gifzt hafa brezkum
koma með fjölskyldur sínar í
ensku messurnar. Á vegum
saflnaða okkar fer fram
kennsla í eistnesku og eist-
neskir foreldrar senida börn
sín til okkar til þess að
mema gamla móðurmálið og
halda því við. Söfnuðimir
annast margs konar félags-
starfsemi og kirkjusókn hjá
okkur er mun betri en hún
var heima í Eistlandi fyrir
stríð. f>ar var kirkjan studd
af ríkinu og almenningur
haifði þar af leiðamdi ekki
jafnmikil afskipti af henni
og safhaðarmeðlimir okkar
hafa nú, þegar starf safnað-
anna er komið undir þeim
sjálfum. Nú hefur safnaðar-
starfið miklu meiri þýðingu
fyrir hvern og eimn og það
láetur nærri, að helmingur
safnaðarmeðlima komi til
kirkju á hverjum sunnudegL
— Við höfðum ekkert sam-
band við Eistland þar til
1955, að brezka kirkjan bauð
heim nefnd rússneskra
kirkjumanna — og komumst
við þá fyrst í svolitla snert-
ingu við kirkjuna í heima-
landinu. Fyrir tveimur árum
gekk Lútherska kirkjan í
Eistlandi í Lútherska heims-
sambandið og eru því tvær
eistneskar kirkjudeildir í
heimssambandinu: Heima-
kirkjan og okkar, sú í útlegð
inni. Hittumst við á fundum
en ekkert opinbert samband
hefur ,verið tekið upp milli
þessara tveggja deiida.
— Lútherska kirkjan 1
Eistlandi býr við mjög erfið-
an kost og af hálfu komm-
únistastjórnarinnar er stöð-
ugt þrengt að henni. Gengur
það kraftaverki næst að hún
skuli enn vera við lýði, 20
árum eftir stríðslok. Árið
1940 voru 250 lútherskir
prestar í Eistlandi, nú eru
þeir 110. Engair nýjar kirkj-
ur hefur mátt byggja síðan
kommúnistar tóku völdin og
sjálfir hafa þeir tekið nokkr-
ar kirkjubyggingar til sinna
afnota. Engar bæbur eða
blöð má kirkjan þar prenta,
hvorki biblíur, sálmabækur
né annað — og ekki má hún
heldur flytja inn .biblíur frá
öðrum löndum. Hún hefur
sem sagt engan blaðakost og
hún getur ekki einu sinni
komið messutilkynningum í
blöð í Eistlanidi. Hins vegar
reka c’l blöð mikinn áróður
gegn kirkjunni. Öll kristin
fræðsla er bönnuð og þess
vegna hefur ekki verið unnt
að kenna ungum mönnum til
prests. Það er greinilega
ætlunin að láta kirkjuna
deyja út á þennan hátt.
Fjöldi presta er þvá kominn
af léttasta skeiði, en alltítt
Á kirkjuþingi
mun það vera að prestssyn-
ir læri prestverk aí feðrum
sínum og þannig fær eist-
neska kirkjan örlítið nýtt
blóð.
— Töluvert hefur borið á
þyí að ungt fólk hefir hræðst
kirkjuna af ótta við að missa
stöður sínar Og atvinnu-
möguleika, sé það bendlað
við kirkjuna. Roskið fólk,
það, sem komið er á eftirlaun
er ekki jafnhrætt, enda hef-
Dr. Jaak Taul
ur það ekki jafnmiklu að
tapa.
— Eins og ég sagði áðan,
þá er það hálfgert krafta-
verk, að kirkjan sk'hli enn
lifa í Eistlandi, þegar tekið
er tillit til hins mikla and-
róðurs. En jafnved í fanga-
búðum Síberíu — þar sem
helmingur eistnesku fang-
anna dó úr vosbúð og þrælk--
un á fyrstu tíu árunum eftir.
stríðslokin, voru sungnar
eistneskar messur.
— Það eina, sem við í út-
legðinni getum gert til þess
að láta heyra til okkar, er
að útvarpa til landa okkar.
Þetta útvarp fer fram þris-
var í Iviku, stundarfjórðung
í senn, um Monte Carlo.
Þetta er kristileg dagskrá,
ekki löng, en við huggum
okkur við að hún sé betri
en ekki neitt — og við höf-
um vissu fyrir því að á
þetta útvarp er hilustað.
— Fyrir stríð voru ein
milljón og tvö hundruð og
fimmtíu þúsund íbúar í Eist-
landi, en nú eru þar um átta
hundruð þúsundir — þrátt
fyrir að mjög mikið af Kúss-
um hafi verið flutt inn í
landið. Enginn veit hve
margir Eistlendingar hafa
farizt á stríðsárunum — af
völdum ófriðarins og fyrir
hendi kommúnista. Enginn
veit heldur hye margir hafa
týnt lífinu á flótta á árunum
eftir stríð, en sjálfsagt hafa
mun færri náð til stranda
Svíþjóðar een lögðu upp á
smákænum yfír hinn úfna
sjó. í útlegðinni eru nú taldir
sextíu þúsundir Eistlendinga
og þeir hafa skipulagt safn-
aðarstarf víða um heim. Söfn
uðimir em 66 og prestarnir
50 talsins. Og Eistlendingar
gefa út blöð á eigin tungu-
máli í Svíþjóð, Bandaríkj-
unum, Kanada, Þýzkalandi
og Ástralíu, en auk þess er
prentað töluvert af bókum á
eistnesku.
— í söfnuðum, sem standa
að hinu lútherka ráði okkar
á Brefíandseyjum er nú pré-
dikað á 12 tungumálum á
hverjum sunnudegi. Sum
þessara þjóðarbrota eru ekki
stór, en önnur reka öfluga
safnaðarstarfsemi. Ég hef
mikinn áhuga á að fá íslenzk
an prest til starfa með okk-
ur ytra og ég hef vakið máls
á því hér. Ég vona að úr
þessu geti orðið — og það
sem fyrst. Dvölin hérna hef-
ur verið mjög ánægjuleg. Ég
hef rekist á tvo Eistlendinga,
sem búsettir eru hér — og
einhvern veginn er það svo,
að h|var sem ég fer verð ég
fyrir þeirri óvæntu ánægju
að rekast á gamlan landa.
Þeir hafla víða farið, Eist-
lendingarnir.
UIIIH1IIIII11IIIIHIII1IIIIIIHHIIII!UIHIIIIIIIIIIIIIIHI1IIIIIIHII11IIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIII1UIIUIIIII1IIIUII lllHIIIIHIIlllllHHIIIIIllllllllllHllHlHHHIlllllllHSHIHlHIHlllllllHllllHHHlHimilllHIHlHllHHmHillllllHllllllllllHHIIIHllllHIIHHIIinnilHIIHHIilHHHIIIliniHIIHlHllllllHllllíilllllllllllllllHIIHIIM
Heyskapur, vegagerð,
mjólkursala o.fl.
HELLNUM 24. ág. — Senn líður
að hinum raunverulegu sumar-
lokum, dagarnir styttast, blóm
og grös sölna, söngfuglakliður-
inn þagnar. Heyannir enda í
dag. Enda mun heyskap hér um
slóðir að mestu lokið, þó nokkru
seinna en vænta mátti, því
júlímánuður var einstaklega
óhagstæður til heyskapar, ágúst-
mánuður var hinsvegar þurr-
viðrasamur. Heyfengur er víð-
ast mikill eða meiri en í meðal-
ári. Frostnætur hafa hér engar
komið og matjurtagarðar því
ekki skemmzt.
Berjaspretta er mjög góð, en
berjalönd eru hér með þeim
betri á landinu, enda hafa
margir aflað sér berja undan-
farnar vikur, bæði af heima-
fólki en þó öllu meira af að-
komufólki sem gert hefir út
leiðangra hingað til berja-
tínslu.
Snæfellsnes hefir löngum
verið eftirsótt af ferðafólki
vegna sinna sérkenna og nátt-
úrufegurðar. Aldrei mun hafa
verið jafn mikill ferðamanna-
straumur hingað á nesið og í
sumar og mun hinn nýi Ennis-
vegaf eiga drjúgan þátt í því,
þar sem með honum skapaðist
'hringvegur um jökul. Er lagn-
ing þessa vegar myndarlegt átak
í íslfenzkri vegagerð, en hver
hefði trúað því að Ennisvegi
yrði lokið á undan Útneavegi,
en sá vegur hefir verið á döf-
inni í 20—30 ár og er enn ekki
lokið. Sú ömurlega staðreynd
blasir einnig við okkur sem við
þennan veg búum, að allt við-
hald við hann hefir stórminnk-
að á þessu ári, jafnframt lé-
legri þjónustu í fólks- og vöru-
flutningum á þessari leið. Varla
er hægt að kalla þetta tilraun
til jafnvægis í byggð landsins.
Snemma á þessu ári hófst
mjólkursala héðan úr Breiðu-
víkurhreppi til Borgarness, áð-
ur höfðu kaupféiögin á Sandi
og Ólafsvík keypt mjólk af
þessu svæði, en með tilkomu
mjólkurstöðvarinnar í Grundar-
firði ’varð þessi breyting á, og
breiðir nú kaupfélag Borgfirð-
inga niáðarfaðm sinn um allt
sunnanvert Snæfellsnes.
Jafnhiiða landbúnaði hefir
hér alla tíð verið stunduð smá-
bátaútgerð, þ.e. frá Hellnum og
Stapa, þó við lélegar aðstæður
og frumstæðar, hvað hafnarskil-
yrði snertir. Enn í dag verða
menn að notast við sömu báta-
stærðina og fyrir 50 árum, eini
munurinn áð nú eru þeir vél-
knúnir. Það er greinilegt að
þessi atvinnuvegur legg.st hér
alveg niður, ef ekki verður
breyting á skjótlega og ef til vill
er það um seinan, því fólki
fækkar stöðugt. Jafnframt og
tugum milljóna er varið í haflna
og vegagerðir á norðanverðu
nesinu er ekki hægt að sjá ai
nokkrum þúsundum til aðsfcoðar
við útgerð á nesinu sunnan-
verðu. — K.K.
þessu markmiði kvað sendi-
herrann þurfa gott skipulag, sem
aftur á móti krefðist hugmynda-
flugs samfara ábyrgðartilfinn-
ingu. Hann kvaðst þess fuillviss,
að þjóðir Mexico og íslands
væru færar um að koma á hjá
sér slíku skipulagi með frið-
samlegum hætti, þannig að
verði þeim til velfarnaðar —
eða eins og Licenciado Don
Gustavo Diaz Ordaz sagði ný-
lega: „Enginn ætti að vera svo
sterkur, að hann geti kúgað
aðra og enginn svo veikur, að
láti kúgast“, sagði Andonio
Armendariz, sendiherra Mixioo.
Armendariz hefur beðið
Morgunblaðið að skila þakklæti
fyrir góðar móttökur hér á
landi.
sitt
HINN nýi sendiherra Mexico,
herra Antonio Armendariz, af-
hendi í gær forseta íslands trún-
aðarbréf sitt við hátíðlega at-
höfn á Bessastööum.
í ávarpi, sem sendiherrann
flutti við það táekifæri sagði
hann meðal annars, að íslenzka
ríkið væri viðurkennt sem dæmi
gert nútíma þjóðfélag og þær
fcamfarir, sem hér hefðu arðið,
teldust sigur fyrir tilvist smá-
þjóðanna í heinú atórvelda.
„Það er markmið okkar í Mexi-
co“, sagði sendiherrann, „að
varpa af þjóðinni oki vanþekk-
ingar og berjast til sigurs gegn
fátækt. Við getum því verið
þess fullvissir, að þjóðir okkar
muni leggjast á eitt um það sam
eiginlega hlufcverk þeirra að
bæta menntun og auka álmenna
þjónustu og Mfsþægindi á þann
veg, að sem flestir megi njóta
góðs af“. Ea tii þess að ná
Sendiherra Mexico af-
hendir trúnaðarbréi