Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 1
24 siðiu} i Sð ákvörðun fræðsluyfirvaldanna, að 10 ára böm skuli hefja skólagönguna 1. septesmber í stað 1. öktóber, eins og hingað til, hefur tiðkazt, hefur sætt mikilli gagnrýni barnanna. Blaðamaður Mbl. heimsótti 10 ára böm í Langholtsskóla, er þau mættu í skólann fyrsta sinni og spurði þau ma., hvort þau villu heldur byrja í skólanum 1. október. Þessi mynd var tekin er bömin svör nðu spuraingunni, en eins og hún sýnir, voru allar hendur hátt á lofti. — Sjá frásögn og myndir á bls. 10. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Stjórnin segir af sér - og situr - herforingjaráöiö skiptir um nafn, enginn skilur neitt í neinu lengur en páfi sendir kaþólskum postullegar kveðjur og peninga Saigon, 4. september, AP. NGUYEN Khanh hershöfðingi tók í dag aftur við embætti sem forsætisráðherra Suður Viet- BiiiHiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiu Fyrst kvenna upp ó tindínn Kleine Scheidegg, Sviss, 4. sept. — (NTB — AP) — DAISY VOOG, 26 ára gömul stúlka frá Múnchen, sem er einka ritari að atvinnu, varð til þess snemma í morgun, fyrst kvenna i heiminum, að komast upp á tind Eiger-fjallsins í Sviss, sem er 3.975 metra hátt. Með Daisy Voog kleif tindinn fjallgöngumaðurinn Werner Bittner, sem er 23 ára gamall og reyndur fjallamaður. Þau klifu upp norðurhlið fjallsins, sem tal- in er sérlega viðsjál og kostað hefur 27 manns lífið síðan menn komust fyrst þangað upp árið 1938. Á norðurhlið Eigerfjalls ekín aldrei sól og þar hrynur sí- fellt úr fjallinu bæði grjót og íshröngl. Daisy Voog og Werner Bittner lögðu á brattann í bítið á þriðju- dag og sögðu að allt hefði gengið vel, en þó hefði þetta að vísu ekki verið neinn barnaleikur. — „Og nú langar mig bara í ær- legan drykk og hársnyrtingu,“ sagði Daisy Voog og brosti, er henni var óskað til hamingju með afrekið. Nam, eftir fimm daga dvöl í fjallabænum Dalat, sér til hvíld- ar og hressingar að því er latið var í veðri vaka, þótt forsætis- ráðherrann væri í stöðugu sam- bandi við samstarfsmenn sína í Saigon allan tímann. Hann hafði fund með blaðamönnum í Saigon í morgun og kvaðst hafa veitt viðtöku lausnarbeiðnum allra ráðherra sinna og stjórnarnefnd- armanna, sem tilheyrðu her lands ins, þar á meðal lausnarbeiðni sjálfs sin, en ailir myndu þeir samt gegna störfum enn um sinn. Khan sagði að þriggja-manna- ráðið, sem sett var á Iaggiraar í siðustu viku, myndi starfa áfram en yrði nú kallað stjóraarnefnd. Aðspurður hvort satt væri, að einn herforingjanna þriggja, Tran Thien .Khiem, hefði sagt af sér, eins og talsmaður stjórnarinnar lét hafa eftir sér fyrr um dág- inn, sagði Khanh: „Khiem hers- höfðingi situr enn í þriggja manna stjÓTnarnefndinni, en hann hefur sagt af sér stjórnar- emibætti.“ Khiem var varnarmála ráðherra og yfirmaður herliðsins undir stjórn Khans. Gert er ráð fyrir því að hann gegni þessum störfum áfram enn um sdnn eins og aðrir ráðlherrar, en Khanh vildi ekki úts'kýra það nónar. Þá skýrði Khanh frá visi að tillögu, sem hann sagðist myndu leggja fyrir þriggja-manna stjórnarnefndina á næstunni, þar sem gert er ráð fyrir því að stofna lögfræðdngaxáð, sem geri áætlun um nýja ríkisstjórn og ljúki verkinu á tveim mónuðum. Að þeim tíma loknum yrðu svo lögð drög að nýrri stjórnarskrá og bráðatoirgða-þingi. Kvaðst Khanh gera ráð fyrix þvi að þetta mætti takast fyrir árslok 1965, og þá myndi efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um nýju stjórnar- skrána og ríkisstjórnina. Kvaðst Khanh hafa beðið Duong Van Minh, þriðja herforingjann í stjórnarnefndinni, að takast á hendur undirbúning al'lan að þessu verki, en sagðist ekki vitíi, hvort Minh myndi fást til þessa né heldur hvort hinir her- foringjarnir myndu samþykkja þessa tillögu hans. Aðspurður hvort lausnarbeiðn- ir stjórna'rinnar hefðu í raun og veru verið teknar til greina, sagði Khanh það vera, það væri eðlilegur gangur mála, „en auð- vitað tekur það nokkurn tíma að finna aðra menn í stað þeirra sem sögðu af sér og munu þeir Framhald á bls. 23. Metkjör- sókn í Chile Santiago, 4. sept. AP. KJÖBSÓKN í Chile í dag var með fádæmum og voru biöraðir manna við kjörstaðina áður en opnað var klukkan átta í morg un. Allt fór fram með friði og spekt, en lögreglu- og hervörð- ur var hafður á kjörstöðunum. Veður var sagt gott um allt land ið. Áætlað er að um 2,5 milljón manna hafi kosið í dag og var áberandi mikil kjörsókn kvenna. M.a. ól ein kona barn meöan hún •beið þess að greiða atkvæði — Kosningalöggjöf Chile heimilár stjórnmálafundi tveim tímum eftir að atkvæði hafa verið talin, en Alessandri forseti gaf út til- skipun þess efnis að engir fund- ir yrðu leyfðir fyr en á laugar- dagsmorgun. Var þetta gert til iþess að koma í veg fyrir hugsan legar óeiröir, en stjórrfin óttast að til þeirra kurmi að koma, hver sem úrslit kosninganna verða.. Fylgzt er með kosningunum af mikilli athygli víða um heim, en einkum eru það þó Bandarikin og Kúba sem eiga þar hagsmuna að gæta. Frambjóðandi sósíalista, Salvador Allende, sem er per- Framhald á bls. 23. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiniii Helge Ingstad. Umbun fyrir fimm ára erfiði Klébergssnældan á Ameríkufundi Einikaskeyti til Mlbl; frá Skúla Skúlasyni. NOftSKI fornleifafræðingur- inn Helge Ingstad lét svo um mælt við fréttamann Morgun- balðsins í morgun, að klébergs snældusnúðinn góða sem um var getið í blaðinu á sunnu- daginn hefði kona sín, Anna Stína, fundið sjálf og væri gripurinn nú geymdur í banka hólfi í Osló. Snældu-snúðurinn er 36 millimetrar í þvexmól og er svipaður að stærð ag flestir þeir snældusnúðar sem fund- izt hafa í byggðum norrænna göða og vlðurkenning U.S.A Leifs heppna urkenna þar með að Leifur hafi. fyrstur fundið Ameríku.“ manna á Grænlandi. Aðspurður hvort snúður- inn væri eign Norðmanna eða Kanada svaraði Ingstad, að Kanada ætti heimtingu á ölJum fornminjum, sem fynd- ust við uppgröftinn í Lance Meadows, „en kannske fáum við að halda þessum eina grip, sem er okkur svo mikils virði. Það er einmitt verið að ræða það núna.“ Bkki sagðist Ingstad vita fyrix víst, hvort hann færi aft- ur vestur til Lance Meadows næsta ár, hann hefði nú verið þar fimm sum/ur og fyrir lægi yfirgripsmikið efni til rann- sótkna, sem vísindamenn frá mörgum löndum og þar á meðal íslandi, tækju þátt í. Ingstad kvaðst fagna þeim áxangri, sem náðst hefði og sagði: „Okfeur finnst við hafa hlotið umtoun fyrir erfiðið nú þegar Bandaríkin taka upp há tiðisdag Leifs heppna og við- Myndin sýnir snældusnúða frá Sandnesi í Vestri-byggð á' Grænlandi, en þeir munu vera mjög áþekkir snældusnúð þeim, sem mag. Anne-Stine Ingstad fann í Lance Mead- iUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllUllllllllllllilllllllllllillllllllllllllllllllllllllllll lllllllilllllllllllllllllllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimiUI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.