Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 14
14
M ORC UN BLADIÐ
T
Latigardagur S. sept. 1964
Þakka hjartanlega góðar gjafir, skeyti og hlý hand-
tök og öilum þeim sem heimsóttu mig á 80 ára afmæli
mínu 31. ágúst og gerðu mér daginn ánægjulegan. —
Guð blessi ykkur öll.
Agústa Ólafsdóttir,
Þorsteinsgötu 2, Borgarnesi.
t,
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
bílstjóri, Kaldbak, Eyrarbakka,
lézt á Landsspítalanum í Reykjavík 3. september sl.
Þuriður Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Eisku litli drengurinn okkar
ÁSGEIR ERLENDUR
andaðist á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 31. ágúst sl.
Verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7.
þ. m. kl. 13,30
Guðrún Erlen dsdóttir,
Ásgeir Þ. Ásgeirsson,
Stigahlið 14.
Jarðarför móður minnar
GUDRÚNAR HINRIKSDÓTTUR
Brekkustíg 10,
sem andaðist að Eiliheimilinu Grund 31. ágúst sl. fer
fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. þ.m. kl. 15.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Hinrik Sveinsson.
Jarðarför
KATRÍNAR MÁLFRÍÐAR ARNGRÍMSDÓTTrni
frá Norðfirði,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. september
kl. 10,30 f.h.
Fyrir hönd vandamanna.
Björn Björnsson.
Við þökkum hjartanlega samúðarkveðjur og minngar-
gjafir við andlát og jarðarför
ÞORLÁKS INGIBERGSSONAR
trésmiðs, Urðarstíg 9.
Katrín G. S. Jónsdóttir, Jóna Þorláksdóttir,
Camilla og Guðlaugur Þorláksson og böm.
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur sam-
úð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og
tengdaföður
ARA JÓNSSONAR
Patreksfirði.
Erna Aradóttir, Hafsteinn Davíðsson,
Ingólfur Arason, Sjöfn Ásgcirsdóttir,
Jón Arason, Þórdís T. Ólafsdóttir,
Júlíana Aradóttor, Gísli Kjartansson,
Steingrímur Arason, Hjörtný Árnadóttir,
Una Aradóttir, Jóhann Bjarnason,
Þórhallur Arason, Katrin Ármann.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu vegna
fáfalls og jarðarfarar eiginmanns mins, föður okkar,
tengdaföður og afa
FINNBOGA JÓNSSONAR
póstfulltrúa
Fanney Jónsdóttir, Henning Finnbogason,
Gunnar Finnbogason, Margrét Finnbogadóttir,
Sigríður Jóhannsdóttir og barnaböm.
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall föður
okkar, tengdaföður og afa,
VALDIMARS LONG
kaupmanns í Hafnarfirði.
Einar Long,
Ásgeir Long, Guðbjörg Gunnarsdóttir,
Valdimar Örn Ásgeirsson, Björg Ásgeirsdóttir,
Okkar inniiegustu þakkir til ailra hinna fjölmörgu
er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við frá-
fall systkinanna
MARGRÉTAR ERLENDSDÓTTUR
«g
GÚSTAFS KARLSSONAR
Raghildur og Erlendur Halldór Ámason, dætur
Magnússon og systkinL og tengdamóðir.
Jóhann Guðnason
byggingameístari, Akranesi
í DAG fer fram frá Akranes-
kirkju útför gagnmerks iðnaðar-
og félagsmálafrömuður sem lagt
hefur um dagana gjörfa hönd á
margt á þeim sviðum, þjóðlífs
vors og fleirum er til mannbóta
horfir, uppbyggingar og fram-
íara. Þessi maður er Jóhann
Guðnason, byggingameistari.
Hann lézt 29. ágúst sl. Við útför
hans verður án alls efa fjölmörg
um ibúum Akraneskaupstaðar
til þess hugsað að þeir eru að
fvlgja til grafar þeim borgara
staðarins ,sem um langt árabil
stóð í fylkingarbrjósti, um að
móta hið nýja byggingaskipulag
sem nú prýðir þennan fallega
Kaupstað, útgerðar- og iðnaðar-
bæ á tanganum milli Krossvíkur
og Krókaións.
Með hverju árinu sem líður,
breikkar byggðin á hraðri leið
lengra inn í landið.
Jóhann Guðnason var Ámesing
ur að ætt og uppruna. Hanri var
fæddur að Kolviðarhóli 12. maí
1894. Hann fluttist tólf ára gam-
a.l með foreldrum sínum, Guðna
Þorbergssyni og Margréti Jóns-
dóttur frá Kolviðarhóli að Leirá
í Leirársveit. En þau voru til-
drög þess að árið 1906 keypti
faðir hans þetta forna höfðingja
setur og flutti þangað byggð
sina frá KolviðarhólL En þá
höfðu um áratugi búið á Leirá
tveir ættliðir, hver fram af öðr-
um við mikla rausn. Kolviðar-
lióll, sem er í Ámessýslu vestan
Heilisheiðar, er staður sem mikl
ar sögur gengu af. Þar var um
áratugaraðir sæluhús til afdreps
f.yrir þá sem um Hellisheiði fóru,
en það hefir jafnan verið fjöl
farin ieið milli Suðurlandsundir
iendisins og Reykjavíkur. í
sæluhúsi þessu þótti mjög reimt,
gengu draugar og afturgöngur
þar ljósum logum þegar dimma
lók og höfðu þeir sem þar urðu
að gista í vondum veðrum marg
ar sögur af því að segja. Sá sem
fyrstur settist að á Kolviðarhóii
og hóf þar byggð var Jón afi
Jóhanns Guðnasonar, faðir Mar-
grétar. Þótti þetta karlmennsku-
bragð mikið að reka af höndum
sér þann óhugnanlega ófögnuð
sem ráðið hafði ríkjum á Kol-
viðarhóli framan úr grárri forn-
eskju. Hóf Jón brátt greiðasölu
á Kolviðarhóli sem Guðni hafði
þegar hér var komið sögu, tekið
við af tengdaföður sínum.
Guðni Þorbergsson hóf bú-
rkap á Leirá og bjó þar um langt
skeið. Hann var hagieiksmaður,
nvgginn bóndi og ráðsettur en
Margrét, húsfrú hans, kona
sköruleg.
Þeir eiginieikar sem ríkastir
voru í fari og skapgerð Jóhanns
og síðar settu svip sinn á líf hans
og starf, komu brátt í ljós er
nonum óx fiskur um hrygg.
Hann gerðist brátt, eftir koanu
sina að Leirá, virkur þátttakandi
í Ungmennafélagssamtökunum
sem þá fóru sigurför um byggðir
þessa lands og vöktu í brjósti
ungs fólks von og trú um far-
sæla framtíð þar sem birta og
heiðríkja réði ríkjum.
Auk þess hugsjónaeids sem Jó
hanni brann í barmi og félags-
máiaáhuga, sem mikill var í fari
hans var hann gæddur ríkri söng
hneigðr En söngur og hljóðfæra-
æikur er afls og gleðigjafi hvers
féiagsskapar. Var þáttur Jó-
hanns í ungmennaféiagsskapn-
um mikill að vöxtum og farsæll
og raunsær.
Hugur Jóhanns hneigðist þegar
á barnsaldri að smíðum og hag-
ieikur varð honum brátt tiltæk-
ur. Fór þar saman smiðalöngun
Jóhanns og skilningur foreidra
hans á því að i þeim verkahring
mundu hæfileikar hans njóta sín
bezt. Þetta réði því að hann fór
ungur til Reykjavíkur til smiða-
náms, sem hann iauk á tiisett-
um tíma. Að þvi loknu settist
Jóhann að á Akranesi, þar sem
hann 'dvaldi æ síðan og af mikl-
um myndarbrag innti af hendi
mörg og fjölþætt störf.
í þessum hraðvaxandi 1
biöstu verkefnin hvarvetna við
hinum unga iðnaðarmanni. Hann
gerði sér brátt þess Ijósa grein
að nýtt tímabil gekk í garð
byggingariðnaði vorum. Kom
þar samtimis margt til greina.
v'oru þá i uppsiglingu miklar um
bætur á byggingarefnum, skipu-
1 a gsbrey ti ng um, og hagkvæmni
margskonar og siðast en ekki
sízt fjölbreyttni í byggingarstíl.
Hafði Jóhann glöggt auga fyrir
ölium þáttum þeirra nýjunga
sem þá voru efst á baugi o^g vit-
að var að mundu ryðja sér til
rúms í byggingariðnaðinum.
Gekk Jóhann þar til verks með
þeim áhuga og dugnaði sem fé-
iagsmálastarfsemi hans á upp-
vaxtarárunum á Leirá hafði leitt
í ljós að honum var í brjóst bor-
in. Margt ungra manna lærðu
smíðar hjá Jóhanni á þessum ár
um og nutu þess lærdóms vel og
fluttu með sér út starfið þau
uppeldisáhrif sem þeim höfðu
íallið þax í skaut. Áhrifa hans
í byggingaiðnaðinum gætti því
iangt út fyrir það svið, sem
hans eigin verk náðu til.
Eigi hafði Jóhann iengi stund
að húsabyggingar á Akranesi,
þegar að honum bárust böndin
am það að taka að sér forystuna
í skipulagsmálum Akranesskaup
staðar. Var það mikið verk og
vandasamt. Byggingum á Akra-
nesi og gatnaskipan hafði frá
upphafi vega ekki verið markað
neitt fast lonrm. Allt framkvæmt
að heita mátti að eigin hyggju
hvers einstaklings. Hér mætti
Jóhanni og öðrum ráðamönnum
því torieyst viðfangsefni. Fyrst
og fremst að tengja saman nú-
tíð og framtíð, og þá ekki siður
hítt að grunda hagkvæmt skipu
iag á þeim nýju svæðum sem
byggðin reis óðfiuga upp á. Al-
menn viðurkenning á því mun
vera fyrir hendi að Jóhanni
Guðnasyni hafi vel tekist og
giftusamlega að leysa þetta verk
efni og að kaupstaðurinn búi
um langa framtíð að hagkvæm-
um handaverkum hans á þessu
sviði og ■njallra bragða sem
hann hafi beitt við þessi skipu-
iagsmál sem byggingarfulltrúi í
fiölda ára.
Jóhann lét sér mjög annt um
brunamál kaupstaðarins, bygg-
in,gu slökkvistöðvar, brunabíla-
kaup og æfingar slökkviliðs.
Gengdi hann í mörg ár slökkvi
liðsstjórastarfinu.
Eins og að líkum lætur um
jafn félagslyndann mann og
Jóhann var, voru honum rík í
huga félagsmál iðnaðarins og
kipulagniiig þess félagsskapar.
Var hann mjög í farabroddi um
stofnun Iðnaðarmannafélags
Akraness og fyrsti formaður
þess. Fyrir nokkrum árum gerði
Iðnaðarmannafélagið hann að
heiðurafélaga sinum. Eins og áð
ur er að vikið var Jóhann gædd-
ur ríkri sönghneigð og hljóðfæTa
leik nam hann ungur. Hneig list
rænt eðli hans á þá sveif um dag
ana að iðka þessi hugðarefni. Jó
nann var maður trúhneigður og
kirkjurækinn. Beindist fnúsik-
gáfa hans jafnan mjög í þjónustu
v;ð kirkjuleg störf. Var hann
iengi kirkjuorganisti, fyrst á
Leirá siðar í Akranesskirkju og
við sóknarkirkjuna á Innra-
Hólmi. Gengdi hann þessu starfi
um iangt árabil samtímis á báð-
um hinna síðasttöldu kirkna. Jó
hann var um tveggja áratuga
skeið safnaðarfulitrúi á Akra-
nesi og lengi formaður sókrar-
nefndar þar. Jóhann var heill
maður í störfum og laus víð alia
sundurgerð. Allt framlag hans til
síuðnings trúrækni og kirku-
iegra starfa var af hendi innt
heilshugar og á bak við það sló
hreint og viðkvæmt hjarta. Jó-
hann Guðnason var greindur
maður og mjög vel að sér í iðn
sinni, kunni góð skil á verklegrl
tækni og fylgdist vel með fram-
förum á því sviði, meðan heils-
an leyfði. Hann var fróðieiks-
fus maður og kunni góð skil á
viðfangsefnum hins daglega lífs.
Hafði fastmótaðar skoðanir, er
hann fylgdi trúiega, en var þó
hverjum manni samvjnnuþýðari,
þótt kapp legði hann á það jafn-
sn að fá vilja sínum framgengt.
Jóhann var í aiiri umgengnl
hugþekkur maður og bauð í hví-
vetna af sér góðan þokka enda
var það hvorttveggja að hann
naut jafnan trausts samborgara
sinna og vinsælda.
Jóhann var kvæntur mikilli
myndar- og friðleikskonu Sig-
líði Sigurðardóttur frá Meishús-
um á Akranesi. Lifir hún mann
sinn ásamt tveimur sonura
þeirra, Ríkharði og Sveini, sem
báðir eru búsettir á Akranesi.
Bjó Sigríður manni sinum og son
um gott og mjög vistlegt heimili
þar sem allt bar svip af þeim
myndarbrag og skörungsskap
sem húsfreyjunni er eiginlegur.
llugðarefni þessarra hjóna voru
mjög vaxin upp af sömu rót.
Bæði voru þau mjög söngelsk og
unnu hljómlist. Bar heimilið jafn
an svipmót þess unaðar- o,g
göfgi sem söngur og hljómhst
vekja í sálarlífi manna í öllum
stéttum þjóðfélagsins. Sigríður
nefir eins og kunnugt er mjög
failega og þróttmikia sóngrödd.
Hefir hún mjög komið við sögu
sönglistar á opimberum vett-
vangi bæði í kórum og með ein-
söng sínum og ávallt við góðan
orðstir.
Hin siðari æviár sín, átti Jó-
hann Guðnason við mikla van-
beilsu að striða. Orsökin var
mænusjúkdómur sem vaidið hef
ur hnum nkkrurri iíkamlegri
lömun og magnleysi. Oftast hef-
ur hann haft fótavist en af mjög
veikum burðum hin siðustu ár.
Jóhann var að öðru leyti mik-
ill lánsmaður í lífinu. Eftir hann
liggur dáðrikt starf. Hann ólst
uppá heimili ástrikra freldra og
naut þess þar til að hann stofn-
aði sitt eigið heimili sem hér hef
ir verið lýst. En trauðla mun hon
um nokkru sinni hafa verið það
jafn ljóst sem á sjúkdómsárun-
um hver náðargjöf gott heimili
er, þar sem ástríki konu og
barna beinir að því, jafnt á nótt
sem diegi, allri orku sinni og
ætíð að mýkja sár hins þjáða
manns.
Ég, sem minningarorð þessi
rita um hinn látna heiðursmann,
vil ijúka máli mínu með því að
flytja honum fyrir mína hönd og
hreppsbúa minna í Innra-Hólms
kirkjusókn hinztu kveðju og
þökk fyrir hið mikla framlag
’nans til kirkjulegra starfa í sókn
arkirkju okkar sem í því fólst
að laða okkur að kirkjunni, og
giæða ást okkar á þeim dásam-
legu sálmalögum sem sungin
eru í kirkjum lands vors. Þess-
ar þakkir okkar beinast eins og
ekki síður til Sigríðar, eftirlif-
andi ekkju Jóhanns sem jafn-
an stóð á' sön.gpalli við hlið;
manns síns g beitti þar sinni fall
egu söngrödd.
Fétur Ottesen.