Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 15
Laugardagur 5. sept. 19S4 MORGUN BLAÐID 15 13 norrænir unglingar kveð- ja eftir mánaðardvöl hér í DAG halda þrettán norræn- ir unglingar af stað heimleiðis með Drottning Alexandrine, eftir mánaðar dvöl hér á veg- um Norræna félagsins. Er þetta í fyrsta skipti, sem Nor- ræna félagið tekur á móti nor- rænu æskufólki hér á landi, og má skoða það sem viðleitni til þess að gera þá mikilvægu nemendamiðlun gagnkvæma, sem félagið hefur annazt á undanförnum árum, en eins og kunnugt er hafa á tveim- ur síðustu áratugum farið mörg hundruð íslenzkra ung- menna á norræna lýðháskóla og notið þar ódýrrar eða ó- keypis skólavistar. Norrænu gestirnir komu flestir sjóleiðis 6. ágúst, 7 frá Danmörku, 5 frá Svíþjóð; 1 frá Finnlandi og enginn frá Færeyjum. Einn var skráður frá Noregi ©n forfallaðist á síðustu stundu. Unglingarnir dvöldu I Reykjavík fyrstu daga heim- sóknarinnar, en síðan fóru þeir austur að Laugarvatni, þar sem námskeið var haldið fyrir þá í Menntaskólanum þar 10.—20 .ágúst. Tíu næstu daga dvöldu þátttakendurnir á einkaheimilum í sveit, flest- ir í Borgarfirði, en 4 stúlkur fóru norður að Hólum í Hjalta dal. íslandsferðinni lauk svo með nokkurra daga dvöl í Reykjavík á ný. Hinir norrænu unglingar skoðuðu söfn og ýms atvinnu- fyrirtæki í Reykjavík og ná- grenni og ýmsir mætir menn fluttu fyrir þau erindi um menningu og sögu þjóðarinn- ar. Síðasta kvöldið voru þau gestir á hátíðasamkomu Lút- herska heimssambandsins í Þjóðleikhúsinu og hlýddu á ávörp íslenzkra og erlendra kirk j uhöfðingj a. Meðfylgjandi mynd er tek- in af hópnum, ásamt Magnúsi Gíslasyni, framkvæmdastjóra Norræna félagsins, þegar þau skoðuðu Ríkisútvarpið. )U»^£L Hótel Valhöll þingvöllum tilkynnir Höfum opið allan septembermánuð. Nánar auglýst síðar. Hótel Valhöll BLAÐADREIFING FYRIR ! Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar í þessi blaðahverfi: * ★ ★ ★ ★ Framnesvegur — Sörlaskjól. Hringbraut vestast og Grandavegur. Laugavegur III. Austurbrún — Suðurlandsbraut. Miðtún — Álfheimar. Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu Morgunblaðsins. sími 22480. •••iiiiuiimminniiiiimnMHHnmiiiiiiiniiniiiiiiiiimi* KLÚBBURINN Tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!• í ítalska salnum leikur hljómsveit Magnúsar Péturssonar ásamt söng- konunni Bcrthu Biering. Hártízkusýning annað kvöld. NJÓTIÐ KVÖLDSINS í KLÚBBNUM Ódýrar úlpur fyrir skólabörn. — Verð frá kr. 298,00. RÍM A, Laugavegi 116 Verksmiðjan Sparta er flutt að Skipholti 35. Símar 16554 og 20087. I. DEILD Njarðvíkurvöllur, laugardag kl. 16 keppa Keflavík - Valur Tekst Val að stöðva sigurgöngu Keflavíkur? MÓTANEFND. Vinna Okkur vantar stúlku til afgreiðslustaría nú þegar, meðmæli óskast ef til eru. Upplýsingar ekki í síma. Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli. Atvinna Blikksmiður eða maður vanur vatnskassaviðgerð um óskast. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 9. sepL, merkt: „Vanur — 4916“. Byggingarlóð Byggingarlóð fyrir einbýlishús á góðum stað inn- an borgarinnar óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, mei-kt: „Lóð — 4114“. Orðsending frá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur Að gefrtu tilefni varðandi lokunartíma verzlana eru félagsmenn V.R. hvattir til að vera vel á verði um að samningur félags- ins við atvinnurekendur verði virtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.