Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 8
ð
MORGUN BLAÐIÐ
Laugardagur 5. sept. 1964
/T
Finnbogi Guðmundsson, útgerðarmaður frá Gerðum:
skoðanir um sjávarútveginn
Sjávarútvegurinn er undirstöðuaitvinniivegur
efnahagskerfisins nú og í náinni framtíð
Skiptar
ÉG HEFI nú gert nokkra grein i
fyrir ástæðunum til þess að ég
er bjartsýnn á að sjávarútvegur-
inn muni enn um mörg ár geta
orðið sterkasti undirstöðuatvinnu
vegurinn fyrir efnahagskerfi okk
ar, og þannig verið áfram aðal-
atriðið í velmegun þjóðarinnar.
Ég þorði að vísu ekki að spá á-
framhaldandi mokafla nema 3—6
ár fram í tímann, en þótt eitt-
hvað drægi úr möguleikum til
afla á einstökum fiskitegundum,
þá er hér um að ræða nú orðið,
það mikla breidd í fiskveiðum
okkar og fiskiðnaði, að ég tel
engan veginn óvarlegt að reikna
með mjög hagstæðari verð-
mætisöflun um næstu 3—4 ára-
tugi að minnsta kosti, þannig að
sjávarútvegurinn dugi að mestu
til þess að vera höfuðstoðin undir
mjög góðri efnahagsafkomu, og
geri ég þá ráð fyrir eðlilegri fólks
fjölgun.
Þótt mér sé það ljóst, að við
eigum ekki kost á neinum nýjum
Síðari hluti
atvinnuvegum, sem gætu orðið
okkur jafn hagstæðir og fiskveið-
arnar og fiskiðnaðurinn eru okk-
ur nú og munu verða um langa
framtíð, þá er það fjarri mér að
hamla gegn því að atvinnulífið
sé gert fjölbreyttara með tilkomu
stóriðju eða annarrar iðju, sem
getur vel orðið okkur til hag-
sældar, þótt það sé ekki eins hag-
stætt og sjávarútvegurinn er nú,
og mun lengi verða. Ég tel það
tvímælalaust rétta ráðstöfun að
stofna til Kísilgúrverksmiðjunn-
ar, eins og nú er reyndar ákveðið,
þó fannst mér eðlilegt að benda
á, að þar er ekki um neina stór-
kostlega verðmætaöflun að ræða,
eins og margir virðast hafa í-
myndað sér, vegna óeðlilegs áróð
urs í sambandi við það mál. Þá
finnst mér æskilegt að í náinni
framtíð kæmist á stofn Alúmíní-
umframleiðsla, ef það gæti orðið
til þess að létta undir með að
virkja orkumestu fallvötnin, og
þá vonandi orðið til þess að raf-
orka fengist ódýrari til iðnaðar-
og almenningsþarfa. Þótt mér
finndist æskilegt að slíkt fyrir-
tæki yrði að mestu eða öllu leyti
í eigu íslendinga sjálfra, finndist
mér ekki frágangssök, að það
yrði að einhverju leyti í eigu út-
lendinga, en þó því aðeins að
fyrirtækið yrði látið sitja við
sama borð og búa við sömu kjör
og önnur gjaldeyrisöflunarfyrir-
tæki, um verðið á raforkunni,
tolla, skatta, aðstöðugjöld og að
sjálfsögðu kaupgjald og yfirleitt
allt, sem aðrir útflutningsatvinnu
vegir okkar verða að búa við.
Olíuhreinsunarstöð finnst mér
komi því aðeins til greina, að
ekki hljótist markaðstap á fram-
leiðsluvörum þeirra atvinnuvega,
sem fyrir eru í landinu. Olía og
benzín hafa að mestu verið keypt
frá Rússlandi og lítilsháttar frá
Rúmeníu. Vegna þessara miklu
olíuviðskipta við þau lönd höfum
við getað selt þeim ýmsar út-
flutningsafurðir, sem okkur er
hagstætt að framleiða og selja í
sem allra mestu magni, en það er
söltuð og fryst síld til manneldis-
neyzlu, fryst flök af þorski, karfa,
ýsu, ufsa og löngu, eða svo til all-
ar algengustu fiskitegundir okk-
ar. Þótt saltaða og frysta síldin sé
þýðingarmest í þessu sambandi,
þá er sala okkar á karfaflökum
til Rússa mjög þýðingarmikil,
enda fer mest af þeirri fram-
leiðslu þangað og tæpast um
aðra markaði að ræða fyrir þá
vöru nema Bandarikjamarkaðinn.
Hefðum við aðeins Bandaríkin
sem eina markaðsmöguleikann
fyrir karfaflök, yrði tæpast um
mikið magn að ræða á viðunandi
verði. Þá kaupa Rússar af okkur
nokkurt magn af iðnaðarfram-
leiðslu úr íslenzkri ull, sem er
athyglisverð nýjung í framleiðslu
okkar, og gæti verið vísir að stór-
iðnaði úr heimafengnu hráefni.
Þá finnst mér ástæðulaust að
flýta mjög stóriðjuframkvæmd-
um á meðan samdráttur og óhag-
ræði á sér stað hjá öðrum at-
vinnuvegum eins og nú er, og hef
ur verið um hríð vegna fólks-
eklu.
Þar sem ég er nú farinn að
ræða ýmsa atvinnuvegi í nútíð og
framtíð, finnst mér eðlilegt að
minnast á stöðugt vaxandi iðnað
fyrir innlendan markað, sem er
orðinn stór þáttur í efnahagskerf-
inu, þótt sumt af því sé ekki veru
lega hagstætt, frá þjóðhagslegu
sjónarmiði. En þannig er um
þann iðnað, sem hefur haft tak-
markaða vaxtamöguleika, vegna
takmarkaðs markaðs, en svo er
um ýmsan neyzluvöruiðnað til
almenningsþarfa, þar sem fá-
menni þjóðarinnar takmarkar
eðlilega markaðinn.
En hins vegar eru ýms iðnað-
arfyrirtæki, sem framleiða
fyrir innlendan markað, sem
hafa tekið að sér að veita
aðalatvinnuvegunum þjónustu,
sem var og er þeim mjög nauð-
synleg. Hafa þau fengið mikil og
vandasöm verkefni að leysa, sem
þau hafa gjört mörg mjög mynd-
arlega. Jafnhliða því hafa þau þró
azt svo sjálf, og æft upp svo hæft
og gott starfslið, að þau eru sum
orðin fær um að framleiða það
fullkomnar vörur, að þær eru
fyllilega sambærilegar við það
bezta, sem til er í heiminum.
Voru þau a.m.k. áður en nýjasta
verðbólguskriðan féli á sl. ári,
orðin mjög samkeppnisfær um
verð, þannig að í mörgum tilfell-
um var að myndast vísir að út-
flutningi á ýmsum framleiðslu-
vörum. Hér hefi ég fyrst og
fremst í huga vélaiðnaðinn,. sem
smíðar ýmsar vélar og tæki fyrir
fiskiskipastólinri og fiskiðnaðinn.
Vélsmiðjurnar smíða nú orðið, og
hafa gert um margra ára skeið,
svo til allar vélar og tæki, sem
þarf til síldar- og fiskimjölsiðn-
aðarins, og ég held að ekki verði
sótt til útlanda fullkomnari
tæki en flest af því, sem íslenzku
vélsmiðjurnar smíða í því sam-
bandi, en um þennan þátt fisk-
iðnaðarins er mér ekki fullkunn-
ugt. Hinsvegar hefi ég fylgzt
mjög vel með þróun frystiiðnað-
arins. Er það skoðun mín að þar
séu ýmsar vélsmiðjurnar komnar
mjög langt í smíði svo til allra
véla og tækja, sem sá iðnaður
þarf. Einnig er það mín skoðun,
að það góða samstarf, sem tekizt
hefir milli vélsmiðjanna hér og
samtaka frystiiðnaðarains hafi
orðið svo árangursríkt, að við ís-
lendingar séum komnir með því
fremsta í frystiiðnaðartækni.
Nú er það svo, að frysting ýmis
konar matvæla fer mjög ört vax-
andi um svo til allan heim. Mér
finnst mjög miklar líkur til að
þátttaka okkar í þeirri uppbygg-
ingu geti orðið veruleg útflutn-
ingsframleiðsla vegna þess, að
við erum líka nú sem stendur
tvímælalaust meðal fremstu
þjóða um allt, sem viðkemur
frystiiðnaði, flutningi og dreyf-
ingu frystra matvæla.
Farskipaþjónusta og deilur
Eimskips og Hf. Jökla
um þessi mál
Um það verður ekki deilt, að
stofnun Eimskipafélags íslands
hf., snemma á þessari öld, var
meðal þess markverðasta sem
gerðist þá, og var þó margt mynd
arlega gert á þeim árum. Þeir
mætu menn, sem höfðu þar for-
ystu um, eiga miklar þakkir skil-
ið, sama er að segja um þann
mikla fjölda manna, sem lögðu
því máli lið, oftast af mjög litlum
efnum. Eimskipafélag Islands hef
ur um marga áratugi annast
meginhlutann af flutningaþörf
okkar á afurðum til útlanda, og
einnig innflutning á því mikla
vörumagni, sem við höfum þurft
að flytja frá öðrum þjóðum.
Þessi þarfa þjónusta hefur verið
þjóðinni ómetanleg, og ekki
hvað sízt á styrjaldarárunum
1914—1918 og 1939—1945. Það er
ekki nema sanngjarnt að viður-
kenna það, að Eimskip hefur oft-
ast reynt að leysa stöðugt vax-
andi flutningaþarfir þjóðarinnar,
eftir því sem aðstæður frekast
leyfðu á hverjum tíma. Ég vil
einnig viðurkenna, að stjórnend-
ur Eimskip voru á sínum tíma
ótrúlega framsýnir.
Þróun frystiiðnaðarins var
lengi vel mjög hægfara. Það mun
hafa verið þörfin fyrir flutning á
frystu kjöti, sem var selt til út-
landa fyrst frystra matvæla, sem
kallaði á þörfina fyrir kæliskip.
Þetta var dilkakjöt, sem var hæg
fryst í heilum skrokkum, og þar
sem kjötið var aðeins hægfryst,
þ.e. fryst við 10—12°C og
geymt við svipað frost í klefum,
var eðlilega ekki talið nauðsyn-
legt að gera kröfur til meiri frost
hörku í lestum flutningaskipanna
í því sambandi. Snemma á fjórða
tug aldarinnar er farið að hrað-
frysta fisk til útflutnings. Hér
var um að ræða flök af þeim
fisktegundum, sem Bretar sótt-
ust mest eftir, eða lengi vel að-
eins flök af skarkola, sólkola og
lúðu. Hér gat því ekki verið um
mikið magn að ræða. Framleiðsla
þessi var á þessum árum nokk-
urskonar lúxusvara. Vönduð
framleiðsla af tiltölulega dýrum
fisktegundum, allt handunnið og
vandlega snyrt, flokkað og pakk-
að í fullkomnar umbúðir og til-
tölulega dýrar, þ.e.a.s. vaxbornar
pappaöskjur, sem síðan var pakk-
að í trékassa.
Þetta hélzt þannig allan ára-
tuginn og gat því ekki verið um
að ræða, nema tiltölulega fáar
fisktegundir og þar af leiðandi
lítið fiskmagn. Á þessu tímabili
þjónaði Eimskipafélagið þessari
flutningaþörf að lang mestu leytL
í lok fjórða áratugs þessarar
aldar skall á heimsstyrjöldin síð-
ari, svo sem kunnugt er.
Vegna styrjaldarinnar varð
mikil breyting, hvað snerti mark-
aði og verkunaraðferðir sjávar-
afurða. Markaður fyrir saltfisk
lokaðist alveg, en hins vegar
varð mjög mikil sala í ísvörðum
fiski til Bretlands fyrir gott verð.
Styrjöldin breytti þannig fyrri
viðhorfum og verkunaraðferðum.
Flutningaþörfin á ísvarða fiskin-
um varð mikið vandamál. Allt
var undir því komið, að flutn-
ingaskip væru til staðar og af-
skipanir á þessu gætu gengið
greiðlega. ísflutningaskipin gátu
ekki tekið á móti fiski nema i
1—2 daga hvert, vegna þess að
varan þurfti að komast á markað
fersk og í góðu ástandi. Hins veg-
ar þurfti bátaflotinn, tugir og
jafnvel hundruð báta, í hverri af-
skipunarhöfn að losna við allan
sinn afla daglega, þar sem ekki
var um aðra verkunaraðferð að
ræða. Þessi verkefni voru satt að
segja óleysanleg, meðal annars
vegna þess, hversu aflabrögð
voru misjöfn frá degi til dags á
vertíðinni. Annan daginn gat ver-
ið tífaldur afli á móti hinum og
allt þar á milli. Fiskimálanefnd
starfaði þá að málefnum sjávar-
útvegsins. Hana skipuðu mætir
menn og velviljaðir, en þrátt fyr-
ir það var henni alveg ofviða að
leysa þetta vandamál. Forráða-
mönnum sjávarútvegsins var
ljóst, að brýn nauðsyn var á, að
fleiri verkunaraðferðir kæmu til.
Hraðfrystihús voru þó nokkur á
landinu, en afkastalítil, og flest
byggð af févana útgerðarmönn-
um. Hugsun manna, sem framar-
lega stóðu í þessum málum, var,
að hagnýta aðalnytjafiskinn,
þorsk og ýsu, og hefja fram-
leiðslu á frystum flökum til út-
flutnings til þess að leysa afferm-
ingarþörf bátanna, sem var mikið
vandamál. Svo sem áður er sagt,
voru þessi mál í höndum Fiski-
málanefndar, en þrátt fyrir góðan
vilja, tókst nefndinni ekki að
leysa þessi mál á viðunandi hátt.
Útgerðarmenn létu ekki bugast,
og eigendur hraðfrystihúsanna
bundust samtökum og stofnuðu
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Sölumiðstöðinni tókst að fá þvl
framgengt að samningar tókust
við Breta um sölu á frysta fisk-
inym á viðunandi verði. Þessum
samtökum óx fljótt fiskur um
hrygg og framleiðslan óx jafnt og
þétt og mikið örar, en bjartsýn-
ustu menn höfðu látið sér detta I
hug í byrjun. Þessi þróun sýndi
þeim mönnum, sem lifðu og störf
uðu að þessum málum, að þeir
voru á réttri leið og kvatti þá til
að halda áfram á sömu braut. Allt
fram að stríðslokum annaðist
Eimskipafélag íslands svo að
segja eingöngu flutninga fyrir
SH. Það samstarf var með ágæt-
um og þeir mætu menn, sem þá
stjórnuðu Eimskip höfðu fullan
skilning á þörfum SH og létu í té
viðunandi þjónustu eftir ástæð-
um, en hins vegar er trúlegt, að
þeir hafi ekki áttað sig á, hva
gífurlega ör framförin var hjá
SH, og þar af leiðandi ekki haft
tök á að byggja skip til að
veita þeirri þróun þjónustu. Fram
sýnir menn meðal frystihúsaeig-
enda beittu sér því fyrir því, a8
stofnað var skipafélagið Hf. Jökl-
ar. Þeir töldu að með því mótl
gætu þeir bezt tryggt SH góða
þjónustu og þannig stuðlað a8
uppbyggingu frystiiðnaðarins.
Fyrsta skip Hf. Jökla kom til
landsins árið 1947. Hf. Jöklar
eiga nú þrjú mjög fullkomin
frystiskip og veita SH ómetan-
lega þjónustu. Hf. Jöklar beittu
Framhald á bls. 17.