Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUH BLAÐIÐ Laugardagur 5. sept. 1964 Jöklar h.f. kaupa Hvítanes af Kaupskip JÖKLAR h.f. eru í þann veg að kaupa m.s. Hvítanes af Kaupskip h.f. og er þess vænzt að afhending skipsins muni fara fram nú um helg- ina í Reykjavík, en hingað kom Hvítanes í gærkvöldi er- lendis frá. Hvítanes er 2500 lestir að stærð, hefur ekki frystigeymslur, og munu Jöklar h.f. ætla að nota skip- ið til flutnings stykkjavöru til og frá landinu. Kaupskip h.f. fékk Hvíta- nes afhen t í september í fyrra, og hefur það síðan ver- ið í siglingum erlendis og heima. SýningJ es Einars MALVERKASÝNING Jes Ein- ars Þorsteinssonar stendur nú yíir í Ásmundarsal við Freyju- götu og verður opin á laugardag og sunnudag frá kl. 2—10 e.h. Fjölmargir haia skoðað sýning- una, og margar myndir hafa selzt. Sýningunni lýkur á sunnu dagskvöld. Kaupskip mun ekki hafa tekið ákvörðun um hvers kon- ar skip það mun festa kaup á í staðinn fyrir Hvítanes. Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson og Gnnnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, og frú, koma að Reykjainndi Miklar byggingarframkvæmdir og vélvæðing frá síðasta þingi 14. þing Sambands ísB. berklasjúklinga í GÆR kl. 2 var sett á Reykja- lundi 14. þing SIBS, að viðstödd um forseta íslands, Ásgeiri Ás- geirssyni, og Gunnari Thorodd- sen fjármálaráðherra g frú hans. Eru mættir til þingsins, sem stendur fram á sunnudagskvöld, um 80 fulltrúar frá 10 félagsdeild um í Reykjavík og úti um land. Settningarathöfnin hófst með því að Oddur Ólafssn, yfirlæknir bauð gesti velkomna og gaf Þórði Benediktssyni, fram- kvsemdastjóra samtakanna, orð- ið. Þórður sagði í setningarræðu sinni m.a. að enn á ný væru full Serkin fjölskyldan. Talið frá vinstri: Margie 4. ára, Irine (fædd Busch), Rudolf, og Judy, 14 ára. trúar saman komnir til að ræða leíðir, að markmiðið sem hand- samað væri í dag, en ætíð jafn- framt endurnýjað. Um leiðir að því mætti deila, en aldrei um markmiðið. Nú yrði gengið að þingstörfum undir hinu gamla kjörorði allra þinga samtakanna .samhugur-saimstarf. Síðan rakti hann sögu fyrri 13 þinga sem öll hefðu skiLið eftir fagrar myndir. allt frá fyrsta þingi fárra sjúkra manna á Vífilsstöðum 1938. Á 3. þinginu var td. ákveðið að reisa vinnuheimili, 5. þingið var hald- ið á Reykjalundi sem var að tf.ka tii starfa, í gömlum her- mannabragga,, 4. og 5. þingin voru svo komin í hin vistlegu salarkynni sem nú eru, og þar voru haldin 9., 10. og 11. þingið, sem hvert um sig sýndi þing- fulltrúum nýjar byggingar og vél væðingu og 13. þingið var haldið í Reykjavík, þar sem búið var að stofna öryrkjaheimilið í Múla lundi. Að setningaræðu lokinni var leikið lag SÍBS. Þá flutti Gunn- ar Thoroddsen, fjármálaráð- herra, stutt ávarp. Minntist hann heilladrjúgs starfs SÍBS og kvað því treyst að SÍBS mundi hér eftir sem hingað til halda merki sínu hátt á loftL Þá flutti Júlíus Baldvinsson kveðju frá sjúkum þingfulltrúa, Guðrúnu Sveinsdóttur frá Siglu firði, sem er á Vífilsstöðum og afhenti gjöf frá henni. Sendu Serkin aftur á Islandi HTNN heimsfrægi píanóleikari Rudolf Serkin heldur tónleika í kvöld Og annað kvöld í Austur- bæjarbíói á vegum Tónlistar- félagsins. A efnisskránni er Sónata eftir Schubert, 11 baga- tellur eftir Beethoven og Til- brigði eftir Brahms um stef eftir HandeL Þetta er í þriðja siran, sem Serkin kemur til íslands. Fyrst kom Serkin hingað með tengdaföður sínum, Adolf jBusoh árið 1946. Þá spiluðu þeir allar sónötur Beethovens fyrir pianó og fiðlu. Síðan kom hann áxið 1966. í fyrra skipið lék hann bæði í Reykjavík og á Akureyri, en í hið síðara í Reykjavtík og í HafnarfirðL Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Serkin að máli í gærdag og sagðist hann koma beint frá Edinborg, þar sem Listahátíðtn fræga hafur staðið að undan förnu. Serkin hélt þar 5 hljóm- leika, 3 með kammermúsík- hljóimsveit, 1 með hljómsveit og 1 einkakonsert. Þetta var í annað sinn, sem Serkin hefur komið á Edinborgarhábíðina. Þegar meistariran var spurð- emr, hivort hann þyrfti nokkuð að aafa sig, sagði Ragnar Jónsson, að hann ætlaði að aafa sig 6 klst. þennan dag og hefði æft sig 6% daginn áður. Serkrn sagðist þurfa að ætfa sig u.þ.b. 3 klst. á dag bara til að halda sér við, ef nokkrar framfarir ætfcu að verða, þá þyrfti meira. Rudolf Serkin er amerískur ríkisborgari. Hannt ferðast vita- skuld um heim allán til að halda tónleika. Á hverju ári fer hann til Evrópu, an hann miðlar einnig öðrum af hæfileikuxn sín- um, t.d. fer hann í annað skáptið til Japans næsta vor. Hann lét í ljós undrun sína yfir því, hve Japanir hafa tekið tónieik- um hans vel. „Mér finnsrt þetta þeim mun verra, af þlví ég kartn ekki að meta þeirra miisiík. Hins vegar hef ég séð fjökia manras í Japan tárast, ef ég leik Appassionata“. „Hvað eigið þér mörg börn?“ spurði blaðamaður. „Ég á sex. Þau eru öll músí- kölsk, en aðeins tvö þeirra, John, sem er 21 árs hiomisti, og Peter, sem er 17 ára, eru at- vinnuhljómlistarmeran, enn sem komið er. Ég veit ekki ennþá um Julie. Hún er 14 ára og nemur celloleik hjá frú Casais. Pablo segir að hún hafi hæfi- ieika. Hins vegar hefur Martgie helmingi betri smekk, enda er hún bara 4 ára. Hún neranir ekki að hlusta á mig til enda. Þó var uradantekning á Edin- borganháfcíðirani. Margie sat til enda. Ég spurði hana á eftir, hvemig hefði staðið á þessu og þá sagðist hún heldur ekki skilja neitt í þessu, en sennilega hefði þetta bara verið óvenju gott hjá mér“. „Eruð þér ekki bóndi líka?“ „Jú, það er ekki laust við það. Ég er staðráðinn í þ(ví, að kaupa 4 íslenzka hesta. Ég á 3 stóra ameríska og 30 beljur, en það er ekki hægt að fara á bak þeim. Mér lízt feiknalega vel á íslenzku hestana. Þeir hafa svo fallegan fótaburð". „Hafið þér leikið mikið inn á plötur upp á síðkastið?“ „Já, ég leik alltaf inn á plötur öðru hverju, en mér líkar það ekki alltof vel. Starvinsky lýsti þessu ágætlega. Hann sagði: Mér leiðast plötur, því að þær eru alltaf eiras“. „Mér finnast plötur alltof full- komnar“, sagði Ragnar Jóns- son. „Ekki mér“, sagði Serkin,- „Að minnsta kosti ekki mínar eigin. Ég heyri aiitaf vitlausu nóturn- ar minar og þoli það ekki‘% þingfulltrúar henni kveðju sína. Þá var kosið í kjörbréfanefnd, sem skyldi ljúka störfum eftir kaffihlé, en gestum vom nú born ar myndarlegar veitiragar. Miklar framkvæmdir Síðdegis var kosið í nefradir og fluttar skýrslur um störf sam- bandsstjórnarinnar og stofnanna saimbandsins. í skýrslu sambands stjórnarinnar segir að sjaldan eða aldrei hafi meira verið unn- ið að framfaramálum sambands ins en þau tvö ár seim liðin eru frá 13. þingi. Tekjur sambands- ins hafa ekki hrokkið til að standa straum a/ stórfelldum framkvæmdum og vaxandi þunga afborgana og vaxta af skuldum, gömlum og nýjum, og er það þakkað Erfðafjársjóði að kieift hefur verið að standa í þess um stórræðum. Byggingarfram- kvæmdir og vélvæðing í stórum stfl, sem fram hafa farið, bæði í Reykjalundi og Múlalundi, voru icnúðar fram af brýnni þörf skjól stæðinga okkar og til þess að unnt verði í framtíðinni að reka þessar stofnanir á sem hagkvæm astan hátt og þannið reyna að koma í veg fyrir hallarekstur, segir í skýrslunni. Á Reykjalundi hefur undara- farið verið unnið að 1500 fenrn. byggingu, sambyggðum vinnu- skálum og skrifstofuhúsi, en þar Framh. á bls. 23 Veglegur predikunar* stóll Á ALDARAFMÆLI ísafjarðar- kirkju á liðnu hausti tilkynnti biskupsfrú Guðrún Pétursdóttir, að nokkrir ísfirðingar fluttir suð ur hefðu ákveðið að gefa ísa- fjarðarkirkju veglegan útskorina prédikunarstóL <• Er stóllinn nú fullgerður, skor inn af skurðmeistaranum Ágústi Sigurmundssyni og smíðaður at Ölafi Guðmundssyni, Bollag. 4. Stóllinn er prýddur stórum skom um myndum guðspjallamann- anna og táknum þeirra. Er hann af kunrauguim talinn veglegastl írlenzkur prédikunarstóli I kirkju. í dag og á morgun, laugardag, og sunnudag, gefst mönnum kost ur á að sjá þennan veglega grip í glugga verzlunarinnar Teppi bf. í AusturstrætL Verið er að gera bók með nöfa am gefenda, og geta ísfirðingar fluttir suður enn tekið þátt í þes» ari kveðju til ísafjarðarkirkju með því að hafa samband við biskupsfrú Guðrúnu Pétursdótt- ur, GrenLmel 17, eða Jón Leós I Landsbankanum. Lútherska heimssamhandib: Kveðjuathöfn í Skál- holtsdómkirkju í dag Næsti fundur haldinn i Tanganyika Lútherska heimssambandið: STJÓRNARFUNDI Lútherska heimssambandsins var fram hald ið í Reykjavtk í gær, og þá voru tvö kirkjusambönd, í Rúmeníu og Tanganyika, formlega tekin í sambandið. I kirkjusambandinu í Tanganyika voru áður sex kirkjur, sem hver um sig var meðlimur í sambandinu, en nú hafa þær gengið í sambandið sem ein heild. Þá voru í gær viður- kenndir einstakir lútherskir söfn uðir, í Belgíu, Mexíkó og Equa- dor. Stjómarfundi heimssam- bandsins lýkur í Reykjavík um hádegisbilið í dag, en síðan halda fulltrúar til Skálholts, þar sem fundinum verður formlega siitið og kveðjuathöfn fer fram í Skál- holtsdómkirkju. Á fundinum í dag var einraig ákveðið að næsti stjórnarfundur heimssambandsins skyldi haldinn í Tanganyika dagana 14.—19. júní 1966. Eins og fyrr getur, verður fund inurn formlega shtið við guðs- þjónustu í Skálholti, og hefst sú athöfh kL 15 í dag. BiskU'pinn yfir tslandfl herra Sigurbjöm Einarsson, prédikar við kveðju- athöfnina og þjónar fyrir altari, ásamt sóknarprestinum, séra Guðmundi Óla ólafssyni. Skál- holtskórinn syngur undir stjórn Guðjóns Guðjónssonar stud. theol. Forseti ísland.s, herra Ás- geir Ásgeirsson, verður viðstadd ur athöfnina. Forseti Lútherska heimssam- bandsins, dr. Schiötz mun slíta stjórnarfundinum formlega og Páll Kolka læknir og kirkjuráðs maður, mun flytja erindi, þar sem hann rekur sögu Skálholts staðar og greinir frá áætlunum kirkjunnar á staðnum. Að lokinni athöfninni í Skál- holti, bjóða íslenzku biskupshjóu in erlendum og innlendum full- trúum á fundi heimssambandsins til samsætis að Þingvöllum I kvöLd. Þess má geta, að bílferð verð ur frá BSÍ til SkáLholts kl. 13 í dag fyrir þá, sem vilja vera viðstaddir athölnina i Skálholts- kirkj'U.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.