Morgunblaðið - 20.09.1964, Side 2

Morgunblaðið - 20.09.1964, Side 2
:lltlíllllllillllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIÍIIIIIIIIIIilllllllllllliilllllllllllHIIIIIIIIHIIIIIIIIItllll!llllliillillilllllllii!llltllllllllllllllllllll llllllÍlHllllÍlllÍlllllJIIÍIItlltÍIÍtlllllllllllilltillillllllliliÍlllllllli ... 3 MORG U N BLABIÐ Sunnudaífur 20. sept. 1964 iiitiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiifiiinmiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiitiiitiiiiiitiiiiiiitiitiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Sýniö sláturfénu mannúð I Viðtal v/ð Pál Agnar Pálsson, yfirdýralækni Tíðindamaður Morgunblaðs ins hitti að máli fyrir nokkr- um dög'um Pál Agnar Pálsso í yfirdýralækni og röbbu&um við nokkra stund um slátr- unina, sem nú er að hefjast. Segðu mér Páll, hvað heldur þú að slátrunin verði mikil í haust? — Það er gizkað á að hún verði allt að !* /í 8-10% minni en í fyrra, en þá var slátrað um 780.000 kindum. — Og hver er ástæðan fyrir því? — Ástæðan er vafalaust sú, að bæijdur álíta að hey verði mikil, hvort sem fóðurgildið verður í samræmi við magnið. — Hvað er þitt álit á slát- urhÚ9um hér á landi? — Slátunhúsin eru bæði of lítil og of mörg. Sláturhúsun um eru sett ströng skilyrði varðandi hreinlæti ofl. og lítil sláturhús hafa mörg hver ekki bolmagn til þess að upp fylla allar þær kröfur. En þetta stendur vonandi allt til bóta. Víða um land eru að rísa upp stór sláturhús, sem leysa mörg smærri af hólmi eins og til dæmis í 3orgamesi, Húsavík og við Iðubrú. — Hafa sláturhúsin yfir- leitt framfylgt öllum reglum, sem þeim hafa verið settar? — Það er nú nokkuð mis- jafnt. Þó m-unu flest stærri húsin gera það, og veruleg framför hefur orðið í þessum efnum hin síðari ár. En það, sem mér finnst áríðandi, er að menn kunni að meðhöndla sláturfé áður en því er slátr- að, því að það er alkunnu-gt og viðurkennt, að meðferð sláturgripa hefur mikla þýð ingu fyrir gæði og geyms.u- þol kjötsins. Kjöt af heil- brigðum og óþreyttum grip- um geymist illa og er oft ó- hæft til manneldis. —• Hvað orsakar það? lang-þreytt verður um 12% meira blóð eftir í kjötinu. Þetta aukna blóðmagn veitir rotnunargerlum greiða leið in-n í kjötið. Einnig geta sýkl ar komizt gegnum slímhúð garnanna hjá sjúkum eða þreyttum kindum og þaðan með blóðinu út í kjötið. Auk þessa myndast ekki mjólkur- sýra í kjöti af langþreyttu fé, en mjólkursýra ver kjöt mjög vel fyrir sýkl-u-m. — Hvað myndir þú ráð- leggja mönnum til þess að forðast þetta allt? — Fyrs-t og fremst að reka féð alltaf hægt við rekstra og smalamennskur og gefa því tíma tii að hlvíla si-g, bíta og drekka og hundbeita það sem allra minnst. Annað er mjög áríðan-di og það er að flytja sláturfé aldrei þreytt eða svan-gt og þvæ't beint úr skilaréttum í sláturhús, heldur ætla því fáeina daga til að jafna sig fyrir slátrun. — En nú eru mikil brögð að því að fé er flutt á bíl- um. Hvað viltu segja um það? — Það eru ýms vandamál í því sambandi. Árið 1958 setti ráðu-neytið almennar reglur um flutninga á búfé. Þessum reglum er ekki alltaf fram- fyigt. Til dæmis er skylt að hólfa flutningapalla sundu-r en það er oft trassað og aá þeim orsökum troðast lömb oft undir. Er ekki óalgengt að sjá í sláturhúsum skrokka, með stórum marblettum eða brotnum rifbeinum eða ýms- um öðrum lemstrum af þess- um orsökum. — Hvaða skemmdir eru al- gengastar á kjöti, sem kem- ur í sláturhúsin? — Það eru fyrst og fremst marblettirnir. Algengasta or- sök þeirra er sú, að gripið er og hangið í ull kindarinn-ar, þegar á að handsama han-a. Gaddavírsgirðingar valda oft mari á kjötinu og skemma gæruna. Hundsbit eru ekki óalgeng á skrokkum í sumum slátur- húsum. Bitin eru oftast á hælum og lærum. Oft er spilling komin í sárin, svo kjötið getur verið óhæft til manneldis. Óhreinindi á kjöti eru því miður enn alltof algeng og valda stundum verðfellingu á kjötinu. Lang oftast er á- stæðan sú, að sláturfénaður hefur verið rekinn í blauta og foruga rétt, þar sem ull- in hefur útatast. Oft ná slík- ar kindur ekki að þorna í réttum sátur'húsanna og nær ógerlegt að flá þær án þess að kjötið óhreinkist meira eða minna. — Jæja, Pál'l, ég þakka þér fyrir þetta. Er nokkuð, sem þú vilt bæta við þetta? — Ég vil aðeins skora á alla, sem hlut eiga að máli, að sýna í hvívetna mannúð og nærgætni öllum þeim skepnum, er á næstu vikum ganga sína hinztu göngu. The Horse’s Moubh, brezk frá 1958, 95 min., íslenzkur texti, hand-rit: Alec Guinness, tónlist byggð á Lieutinant Kiji eftir Pró kofíév. Leikstjóri: Ronald Ne- ame. Ef nokkur á skilið að erfa við- urnefni þess fræga Lon Chan- eys, „maðurinn með þúsund and litin“, þá er það frægasta kam- elljón kvikmyndanna, Sir Alec Guinness. Hinir frábæru hæifi- leikar mannsins til að skapa per sónur, sem í útli-ti og háttum eru gjörólíkar hver an-narri, koma manni sífellt á óvart, ekki sízt í Meistaraverkinu, sem er ein af hinum „nýju“ kvikmynd- um sem kvikmyn-dahúsin eru æ- asta dæmið til saimanburðar sr afbragðsmyndin This Sporting Life, sem nú er sýnd í Háskóla- bíói. Samt eru fáein augnablik i myndinni sem má færa á reikn- ing leikstjórans. Að öðru leyti má þakka hand- riti Guin-ness —eða skáldsögu Carys ;— fyrir mesta gaman myndarinnar, sérstaklega fynd- in samtöl. Atriðið í íbúð list- dýrkendahjónanna þar sem gólf ið lætur undan grjótblokk mynd höggvara, sem hefur tekið sér bessaleyfi til að vinna þar einn- ig að list sinni, er ekki fullkomn að fyrr en með lokaorðum Jim- sons. Kletturinn fer með braki og brestum niður í næstu íbúð og þegar brothljóðunum linnir v '!Í| i Ef fé er skorið sjúkt eða llllHlllllllllllllllllllllllllllllllilllHllllllllillllllHIHIHHilllllHHI!i:ilHlllllilll!lllllll!IIIIMIIII""IIH"lll"l""""l"ll"l"ll"llllll"i"|li|'l||l|ll"ll"||i''il!|'|'"!>i|i|l|"l"l"'IIH þykktí Móðirin sam- ekki láta barnið VEGNA frétta í blaðinu í gær og fyrradag um rán á barni á Seltjarnarnesi, hefur móðir barns ins komið að máli við Mbl. og mótmælt því sem haft er eftir föðurnum og móðursystur hans í blaðinu í fyrradag rétt í öllum atriðum. Hún hafi aldrei sam- þykkt að barnið væri tekið frá sér og farið með það austur í sveitir. Og hún hafi því i-eynt að hindra það þeg- ar faðirinn kom og reyndi að taka það af henni á heimili syst- ur hennar, þar sem hún býr með barnið. Leitaði hún aðstoðar hjá lögreglunni, svo sem fram kom í blaðinu, og er barnið því nú hjá henni. Bíður málið þess að lagalegur úrskurður verði upp kveðinn um umráðarétt yfir barn inu. Munu fleiri athugasemdir þvi ekki birtar á meðan. — Kosningar Framhald af bls. 10 ið með völd í Bretlandi sl. 13 ár og gera sér góðar vonir um sigur nú. Jafn bjartsýnn er Harold Wilson um sigur Verka mannaflokksins og sýna skoð anakannanir, að barátta flokk anna verði mjög svo tvísýn. í fyrstu var talið víst, að Verka mannaflokkurinn myndi fara með sigur ai hólmi, en síðustu vikurnar hefur gætt sívaxandi efa um það. Þingmenn eru kjörnir til fimm ára í senn. Þegar að loknum kosningum, eða 17. október kemur hið nýkjörna þing saman í fyrsta sinn til að kjósa í embætti og taka em- bættiseiða. Hins vegar fer formleg þingsetning ekki fram fyrr en 3. nóvember. — Shasfri halda í heiðri h-ugsjónum Nehru og hins lýðræðislega sósíalisma“v sagði hann, „en hún áskilur sér fullt frelsi til að hugsa sjálfstætt. Mennirnir breytast og tímarnir með.“ Framh. af bls. 1 togans og Moskvusinnans Hirens Mukherjees, sem bar brigður á heiðarleik Shastris, getu hans og þrek. og sagði að Hiren hefði ekkert fyrir sér í þessu og árás hans væri óréttmæt. Þá drap Shastri á klofninginn innan ind- verska kommúnistaflokksins milli Moskvu-sinna og þeirra sem hlynntir eru Kínverjum og sagði það koma úr hörðustu átt er indverskir kommúnistar töl- uðu af fyrirlitningu um klofn- ing kongressflokksins. Þá vék Shastri öðru skeyti að koinmún- istum og sagði: „Jafnvel H-ússar hafa neyðst til þess að flytja inn kornvöru. ,Kvað Shastri stjórn sína myndu vinna að aukinni framleiðslu matvæla með áveit- um, framræzlu, notkun betra út- sæðis og áburðar og sagði. „Vandamál Indlands eru hin sömu og vandamál annarra landa sem eru á fram farabraut. Forsætisráðherrann lét í ljós óánægju sína með hinn sífellda samanburð sem hann þyrfti að sæta við fyrirrennara sinn, Jawa harlal Nehru. „Stjórnin nvun Knut Hammarskjöld - IATA Framh. af bls. 1. göngumaður, eins og frændi hans, Dag, var. Ekki er til þess vitað, að hann sé mikið fyrir skáldska-p gefinn, en frá unga aldri hefur hann fengizt við að mála í tómstundum milli þess sem hann hefur sin-nt öðru að- al áhugamáli sínu, lestri bóka um geimvísindi, eða hiustað á tónilist Baohs oig Vivaldis. tíð að sýna okkur, þótt þær séu orðnar sex ára gamlar eins og umrædd mynd. í Meistaraverkinu tekur Sir Alec á sig gervi sérvitringsins Gulley Jimsons. Jimson er van- m-etinn listamaður, sem fer sín- ar eigin leiðir í lífinu og list- inni og lætur sig engu skifta þótt hluilverk hans í vóraldar- vafstrinu sé misskilið og van- virt. Hann hiýðir lítt lögum og siðvenjum þjóðfélagsins og kem ur það sér oft illa fyrir hann. Til dæmis kemur honum á ó- vart að illa skuli tekið loforði hans um að sprengja grenið of- an af listaverkasafnara einum, sem fengið hefur flest málverk Jimsons hjá konu hans upp í gamlar skuldir og er tregur til að verða við fjárheimtum Jim- sons. Það hleypur aldeilis á snærið hjá honum, þegar fín hjón sem þykjast hafa lista- smekk, bjóðast, til að kaupa eitt málverk af honum. Og Jimsons er svo örlátur að hann býðst til að mála fresku á heilan vegg hjá þeim í kaupbæti, en auðir veggir vekja ávallt óstjórnlega löngun hjá Jimson til þess að fylla þá út með meistaraverkum sínum. Fyrir misskilning og fjar veru hjónanna tekst Jimson að korna þessu fram, með hörm.u- legum afleiðingum fyrir listdýrk andi hjónin, spjö'.lum og bein- brotum. Næsti veggur sem enn vekur hina dularfullu sköpunargáfu Jimsons er heill kirkjuveggur. En þegar sá veggur er fullþak- inn og stærsta verk Jimsons „Dómsdagur“ er fullgert, verð- ur listin að víkja fyrir borgar- yfirvöldunum, kirkjan er rifin niður með jarðýtu, því þarna eiga að rísa ný hús. En hinn sérlundaði listamaður hefur ekki gefizt upp, hann leggur á stað niður Tempsá í mígleka hús bátnum sínum, leitandi nýrra á hrifa og nýrra auðra veggja, sem bíða þess að bera meistara- verk Guiiey Jimsons. Meistaraverkið er gert eftir sögu Joyce Carys, en handritið samið af Guinness sjálfum og er það fyrsta verk hans á þeim vetlí/angi. Leikstjórn Konald Ne ames er í gömlum hefðbundnum enskum stíl, sker sig lítt úr og á hér erfitt uppdráttar í saman- burði við þá endurlíÉgun sem átt hefur sér stað í brezkri kvik- tnyndageið síðustu árin, nærtæk og rykmökkurinn fer að þynnast kallar Jimson niður um gatið. hógværlega en all kvíðafullur: „Nokkur heima?“ Handritið er þó ef til viil of einskorðað við Jimson einan og annarri pre- sónusköpun gerð lítil skil, nema vinkonu hans, Coker (Kay Walsh). Það er þó lítil ástæða til að kvarta yfir Jimson. Gu- inness skapar með frábærum leik minnisverða manneskju, sýnir enn eina hiið á hæfileikum sínum til að túlka ólikar mann- gerðir. Jimson, þessi óheflaði, ó- rakaði og grófraddaði snillingur sem drös’ast í göngulagi, heimtu frekur og þjófóttur, er eir\ bezta persóna sem Guinness hef- ur tekizt að skapa. Brezki málarinn John Bratby hefur lagt mjög umdeild mál- verk sín undir nafn Jimson og eru það skemmtileg verk. ís- lenzkur texti er á myndinni, ekki nægilega góður. Nokkur mistök í honum virðast spiottiu af misiskilningi á frumtextanum- Fétur Ólafssoo. — Sean O' Casy Framh. af bls. 1. Næsta leikrit O’Casey hét „Skuggi skotmannsins", sam tímaleikrit úr borgarastyrjöid inni, en hann var virkur þátt takandi í þjóðfrelsishreyfingu íra. Leikrit þetta er í raua gamanleikrit, en grunnt er niður á alvöruna, eins og i mörgum leikritum hans. Heimsfrægur varð O’Casey fyrir næsta leikrit sitt, Júnó og páfuglinn (Juno and th« Paycock) sem sýnt var i fyrsta sinn á Abbey 30. marx 1924 og síðan í London. Var það leikrit flutt hér í Þjóð- leikhúsinu veturinn 1952—53 í þýðingu Lárusar Siigur- björnssonar skjalavarðar. Einnig það er úr borgara- styrjöldinni — eins og leík- ritið „Plógurinn og stjörnurn- ar“ (The Plough and tha Stars), sem margir álíta mesta harmleik hans. Upp úr þessu skildu leiðir O'Casey og Abbeyleikhússina og fluttist hann til London, þar sem hann bjó lengst af.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.