Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. sept. 1964 M0HGUNBLAÐ1Ð 17 þann, sem bætt hefði getað kjtM? sárþjáðs almennings. Síðasta dætni þess, er þegar einraeðis- herrann hælist nú um yfir nýju gereyðingarvop n L Háðir veðri og vindi Sumarsíldarvertíðin líður nú senn að lokum. Jafnvel þó að all- mörg skip kunni að halda áfram veiðum fram í október, fer þeim nú óðum fækkandi. Ef heppni er með, kann svo að fara, að heild- arafli verði meiri en sumarið 1962 og því hinn mesti, sem bor- izt hefur á land. Þó að svo verði ekki, þá er aflinn óneitanlega góður. Hann er fyrst og fremst að þakka nýrri vísindalegri þekk ingu og nýrri veiðitækni. Ef hvorugt hefði verið fyrir hendi, mundi alger ördeyða hafa ríkt. Miðað við hinar nýju aðstæður eg skipastólinn, sem að veiðum Ungir verðandi sægarpar á skólaskipinu Sæbjörgu — I.jósm. S v. Þormóðs. REYKJAVÍKURBRÉF erlendis. Atvinnulíf okkar hefði þá verið fjölbreyttara en nú og möguieikar til gjaldeyrisöflunar meiri. hefur verið, er eftirtekjan von- um minni. Engan afla hefur ver- ið að fá á þeim slóðum, þar sem áratugum saman var fengsælast. Og jafnvel þótt veðurfar hafi verið hagstæðara á Austfjörðum í sumar en víða annars staðar á landinu, þá hefur veður mjög oft hamlað veiðum. Enn vita menn alltof lítið um síldargöng- ur til þess hægt sé að telja þær árvissar. Menn hljóta að spyrja sjálfa sig: Hvernig færi, ef síld- in legði alveg leið sína frá land- inu, eins og hún hefir að undan- förnu fært sig til við landið? Og hver yrði afleiðingin, ef hafís legðist upp að Norðausturlandi yfir sumarmánuðina eða stöðug illviðri væru þar mánuðum sam- an? Bústu við hinu illa Gamalt máltæki segir, að menn eigi að búast við hinu illa, þvt að hið góða skaði ekki. Með svartsýninni einni verður skammt komizt áleiðis. En við verðum að muna, að ekki er ólíklegt að það veðurfar, sem áður hefur verið á landinu, geti komið aft- ur. Þegar vel tekst eru engin auðævi fljótfengnari hér en síld- arafli. Sjálfsagt er að láta hann sér ekki úr greipum ganga. Jafn sjálfsagt er, að eftir föngum ber að hagnýta aflann í landinu sjálfu, svo að útflutningsverð- ’mætið verði sem allra mest. Auk- in hagnýting skapar aukna vinnu ®g velsæld. Þar er þó tvenns að gæta. í fyrsta lagi, hversu aflinn enn er óviss. Sá afli, sem aldrei fæst, verður ekki hagnýttur. í ððru lagi, þá hefur markaður fyrir hvers konar verkaða síld hingað til reynzt harla takmark- *ður. Höfuðáherzlu ber að leggja á hvort tveggja: Að gera aflann vissari með aukinni þekkingu og bættri tækni og afla nýrra mark- aða. En hér ráðum við ekki einir. Hætt er við að óvissan haldist, þó að við leggjum okkur alla fram. ' Fleiristoðir Allar þjóðir leggja i það meg- Ináherzlu að gera atvinnulíf sitt •em fjölbreyttast. Svo er ekki Mður \ua þær, sem hafa öruggari Laugard. 19. sept; getur tekið þvílíkum sveiflum, að beinn voði sé á ferðum, þegar allt er komið undir einni teg- und. Að vísu er sjávarafli okkar orðinn mun f jölbreyttari en áður. Með aukinni vinnsiu í landinu verður hann auðvitað enn fjöl- breyttari. Engu að síður er sjálft aflamagnið undirstaðan og neyzlu sjávarafurða, þótt ýmis- lega séu tilreiddar, gengur erfið- lega að auka. Jafnvel þótt þar væri engin hætta á afturkipp og allt færi sem bezt má verða, þá er engu að síður fráleitt að nota sér ekki aðrar auðlindir, sem landið hefur yfir að ráða. Þjóð- félag okkar verður því sterkara sem það stendur á fleiri stoðum. Ef við ætlum ótilneyddir að byggja lýðveldi okkar til fram- búðar á einnj framleiðsiugrein, yærum við einstakt fyrirbæri í veröidinni. Beztu akuryrkju- löndin Sléttur Norður-Ameríku eru sennilega beztu akuryrkjulönd í heimi. f Kanada hefur Winnipeg orðið stórborg af því að vera miðdepill hinna miklu akur- yrkjuhéraða. Ef ferðast er flug- leiðis, er hvaðanæva til hennar og frá flogið klukkutímum sam- an yfir endalausar rennisléttar, þrautræktaðar ekrur. Þó segja Winnipegbúar sjálfir, að önnur borg vestar á sléttunum eigi enn meiri framtíð fyrir sér. Þá eiga þeir við Edmonton, höfuðborg Albertafylkis. Gæfumuninn gera olíulindir og önnur auðævi jarð- ar, sem fundizt hafa vesturfrá. Á löggjafarbyggingunni í Winnipeg, sem hýsir bæði lög- gjafarþing og fylkisstjórn Mani- toba, stendur efst á hvolfþakinu gullroðinn æskumaður, sem bendir í norður. Þangað bendir hann, vegna þess að í óbyggðum norðursins eru námur, sem fólk- ið hyggur að til frambúðar muni tryggja velsæld sína. Þó að hag- nýtur jarðargróður virðist allt umhverfis meiri en nokkurn, sem ekki hefur augum litið, mundi trúa, viija menn ekki treysta honum einum. Uppskeran er of einhæf og markaður háður slík- um sveiflum, að menn vilja Hverjum til góðs Þrátt fyrir ólíkar ytri aðstæð- i ur eru viðfangsefnin víða ótrú- lega lík. Hér á landi hefur hvorki landbúnaður né sjávarútvegur veikzt við það, að fleiri atvinnu- greinar hafa vaxið upp. Þvert á móti hafa þessar höfuðstoðir þjóðfélagsins styrkzt við, að fleiri hafa til komið. Um það er ekki lengur neinn ágreiningur, að ís- lenzkur landbúnaður á velferð sína undir góðum og öruggum markaði innanlands. Eins er það, að án margháttaðs iðnaðar væri ógerlegt að stunda nútíma sjáv- arútveg frá fslandi. Út af fyrir sig er og ekki ágreiningur um, að við þurfum á meiri raforku að halda, bæði til heimilisnöta og ýmiss konar iðnaðar. En svo er að sjá, að þegar talað er um vísi ð stóriðju, þá skiljist leiðir. Sum ir segja, að vatnsaflið eigi að geyma og nota fyrir síðari kyn- slóðir. En hverjum er það til gagns að láta vatnsorkuna halda áfram að eyðast engum til nota? Þó að vélar gangi fyrir vatnsafli, þá verður því ekki eytt. Með því að virkja orkuna sem fyrst, setj- um við hins vegar strax nýjar stoðir undir þjóðfélagið, stoðir sem gera það sjálft sterkara, og ýmist beinlínis styrkja þær, sem fyrir eru, eða létta af þeim þunga svo að þær verði haldbetrL Yærum við verr Síma-samiiíiigur- staddir? Góðir og gegnir menn benda á, að íslendingar hafi farið rétt að í rafvirkjunarmálum sínum. Við höfum aldrei reist okkur hurðarás um öxl, heldur virkjað smám saman fyrir brýnustu eig- in þarfir. Óumdeilanlegt er, að þessar virkjanir hafa orðið að ómetanlegum notum. En þar með er ekki sannað, að annar háttur hefði ekki verið skynsamlegri. Á það ber að líta, að yfirleitt hefur ekki verið virkjað hverju sinni meira en þá varð minnst komizt af með. Smávirkjanir eru dýrar og ógerlegt er að s’anna, að þjóðin hefði borið halla af því, þó að í stærra hefði vérið ráði^t. Kafmagnsverð innanlands hefði orðið ódýrara til frambúð- mn Um þetta er héðan af þýðing- arlaust að deila. Þjóðin var áður máttarminni en nú og áhættan af stórvirkjun henni e.t.v. ofvaxin. Hættan af erlendu fjármagni óx mönnum að vonum í augum á meðan við vorum sjálfir með öllu fjármagnslausir. Játa verður, að þarna hefði mest oltið á hverjum samningum hefði verið unnt að ná. Eigin reynsla okkar í þessum efnum var nær engin og lítt hægt að læra af öðrum. Nú höfum við áratuga reynslu annarra, t.d. Norðmanna við að styðjast. Og svo langt er um liðið, að unnt ætti að vera að líta á reynsluna af símasamningunum frá 1905 hlutlausum augum. Um þá var ákaft deilt á sínum tíma, en nú er fyrir löngu komið á daginn, að þeir leiddu ekki yfir þjóðina þær hættur, sem þá var óttazt. Með samningum við erlent „auð- félag“ fengust framkvæmdir, sem enginn mundi nú vilja vera án. Var þar þó um að ræða „ein- okun“, sem menn að vonum höfðu beig af. Fordæmi Sovét- Rússlands Óþarft er að fjölyrða um þá áherzlu, sem lögð hefur verið á iðnvæðingu í Sovét-Rússlandi. Iðnþróun var að vísu hafin í Rússlandi áður en kommúnistar komust þar til valda. En veik- leiki Zarstjórnarinnar, sem leiddi til falls hennar 1917, staf- aði ekki sízt af því, að Rússland stóð þá langt að baki öðrum stór- veldum í þessum efnum. Sovét- stjórnin hefur lagt svo mikið kapp á að bæta úr þessu, að henni hefur verið borið á brýn, að hún hafi farið of harkalega að: Beitt bæði nauðungarvinnu og sultarsvipu til að koma áform- um sínum fram. Enn þann dag í dag er þrengt að lífskjörum al- mennings til að efla því meir þungaiðnaðinn. Þessar harkalegu aðfarir hefðu sjálfsagt ekki ver- ið þolaðar í lýðræðisþjóðfélagi. En fyrir sjálft markmiðið, iðn- væðingu lands síns, verður Sovét- stjórnin ekki sökuð. Sumir telja Jafnframt er lagt kapp á efl- ingu efnaiðnaðar til styrktar landbúnaðinum. í því skyni hefur verið samið um mikil vélakaup í Bretlandi og er ráðgert að Bret- ar veiti 10 ára gjaldfrest á þeim eða láti Sovétstjórninni í té lán, sem því svarar. Þessi lánveiting til Sovét- Rússlands frá Bretlandi og önn- ur tilsvarandi frá Japan eru nú gagnrýnd af ýmsum í Bandaríkj- unum. Sú gagnrýni byggist á því, að þessar lánveitingar auðveldi Rússum að láta sitt eigið fjár- magn í hergagnaframleiðslu og til að tryggja stöðu sína í þeim löndum, sem skammt eru á veg komin í iðnþróun. Um þann. ágreining skal ekki frekar raett hér að sinni. En lántökurnar eru órækt vitni þess, hversu Sovét- stjórnin telur mikilsvert að efla iðnað í landi sínu, og er henni það ekki láandi. Hitt er lakara, að hún virðist ekki vera jafn skilningsgóð á nauðsyn annarra. Fyrir nokkrum misserum urðu íslenzk stjórnar- völd þess greinilega vör, að sov- ’ ézkir samningamenn voru títt hrifnir af olíusölu Rúmena hing- að til lands. Síðan hefur soðið upp úr í allra augsýn milli stjórn anna í Moskvu og Búkarest af svipuðum sökum. Moskvustjórn- in vildi hindra Rúmena í iðn- væðingu og ætlaði sjálfri sér ein- okun iðnaðarframleiðslu, en Rúm enar áttu einungis að fá að leggja til efnivörur. Við þetta hafa Rúm enar ekki viljað una og eru þess vegna farnir að stíga í vænginn við Kínakomma. Rússa á íslandi Við fslendingar þurfum ekki að renna huganum til annarra landa til að verða sams konar einok- unarvilja varir. Með verzl- unarsamningunum við Sovét- Rússland hefur það tryggt sér einokun á olíúsölu til ís- lands. Menn hafa ekki viljað missa af fiskmarkaðinum í Sovét- Rússlandi og þess vegna sætt sig við þessa olíueinokun. Af þeim sökum má og segja, að hún hafi verið nauðsynleg. Einokun getur þó aldrei verið annað en ill nauð- syn. A.m.k. verða menn að gera sér grein fyrir, hvað á ferðum er og við hvaða verði viðskiptin eru keypt. Annmarkarnir láta ekki lengi á sér standa. Ef Sovét- stjórnin beitir sér gegn byggingu olíuhreinsunarstöðvar hér, þá er það vegna þess að hún vill ekki láta skerða einokun sína. Sú einokun er þá bersýnilega orð- in hindrun fyrir eðlilegri iðnþró- un okkar. Vel má vera, að menn verði að una þessu um sinn, en eftirsóknarverðir eru slíkir við- skiptahættir ekki fyrir okkur. Verjendur þeirra gera sinn mál- stað ekki betri með því að saka aðra um að vilja ná hér einokun með olíuhreinsunarstöð. Fram- leiðsla hennar mundi þvert á móti þurfa að keppa við frjálsan olíuflutning, ef hann fengisit. En það eru einmitt verzlunar- samningarnir við Sovét-Rúss- land, sem þvílíkt frjálsræði hindra. Stíga í vænj»mn við Kína-komma tramleiðslu em þá sem sækja þwf í gjávardjúpio. Vöruverð skjóta fleiri stoðum undir fram- tíðarvelgengni sína. ar ag aflið notað til framleiðslu, sem hægt hefði verið að selja þó, að minni áherzlu hefði mátt leggja á hergagnaiðnað heldur en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.