Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. sept. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 22 miiiiiuwwiwiiiwMiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiMiiiiiimiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiimiiiHiimiiiniiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! BlkGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM HLJÓMPLÖTUR HIGH FIDELITY, eða hi-fi er orðið alþjóðaorð, sem varla er ástæða til að leggja verulega áherzlu á að snúa yfir á ís- lenzku. En hvað er hi-fi? Því er fljótsvarað. Hi-fi er heiti yfir þau tæki, sem ætluð eru til heimabrúks og framleiða tóneiginleika eða tóngæði sem næst þeim, sem hinir margvís- legu tóngjafar (hijóðfæri og mannsraddir) gera. Raunveru- legt og endanlegt hi-fi er ef til vill markmið, sem vísinda- menn aldrei ná, en markmið er það engu að síður, sem keppt er að víða um heim og eins og sakir standa, eru Bandaríkjamenn þar í broddi fylkingar. Margar byltingar hafa átt sér stað á þessu sviði og hin seinasta er sú, er farið var að nota transistora í stað lampa í mögnurum. Á það ber að leggja ríka áherzlu strax, að orðið transis- tor-magnari er ekkert algilt „töfraorð“. Um tvær gerðir transistora í mögnurum er að ræða. Annars vegar þá, sem gerðir eru úr germanium og hins vegar þá, sem gerðir eru úr silicon (silizium). Þetta er atriði, sem menn skildu athuga vel, er þeir ætla að festa kaup á transistor-magnara, því að um tveir framleiðendur, sem vert er að gefa sérstakan gaum, en það eru ACOU- STECH og HARMON KAR- DON. Þeir framleiða silicon- transistora-magnara, sem kosta á búðarverði þar vestra frá ca. 300 dölum upp í ca. 750 dali. Silicon-transistorar þeir, sem Acoustech notar í sína magnara, eru framleiddir a£ Transitron Electronic Corp. í Wakefield, Massachusets og það eru þeir sömu og notaðir eru í sambandi við Minute- man-eldflaugarnar alkunnu. Mun óhætt að staðhæfa, og það án nokkurra efasemda, að vönduðustu magnarar, sem framleiddir eru af Acoustech og Harmon Kardon taka óum- ræðanlega fram öllu öðru, sem þekkist og munu gera þangað til næsta stórbylting á sviði hi-fi-tækja á sér stað. Og eftir fyrri reynslu að dæma á það langt í land. Okkur, sem höf- um eignast og heyrt í þessum sérstæðu mögnurum, finnst alveg ótrúlegur sá munur, sem er á þeim og beztu lampamögn urum, sem til eru. Og Við er- um ákaflega ánægðir og for- viða á því hve tóngæði þeirra eru undraverð og dásamleg. Þangað til sá dagur kemur, að á eiginleikum þessara tveggja tegunda er reginmunur, bæði á verði og gæðum. Einn höfuð- gallinn við germanium-trans- istora er, að þeir skila ekki nægilegri orku fyrir ofan 6—8 þúsund rið (mannseyrað grein ir ca. frá 16 uppí kannske 20000 rið þegar bezt lætur) og magnari, sem ekki meðhöndl- ar auðveldlega tónsvið frá 20—20000, getur engan veginn talizt athyglisverður, hvað þá meir. Vegna þess arna hafa margir framleiðendur á trans- istor-mögnurum gefið upp mælingatölur fyrir neðan þess ar tölur þ.e.a.s. 6000 rið á sekúndu, og það gera reyndar margir lampaframleiðendur einnig. Öðru máli gegnir um silicon- transistora. Þeir meðhöndla áreynslulaust allt það tónsvið, sem mannseyrað greinir og langt upp fyrir það. Silicon- transistorar hafa um þó nokk- ur ár verið í notkun, og þá aðallega í alls konar tækjum, hernaðarlegum og annars kon- ar, þar sem mikið hefur þótt við liggja. Það er ekki fyrr en nú mjög nýlega, eða fyrir tveim árum, að farið er að nota silicon-transistora í magn ara, sem ætlaðir eru til heima- brúks. En eins og áður er sagt eru þeir býsna dýrir. Hver silicon-transistor kostar um 30 dali og einn framleiðand- inn, ACOUSTECH, notar átta slíka í sína vönduðustu (og dýrustu) magnara. í Bandaríkjunum eru eink- við heyrum í öðru, sem er enn betra! Og sem betur fer er alltaf um framfarir að ræða. Tæknin afrekar meiru og meiru á þessu sviði sem öðrum. Og það sem við óskum eftir og leitum sífellt að, er að komast sem næst raunveruleikanum. Ef það er ekki meginatriði, þar sem tónlist er annars vegar, hvernig hún hljómar, hvað þá? Þess vegna er aldeilis undar- legt, þegar menn, sem gefa sig út fyrir að vera einhverjir ógurlegir tónlistarunnendur, safna hljómplötum, fara á tón- leika o. s. frv. láta sér nægja, þrátt fyrir næ'g fjárráð, að not ast við þriðja eða fjórða flokks tónflutningstæki og jafnvel fyrir neðan það. En hvers vegna eru silicon- transistor-magnarar svona ó- skaplega miklu betri en lampa magnarar? Þar kemur margt til og er sennilega flest af því óskilgreint af vísindamönnum, a.m.k. meðan núgildandi mæl- ingaaðferðir eru notaðar, en háværar raddir heyrast um, að þeim þurfi að breyta. Al- mennt er álitið, að transistor- magnarar hafi allt önnur hljómeinkenni en lampamagn- arar og það reyndar þó að um ódýra og fremur óvandaða germanium-transistormagnara sé að ræða. Þessum eiginleik- um hafa menn átt dálítið erfitt með að lýsa. Við getum sagt að tónninn sé klárari, hreinni, léttari og gagnsærri. En það segir engan veginn alla sög- una. Þessi bættu tóngæði transistormagnaranna stafa m. a. mikið af því, að með notkun þeirra losnum við við þó stóru spennubreyta, sem nota þarf í lampamögnurum og hafa allt- af verið viðurkenndir hinn mesti Þrándur í Götu raun- hæfra tóngæða. Enn eitt atriði, og það ekki veigalítið er það, að lampar breyta sér til hins verra strax og hleypt er á. þá straumi, en transistorar endast með ó- breyttum gæðum hver veit hvað lengi. Þessi gæðarýrnun á lömpum er að öllu jöfnu sífelld en hægfara. Svo hæg- fara, að menn veita henni ekki athygli fyrr en þeir skipta um lampa, t.d. eftir eitt ár eða svo, þó að lampar þeir sem skipt er um séu engan veginn ónýtir. Lampamagnarar eru yfirleitt alltaf mældir og mið- aðir við 1000 rið og þegar um stereofóniska magnara er að ræða er bara önnur rásin mæld í einu. Hvort tveggja er næsta hlægilegt. í fyrsta lagi eru 1000 rið ekkert erfið við- fangs fyrir miðlungs magnara og í öðru lagi eru báðar rásir notaðar í einu þegar um stereo fóniska magnara er að ræða. Og það er miklu erfiðari próf- un á stereofóniskum magnara að prófa báðar rásir í gangi samtímis en aðeins eina. Ster- eofóniskur magnari, sem próf- aður er á aðeins einni rás í einu er ekki nægilega prófað- ur, svo að vægt sé til orða tek- ið. Acoustech mælir báðar rás- ir í einu miðað við 40 vött frá 20—20000 rið, en fer samt allt upp í 400 vött! Tvö stærstu tímarit Banda- ríkjanna, sem fjalla um hljóm plötur og það, sem þeim við- § kemur (fyrst og fremst tæki, tónlist og tónlistarmenn) þ.e.a. s. High-Fidelity og HiFi/Ster- eo Review, hafa prófað og birt umsagnir um magnara frá Acoustech, og ber báðum sam- an um, að þeir séu betri en það bezta, sem áður hafi þekkzt. Þeir eiga að vonum dálítið 1 erfitt með að lýsa í hverju það sé fyrst og fremst fólgið, því að tóngæðum er talsvert erfitt að lýsa. Og þeir taka ennfrem- ur fram, að þær truflanir, sem þeir hafi mælt á tónsviði, geti allt eins vel stafað frá mæli- tækjunum sjálfum eins og mögnurunum, sem verið er að prófa. Að sinni eru þessir transis- tormagnarar úti'æddir hér, að- eins skulu menn minntir á það að lokum, að varast ódýra germanium-transistormagnara en allir enskir transistormagn- arar eru það enn sem komið er, heldur reyna að fá sér þá magnara, sem gerðir eru með silicontransistorum. Þeir eru að vísu, eins og fyrr var sagt, miklu dýrari. en um leið ó- hemju miklu betri. Ef ég nú fæ mér svona magn ara, spyr nú einhver, hvaða hátalara á ég þá að nota með þeim? — Því miður er ástand- ið þannig hjá okkur hér á ís- landi, að við eigum þess ekki kost að ganga inn í næstu búð og fá að heyra af eigin raun í þeim aragrúa hátalara, sem eru á boðstólum erlendis. En eftir að hafa heyrt í mörgum þeim gerðum hátalara, sem beztar eru taldar, tel ég ekki leika á því neinn vafa, að há- talarar þeir, sem framleiddir eru af QUAD í Englandi, elec- trostatiskir, séu að öðrum ó- löstuðum þeir beztu, sem völ er á. Að vísu eru framleiddir í Bandaríkjunum electrostatisk- ir hátalarar, sem eru kannske betri, þó er það ekki á neinn hátt vitað, en þeir eru marg- fallt dýrari og svo stórir, að þeir eru naumast í húsum hæf- ir. Quad-hátalararnir electrosta tisku hafa af fagmönnum er- lendis verið nefhdir „hátalarar tónlistarmanna". Eitt er víst að öðrum fremur gefa þeir hreinan og sannan tón, fjaður- magnaðan, gegnsæjan, léttan og miðað við allt annað, ákaf- lega sannan og óþvingaðan. Það er einrómaálit, kannske með einstöku fráviki, svo ein- stöku, að mann grunar slík um ónæma tónheyrn eða fast- heldni ef ekki hreint og beint þráa og stífni, nema allt sam- an sé, að jafnvel dýrustu há- talarasamstæður annarra teg- unda hljóma í samanburðin- um líkt og þeim væri vafið inn í teppi. Svo þvingaður og óraunhæfur er hljómur ann- arra hátalarategunda í eyrum þeirra, sem vanir eru að hlusta á electrostatiska hátal- ara. Ennfremur getur það Verið hin mesta raun að kom- ast í, að hlusta á aðrar tegund- ir hátalara, séu þeir stilltir nokkuð hátt, og það vegna truflunar. Allar gerðir hátal- ara, framleiða truflaðan tón strax við lítið álag (örfá vött), nema electrostatiskir. Þeirra tónn er ekki truflaður fyrr en álag er meira en hátalarinn er gerður fyrir. Quad-hátalararnir eru mið- að við gæði næstum hlægilega ódýrir, enda fer enginn kostn- aður í skápa . . ., og svo er vel komið málum hér á ís- landi, að starfandi er umboð fyrir þá með viðgerðarþjón- ustu, sem raunar er ómetan- legt atriði út af fyrir sig. Margar þær stofnanir, sem mest vilja vanda til sinnar Framhald á bls. 16. .........immmimmimmmmi.... Valhúsgögn cauglýsir Vandaður stóll með lausum púðum í baki og setu, Harðviðargrind. Verð kr. 2450.— Svefnsófar, Svefnstólar, Svefnbekkir, Sófasett, Sófaborð, Vegghúsgögn o.fl. 5 ára ábyrgðarskírteini fylgir öllum bólstruðum húsgögnum frá okkur. Verið vandlát — vandið valið. Veljið VALHÚSÖGN. VaBhúsgögn Skólavörðustíg 23 — Sími 23375. iIiimmiiimmiHiiiimiimmmiiiiiimmmmiiniimiHiimmm'iiiiimimmiiiiiimmuHiiiiHHiiiiimiiHiimiiHiiiiHiniiiiiiiiiiHiHmiiiiiiiiiiimiiiiimiiHiimiiiiiiiiiiiiimiHm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.