Morgunblaðið - 27.09.1964, Side 12

Morgunblaðið - 27.09.1964, Side 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 27. sspt. 1964 FYRJR sköramu átt! ein el/.ta karlmannal'ataverzlun Rvík nr hálfrar aldar afmæli. Hér er um að ræða Andersen & Lauth hf.. sem flestum eða öllum Reyk- vikingum er kunnugt. Andersen & Lauth hf. hefur lengi verið umsvifamikið fyrirtæki í sölu og framleiðslu nýtízku karlmanna- fatnaðar hérlendis ásamt verk- smiðjunni Föt hf., sem er systur- fyrirtæki þess. Frá verksmiðj- unni eru nú seld tilbúin föt í flestum kaupstöðum og kauptún- um Iandsins. Andersen & Lauth rekur tvær verzlanir í Reykja- vík, aðra að Vesturgötu 17 og hina að Laugavegi 39, og eru þar á boðstólum mikið úrval af herrafötum af öllu tagi, frá sam- kvæmisklæðnaði í skólaföt. Verzlunarstjóri að Vesturgötu 17 er Torfi Jóhannsson en í verzl uninni að Laugavegi 39 ræður húsum Ragnar Guðmundsson. Fulltrúar Andersen & Lauth hafa gert sér far um að sækja heim erlendar herrafatasýningar, ©g reyna að flytja heim þær nýjungar, sem þeir hafa bezt tal- ið hæfa íslenzkum markaði. — Ragnar Guðmundsson er þannig nýkominn heim frá mikiili herra tízkusýningu í Köln í Þýzka- fslenzk ungmenni hafa á sl. 2—3 árum tekið að klæða sig áberandi miklu betur en áður þekktist. Hér sjáum við hvernig ungi maðurinn klæðist hérlendis í dag. Talið frá vinstri: Dökk kvöldföt úr ensku ullarefni, saumuð af Föt h.f. Þá hentugur skólaklæðnaður, þ.e. svo- nefndur „blazer“-jakki og gráar Terylene-buxur, hvort tveggja saumað af Föt h.f. og loks get- ur að líta vetrarklæðnað. Frakkinn er úr ullarefni, saumaður af Elg h.f., hatturinn er enskur flókahattur með Týrólasniði, (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Klæðaburður íslenzkra ung- menna fer stórum batnandi andi. Mynztur verða smágerð, mest smáköflótt, nema í millilit- um og ljósari. Þar verða stór- gerðari mynztur. Ensk og hol- lenzk efni virðast enn vera lang- samlega vinsælust í Evrópu. Sama máli gegnir um skyrtur, enn mun bera mest á hvítum skyrtum og daufröndóttum úr gerviefnum, en útlit er þó fyrir að efni blönduð úr bómull og gerviefnum muni koma aftur inn an tíðar, því miklar framfarir hafa orðið í efnaiðnaðinum að undanförnu og bómullarframleið endur reyna allt hvað þeir geta til þess að koma sinni fram- leiðslu á þennan markað aftur. Um frakka er það að segja að þeir virðast léttast Og lýsast og mikið verður um styttri frakka og má leita orsakarinnar til hinn- ar miklu bílaaukningar allsstaðar í Evrópu. Þessir frakkar eru nefndir á alþjóðamáli „Car-coat** eða bílfrakki. Sjálfsagt þykir að hver maður eigi bæði regn og kuldafrakka. Vegna aukinna frístunda al» mennings hefur sala á allskonar sport og „frístunda“-fatnaði auk- izt mjög að undanförnu, en þó mun minna hér á íslandi og sæt- ir það furðu þar sem fáar þjóðir rriunu stunda meir útivist en ein- mitt við. Menn gera áreiðanlega of mikið af því að nota sín betri föt til ferðalaga. Yfirleitt má segja, að islenzk ir karlmenn séu of fastheldnir á „það gamla góða“. og mættu gera meira að þvi að tileinka sér það bezta af því nýja sem fram kem- ur í herratízkunni á hverjum tima. Margar merkilegar nýjungar hafa komið fram í gerviefnaiðn- aðinum og er þar fremst i flokki „Terylene“, sem eitt sér eða blandað mð ull eða bómull hefur náð feikna útbreiðslu. Ekkert þessara gerviefna er þó það full- komið að það geti jafnast á við ullar- eða bómullarefni. Karlmannafataverzlunin Ander Hér sjáum við starfsmenn Andersens & Lauths að Vesturgötu 17, aðstoða viðskiptavini við val á fötura. landi, en þar sýndu hátt á fimmta hundrað fyrirtæki frá 15 löndum framleiðslu sína. Vakti sú sýning tnikla athygli, og komu fram á henni fjölmargar nýjungar í karl mannafatatízkunni, enda þótt fæstar þeirra séu enn komnar á framleiðslustigið. Því er nefni- lega svo farið um karlmanna- tízkur.a, þótt ekki sé e. t. v. í i3Tv-~ Tv.æ)í og um kventízkuna, að ekki finna allar nýjungar náð fyrir augum kaupenda. íslenzkir unglingar betur klæddir Forráðamenn Andersen & Lauth segja, að áberandi sé nú orðið hve íslenzkir unglingar klæði sig betur en þeir gerðu t. d. fyrir 2—3 árum. Kaunar hafi klæðaburðurinn tekið mikið stökk til hins betra á ótrúlega BILA LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón EINKALMBOÐ Asgeir ólafsson. heildv. Vonarstræti 12. Simi 11073 sen & Lauth hf. 50 ára skömmum tíma. Fyrir fáum ár- um hefðu menn t. d. numið stað- ar í undrun ef 16—18 ára piltar hefðu sézt með hatt í Austur- stræti. Nú er öldin önnur, og all- ur fjöldi ungra pilta gengur með hatt. Það hefur líka komið í Ijós að í dag hallast menn mjög að dökk- um fötum, en virðast síður vilja ljósari og léttari efni, nema þá að um það sé að ræða að Keyptur sé stakur jakki og buxur, en sá klæðnaður er talinn henta vel skrifstofuvinnu, skólum o. s. frv. Hvert stefnir karlmannafatatizkan. Ög hvert stefnir karlmanna- fatatízkan í dag? Að dómi for- ráðamanna Andersens & Lauths munu engar stórbreytingar fyrir- sjáanlegar á næstunni. Þó munu jakkar síkka örlítið frá því sem verið hefur, en buxur verða á- fram í þrengra lagi og án upp- brota. Dökk föt verða áfram hneppt á þrjár tölur, en léttarí og ljós sumarföt fremur hneppt á tvær tölur. Litir verða áfram dökkir, bláir og gráir mest áber- 7 saumastofunni. Frá Dansskóla Hermanns Ragnars, Reykjavík Innritun daglega í síma 33222 frá kl. 9 — 12 f:h. og 1 — 6 e.h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.