Morgunblaðið - 30.09.1964, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.09.1964, Qupperneq 6
6 MORCUNBLAÐiÐ í Miðvikudagur 30. sept. 1964 75 ára ■ dag: Páll Erlendsson organisti og söngstjóri Síldveiðiskýrslan Vb Jón Kjanansson aflahæstur ÞRÍR fjórðungar aldar eru sem leiftur af eilífð, stutt stund i þjóðarsögu, en í mannsævi mik- ill hluti starfsdagsins. í dag á Páll Erlendsson, org- anisti og söngstjóri í Siglufirði, að baki 75 ár. Hann er faeddur á Sauðárkróki, 30. september 1889. Foreldrar bans voru merk- ishjónin Erlendur Pálsson, þá bókari hjá Gránufélagsverzlun- inni á Sauðárkróki, síðar verzl- unarstjóri í Grafarósi og Hofs- ósi, og kona hans Guðbjörg Stefánsdóttir. Páll ólst upp í foreldrahúsum og naut þar þess uppeldis, sem einkenodist af fastheldni á fornar dyggðir er framsýni og baráttuhug fyrir öllu því, er baett gat og fegrað, og hefur það uppeldi mótað starfsdag hans öðru fremur. ------------------------- 9 Kosið til ASÍ-þings Fulltrúar hafa verið kosnir í eftirtöldum félögum til na.l;ta þings Alþýð'usambands ís- lanðs: Verkamannafélagið Dagsbrún I Reykjavík. Sjálfkjörinn varð listi stjórnar Og trúnaðarmanna- ráðs. Hann skipa 34 fulltrúar, og er fuilltrúatala félagsins því jafnhá og á síðasta þingi ASÍ. Félag íslenzkra kjötiðnaðar- manna. Félagið kaus ICristján V. Kristjánsson fulltrúa sinn. Geir M. Jónsson var kosinn til vara. Flugfreyjufélag íslands kaus Guðrúnu Ó’afsdóttur sem aðal fullfcrúa og Guðrúnu Norberg sem varafulltrúa. Rausncrleg gjöf Hann stundaði nám í Latínu- skólanum fjóra vetur, jafn- framt því sem hann sótti fræðslu í orgelleik og söngmennt, en sú menntun, samfara meðfæddri listhneigð, skipaði honum í for- ystusveit þeirra, er að þessum listgreinum unnu bæði í Skaga- firði og Siglufirði. Páll kvæntist árið 1916 Hólm- fríði Rögnvaldsdóttur, dóttur Rögnvaldar Jónssonar, bónda að Á í Unadal, og konu hans Jónínu Björnsdóttur frá Gröf á Höfða- strönd. Hann reisti bú að Hofi á Höfðaströnd en fluttist þaðan ári síðar að Þrastarstöðum í sömu sveit, þar sem hann bjó myndarbúi til ársins 1940, er haxm flutti búferlum til Siglu- fjarðar. >au hjón eignuðust fjög ur mannvaenleg börn: Erlend, starfsmann bæjarfógetaembættis ins á Siglufirði, Ragnar, banka- stjóra á Sauðárkróki, Guðbjörgu og Guðrúnu, húsmæður í Reykja vík. Heima í sveit sinn tók Páll virkan þátt í félags- og menn- ingarmálum. Hann var organisti í Hofskirkju í aldarfjórðung, stofnandi og stjórnandi karla- kórsins „>röstur“, stýrði og blönduðum kór og var í forystu- sveit ungmennafélagshreyfingar- innar. >á sat hann og í skóla- nefnd og starfaði í ýmsum fé- lagasamtökum. Hér í Siglufirði hefur Páll um langt skeið verið organisti Siglu- fjarðarkirkju, stjórnandi kirkju- kórsins og söngkennari við Barna- og Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar. Hann hefur um árabil annast ritstjórn og umsjón með blaðinu „Siglfirðingi“, málgagni Sjálfstæðismanna hér á staðnum, Og gegnt margháttuðum trúnaðar störfum fyrir Sjálfstaeðisflokkinn og Siglufjarðarbæ. öll hans störf hafa einkennzt af sterkri trú- mennsku og borið vitni um góðar gáfur og góðan dreng. Við, sem höfum átt því láni að fagna að eiga samleið með Páli Erlendssyni, mn lengri eða skemmri tíma, kunnum honum þakkir fyrir viðkynningu og vin- arhug, sem aldrei hefur fallið á neinn skuggi. Hann hefur í lífi sínu og starfi skapað það for- dæmi, sem hollt er eftir að breyta. Og siglfizkir sjálfstaeðismenn, eldri og yngri, þakka honum sér- staklega fyrir marga áratuga fórn fúst og farsælt starf í þágu sjálf- stæðisstefnunnar. bæði í sveit og sjávarplássi, og biðjum forsjón- ina þess, að hann megi lengi enn vera í fremstu víglínu í sókn til nýrra sigra. Sjötta og fimm ár eru stuttur tími í þjóðarsögu en langur tími í mannsævi. En það sem máli skiptir, er að nota dagana og árin í farsælu starfi, í þjónustu við fagrar listir, í baráttu fyrir góð- um málefnum, því þannig lifuð ævi er liður í mótun þjóðarsögu. Okkur, sem þekkjum afmælis- barnið bezt, finnst sem vorþeyr bæri gráar hærur manns, sem á mörg ár og mikið starf að baki, en æsku sína óskemmda í hjarta. Stefán Friðbjarnarson. HÉR fer á eftir skýrsla Lands- sambands islenzkra útvegsmanna um afla þeirra síldveiðiskipa, sem bættu við sig í vikunni, sem endaði á miðnætti laugardaginn 26. september. Skv. skýrslunni er Jón Kjart- ansson frá Eskifirði nú aflahæst- ur með 38.487 mál og tunnur. Þá kemur Jörundur III. frá Reykjavik með 37.278, Snæfell, Akureyri, með 34.153, Sigurpáll Garði, með 31.871, Helga Guð- mundsdóttir frá Patreksfirði með 31.646, Signrður Bjamason frá Akureyri með 30.253, Bjarmi H. frá Dalvik með 29.819 og Þórður Jónasson frá Reykjavík með 29.071. Akraborg, Akureyri 15.5)58 Akurey, Heykjavík 13.245 Amar, Reykjavík 10.434 Arnarnes, Hafnarfirðl 10.040 Amfirðingur, Reykjavfk 18.813 Ásbjörn, Reykjavík 18.74ð Ásþór, Reykjavík 14.818 Auðunn, Hafnarfirði 7.044 Bjarmi H. Dalvík 29.819 Björgvin, Dalvík 17.530 Eldey, Keflavik 15.787 Elliöi. Sandgeröi 17.785 Fagriklettur, HafnarfirfE 9.703 Fákur, Hafnarfiröi 10.180 Faxi, Hafnarfirði 25.584 Gísli lóös, HafnarfirM 11.860 Gissur hvíti, Homafiröl 12.615 Gjafar, Vestmannaeyj\i« 17.095 Grótta, Reykjavík 25.771 Guðbjörg, ísafirði 16.387 Guðbjörg, ÓlafsfirSI 15.002 Guðmundur Péturs, Bolungarvlk 17.865 Guðmundur iÞórðarson, Rvík 14.287 Guðrún Jónsdóttir, íaafirði 27.135 Gullberg, Seyðisfirði 18.656 GulMaxi, Neskaupstaö 12.166 Gunnar, Reyðarfirði 18.759 HafJ>ór, Neskaupetað 10.377 Hamravík, Keflavík 20.650 Hannes Hafstein, Dalvik 25.604 Héðinn, Húsavík 20.382 Heimir, Stöðvarfirði 13.010 Helga Guðmundsdóttir, Patreksf. 31.646 Helgi Flóventsson, Húsavac 18.089 HoffeU, Fáskrúðsfirði 17.042 Hólmanes, Keflavík 12.999 Húni, Höfðakaupstað 2.345 Húni II. Höfðakaupstað 9.499 Ingiber Ólafsson, Njarðvík 10.068 Ingiber Ólafsson n. Njarðvík 3.5» Ingvar Guðjónsson, Hafnarfirði 5.564 Jón Kjartansson, Eskifirði 38.487 Jörundur III., Reykjavík 37.27Ö Lotftur Baldvinsson, Dalvík 23.689 Mánatindur, Djúpavogi 12.374 Marz, Vestmannaeyjum 12,222 Náttfari, Húsavík 20.959 Oddgeir, Grenivík 21,232 Ólafur btíckur, Ólafsfirðl 14.784 Ólatfur Magnússon, Akureyrl 23.029 Ólafur Tryggvason, Homafirði 4.921 Óskar Halldórsson, Reykjavík 5.291 Páll Pálseon, Sandgerði 4.357 Pétur Jónsson, Húsavfk 9.831 Pétur Sigurðsson, Reykjavflc 14.021 Seley, Eskifirði 18.701 Siglfirðingur, Sig-Rufiröl 10.007 Sigurður Bjamason, Akureyr! 30.253 Sigurður Jónsson, Breiðtíalsviik 18.633 Sigurpáll, Garði 31.871 Sigurvon, Reykjavík 19.639 Skálaberg, Seyðisfirði 4.885 Snæfell, Akureyri 34.153 Snæfugl, Reyðarfirði 8.833 Sólrún, Bolungarvík 13.600 Steingrímur trölli, EskiíLrði 15.211 Súlan, Akureyri 19.884 Sunnutindur, Djúpavogi 16.182 Vattarnes, Eskifirði 16.879 Viðey, Reykjavik 19.723 Víðir, Eskifirði 14.399 Víðir II, Garði 17.969 Vigri, Hafnarfirði 20.710 Vonin, Keflavík 23.321 Þórður ónasson, Reykjavfk 29.071 Þórkatla, Grindavík 8.840 Þráinn, Neskaupstað 12.342 Ráðinn útibú- stjóri Lands- bankans á Akranesi Á FUNDI bankaráðs Lands- banka íslands á þriðjudag var Sveinn Elíasson ráðinn útibú- stjóri bankans á Akranesi. Sveinn hefur veitt útibúi Lands- banka íslands á Langholtsvegi forstöðu. bum og fullkomni fiskiskipa- floti sennilega veitt töluvert meira. — En þá mundu þeir aðaiiega veiða fyrir skatt- heimtumenn ríkisins, eða svo sagði Stefán Jónsson í útvarp- inu í fyrrakvöld. >ANN 27. ágúst s.l. barst Frí- kirkjusöfnuðinum í Reykjavík að gjöf kr. 30.000,00 til minningar um 100 ára afmæli hinna mætu hjóna Dagfinns Bjöms Jónsson- ar, sjómanns, og eiginkonu hans Halldóru Elíasdóttur, en þau voru meðal stofnenda Fríkirkju- safnaðarins. — Stjórn Fríkirkju safnaðarins vill ekki láta hjá líða að þakka gefendunum, sem eru börn þeirra hjóna: Elías, Einar, Ólafur, Guðmundur, Sigríður og Sesselja, þessa rausnarlegu gjöf, og það hlýja hugarfar til Frí- kirkjunnar, sem að baki liggur. Gjöfingi verður varið til fegr- unar kirkjunni og verður hún, þá um leið, fagur minnisvarði um þau hjónin um ókomin ár. Stjóm Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Bv, Hafliði selur ytra SIGLUFIRÐI, 29. sept. Siglufjarðartogarinn Hafliði er nú á leið til Englands með um það bil 100 tonn af fiski. Hann selur væntanlega næstkomandi fimmtudag. — Stefán. Keflvíkingar Kefivíkingar tóku vel á móti íslandsmeisturunum sín- um. Ef slíkar móttökur em ekki uppörfandi fyrir knatt- spymumennina syðra, þá veit ég ekki hvað það væri, sem gera ætti. Kannski ætla Kefl- vikingarnir sér nú að reyna að taka það sæti, sem Akur- nesingar skipuðu lengi. Ég hef það líka á tilfinningunni, að Akurnesingarnir hafi ekki gætt þess nógu vel að ala upp nýja kappa. >á væru þeir sennilega enn á tindinum. En vafalaust eru ýmsir erfið leikar á að byggja upp öflugt íþróttalíf í bæjum, sem byggja mikið á sjósókn. >ví oft eru það vöskustu strákarn- ir, sem fara á sjóinn og era ekki heima nema með höppum og glöppum. Grott fordæmi Nú malbika þeir í gríð og erg á Selfossi. >etta eru ekki aðeins góðar fréttir fyrir íbúa staðarins, heldur fyrir alla, sem aka bíl. Hér er stigið skref í rétta átt — og betra er seint en aldrei. Ýmis bæjarfélög stofnuðu með sér félag til kaupa og reksturs nýrra tækja til gatna- gerðar og voru bundnar mikl- ar vonir um að samtök þau mundu lyfta þungu hlassi. Ýmsir munu hafa verið einum of bjartsýnir og hafa ísfirð- ingar nú keypt allar vélarnar. Má því ætla að þar verði hver spotti malbikaður innan skamms tíma — og vonandi hafa aðrir bæir einhver ráð til að hrinda þessu framfaramáli í framkvæmd hjá sér. Fordæm ið, sem Reykjavík hefur gefið í sumar, ætti að verða mörg- um uppörvun. Enn eitt metið Nú hafa sjómennirnir siegið öll fyrri met í síldarafla. Menn fara sjálfsagt að spyrja sjálfa sig hvort hægt sé að slá metin í það óendanlega, einkum þeg- ar þess er gætt, að Jakob hinn margvísi Jakobsson segir, að síldin í sjónum eystra — og hér syðra — dugi ekki nema fyrir svo og svo mörg skip. Án þess að vanþakka á neinn hátt gjafir Guðs verður það að játast, að síldaraflinn er alls ekki neitt stórfenglegur, þegar tekið er tillit til afkastagetu íslenzka síldveiðiflotans. En auðvitað verður alltaf að reikna með ógæftum og öðrum töfum, þannig er það víst með allar veiðar hverju nafni, sem þær nefnast. Ef flotinn gæti hins vegar verið að frátafa- lítið allt sumarið — og ekki yrðu neinar löndunartafir, sem um munaði, gæti þessi vel út- Met-skattar Síldarhappdrættið er einmitt gott dæmi um þær hættur, sem skattheimtukerfið skapar okk- ur. Nú er metár og þorri sjó- manna mun því greiða ein» konar „met-skatta“, en ekki fyrr en á næsta ári. Hvernig fæm þeir að, ef þá áraði illaT Fæstir leggja fyrir núna til þess að eiga fyrir skattinum næsta ár. >að væri þýðingar- laust að brýna fyrir mönnum að gera það. >að er víst orðinn vani á íslandi að festa allt handbært fé — og meira e» það. Sjómennirnir eru í raun- inni nauðbeygðir til að setja annað met næsta sumar. Ekki höfum við landkrabbarnir neitt á móti því. Kaupið það bczta RAFHLOÐUP fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3, sími 11467

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.