Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 3. okt. 1964 Úlfar Þórðarson sagði, að um fá mál hefði verið meiri sa,m- staða í borgarstjórn, en einmitt um bygginigu þessa vistiheimilis. Ef það vser niú talið svo dýrt, að réttast vaeri að hætta við allt saiman, þá vseru það mikil von- brigði. I>á væri og gert ráð fyr- ir fræðslu fyrir starfsfólk ann- Borgarstjórnarfundur var hald inn s.l. fimmtudag. Á dagskrá voru nokkrar fundargerðir borg arráðs og nefnda. Þá voru lagð ar fram fyrirspurnir Guðir.und- ar Vigfússona.r og Öddu Báru Sigfúsdóttur, borgarfulltrúa kommúnista, um skólabyggingar og byggingu vistheimilis fyrir börn við Dalbraut. Geir Hai'l- grimsson borgarstjóri sva.raði fyrirspurnunum. Urðu nokkrar umræður um þá síðarnefndu. Kommúnistar fluttu tillögu um kjör nýrrar nefndar, sem fjalla ætti um lóðaúthlutun. Skyldi nefndin kjörin með ná- kvæmlega sa.ma hætti og borg- arráð, seir. nú hefur úthlutun með höndum. Birgir ísl. Gunnars soa flutti frávísunartillögu, sem samþvkkt var með 10 atkvæð- um borgarfuVtrúa Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins gegn 5 atkv. kommúnista og Framsóknarmanna. Soffía Ingvarsdóttir hafði flutt tillögu um, að borgarstjórn heirvlaði ellilifeyrisþegum far með strætisvögnum án endur- gjalds á ákveðnum timum dags og eftir nánari regj um. Tillög- unni var vísað samhljóma til nefndar, sem nú starfar, og fjallar um velferðarmál aldraðs fólks og einnig til umsagnar forstjóra Strætásvagna Reykja- víkur. í upphafi fundar minntist forseti borgarstjórnar, frú Auð- ur Auðuns, Tómasar Jónssonar, borgarlögmanns, og borgarfull- trúar heiðruðu minningu Tóm- aisar og vottuðu aðstandendum hans samúð með þvi að risa úr sætum. Fyrirspurn um vistheimili barna Adda Bára Sigfúsdóttir beindi þeirri fyrirspurn til borgarstjóra, hvað ylii þeim drætti, sem orð- inn er á byggingu vistheimilis fyrir börn við Dalbraut og dag- heimilis á saina stað. Fór Adda nokkruim orðum um fyrirspurn ina og fór hinum hiörðustu orð- um um húsaimeistara og verk- fræðiniga og dugleysi borgaryfir vaida til þess að reka á eftir verkum þeim. Þá þóbti henni kostnaður við byggingu vistheim ilisins mikill og kvað þörf fyrir slíkt heimili svo brýna, að borg in þyrfti að kaupa gamalt hús undir slíka starfsemi. Geir Hai'lgrímsson, borgar- stjóri, svaraði fyrirspuminni mjög ýtanlega og fór einnig nokkrum orðum um útboð bygg ingarframkvæmda og undirbún- ing þeirra. Lagði hann fraim á fundinum sýnishorn útboðslýs- ingar til áherzlu orðum sínum um mikla og vandaða undirbún- ingsvinnu. , Teikningar af vistheknilinu voru lagðar fram fyrir ári, sagði borgar- stjóri, og voru þær þá sam- þykktar bæði í barna- og leik- vallanefnd og í borgarráði. Und irbúningsvinna hafi þó sótzt fremur þungt, hafði útboðslýs ing verið tilbú- in í júlí og frestur tilboða var í ofanverðum ágúst. Jafnhiiða þesu hafi skrifstofa borgarverk- fræðings látið fara fram könnun á bygingarkostnaði til viðmiðun ar við mat á tilboðum. Reyndist sú kostnaðaráætlun tæpar 18 milljónir, en lægsta tilboð var 20 miiljónir. Þegar til kom reyndist því lægsta tilboðið nokk ru 'hærra, en áætlaður byglgingar kostnaður að mati borgarverk- fræðings og þótti því rétt að kanna málið nokkuð betur. Lægstbjóðandi sé þó bundinn við tilboð sitt til 15. október, enda sé þar um hinn prýðiileg- asta verktaka að ræða. >ó hafi þótt rétt að kanna, hvort unnt væri að lækka byggingarkostnað irin, sem þótti nokkuð hár. Borgarstjórinn harmaði þann drátt, sem orðið hefur á fram- kvæmdum, en ýtrekaði nauðsyn þess, að undirbúningsvinna sé jafnan sem vandlégust. Adda Bára þakkaði ýtarleg oð greinargóð svör. Gagnrýndi hún seinaigang og þótti erfitt að eiga undir sér- fræðingum í byggingarmál um. Fór hún enn hörðustu or%m um húsa meisitara og verkfræðinga og eftirlit aí borgarinnar hálfu og trúnaðarmanna borgarinnar með þeim. Hún sagði, að borgarstjórinn með sín- um alkunna dugnaði, sem allir teldu sér skylt að lofa, þegar rætt væri um málefni borgar- innar, hefði átt að geta drifið málið meira áfram. Hún gaf í skyn, að e.t.v. væri réttast að hætta við byggingu vistbeimilis ins vegna þess að það mundi draga úr framk væmdum við byggingu annarra barnaheimiila. —★— Gísli Halldórsson svaraði á- drepu þeirri, sem Adda Bára beindi að stétt- um húsameist- ara og verk- fræðinga og um bygginigar- framkvæmdir. Sagði hann góðan tíma þurfa til vand- legs undirbún- ings byggingar framkvæmda. Væri þá t.d. hægt "" að komast hjá breytinguim á byggingartímanum og samfara aukakostnað. Nefndi Gisli nokk ur dæmi um bygigingarkostnað. Hann M.að fullyrðingar Öddu Báru um byggingarmál lausa- fregnir af strætum úti, sem ekki væru á rökum reistar. Ættu þær lítið erindi í borgarstjórn. Þórir Kr. Þórðarson kvað Öddu veðunfræðing hafa reynt að draga upp veðurkort af and- legu veðurfari borgarstjóra með veðurskeyt- um um starf- ræn áhugamál hans. Væri lít- ið á almennum veðurfréttuim að byggja, ef veð- urskeytin af há- lendinu, sem hún legði til grundvallar væru jafn á- reiðanleg! Þórir kvað góðan und irbúning nauðsynlegan við bygig ingarframkvaemdir og væri sjálf sagt að fara sér hægt og endiur skoða áætlanir, ef koetnaður virtist vera of mikill. Vistheim- ilið væri hinsvegar hin nauðsyn legasta stofnun og gæiti orðið nauðsynlegt að festa kauip á í- búðum, til þess að leysa brýnan vanda. Borgarstjóri leiðrétti misskiln- ing, sem komið hafði fram í máli Öddu Báru, og benti á, að hinn hái kostnaður við byggingu vistheimilisins væri vegna sér- stöðu þess. Þar væri ráð fyrir gert, að hafa fullkomna aðstöðu til eftirlits og rannsókna á börn um, til þess að hægt sé að á- kveða, hvaða ráðstafanir skuli hafa um framtíð barnanna og hvað væri þeim fyrir beztu, t.d. fóstur á einkaheimilum eða öðr um sérbarnaheimilum. Kvað hann stofmunina nauðsynlega, þótt dýr væri. Hann kvaðst gjarn an vilja kanna, hvort unnt eða heppilegt væri að festa kaup á sérstöku húsi til bráðabirgða. Hvað líður nýjum Guðmundur Vigfússon hafi lagt fram fyrirspurn um skóla- byggingar. Spurði hann um á- ætlaða skóla í Hvassaleiti og Vog unum, Vesturbænum, Laugarási og heimarlvistaskóla að Úlfljóts- vatni. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, svaraði fyrirspurnunum. Útboð Hvassaleitisskóla væri væntanlegt fyrir áramót, en út- boð síðasta áfamga Vogaskóla á næsta ári. Atthugun hetfði farið fram á nýrri skólabyggingu í Vestur- bænum. Kæmi til greina að byggja, þar sem Sólvallaleik- völlurinn er nú, en þá yrði gerð ur annar leikvollur í nágrenn- inu. Þá hefði verið kannaður möguleiki á skólabyggingu við Sundilaug Vesturbæjar. -Þessum athugiunum mundi ekki verða lok ið fyrr en skipulagsuppdráttur hefði verið afgreiddur. Þá væri og kannað, hvort þörf sé fyrir ívo skóla eða hvort einn muni duga. arra barnaheimiia á þessu vist- heimili, skólum í borginni? Athugun hefði einnig farið fram á staðsetningu nýs skóla í Lau.garási og, hvort stækkun nærliggjandi skóla mundi hent- ari lausn. Um heimarvistaskóla að Úlf- ljótsvatni sagði borgarstjóri, að fræðsluyfirvöld hefðu enn ekki veitt samþykki sitt, en fmmupp drættir skólans hefðu þegar ver ið gerðir. Fyrirspyrjandi þakkaði greið svör og kvað nauðsynlegt að hraða Hvassaleitis- og Voga- skó.a. Borgarstjóri ræddi að lokum almennt um skólabyggingar og kvað skort á vinnuafli tefja framkvæmdir við skóla, eins og aðrar bygginga,r. Hann upplýsti, að þegar væri búið að greiða um 22 milljónir króna fyrir bygging arfrair.’-.væmdir f/ið skóla og á- ætlað væri að 10 miljónir va%i ógreiddar fyrir unnar fram kvæmdir á þess ári og fram- kvæmdir til áramóta. Tillaga kommúnista um nýja nefnd — vilja pólitíska úthlutun lóða Borgarfull trúar kommúnista gang húsa sem það hafði áður Futtu tillögu um nýja nefnd á borgarstjórnarfundinum í gær. Skyldi nefndin annast lóðaút- hlutun, sem nú er í höndum borg arráðs. Nefndin skyldi skipuð 5 mönnum og kjörin hlutfalis- kosningu í borgarstjórn, a,lveg á sama hátt og borgarráð. Nokkr ar umræður urðu um málið, sem síðan var visað frá. Guðmundur Vigfússon mælti fyrir þessu málefni. Bar hann einlcum fyrir sig ágreining um nokkrar úthlutanir í borgarráði nýleiga. Rakti hann þessar úthlut anir nokkuð o.g taildi nefnd tryggja vandaðri meðferð uim- sókna. Þá mundi nefnd koma í veg fyrir pólitíska hlutdrægni. Birgir Isl. Gunnarsson tók næstur til máls og leiðrétti nokkur ummæli Guðmundar. Birgir sagði á- greining um lóðaúthlutun mjöig sjaldgæf an, en lóðanefnd sem skiptið sé tveiimur em- bættismönnuim borgarinnar af greiði tillögiur til borgarráðs, sem sáðan af- greiði þær. Sé það algjör undan tekning, að ekki sé farið að til- lögum þessara starfsmanna. Hann rakti síðan ganig þessara mála frá 1958. Það ár fór úthlut un fram fimm sinnum og sam- hljóða í öll skiftin. Sama hefði verið 1959. 1960 hefði úthlutun farið 4 sinnum fram og sam- hljóða, 1961 einu sinni og sam- hljóða, 1962 3 sinnum og sam- hljóða, 1963 7 sinnum og sam- hljóða fimm sinnum, en við eina útblutun hefði einn borgarráðs- maður setið hjá oig við aðra hefðu tveir setið hjá. 1964 hefði úthlutun 9/o farið fram sjö sinnum, fjórum sinnum sam- hljóða, við tvær hefði verið set ið hjá og aðeins einu sinni orðið ágreiningur. Á árunuim frá 1958 hefði því verið úthlutað 36 sinn um og aðeins þrisvar sinnum orðið ágreiningur. Þá ræddi Birgir nokkuð af- greiðslu lóðaumsóknanna, sem Guðmundur bar fyrir sig. Önn- ur var frá byggingarsamvinnu- féiagi, sem sótti um tvær lóðir, en fékk eina. Ástæðan fyrir synjun var efnisgalli umsóknar og vanræksla félagsins við frá- byggt. Hin umsóknin var frá KRON, en henni var synjað. Á- stæðan var sú, að félagið hefur haft tvær lóðir til umráða, sem verið hafa ónotaðar í mörg ár. Hefði Guðmundur látið bóka eftir sér við úthlutun í sumar, að hann áskildi sér rétt til þess að gera tillögur um gagngerar breytingar á lóðaúthlutun. Þess ar gagngerðu br-eytingar væru kjör nefndar, sem kjörin væri á sama hátt og borgarráð oig væri ætlað sama verksvið og borgar- ráð við úthiutun lóða. Sértiver borgarráðsmaður gæti aflað all ra gagna uim tillögur ióðanefnd ar og úthlutun almennt. Núverandi lóðanefnd hefði lagt úthlutunarreglur fyrir borg arráð og væru þær helztar, að umsækjandi hefði átt lögheimili í Reykjavík s.l. fimm ár og greitt útnvör og hefði ekki fengið úthlutun fyrir ióð s.l. tíu ár. Birgir sagði tillögu kommú- nista ekki fela í sér neina gagn gera breytingu. Væri ástæðu- laust að kjósa nýja nefnd til þessa starfa, sem ætti að kjósa á sama hátt og borgarráð, sem nú úthlutar lóðum, væri ætlað sama verksvið og ætti að njóta aðstoðar sönnu starfsmanna og borgarráð. Kvaðst hann mundu flytja flrávísunartillögu. Guðmundur kvað borgarráð of störfum hiaðið til þess að geta úthlutað lóðum. Meirihlut inn vildi ekki gefa minnihlut- anum rétt. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ráða lóðaúbhlutuninni og vildi að minnihlutinn væru eins og betlarar við úthlutun. Hversvegna ekki að leggja þetta mál í* hendur lýðræðislega kjör ins aðiia, sagði Guðmundur að lokum, eins og hann taldi borg arráð ekki kjörið mieð þeim hætti. Ekki kvast hann hafa heyrt um reglur lóðanefndar. Kristján Benediktsson skýrði afstöðu Framsóknarmanna til til lögunnar og kvað þá styðja hana. Hann skýrði frá tillöguim sínum áður í borgarstjórn og klvað þær hafa fengið slæmar undirtektir meirihlutans. Þá raeddi hann um KRON og kvað nauðsynlegt,, að borgarstjórn liti það fyrirtæki öðruim augum en önnur verzlunarfyrirtæki, vegna nauðsynjar á samkeppni verziana í borginni. Birgir ísieifur tók næst til máls og kvaðst vona, að það væri aðeins misminni hjá borg arfulltrúa Framsóknarflokksins að illa væri tekið í allar tililögur hans. T.d. hefði Tíminn eitt sinn sérstaklega getiÓ um góðar und irtektir oig las Birgir úr slíkiu dæmi. Um synjun á umsókn KRON sagði Birgir, að enginn ætti að geta safnað að sér lóðuim, sem standi síðan ónotaðar árum og jafnvel áratugum saman. Um þá fullyrðingu Guðmund- ar, að hann hefði ekki heyrt reglur lóðarnefndar, þá sagði Birgir, að Guðmundur hefði mælt gegn þeim í borgarráðL Spurningin er, hvernig hægt sé að mæla gegn reglum, sem mað- ur hefur ekki heyrt. Birgir spurði Guðmund síðan, hvort hann væri að mælast til þess, að tekinn sá upp ákveðinn kvóti hvers stjórn- málaflokks við lóðaúthlutun. Þvl svaraði Guðmundur svo, að hann vonaði, að tillögum minnihlut- ans yrði sinnt, svo að meirihlut- inn sitji ekki einn að sínum kvóta. Birgir bar fram frávísunar til- lögu kommúnistanna. Var húit studd þeim rökum, að borgar- stjórn teldi úthlutun bezt komið, eins og nú er, þ.e. að embættis- menn afli gagna og leggi fyrir borgarráð tillögur, sem síðan séu afgreiddar. FrávísunartiUagan var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 5 atkvæðum kommúnista og Framsóknaranna. flldraðir fdi frítt með strætisvögnum Soffía Ingvarsdóttir hafffi borið fram tillögu í borgar- stjórn um aff heimilaff sé, að ellilífeyrisþegar geti ekiff án endurgjalds meff strætisvögn- um, á ákveðnum timum og eft ir sérstökum reglum. Þórir Kr. Þórðarson talaffi um þetta mál. Hann sagði mál efni aldraffra bíffa úrlausnar í nefnd, sem nú fjalli um vel- ferðarmál aldraðra og muni gefa álit um ýmiskonar að- stoff viff aldraff fólk. Þessi til- laga væri góff hugmynd í þeim efnum, en framkvæmd henn- ar kynni aff reynast erfiff. Hann kvaff þurfa aff athuga hvernig unnt væri aff fram- kvæma slíka aðstoff, sem gert væri ráð fyrir í tillögu Soffíu. Lagffi hann þvi til, aff tillög- unni yrði vísað til umsagnar velferffarnefndarinnar og Strætisvagna Reykjavikur. Soffia var því meðmælt og var tilla&a Þóris samþykkt með atkvæffum Sjálfstæðismanna ■ og Alþýffuflokksmanna. I KommúnLstar og Frannsóknar I menn sátu hjá. Starfsliði B.O.A.C. fækkað London, 2. okt. NTB-AP. • BREZKA flugfélagið B.O, Á.C. tilkynnti í dag, að á næsta þrem árum muni starfsliði þesa verffa fækkaff um 18% — effa 8.700 manns, þar á meffal 11* fiugmenn. Er þetta liffur í til- raunum til að koma félaginu á réttan kjöl fjárhagslega. B.O.A.C. er rekið af brezka ríkinu. Stjórnarformaður flugfélagsin* Sir Charles Guthrie skýrði fná þessu í dag og því með, að þeim, sem misstu atvinnu hjá fyrir- tækinu yrðu greiddar bætur, er nema u.þ.b. 550 milljónum kiróna (ísl.) Eru það 70 vikna laun auk ákveðinna miskabóta fyrir hvern starfsmann. Sir Gharles skýrði jafnfraimt svo frá, að ætlunin væri að auka veltu félagsins lun 40%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.