Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 11
L jugardagur 3. okt. 1964 MORGU NBLAÐIÐ 11 Myndin er tekin í tima í þjá ifunarskóla Canadair. taki skiptir það ekki nokkru *náli“. Verða að skilja allt fullkomlega. Áður en ég taiaði við Krist- i« gafst okkur tækiíæri til að heimsækja þjálíunarskóla Holls Royce. Parker skóla- etjóri, sem starfað hefur þar í 22 ár, sýndi okkur hreyfil- inn heilan og í smá'bútum. Hann klappaði á einhverja leiðslu- eða röraflækju og hóf íyrirlestur eins og hann ætl- aði að taka okkur þarna í tíma. En sennilega höfum við verið of fijótir að jánka öliu, því hann þagnaði, leit á okk- ur og sagði: „Sko, hér er hver hlutur tekinn út af fyrir sig, og við hættum ekki við hann fyrr eh við vitum að allir ekiija örugglega til hvers hann er og hvernig hann etarfar. í>á íyrst tökum við það næsta fyrir. í stuttu máli kennum við hvernig breyfiil- inn vinnur, hvernig finna á toilun og hvernig gera á við hana“. *-#l Canadair-skólinn. — Og svo er það Canadair- 6kólinn? „Já“, segir Kristinn, „við erum þar í fjórar vikur. Það er bókiegt námskeið og verk- legt, allt nema flugið sjálft. Við erum fyrstu tvær vik- urnar með skrokkinn og ýmis kerfi. Við lærum um væng- ina, stýrisútbúnaðinn, heml- ana, hjólin, flugeiginleika, skrúfuna o.s.frv. Skrúfan til- dæmis er geysifyrirtæki út af fyrir sig. Þá er farið í radar og radíó, rifjað upp með mót- orinn og í rafmagninu vorum við nokkra daga“. „í þessum skóla eru aðal- kennaramir fjórir. en alls hafa þeir sex kennt okkur. Kennslutíminn á daginn er sá sami og hjá Rolls Royce. Við erum mjög ánægðir hér“. — Takið þið próf í lokin? „Já, já, bæði hér og hjá Rolls Royce. Og þegar við höfum lokið þessu af hefur félagið alls 12 áhafnir á nýju flugvéiarnar". — Segðu mér eitt, getið þið nú ekki sjálfir þjálfað nýjar áhafnir? „Gætum það náttúrlega, en hvort það borgaði sig, nei. Við þyrftum að fá öll tæki, heilan mótor og annan i pört- um til þess. Nei, það borgaði sig ekki. Ætlunin hjá okkur er að fá tvo aðalkennarana heim í vetur og halda þar upprifjunamámskeið". 60 punda námsefni. — Þuríið þið að lesa undir tíma? „Já, það er nú betra. Þú sérð bækurnar þarna. Við verðum að pæla í gegn um alla þessa doðranta, þó að við lesum þá að sjálfsögðu ekki spjaldanna á milli. Við vigtuðum þá einu sinni að gamni okkar og reyndust þeir 60 pund“. „Já, það er mikill áhugi hjá strákunum", segir Kirigtinn, „allir eru af vilja gerðir að leysa þetta vel af hendi. Engan hefur vantað í tíma, ekki svo mikið sem íimm mínútur". Jóhannes Markússon kom nú inn í herbergið. Kristinn stendur á fætur og segir: „Á kvöldin erum við svo í „link- inu“ hjá TCA. Við Jóhannes ætlum að fara með ykkur þangað, þið hafið gaman af því“. Og í næstu grein verður skýrt frá heimsókninni 1 „linkið“. — Þbj. Einar Gíslason trésmíðameistari ÞÆR tínast burt af taflborðinu smátt og smátt gömlu kempurn- ar, sem uxu upp við fátæktar- basl seinustu aídar, Á yzta borði er saga þeirra keimlík margra hverra. Með óþreytandi elju, nægjusemi og sjálfsbjargarþörf tókst þeim að brjótast úr ör- birgð til bjargálna. Næsta kyn- elóð ber íyrir þeim djúpa virð- ingu. Hún veit, að í þeim á þjóðféiagið trausta hornsteina. Við vitum líka, að orðheidni þeirra og drengskapur stendur ekki að baki skjalfestum staf- krók; heiðursmenn, sem mega ekki vamm sitt vita. Engin hætta á, að hlekkur þeirra brygðist í þj óðfél agskeð junni. Einum þessara öldruðu sam- ferðarmanna, Einari Gísiasyni, fylgjum við hinzta spölinn í dag. Einar var fæddur að Melum á Kjaiarnesi hinn 14. júní 1878, og var hann því á 87. aldursári, er hann lézt í Hrafnistu hinn 26. f.m. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Magnússon og Þór- hildur Magnúsdóttir. Þau voru 11 systkinin. Á lífi eru enn 3 systur, sem dveljast í sjúkrahús- um í hárri eili. Foreldranna naut ekki lengi við, því hann missti móður sína, er hann var á 3. ári. Fór hann þá í fóstur til hjón- anna Jóns og Sigríðar á Snæfoks- stöðum í Grímsnesi og var þar til heimilis til tvítugsaldurs. — Ungur fór hann til sjávar. Hann reri í Þorlákshöfri á vertíðum jöfnum höndum ineð vinnu- mennskunrii, óg urri tveggja ára skeið var hann á skútum, sem gerðar voru út frá Reykjavík. En árið 1899 brá hann á nýtt ráð, er hann um haustið hóf tré- smíðanám hjá Sigurjóni Sigurðs- sýni i Reykjavík. Þar með var teningunum kastað, því að upp frá því stundaði hann lengstum smíðar, meðan kraftar entust. Gekk hann bæði að húsa- og skipasmiði í Reykjavík um ára- tuga skeið. Þó komu þeir tímar á fyrstu áratugum aldarinnar, að lítil atvinna var í iðn hans. En þá var brugðið á gamla ráðið að íara á sjóinn. Var hann á tog- urum og fleiri skipum á þessum árum. Einnig snaraði hann sér þá austur á firði og var þar for- maður á smábátum 2 sumur í röð. Einar kvæntist árið 1905 Kat- rínu Ólafsdóttur frá Litlu-Gröf í Borgarfirði. Varð þeim auðið þriggja barna. Dóttur misstu þau nnga, en synir þeirra tveir eru Sigurjón skipasmiður í Hafnar- firði og Gísli bifreiðarstjóri í Reykjavík. Eftir 42 ára búskap í höfuðborginni, fluttust gömlu hjónin til Sigurjóns sonar síns og konu hans. Konu sína missti Einar árið 1952, en dvaldist enn um 10 ára skeið hjá syni sínum og tengdadóttur, unz hann fór i sjúkradeild Hrafnistu árið 1962, þar sem hann dvaldist til dauðadags. Einar Gíslason var lengstum heilsuhraustur maður og óvíl- inn. Hann var sívinnandi, með- an kraftar entust, énda var hon- um svo farið, að hann gat ekki setið auðum höndurri. Hánn varð að vinna, knúinn fram áf óslökkv andi þörf hins starfsfúsa og vinnuglaða atorkumanns. Hann var sívinnandi, meðan kraftar entust, enda var honum svo farið, að hann gat ekki setið auðum höndum. Hann varð að vinna, knúinn fram af óslökkvandi þörf hins starfsfúsa og vinnuglaða at- orkumanns. Hann var afkasta- maður til allra verka. Hann var gleðimaður mikill, en hófsmaður á allan munað. Vinnufélagi þótti hann vera fram úr skarandi, síkátur og úrræða- góður með gamanyrði á vörum og ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhöpd. Einar Gíslason var maður fé- lagslyndur og þótti gaman að taka lagið með vinum og sam ferðarmönnum. Hann var lika afbragðs góður söngmaður. Söng hann oft í karlakórum og um langt árabil söng hann í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Sa,mferðarmenriimir eiga af honum bjarta mynd þessum söng elská gleðinnar og kappsama at- orkumanni, sem á iangri ævi stóðst þá þölraun að vera ávallt drengur góður. Blessuð sé minn- ing hans. B. S. Hafnarfjörður Viljum ráða áhugasaman mann. Þarf að vera van~ ur akstri vörubifreiða. Hf. Dvergur Trésmíðavél Litið notuð Reckord III sambyggð trésmíðavél til sölu. — Upplýsingar í síma 41525. Prentari óskast Loftleiðir vilja ráða prentara til starfa frá ®g með 15. þ. m. — Umsóknareyðublöð, er fást í afgreiðslu Loftleiða við Lækjargötu þurfa að vera komin, út- fyllt til ráðningastjóra, eigi síðar en 10. þ. m. WFTLEIOIR Tvær stúlkur vantar í Heyrnleysingjaskólann, til starfa í eld- húsi og við þvotta ög þjónustubrögð. Upplýsingar í símum 13101 og 13289. Kefiavík — Nágrenni Vetrarstarfsemi Bridgeféiags Kefiavíkur hefst sunnudaginn 4. október í Féiagsheimili, Ytri-Njarð vík kl. 1 e.h. — Tvímenningsmót um Danivals- bikarinn hefst fimmtudaginn 8. október kl. 20,00, sama stað. Þátttaka tilkynnist formanni fyrir þriðjudagskvöld 6. október. — Sími 2073. STJÓRNIN. Hef opnað lækningastofu að Sólvallagötu 8; Keflavík frá og með 5. október. Viðtalstími virka daga kl. 1—2 e.h. og eftir umtali. Stofusími fyrst um sinn 1800. Vitjanabeiðnir á stofutíma kl. 1—2. Vinsamlegast geymið auglýsinguna Ólafur Þorbjörnsson, læknir. 3ja herb. íbúð til sölu Ásvallagötu 69. Símar: 21515 og 21516. KVÖLDSÍMI 3 36 87. Höfum verið beðnir að selja 3ja herbergja íbúð í fullgerðu sambýlishusi. íbúðin er á 5. hæð. Tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og stór stofa. Glæsilegir gluggar og tvennar svalir. Tvær lyftur eru í húsiriu og vandaðar þvottavéiar í sameign, Teppi út í horn á stofú og skála fylgja. Stórfenglegt útsýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.