Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ ' Laugardagur 3. okt. 1964 k Geislun á ísuðum fiski 3-5 faldar geymsluþolið Er hættulaust og tiltölulega ódýrt Í9LBNZKUR vísindamaður, Ari Brynjólfsson, hefur und- anf. 7 ár starfað við kjarnorku rannsóknastöðina í Risö í Dan mörku, sá í byrjún um bygg- ingu koboltstöðvarinnar og up>psetningu fyrstu elektron- byssunnar, sera notuð er til geislunar, en hann er nú yfir- maður geislunardeildarinnar. Geislunarstöðin í Risö var árið 1960, íþegar hún var reist, stærsta geislunarstöð í heimi, en bar hafa undanfarin ár m. a. farið fram tilraunir varð- andi geislun á matvælum í þeim tilgangi að lengja geymsluþol þeirra. Einnig að- stoðaði Ari við uppbyggingu stærstu matvælageislunar- stöðvar Bandaríkjamanna ár- in 1962—1963. Ari kom í gær til íslands á leið frá ráðstefnu vísinda- manna á sviði geislunar, en hún var haldin í Boston í sam bandi við vígslu bandarískrar tilraunaverksmiðju til geislun ar á fiski. En það, ásamt geisl un á öðrum viðkvæmum mat- vælum er að verða mjög raun hæft mál í matvælafram- leiðslu heimsins. Og það sem það snertir mjög fiskafurðir til manneldis hefur Fiskifélag ið beðið Ara um að halda hér fyrirlestur um þetta mál í Há- skólanum kl. 2 í dag. — Rannsóknir á geislun mat væla hafa farið fram í 20 ár, einkum þó síðustu 10—12 ár- in. Og nú er svo komið að búizt er við að heilsuverndar ráð Bandaríkjanna viðurkenni geislun á matvælum til al- menningsnota á næstunni og að heilsuverndamefndir ann- arra ríkja komi þá strax á eftir, sagði Ari Brynjólfsson, er fréttamaður Mbl. hitti hann að máli á heimili systur hans í Kópavógi í gær. Og þar sem fiskurinn er það sem okkur íslendinga varðar mest, báðum við Ara fyrst um að segja okkur eitthvað um geislun á fiski með tilliti til íslenzkra staðhátta. — Hagkvæmast verður að geisla ísaðan fisk. Geymslu- þol hans er um það bil 7 dag- ar. Vegna fjarlægðar íslands frá erlendum mörkuðum er það geymsluþol tiltölulega lít- ið og veldur erfiðleikum á að selja og dreifa fiskinum á er- lendum mörkuðum sem fyrsta flokks vöru. Ef við nú geisl- um og ísum fiskinn, þá þre- faldast eða fimmfaldast geymsluþol hans. I>á lengist geymslutíminn upp í 20—35 daga. Þannig mundi miklum mun auðveldara að koma fisk- inum á erlendan markað og dreifa honum sem 1. flokks vöru og ætti að fást mun hærra verð fyrir hann, — Sá aukakostnaður, sem geislun hefur í för með sér, er 25—50 aurar á kg. miðað við núverandi verðlag eða um 2—3% af dreifingarverði fisks ins. Þessi aukakostnaður yrði tiltölulega lítill. Eins má hafa í huga að kostnaður fer ávallt niður eftir því sem notkun verður meiri. Framleiðsla er enn svo lítil á kobolti, að það er dýrt. Einingin kostar nú 4 danskar krónur, én kostaði 40 d. kf., þegar við byrjuðum með kobaltstöðina í Risö. — Kostnaðurinn við geislun á fiskinum stendur sem næst í öfugu hlutfalli við það magn sem fer í gegnum geislunar- stöðina, og því verður þessi aðferð tiltölulega ódýrust þar sem mikið magn kemur að landi. Slík geislunarstöð mundi því helzt vera í beinu sambandi við fiskverkunar- stöðvar og frystihús. — Nú höfum við heyrt að Bandaríkjamenn séu að koma sér upp geislunarstöð til að hafa úti í fiskiskipi? — Það verður of dýrt fyrir íslenzkar aðstæður. Þetta er hægt, en þarf að vera i stóru móðurskipi. Nei, hagkvæmara yrði að láta geislunina fara Ari Brynjólfsson. Viðtal við Ara Brynjólfsson fram í stærri fiskverkunar- stöðvum í landi. — Og hvernig fer slík geisl un fram og í hvaða ástandi er fiskurinn geislaður? — Það má geisla hann heil an og slægðan eða flakaðan. í stórum dráttum mundi þetta fara þannig fram: Fiskurinn kemur að landi, er verkaður, ísaður, geislaður og svo send- ur út. Fiskurinn mundi fara á færibandi gegnum geislunar stöðina og geislun taka 1—3 tíma. Tæknilega hliðin á málinu er á þessu stigi nokk uð flókin, meðan svo fáir eru henni kunnugir. En þegar geislunin er komin í gang, er þetta tiltölulega einfalt. Þá get ur einn ófaglærður, en sam- vizkusamur gætinn maður, stýrt sjálfu geislunartækinu. Að sjálfsögðu þarf að auki að leggja kassana á færibönd in og taka þá af þeim. En stöð in þyrfti helzt að ganga óslitið. — Hversu öruggt er slíkt starf með tilliti til hugsan- legrar geislunar? Og hvernig er með neyzlu á geisluðum matvælum? — Hættan er ekki meiri en í hvaða verksmiðju annarri sem er. Starfsmanninum staf- ar meiri hætta af færibandinu en því að verða fyrir geislun. Og hvað matvælin sjálf snert ir, þá hefur engin önnur geymsluaðferð verið rannsök- uð meira með tilliti til þess að hún sé hæítulaus. — Verður engin breyting á fiskinum til neyzlu? — Ef hann er geislaður ákaflega^mikið, kemur fram svolítið beizkjubragð af fisk- inum, eins og þegar sól skín á feitan fisk. En næringargildi hans er svo til óbreytt. Ef fisk urinn er lítið geislaður, eins og menn hugsa sér að hann verði, þá breytist bragðið ekk ert eða a.m.k. mjög lítið. Þó eru undantekningar frá þessu. Lax er ekki heppilegur til geislunar, því bragðið af hon- úm breytist svo mikið. Aftur á móti á annar fiskur, sem veiðist hér við land, svo sem þorskur og koli, að þola vel geislun. Annars yrði nauðsyn legt að gera nokkra rannsókn á áhrifum geislunar á ísl. fisk, áður en tekin yrði upp geisl- un hér á landi. í ísl. fiski eru aðrar bakteríur en fiski sem veiddur er annars staðar, hann er feitari og fleira þess háttar. Svo það þyrfti undir- búning áður en hægt væri að hefja geislun á fiski hér. Ýmis matvæli varin með geisiun. Þá snúum við talinu að al- mennum rannsóknum í heim- inum á geislun matvæla með tilliti til aukins geymsluþols. Ari segir okkur að Banda- ríkjamenn, Bretar og Danir standi þar fremstir í flokki. En Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra fylgist mjög vel með og standi fyrir rannsóknum, því geislun á matvælum kemur til með að hafa mikla þýðingu um heim allan, þó einkum fyrir heitu löndin. Kaldari löndin standa betur að vígi, og hafa góðar geymsluaðferðir nú þegar. — Atomstofnun Evrópu stendur líka fyrir tilraunum með geislun í Belgíu, þar sem eink um er fengizt við geislun á fiskimjöli til að eyða bakterí- um, sem valda sýkingu. Banda ríkjamenn hafa komið upp geislunarstöðvum, sem enn eru tilraunastöðvar, og er þeirra stærst fiskirannsóknar- stöðin í Gloucester í Massa- chusetts, sú, sem verið var að vígja, er Ari var fyrir vestan. Sums staðar er byrjað að geisla ákveðnar matartegund ir. í Bandaríkjunum hefur ver ið leyft að geisla svínaflesk og kartöflur. Heilsuverndarráð Bandaríkj anna leyfði líka á s.l. ári geislun á korni og hveiti til að útrýma maðki, en hann veldur miklu tjóni í heitu löndunum. Um það bil 25% af korninu í Indlandi' eyðileggst af þeim sökum. Ind verjarnir svelta, en maðkur- inn étur 25% af korni þeirra. Er gert ráð fyrir að þar verði komið upp stórri geislunar- stöð fyrr en varir. Kanada- menn eru líka byrjaðir að geisla. Þeir hafa smáar stöðv- ar til að geisla kartöflur og eru nú að reisa eina stóra. Danir geisla fyrst svínakjötið. Við spyrjum Ara hvað hans eigin deild í kjarnorkurann- sóknarstöðinni í Risö hafi mest fengizt við. — Við höf- um fyrst og fremst gert til- raunir með geislun á alls kon ar læknisvörum, og nú þegar er geislun mikið notuð til gerilsneyðingar á læknisáhöld um, segir hann. í Danmörku hefur líka verið mikill áhugi á geislun á kjötmjöli, beina- mjöli og blóðmjöli, sem flutt er inn sem dýrafóður. Krafizt er gerilsneyðingar á slíku mjöli, en við þáð rýrnar nær- ingargildið um 35%. Hins veg- ar rýrnar næringargildið ekk- ert ef gerilsneytt er með geisl un, og þar sem kostnaður er svipaður, er beinn hagnaður af að geisla. — Þá hafa verið gerðar rannsóknir með geislun á svínakjöti. Danir hugsa sér fyrst og fremst að geisla kjöt- ið tiltölulega lítið en minnka suðuna á því. Þeir hafa sýnt fram á, að með því má bæta gæði niðursoðins svínakjöts og auka öryggi um að það sé alveg sótthreinsað. Munu þeir taka upp geislun á því um leið og það verður viður- kennd aðferð meðal annarra þjóða. Hvað svínafleskinu við víkur, þá hafa þeir svo góðan markað fyrir það, geymt á þann hátt sem þair nú gera, að þeir hafa ekki áhuga á að breyta því. Eins höfum við gert rannsóknir á geislun á kartöflum og grænmeti, en það hefur ekki mikla þýðingu í Danmörku. Það er í heitari löndunum, er geislun á ávöxt um og grænmeti hefur mesta þýðingu, því þar skemmist það áður en hægt er að koma því á markað. Við víkjum nú að fyrirlestri þeim sem Ari ætlar að flytja í dag kl. 2, á vegum Fiskifé- lags íslands í Háskólanum um geislun matvæla með sérstöku tilliti til fiskafurða. Ari segir að hann hafi verið beðinn um að halda þennan fyrirlestur þegar hann fór hér um á leið vestur til Bandaríkjanna til að sitja ráðstefnu, þar sem vís- indam. á sviði geislunar mat- væla báru saman bækur sín- ar. — Ég er að vísu ekki sér- staklega undir það búinn. En ég ætti að vita eitthvað um efnið, að minnsta kosti, segir Ari og brosir við. Atvinna Starfsfólk, konur og karlar, óskast til iðnaðarstarfa nú þegar. — Upplýsingar í verksmiðjunni, Brautarholti 26. Sútunarverksmiðjan b.f. Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. JWtrgttttMttMI* % A * í útbreiddasta blaðinn borgar sig bezt. Ný íbúð Falleg 6 herb. íbúð á 2. hæð í Heimunum til sölu. í íbúðinni eru 2 stofur með gluggum í vestur og aust ur, 4 svefnherbergi, 2 snyrtiherbergi, þvottahús á hæðinni, stórar svalir í vestur og suður. Hurðir úr álmi, eldhúsinnrétting úr Teak og Husqvarna-eld hússamstæða. Bílskúrsréttur. Geymslur í kjallara. Húsið er fullfrágengið að utan. Þetta er ein glæsilegasta íbúð á markaðnum í dag. Skip & fasteignir Austurstræti 12 Sími 21735 — eftir lokun 36329.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.