Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID Laugardagui S. okt. 1964 HERMINA RLACK: Eitur og ást ■®pi» COP3NNAGII9 — Manima min bakagi þtssa köku isjálf. Við förum ir.3ð af- g'anginn og gefuin kennslukenunni, hún hefur gott af >ví ótætis nomin. kinkaði kolli og bað Blake um að koma með sér. Húsbóndi hans væri í skálanum, sagði hann. Þeir gengu flauelsmjúkt gras ið og að hvíta marmaraskálan- um. Gyllt þakið lá á ljómandi fallegum stoðum. Á svörtu og hvítu tíglagólfinu stóð legubekk ur, og þar lá Seyyid Ibramin á svæflum og teppum og var að reykja úr vatnspípu. Þegar hann sá gestinn tók hann munnstykkið út úr sér og lagði frá sér pípuna. Svo stóð hann upp og gekk á móti Blake með framréttar hendurnar. Þeir föðmuðust og heilsuðust að arabiskum hætti. Síðan sett ist Blake hjá húsbóndanum. Var nú komið með aðra vatnspípu og Jocoub Muhammed flýtti sér út til að sækja kaffi, en þegar hann var farinn spurði Blake: — Hefur þú nokkrar fréttir handa mér? — Nei, því miður. Ég hef verið að bíða eftir fréttum frá þér. Gengur allt eins og vera ber? •— Ég sé ekki betur. Við höfum fengið allar þær upplýsingar sem við þurfum. Silkið kemur líklega_ í vöruhúsið eftir fjóra daga. Ég vildi óska að það hefði komið fyrr. En það kemur með úlfaldalest sem Mohommed Ab- dul kaupmaður í Alexandríu á. — Vinur minn, sagði Ibramin alvarlegur, — ef nokkur vissi deili á þessu . . . — Ég hef ástæðu til að halda að þeir viti um það, sagði Blake rólega. — Ég varð var við að maður elti mig eins og hundur, en hann var klaufskur — mér finnst að Simon gæti notað íeikn ari menn. — Ég hef áhyggjur af þér, sagði Ibramin er hann hafði reykt þegjandi í nokkrar sekúnd ur. — Þetta er hættulegt, þú skilur það. — Þetta er endir á hættulegri sögu. 40 — Og þeim mun hættulegri er hann fyrir þig. Blake hló. — Ef eitthvað kæmi fyrir mig, mundi það verða hættulegast fórnarlömbun um, sem við höfum valið úr. Maður getur ekki dáið nema einu sinni. Seyyid Ibramin hnyklaði brún irnar. — Ég er ekki að hugsa um dauðann. Þessi maður er vafa- laust alveg samvizkulaus, og það er alls ekki víst að hann geri sig ánægðan með að drepa. — Ég veit það. Þú hefur Ab- dulla-Ben?Amin í huga. Og það er alls ekki geðfelt að hugsa til hans, ég játa það. En komi hvað sem koma vill — ég verð að binda enda á þetta. — Nú kom þjónninn með kaff ið. Ungur Arabi bar það fram og hvarf svo út aftur. — Og svo er það þetta með ensku. glóhærðu stúlkuna, sem fékk húsaskjól hérna undir mínu þaki, sagði Seyyid Ibramin. — Það hefur orðið framhald á því máli .... Blake leit snöggt á hann og varð hissa, en Seyyid Ibramin hélt áfram: — Þú gleymir að við frú Glenister höfum hitzt. — Æ, Josephine frænka! Vit- anlega hefur hún kjaftað frá. — Ég óska þér til allrar ham ingju, sagði Ibramin innilega. — Þökk fyrir. Seyyid Ibramin þekkti hinn kaldlynda enska vin sinn svo vel að hann vissi að ekki var rétti timinn til að minnast á brúðkaup núna. Og þessvegna sló hann strax út í annað. Þeir höfðu alltaf margt að tala saman um, og alltaf verið sam- rýmdir, svo að skuggarnir voru orðnir langir og komið að sólar- lagi þegar Blake fór úr gos- brunnahúsinu. Honum var hálfilla við að hann hafði mælt sér mót við menn í barnum í Shepheards Hotel. Hann hefði helzt viljað forð- ast þetta gistihús eins og pest- ina. Hann hafði ekki komið þar inn þessa tuttugu og fjóra tíma, sem hann hafði verið í Kairó. Hann vissi nefnilega að frú Glen ister bjó þar. Og sízt af öllu vildi hann hitta Josephine frænku núna. Hún hefði ekki verið lengi að sjá, að eitthvað var að — og það þurfti slung- inn ref til að komast undan, ef Josephine frænka vildi vita eitt hvað. Og enn var það Corinna, sem var í huga hans. Hann leit ró- legar núna á þetta, sem komið hafði fyrir. Hann iðraðist sárt eftir að hafa ekki talað hrein- skilnislega við hana um Robin Wrayman og gengið úr skugga um hvað lá bak við þetta, sem hann hafði verið sjónarvottur að. Hann var handviss um að kon- an í faðmi Wraymans hefði ver ið Corinna og engin önnur, og þessvegna brann afbrýðin enn í honum. Hann sagði við sjálfan sig, að þeir hefðu rétt fyrir sér þessir kaldrifjuðu, sem sögðu að konan væri lauslát og duttlungafull. Hann hafði árum saman séð fjölda manna, sem konur höfðu svikið í tryggðum — en hann hafði líka ráðizt á menn, sem gátu ekki sýnt konu trúfesti og einlægni. Og þess- vegna hafði hann ályktað sem svo, að það mundi vera líkt um trúmennskuna á báða bóga. En að því er Corinnu snerti hefði hann þorað að setja sálu sín 1 veð fyrir því, að hún væri heiðarleg. Ótryggð hennar hafði verið eins og löðrungur á hann. Það var ómögulegt að afneita þeirri staðreynd, að hann hafði -eéð hana í faðmi Wraymans. Það var staðreynd sem engin heim speki eða rökfræði gat bifað. Hann gekk hratt og áður en hann vissi af var hann kominn inn í nýja borgarhlutann. Hann leit á klukkuna og sá að enn var of snemmt að fara á stefnumótið. En hann vildi ekki bíða í Shepheards Hotel. Hann stóð um stund á gangstéttarbrún inni og var að velta fyrir sér hvað hann ætti að gera, þegar leigubíll rann framhjá og snar- stanzaði svo. — Blake! Hann leit inn í bílinn og sá andlit sem hann kannaðist ofur vel við. — Ég hefði átt að vita þetta, sagði hann við sjálfan sig og varp öndinni. Og svo tók hann á móti manneskjunni, sem snarað- ist út úr bílnum. — Josephine frænka- Dagarnir eftir afmæli Söndru urðu æ dapurlegri hjá Corinnu. Hún reyndi að vera hughraust og vona, en varð hræddari og hræddari um að hún mundi aldrei sjá Blake framar. Það var hægur vandi fyrir Söndru að segja, að undireins og hún hitti Blake, mundi allt falla í ljúfa löð aftur. Vitanlega hefði hún getað sent honum bréf á stöðvar hans í Kairó, og hætt á að bréfið mundi komast til hans hvar sem hann væri. En hann hafði sjálfur sagt, að þegar hann færi í ferðalag á annað borð, væri áætlun hans mjög óviss. Hún hafði margsinnis reynt að koma saman bréfi til hans, en hvað gat hún eiginlega skýrt fyrir honum í bréfi? Alltaf fór þetta á þá leið, að hún reif bréf ið í tætlur, og varð ergilegri og ergilegri. Ef Blake elskaði hana á annað borð, hlaut hann að vita að hún hefði aldrei getað gert sig seka um það gerræði, sem hann hélt að hún hefði framið. Hún vissi — eða réttara sagt vonaði — að ef hún og Blake hittust aftur, mundi allt komast í samt lag. Og þegar hún lá and vaka lengst af nóttinni, var það vegna þess að hún var hrædd um að hann væri í hættu stadd- ur. Hún vissi að hvar sem hann svo var voru hætturnar í nám- unda við hann. Hún vissi líka að hún mundi alltaf elska hann, og ef hann væri hættur að elska hana, yrði ævi hennar öm- urleg og tóm um tíma og eilífð. En henni var engin leið opin, önnur en sú að bíða. Og hver nýr dagur skopaðist að henni, fannst henni, og hún fékk ekki nokkra línu, ekki eitt orð sem gæti létt farginu, sem á henni hvíldi. Jafnvel prófessorinn tók eftir að hún var dulari en áður og að glaðlega viðmótið var horfið. í lok fyrstu vikunnar eftir að Blake fór sagði hann við Söndru: — Corinna hefur áhyggjur af Blake, er ég hræddur um. Hefur hann ekki skrifað henni? — Nei, ég hugsa ekki. Karl- mennirnir skrifa aldrei bréf þeg ar þeir eiga að gera það, svaraði kona hans. — En þetta fer allt vel, sjáðu til. — Ég vona að þeim hafi ekki sinnazt, sagði prófessorinn. Hve- nær sem ég minnist á Blake fer hún að tala um eitthvað annað. Heldurðu ekki að þú getir kom ist fyrir hvað er að, góða mín? Sandra horfði á hann og allt í einu kom annarleg hlýja í augun. — Þú skalt engu kvíða, góði minn, sagði hún. — Þetta fer allt veL Kopavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hiíðarvegi 61, 1 sími 40748. i Garðahreppur i Afgreiðsla Morgunblaðsins 1 fyrir Garðahrepp er að Hof- i túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Hafnartjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins , fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 1 50374. ! Keflavík \ Afgreiðsla Morgunblaðsins 1 fyrir Keflavíkurbæ er að Hafnargötu 48. BLAÐADREIFING FYRIR ! Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar í þessi blaðahverfi: 'k Laufásvegur hærri númer. — Aðalstræti. Sigtún — Meðalholt. — Kleifarveg. 'k Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu Morgunblaðsins. sími 22480. KALLI KUREKI —>f— — Teiknari; J, MORA Gefðu mér skuldaviðurkenningarn þær séu á lausum kili, svo að e.in- «r. hver annar þrjótur geti náð í þaer, Biddu aðeins, Við viljum ekki að Þessi náungi skal sta þær. Fyn skal ég sprengja þig í loft upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.