Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 14
14
MORGU NBLADIÐ
Laugardagur 3. okt. 1964
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
SKOLARNIR HEFJAST
vatnsorkuna- í Kanada
ERU spárnar um, að úran-
kjarninn geti framleitt ódýr-
ari orku en fallandi vatn, að
rætast? Um þetta deila verk-
fræðingar og kjarnorkufræð-
ingar og yfirleitt virðast þeir
sammála um, að innan fárra
ára geti kjarnorkustöðvar
framleitt eins ódýra orku og
vatnsorkustöðvar sem vegna
óhentugra staðhátta verða dýr
ar í byggingu, miðað við
hvert hestafl eða kílówatt.
Gunnar Randers, mikilsmet-
inn norskur kjarnorkufræðing
ur, spáir því, að innan fárra
ára verði hægt að framleiða
kjarnorku-rafmagn eins ódýrt
og rafmagnið verði frá þeim
fallvötnum, sem þá-verða ó-
virkjuð í Noregi. En þess ber
vitanlega að gæta, að þær ár,
sem dýrast er að virkja, hafa
setið á hakanum, en hentug-
ustu fallvötnin verið virkjuð
fyrst.
í þessu sambandi er það at
hyglisvert, sem verið er að
gera í Kianada um þessar
mundir. E ^ agnsstjórn Ont-
ario-fylkis hefur afráðið að
byggja kjarnorkustöð skammt
frá Toronto, sem framleiði
eina milljón kílówatta straum,
frétt. En rétt er að geta þess,
rafmagni til innanhússþarfa.
Rafmagnsstjórnin rekur m. a.
hina mikiu stöð við Niagara,
sem framleiðir 1.200.000 hest-
öfl, og á enn aðgang að virkj-
anlegu fallvatni.
í Ontario eru tvær kjarn-
orkustöðvar til rafmagnsfram
TeiðsLu í gangi, eða svo til. Sú
fyrri var reist í tilraunaskyni
og er kennd við Deep River,
en sú síðari við Douglas Point.
Er hún að verða fuUgerð og
mun framleiða 1.000.000 kw.,
og Lofar að selja rafmagn sam-
keppnisfæru verði við aðrar
aflstöðvar í Kanada og lægra
verði en þær kjarnorkustöðv-
ar, sem nú eru í gangi x heim-
inum.
— f>etta er eftirtektarverð
frétt. En rétt er að geta þess,
að nýja Pickeringstöðin nýtur
ýmsra hlunninda. Hún á að
kosta 300 milljón dollara, en
af þeirri upphæð leggur sam-
bandsstjórn Kanada fram 80
milljónir, sem styrk. Úran er
til í Kanada, en markaður-
inn fyrir það er rýr, því að
Bandaríkín hafa fengið ódýr-
ara úran annarsstaðar. En
Pickering-stöðin á að rétta við
hag úran-vinnslunnar.
Kandamenn hafa sjálfir
smíðað „reaktorana“, sem
verða í stöðinni. Þeir eru að-
eins tveir, af svonefndri
Candu-gerð (skammstöfun af
Canadian Deuterium Uraní-
um), og verða fylltir af 2i3ö
lestum af úran og nær 900 Lest
um af þung-vatni dreypt á þá
Þungavatnið kostar 20 dollara
pundið. f>að er hægt að kaupa
svokallað „mettað úran“ og
þá þarf ekki þung'-vatn. En
mettað úran kostar 6000 doll-
ara pundið. Hinsvegar er
„ómettað“ úran svo mikLu
ódýrara, að Kanadamenn telja
„candu-aðferð“ sína hagkvæm
ari.
Indverjar hafa þegar reist
200.000 kw atómstöð og vilja
fá 2—3 í viðbót á næstunni
f»eir nota í aðalatriðum kana-
dísku aðferðina.
í EngLandi er stór atómstöð
í smíðum, kennd við WYLFA,
Hún er stærri en Pickering-
stöðin verður í byrjun, þegar
hún tekur til starfa, 1970. En
allar teikningar að Piékering
eru þannig gerðar, að hægt er
að bæta við tveim „reaktor-
um“ án mikils kostnaðar, og
tvöfalda þannig orku stöðvar-
innar upp í 2 milLjón kw.
Og þá verður Pickering
stærsta atómstöð veraldar. —
I>. e. a. s. ef ekki skýtur ein-
hversstaðar upp öðrum ennþá
stærri í miLLitíðinni.
ESSKÁ.
Afkoma Blindra-
félagsins góð sl. <ár
nPugir þúsunda ungmenna
eru um þessar mundir að
hefja skólagöngu. Glæsilegt
æskufólk er að hefja nám
eftir sumarstörf. Glaðværð
og bjartsýni ríkir í mennta-
stofnunum landsins, samfara
þeirri ábyrgð, sem hinir ungu
menn, er leggja inn á mennta
brautina, gera sér grein fyrir
að þeim er á herðar lögð.
Ár frá ári vex fjöldi þeirra,
sem aflar sér aukinnar mennt
unar. Skólar eru byggðir og
kennaraliði fjölgar. Nútíma
þjóðíélag krefst sérmennt-
unar og þess vegna hlýtur
þessi þróun að halda áfram,
og raunar þyrfti hún að vera
mun örari en raun ber vitni.
Hitt er mála sannast, að
æskumenn menntast ekki ein-
ungis við skólaborðið. Þeir
mega ekki slitna úr tengslum
við hin daglegu störf og hið
daglega líf. Þess vegna væri
sú þróun óæskileg, að ungir
menn hættu sumarstörfum í
hinum ýmsu atvinnugreinum
þjóðfélagsins, þótt ef til vill
megi eitthvað lengja náms-
tímann.
Mikið er um það rætt, hvort
ekki sé nauðsynlegt að breyta
eitthvað skólakerfi landsins
með hliðsjón af breyttum
þjóðfélagsháttum, og vafa-
laust er margt, sem til bóta
gæti horft, þótt ekki skuli hér
farið út í þá sálma.
En á þessu hausti vekur
einna mesta athygli setning
nýs skóla, Tækniskólans. —
Undirbúningur að stofnun
hans hefur lengi verið á döf-
inni og hafa margir mætir
menn lagt þar hönd á plóg-
inn, enda er það mála sann-
ast, að við höfum dregizt aft-
ur úr á sviði tæknimenntun-
ar og ekki seinna vænna að
gera stórátak til úrbóta á því
sviði.
Hin batnandi lífskjör þjóð-
anna byggjast á því, að tækn-
in er stöðugt tekin í ríkara
mæli í þágu atvinnuveganna.
Þess vegna er hvarvetna lögð
á það megináherzla að auka
tæknimenntun, og með stofn-
un Tækniskólans höfum við
íslendingar lagt inn á þessa
braut, enda eru menn yfir-
leitt á einu máli um það, að
á næstu árum hljóti að rísa
hér upp stórfyrirtæki, sem
þarfnast margra sérmennt-
aðra manna á sviði marghátt-
aðs iðnaðar.
Er vonandi að hinn nýi
tækniskóli megi vaxa og auðn
ast að gegna því mikilvæga
hlutverki, sem honum er
ætlað.
TREGÐA EYSTRA
egar félagi Einar Olgeirs-
son kom frá viðræðun-
um við félaga Bresnev, hafði
hann mörg orð um það, að
íslendingum stæðu opnir
markaðir fyrir niðurlagða
síld í Rússlandi, jafnvel fyrir
100 milljónir króna, og þótt-
ist hafa unnið mikið og gott
starf austur í Moskvu. Engu
er rpí líkara en félagi Bresnev
hafi gleymt loforðunum, sem
félagi Einar segir hann hafa
gefið sér, því að mjög hefur
verið leitað á rússneska ráða-
menn um það að standa við
fyrirheit félaga Einars.
Eins og Morgunblaðið
skýrði frá í gær, hefur af
hálfu íslenzkra stjórnarvalda
verið unnið kappsamlega að
því að reyna að afla markaða
fyrir niðurlagða síld í Rúss-
landi í samræmi við fréttir
félaga Einars Olgeirssonar af
því að slíkir markaðir væru
fyrir hendi.
En þrátt fyrir það að ís-
lenzkir aðilar hafa gert allt
sem í þeirra valdi.stendur til
að fá svör við því, hvort Rúss-
ar vildu kaupa þessar afurð-
ir ,hafa svör enn ekki borizt.
Vonandi hefur félagi Einar
ekki misskilið félaga Bresnev,
heldur er einungis um minn-
isleysi af hálfu hins síðar-
nefnda að ræða, og þá ætti að
vera hægt að hressa upp á
minni hans, þannig að hann
stæði við þó ekki væri nema
einhvern hluta af loforðun-
um.
En ætíð hljóta þau við-
skipti að vera býsna óörugg,
sem byggjast á duttlungum
einstakra manna, eins og er
um viðskiptin vjð kommún-
istaríkin, sem háð eru póli-
tískum ákvörðunum hverju
sinni. Sannast það nú — og
hefur raunar sannazt oftsinn-
is áður.
AFLALEYSI
TOGARANNA
T viðtali sem Morgunblaðið
átti í gær við Markús Guð-
mundsson, skipstjóra á Júpí-
ter, segir hann að minnkandi
fiskur sé á miðunum og að í
ár sé algert met í fiskileysi,
Þetta eru uggvænleg tíðindi,
sem menn mega ekki láta sem
vind um eyru þjóta.
Togaraútgerðin hefur nú ár
um saman gengið svo erfið-
lega, að engu er líkara en að
þessi þáttur útgerðarinnar
muni algerlegá leggjast niður,
I og er þá vissulega skarð fyrir
AÐALFUNDUR BLindrafélags-
ins var haldinn 28. ágúst s.l., að
HamrahLíð 17. Gefin var ýtar-
skildi í íslenzkum atvinnu-
málum, því togararnir, hafa
verið ein helzta undirstaða
þeirrar velmegunar, sem við
nú búum við.
Hitt er þó alvarlegra, ef
það er svo að fiskigengd á
miðunuiTi sé almennt að
minnka. Yirðist það geta ver-
ið hugsanlegt, þrátt fyrir hinn
mikla afla að undanförnu,
sem vafalaust byggist að
miklu leyti á bættum veiði-
aðferðum og fullkomnum
tækjum.
Svo mikið er a.m.k. víst, að
fiskifræðingar telja að ekki
megi mikið auka afla frá því
sem nú er. Ljóst er þess vegna
að bætt afkoma manna og
lífsframfæri fjölgandi þjóðar
verður jafnframt því sem
verðmæti sjávarafurða er
aukið að byggjast á nýjum
þáttum atvinnulífs.
Auðvitað verður sjávarút-
vegurinn, næstu áratugina að
minnsta kosti, helzta stoð ís-
lenzks útflutnings. En jafn-
framt því sem okkur ber að
gera allt sem unnt er til að
styrkja stoðir hans, þurfum
við að treysta nýjan stórat-
vinnurekstúr ,þáf sem er stór-
iðjan.
leg skýrsla um rekstur síðasta
árs, endurskoðaðir reikningar
lagðir fram og samþykktir.
Helztu niðurstöður þeirra eru
á þessa leið, að merkjasala nam
kr. 214 þús., reksturshagnaður
kr. 1,2 millj, og skuldlaus eign
í árslok kr. 4 millj. 489 þús. Fé-
lagið naut byggingarstyrks frá
Alþingi kr. 150 þús.
Fjárhagsleg afkoma var hag-
stæð, og átti þátt í því m. a., að
stofnað var til happdrættis til
ágóða fyrir byggingarsjóð félags
ins er heppnaðist mjög vel.
Einnig bárust að vanda stærri og
minni gjafir frá ýmsum aðilum
er of langt yrði upp að telja,
og beindí fundurinn einlægu
þakklæti til allra, sem þar eiga
hlut að, bæði opinberra aðila og
fjölmargra einstaklinga.
Blindravinnustofan starfaði á
sama hátt og fyrr við nægt verk-
efni, vörusala nam kr. 552 þús.,
og tekjuafgangur varð kr. 75
þús., þar starfa að jafnaði 11
blindir menn, og auk þeirra
nokkrir er stunda önnur störf
úti í borginni.
Fundurinn ræddi mikið ýmis
þau nauðsynjamál, er nú varða
félagið mest, um næstu framtíð,
þar á meðal að það efli fram-
leiðslu sína enn betur og gjöri
hana fjölbreyttari en nú er, og
að opnuð verði sölubúð á veg-
um þess.
Ennfremur að ieggja áherzlu
á það meginverkefni og mesta
áhugamál allra félagsmanna, að
ekki líði langir tímar þar til
möguleikar verði að hefja bygg-
ingu 3Íðari hiuta BLindraheimU-
isins í Hamrahlíð 17, því eins
og nú horfir er íbúðarhúsnæði
að verða íullskipað og fyrr getur
féLagið ekki rækt að fullu það
hlutverk, að veita sem flestum
folindum mönnuni heimilisvist,
og öll skilyrði til menntunar og
þjálfunar í hverskonar störfum,
en þetta verður framkvæmt.
Og með hliðsjón af því a<5
BLindrafélagið á.tti 25 ára afmæli
19. ágúst s.l., og hefir með starfi
sínu orðið vel ágengt um mörg
verkefni er ákveðið var að
vinna að er félagið hóf göngu
sína, heitir það enn á alla vel-
unnara sína, er jafnan hafa i
verki stutt blinda fólkið í starfi,
að leggjast nú enn fast á sveif
með því, að takast megi að leysa
þau viðfangsefni, sem bíða sem
allra fyrst, og vill í þessu sam-
bandi minna alla á merkjasölu
félagsins er verður annan sunnu
dag í nóvember.
Fundurinn kaus tvo bLinda
fulltrúa til að mæta á þingi
blindra manna frá Norðurlönd-
um, er haldið verður í Finn-
landi, dagana 1.—3. október n.Jc.
Stjórn félagsins var endurkjör
in og skipa hana Margrét Andrés
dóttir, Rósa Guðmundsdóttir,
Guðmundur Jóhannesson, K.
Guðmundur Guðmundsson og
Hannes M. Stephensen.
Blindrafélagið minntist 25
ára afmælis síns sunnudaginu
20. september í Blindraheimilinu
Hamrahlíð 17, og hófst það með
kaffidrykkju, kl. 3 e.h.
Boðið var blindu fólki úi*
Reykjavík og aðstandendum
þess, og einnig utan af landi.
Ennfremur nokkrum öðrun*
gestum.
Formaður félagsins Margréft
Andrésdóttir setti hófið og bauð
gesti velkomna.
Undir borðum voru ræður
fluttar af þeim Hannesi M. Step
hensen ritara félagsins er rakti
nokkra þætti úr sögu félagsins,
Skúla Guðjónssyni bónda á,Ljót-
unnarstöðum og Helga ELíassyni
fræðslumálastjóra er flutti
kveðju frá Blindravinafélaginu.
Á eftir skemmtu leikararnip
Anna Guðmundsdóttir og Kart
GuðmuncLsson. Hófið var vel
sótt og stóð fram á kvöld og
varð öllum viðstöddum til mik-
itlai ánægju.
(Frá Blíndrafétaginu).