Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 26
26
MORGU N BLAÐIÐ
i
Laugardagur 3. okt. 1964
693.633.839.800 yen
kosta Tokíóleikarnir
en það eru um 90 milSjarllar ísS. kr.
693.633.839.800 yen. Þetta hljóð-
ar eins og ríkisreikningur — en
það er nú ekki — heldur upp-
hæðin sem Japanir hafa varið til
Olympíuleikanna, sem þeir 1959
„fengu þann heiður“ að sjá um
1964. En nú verður að vita hvers
virði hvert yen er til að gera
sér grein fyrir upphæðinni. Eitt
yen er rúmir 12 aurar íslenzkir.
Nú, ekki meira, segir einhver.
En þess skal þó getið að 85—90
milljarðar ísl. kr. en þó nokkur
upphæð.
Að vísu er þetta ekki allt bein
útlát vegna OL-leikanna. Japanir
notuðu OL-leikana til að fá lausn
á flutninga- og umferðarvanda-
málum; sem ekki voru lítil. f>ar
að auki hefur flughöfnin verið
stækkuð fyrir álitlega upphæð
sem hér er talin með; og byggð
hefur verið stór höfn fyrir kapp
siglingabáta o.s.frv. Kostnaður
við undirbúning sjálfrar íþrótta-
keppninnar er hjá Japönum 1.2
milljarðar króna og talsverður
hluti þess fjár kemur inn fyrir
selda aðgöngumiða.
Hinar mörgu byggingar, t. d.
sundsvæðið og nokkrar íþrótta-
hallir hafa kostað 1.9 milljard
ísl. kr. Inni í tölunni er einnig
laun að upphæð 270 millj. ísl.
kr. Það hafa lengi verið margir
starfsmenn við undirbúning leik-
anna og þeir hafa haft dálaglegt
kaup.
Vinnan við Olympíubæinn hef-
ur kostað um 150 millj. ísl. kr.
og annað eins hefur farið í að-
stöðu fyrir fréttamenn. Siglinga-
höfnin kostaði um 250 millj. ísl.
kr. og eftir leikana verður hún
afhent mjög vel metnum siglinga
klúbb, þar sem hver félagi greið-
ir 3000 kr. gjald — fyrir hvern
mánuð meira að segja.
Ný hjólreiðabraut, mjög mis-
heppnuð, kostaði 125 millj. kr.
Hún liggur langt frá Tókíó og
Frjálsíþrótta-
menn Armanns
hef ja vetrarstarf
FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD Ár-
manns er nú að hefja vetrarstarf
ið. Æfingar hefjast í kvöld, föstu
daginn 2. október, en æfingar
deildarinnar verða í vetur á
þriðjudögum og föstudögum kl.
7—8 síðdegis. —r Nýr þjálfari tek
ur niú við störfum hjá frjáls-
íþróttadeildinni, en það er Þor-
kell Steinar Ellertsson. — Frjáls
íþrúttamenn eru hvattir til að
fjölmenna til æfinganna, og not-
færa sér góða kennslu hjá fé-
laginu. Æfingarnar fara fram í
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar
við Lindargötu.
ekkert liggur fyrir henni annað
en verða rifin eftir leikana.
25 milljardar hafa farið í út-
víkkun á kerfi neðanjarðarbraut-
anna og 12 miljardar til vega-
lagna. Fyrir þetta fé hefur Tokíó
eignazt fjölda góðra aðalvega,
sem bjarga umferðarmálum borg
arinnar. Ný hótel voru 'byggð
fyrir 4.3 miljjarda ,kr.
Það hefur sem sé ekki verið
neitt spaug að undirbúa þessa
leiki. En- Japanir eru ánægðir.
Þeir vilja gera vel og þeir vita
að ef Olympíuleikarnir verða
haldnir með sóma þá fái Japan
auglýsingu sem ekki verður met-
in til fjár. Japan verður í sviðs-
ljósinu þennan mánuð — og oft-
ast að góðu getið.
Bobby McGregor
Augnabliks hik getur kostað gull
100 m. skriðsund hefur ætíð
verið ein mest spennandi
grein sunds á Olympíuleikum.
Þar ræður úrslituim hverjum
tekst sundið án þess að hika
einn tíundahluta úr sekúndu
í viðibragði eða snúningi — og
í hiverju taki sundsins — og
þessu sundi mætast menn sem
allir gætu igullið hreppt — en
það hlotnast ekki nema ein-
um þeirra. Hér fylgja því
myndir og nokkrar upplýsing-
ar um sex sem ef til vill koma
til með að skipta með sér
stigunum í óopinberri stiga-
keppni.
Alain Gottvalles
ungur en diálitið mistækur
franskur afreksmaður er
kannski sá er jnestar „gull-
vonir“ á, en á það er bent
að honum tekst afar misjafn-
lega upp. Öllum á óvart bætti
hann heimsmetið í 100 m.
sundi á dögunum og bætti hið
tiltölulega gamla met Dos San
tos 53.5 um úr sek. Bezti tími
hans 1963 var 54.6 svo fram-
farimar eru ekki svo litlar.
En á sex landa keppninni í
september í fyrra varð hann
annar á eftir Bobby Mc Greg-
or, sem þá setti gildandi heims
met sitt í 110 yarda sundi (um
101 m) 54:0. — Gottvalles er
áikaflega kraftmikill sundmað
ur.
Bobby MtGregor
Góðkunningi ísl. sundunn-
enda Skotinn Boibby Mc Greg-
or á miklar vonir um gullverð
laun í 100 m. skriðsundi á
Tokíóleikunum. Hann hefur
keppt á mörgum stórmótum
og landskeppni á síðustu
tveim árum, en gengið sem
sigurvegari frá þeim öllum
og m.a. sett heimsmet í 110
yarda sundi 54:0 sek. Hann
er feykilegur keppnismaður og
segir sjálfur að hann sé bezt-
ur þegar mest sé í húfi og
taugarnar spenntar. „Oig
spenninguirinn í Tokíó verður
mikill og taugar margra yfir-
spenntar. Það er eitthvað fyrir
mig“ segir þessi myndarlegi
s'kozki arkitektstudent, sem
er fyrirliði brezka sundflokks
ins í Tokíó. Hann á nokkra
veika punkta m.a. hefur
hann verið óöruggur í við-
bragði og snúningur hans er
lélegur nema hann komi að
með hægri hendi. Þetta hefur
háð honum en í allt sumar
hefur hann lagt aðaláherzlu
á að yfirvinna þessar veiku
hliðar.
David Dickson
frá Ástralíu. Hann er 23 ára
gamall og fyrirliði ástralskra
sundmanna á Olympíuleikun-
um. Tvívegis hefur hann orð-
ið Ástralíumeistari í 100 m.,
en þar er keppnin enginn
barnaleikur. Bezti tími hans á
sl. ári var 54.9, en 54.1 á
þessu ári. Hann vaxð síðastur
manna til að sigra Bobby Mc
Gregor 1963. En báðir eru
betri nú.
Hans Joachim Klein
Vestur-ÞýzkalandL Hann
setti heimsmet í 200 m. skrið-
sundi 1963 og varð sama ár
9. á heimsafrekaskránni með
54:9. Tvö s.l. ár hefur hann
verið við háskólann í Univer
sity of Southern California og
í liði þess skóla varð hann
heimsmeistari studenta í 100
m. Hann og Don Schollander
hafa æft mjöig saman og KJein
notið góðs af. Schollander
varð fyrstur manna til að
synda 200 m. skrisund á
skemri tima en 2 mín.
Steve Clark
21 árs gamall Bandarikja-
maður. Á s.l. ári varð hann
bæði Mið-Ameríku og Banda-
ríkjameistari á 54.0 sek. Hann
er ljóshærður og kröftugleg-
ur maður, og stundar nám við
Yale-háskólann. Hann hikar
ekki við að snoðklippa sig til
að hárið tefji ekki fyrir hon-
um í vatninu og sennilega
mætir hann þannig klipptur á
OL-leikunum. Hann er harð-
s'keyttur keppismaður og nær
yfirleitt sínu bezta þegax á
þarf að halda.
Mike Austin
22 ára gamall Bandarikja-
maður. Hann stundar líka
mám við Yale-háskólann. Hann
varð annar á eftir Clark á
bandaríska meistaramótinu
1964 en sigraði 'hann á 50
m. spretti 1 apríl s.l. Austin
hefur oft á undanförnum
mánuðum orðið að láta í minni
po/kann fyrir Clark — en
enginn maður er alltaf í öðru
sæti.
Olympíustjörnur III—VIII
'■; •
David Dickson
Hans Joachim Klein
Steve Clark
Mike Austln
Fyrsti hópur Norðurlunda-
bua i Tokio
FYRSTU sameiginlegu norrænu
flugferðinni með ílþróttafólk til
Tokió lauk snemma í gærmorg-
un. Sté Haraldur Noregskron-
prins fyrstur út úr vélinni í
Tokió og var ákaft faignað af
viðstöddum, en síðan hélt prins-
inn rakleitt til bækistöðva Lsigl-
ingamanna, en í þeirri grein
keppir hann.
íþróttafólkið lét vel af ferðinni
en var dálítið þreytt. í vélinni
voru hópar Norðmanna, Svía Og
Finna. Alls verða ferðirnar með
íþróttafólk Norðurlandanna 3 og
fara íslendingarnir með þeirri
síðustu hinn 6. október.
Forráðamenn Olympíuleik-
anna í Tokíó fengu þá bráð-
snjöllu hugmynd að hafa 7
—800 reiðhjól til afnota fyrir
heimamenn og gesti meðan á
OL-leikunum stendur. Það eru
langar leiðirnar í þessari
heimsborg. Og reglurnar eru
þær að maður getur tekið
hvaða hjól, merkt Olympíu-
leikunum, hvar sem maður
sér það, notað það að vild í
borginni og skilið það eftir
hvar sem er. En ef einhver
hefur hjólað í vrzlunarerind-
um og væntir þess að hjólið
sé enn utan dyra er hann kem
um út, þá skjátlast honum.
En vandinn er auðleystur.
Hann tekur bara næsta hjóL
Hjólin eru „heimssameign“ ef
svo má að orði komast. Snjöll
japönsk hugmynd.
En það eru þó annmarkar
á þessu. Hjólin eru að sjálf-
sögðu smíðuð í Japan og það
getur verið erfitt fyrir menn
svona 180 sm. að hæð og
stærri að hjóla á þessum hjól
um. Og þau eru ekki gerð
fyrir 200 punda bolta.