Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.1964, Blaðsíða 15
Laugardagur 3. okt. 1984 MORCUNBLAÐIÐ 15 Werren - skýrslans meiri eftir en áður (Grein sú, sem hér fer á eftir er lausl. þýdd úr „The New York Times." Grein- arhöfundur er James Reston). WARREN-NEFNDIN, sem skipuð var til þess að rann- saka morðið á Kennedy for- seta, hefur annað því verki sem henni var falið og lagt sinn skerf til mannkynssög- unnar. En hún hefur gert ann að og meira, hún hefur líka safnað að sér svo miklum efni- við, að skáld og rithöfundar ókominna kynslóða geta sótt þangað nær ótaemandi yrkis- efni. Vera má, að sagnfræðingar geri sig ekki í alla staði á- nægða með skýrsluna og telji að hún leiði menn ekki í all- an sannleikann um morðið á Kennedy forseta, en goðsagn- ir eru oft lífseigari en sjálf mannkynssagan og spurning- arnar, sem ekki fékkst svar við, eiga eftir að valda sagn- fræðingum heilabrotum síðar meir og verða leikritahöfund- um og skáldum sífrjó upp- spretta yrkisefnis. Nefndin svaraði „stóru spurningunni" um það hver myrti forsetann með því að leiða fram fjölda smærri spurninga, engu leyndardóms- minni. Aðalleikendurnir í harmleiknum í Dallas eru nú umkringdir herskara nýrra aukaleikenda, sem allir koma sem snög'gvast fram á sjón- arsviðið á örlagastund með mikilvægan boðskap, til þess eins að hverfa án þess að við vitum mikið um það, hverjir þeir eru í raun og veru. Sagan er öll full af leynd- ardómum lífsins. Enn er allt á huldu um ástæður Lee Harvey Oswald’s til þess að myrða forsetann. Hæstvirtir nefndar- menn og starfslið þeirra gáf- ust áug'sýnilega upp við að reyna að komast til botns í því. Svo er líka allt það sem „hefði getað orðið," öLL „eF‘- in. Ef OswaLd hefði bara feng- ið vegabréfsáritunina til Kúbu og þaðan til Sovtéríkj- anna, rétt fyrir morðið. Eða ef hann hefði aldrei fengið að koma þaðan aftur í upphafi. Ruth Paine. Og hver var „nágranninn", sem útvegaði honum vinnuna í skólabókageymslunni, þaðan sem hann skaut forsetann tiL ólífis? Og hversu var háttað sjálfsmorðstilraun Oswalds I Moskvu í smáatriðum? Þá er það ekki síður furðu- legt, hvernig frú BLedsoe, kon an sem leigði Oswald herbergi í Dallas, slysaðist til þess að vera I strætisvagninum, sem hann steig upp í er hann hljópst á brott eftir morðið. Til þess að þetta yrði eru stærðfræðilegar líkur ekki nema 1 á móti 10.000. Mitt í harmleiknum er líka að finna huggunarrík dæmi um mannlega þrá og kærleika — Ruth Paine, einmana, af- skipta og hvekkta, sem engu að síður tók Marinu Oswald upp á arma sína þegar verst stóð á fyrir henni. Og Marina sjálf, sem virðist hafa verið manni 3Ínum „mjög reið“ er hún varð þess vör, að hann beitti fyrir sig fölskum nöfn- um og gerði annað það sem stríddi móti siðgæðisvitund Iiennar um það hvað rétt væri og rangt. Og loks er það svo Oswald sjálfur, er hann skildi eftir giftingarhring sinn og síðustu 170 dalina sem hann átti á náttborðinu heima, áður en hann fór til vinnu morgun- inn sem morðið var framið. Hver sendi Oswald frá Moskvu til Minsk? Hvernig kynntist hann hinni rússnesku konu sinni og hvernig var af- koma þeirra þar eystra? Hvers vegna var honum heimilað að koma aftur til Bandaríkjanna og veitt til þess lán úr vasa utanríkisráðuneytisins? Við rétt aðeins grillum í það, sem hér er á seyði. Sagan er öll miklu meira en blaðamatur og hún er sagn fræðingunum líka ofjarl. Svið hennar er barátta aldarinnar, ágreiningur þjóða og heim- spekistefna á síðari hluta 20. aldarinnar, andrúmsloft svik- ráða, barátta ráðamanna, manna og kvenna, hugmynda- fræða og trúarbragða í Banda ríkjunum. Sigur í sorginni Og allt snerist þetta að sjálf sögðu um fjölskyldu forsetans og sú saga er í sjálfu sér saga sorgar og saga sigurs yfir sorg inni. Það eru engar myndir til af því, er Booth myrti Lincoln eða af neinum þeim harmsögu legu atburðum sem átt háfa sér stað í bandarískum stjórn- málum til þessa, en saga harm leiksins í Dallas er nú skráð og kvikmynduð, og svipmynd- um úr henni bregður fyrir sjóntr okkar: Jacqueline Kennedy á því augnabliki, er hún í angist sinni skreiddist upp á afturhluta forsetabif- reiðarinnar, Ruby, þar sem hann myrðir Oswald, Jacque- line öðru sinni þar sem hún heimtir aftur mann sinn liðíð lík. Allt lætur þetta meira uppi um harmleikinn en Johnson forseti og Warren-nefndin ætluðust nokkru sinni tiL. Fyr- irmæli þau, er forsetinn gaf nefndinni hljóðuðu á þá leið að henni bæri að „ganga úr skugga um að sannleikur máls ins væri gerður lýðum ljós, að svo miklu leyti sem það megi verða“. Johnson forseti var ekki að hugsa langt fram í tímann. Hann hafði áhyggjur af get- gátum manna í Evrópu um tilræðið og vildi reyna að komast til botns í málinu. Hon qm var ekki umhugað um að auka veg og ævi goðsagnar- innar um Kennedy — og það var meira að segja, þótt kald- hæðnislegt sé, erfitt fyrir hann að stjórna landinu styrkri hendi, meðan öll þjóðin hugs- aði ekki um annað en Kenn- edy og sögu hans — en með því að krefjast þess, að allar staðreyndir varðandi málið væru dregnar fram í dagsljós- ið hefur hann leitt til lykta harmleik, sem á eftir að verða umtalsefni manna löngu eftir að sagnfræðingar hafa sætzt á það, hvar skipa beri Kennedy forseta til sætis í sögunni. Hvers parl að gæta viö lánaumsókn til Húsnæðismálastjórnar? ATHUGIÐ VEL ÖLL SKll.YROI MEÐ því að fólk byggir íbúðir yfirleitt ekki oftar en einu sinni á ævinni, er yfirleitt um nýja lánsumsækjendur að ræða og gætir því gjarnan misskilnings hjá umsækjendum um þau skil- yrði, sem þeir verða að uppfylla, til þess að koma til greina við lánsúthlutun. Er því brýn nauð- syn fyrir lánaumsækjendur að kynna sér vel öll skilyrði fyrir lánveitingum og að svara greið- lega öllum fyrirspurnum stofn- unarinnar, annars geta þeir hrein lega misst af lánveitingum. Til þess að lánsumsókn geti hlotið staðfestingu um lánshæfni þurfa öll gögn að berast áður en framkvæmdir hefjast, t.d. vott- orð um að hús sé orðið fokhelt, ellegar missir lánsumsækjandi af lánsmöguleikum. HVAÐA HAMARKSLÁN ERU í GILDI Sá alvarlegi misskilningur virð Ist ríkja meðal margra, að ýmis •triði „júnísamkomulagsins" milli launþega og atvinnurek- enda annars vegar og ríkisstjórn •rinnar séu nú þeg'ar komin til framkvæmda og á ég hér sérstak lega við húsnæðiskafla samkomu lagsins. Lánakjörin sjálf, þ.e. vextir og fyrirkomulag afborgana hafa nú ‘þegar tekið gildi með lækkun vaxta úr 8% í 4% og eru nú jafn framt og með síðustu lánveitingu afborgunarlaus fyrsta árið. Til þessarar lánskjarabreytingar, þurfti ekki lagabreytingu, þar *em heimild til hennar var í gild andi lögum. Margir telja, að samfara þess- •ri breytingu hafi tekið gildi hin boðaða hækkun hámarkslána úr fcr. 150.000,00 í kr. 250.000.00 á S>úð. Þetta er rangt. Samkv. ,Júnisamkomulaginu“ á sú Iaga- breyting, sem til þarf, að eig* •ér stað um næstu áramót, en •k ki fyrr. VerðUr því fólki ekkt nógsam- lega bent á tilLögu Húsnæðis- málastjórnar frá 29. juá s.l. „Að gefnu tilefni vill Húsnæðis málastjórn taka fram, að enn þá eru í gildi lög um kr. 150.000,00 hámarkslán til íbúða og ekki verður á þessu stigi sagt, hvenær gildistaka boðaðrar lagasetning- ar um ný hámarkslán á sér stað“. HVAÐ ÞARF AF KYNNA SÉR Fjölmargir lánsumsækendur gæta þess ekki að sanna rétt sinn til þeirrar hækkunar lána, sem ákveðin var á íbúðir í þeim húsum sem grunnplata (botn- plata) var steypt eftir 1. ágúst 1901 þ.e. þegar hámarkslán voru hækkuð úr kr. 100.000,00 í kr. 150.000,00, en til að öðlast þenn an rétt, þurfa umsækjendur að sanna með vottorði byggingafull trúa (eða oddvita) að umræddar framkvæmdir hafi átt sér stað eftir 1. ágúst 1961, ásamt sér- stakri viðbótarlánsumsókn. Sjáist umsækjendum yfir að sanna þennan rétt með slíku vottorði, nær réttur þeirra aðeins til hins eldra hámarksláns kr. 100.000,00. Að lokum er ekki úr vegi að ítreka það, sem fólst í auglýs- ingu frá Húsnæðismálastjórninni í nóv. s.l. svohljóðandi: 1. Frá 1. janúar 1964, verða allar umsóknir um íbúðalán að hafa hlotið samþykki hús næðismálastjórnarinnar, áð- ur en framkvæmdir við byggingu hússins eru hafnar og afrit af teikningu (í tví- riti) þess, samþykkt af við- komandi byggingaryfirvöld- um, að hafa áður verið við- urkennt með stimpli og uppáskrift stofnunarinnar. 2. Þeir umsækjendur um lán, er hafa í hyggju að kaupa íbúðir í húsum, sem eru í smíðurn, verða á sama hátt að tryggja sér sam- þykki húsnæðismálastjórn- arinnar, áður en gengið er frá kaupunúm. Víst er, að losna má við hvim- leiðar frávísanir umsókna og e. t.v. fjárhagslegt tjón umsækj- enda, ef þeir kynna sér nákvæm- lega öll þau atriði, er máli skipta, áður en nokkrar framkvæmdir eru hafnar eða kaup gerð. EINS og lesendum er í fersku minni, þá sigruðu þeir Petrosjan og Keres á mótinu í Buenos Aires. Ég hef nú náð í skák frá þessu móti og í henni eigast við þeir Keres og H. Piinik, en sá síðarnefndi hefur gist ísland nokkrum sinnum. Pilnik er nú búsettur í Chile, og mun hafa stundað þar skákkennslu í ein- hverri mynd, Hvítt: P. Keres. Svart: H. Pilnik. Spánski leikurinn. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, Rxe4. Pilnik teflir nær eingöngu opinn spánverja, eins og það er nefnt í hópi skákmanna. Skoðanir manna á gildi afbrigðisins hafa verið mjög skiptar, en á síðari árum hefur 5. — Rxe4 nærri því horfið á meistaramótum. Samt sem áður hefur þó ekki tekizt að finna neinn afgerandi mótleik fyrir hvítan. 6. d4, b5; 7. Bb3, d5; 8. dxe5, Be6; 9. c3. Hér skilja leiðir með hinni svonefndu Worral árás 9. De2 ásamt Hdl og c2-c4, og gömlu aðferðunum. 9. — Be7; 10. Be3, Dd7. Pilnik reynir að sneiða hjá feninu sem Unzioker lenti í gegn Keres í Zúrieh 1959. Þar tfldist skákin þannig: 10. — 0-0; 11. Rbd2, Rxd2; 12. Dxd2, Dd7; 13. Bg5!, Had«; 14. Hfel, Ra5; 15. Bc2, Rc4; 16. Dd3, g6; 17. Dd4!, Hfe8; 18. Dh4, Bxg5; 19. Rxg5, h5; 20., b3, Rb6; 21. Hadl, De7; 22, h3, Kg7; 23. f4, Rd7; 24. S5, gxf5; 25. Hd3 og Kefes vana á kóngssókn. Szabo reyndi 10. — Rc§ gegn þeirn Pilnik og Gligoric 1956 og 1953. Eftir 11. Bc2, Bg4; 12. Rbd2, Re6; 13. Dbl, Bh5; var staðan nokkuð jöfn. 11. Rbd2, Rxd2; 12. Dxd2, Ra5 (?). Eins og skákin teflist, þá kemur síðasti leikur svarts aldrei að verulegu haldi. E. t. v. var fullt eins gott að reyna hér strax 12. — h6; sem hindrar næsta leik hvíts og hótar með árangri, ef ekki er að gert Rc6-a5 og eftir atvikum til c4. 13. Bg5! Yfirleitt er svarti bisk- upinn á e7 betri maður en félagi hans á e3, í stöðum af þessu tagi. Það er því hagkvæmt fyrir hvít- an að skipta. 13. — c5; 14. Bxe7, I)xe7; 15. Híel, Hd8: 16. Df4, h6(?). Hugmynd Pilniks er dæmd til að misheppnast með tilliti til tryggrar aðstöðu hvíts, skárra var því 16. — 0-0; með örlitið getri möguleikum fyrir Skátadagur SKÁTADAGURINN 1964 verð ur haldinn á sunnudaginn. Skáta samband Reykjavíikur gengst þá fyrir fjölþættri kynningu á skátastsqjfi, en dagskrá dagsins er þríþætt. Efnt verður til sýn- ingar f/-rir almenning á skáta- starfi. Sýning þessi verður á grasbílastæðinu fyrir vestan í- þróttavöllinn við Suðurgötu. Sérstök dagskrá verður í Ríkis- útvarpinu í tilefni dagsins, og birtar verða greinar I dagblöð unum um skátamál. Sýningin verður sett klukkan tvö á sunnudaginn, og verður Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsison, verndari skátahreyf ingarinnar og borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson viðstaddir opnunina. Yfir þrjú hundruð skátar hafa unnið undanfarnar vikur að undirbúningi við Skátadaginn 1964, og segja má, að aldrei ha.fi verið unnið jafn kappsamlega áð undirbúninigi, Á sýningunni verður leitazt við að kynna sem flesta þætti skátastarfsem- innar Og veita almenningi upp- lýsingar um starfsemi skátafélag anna í Reykjavík. Borgarbúum gefst. m a. taekifaéri til að sjá fastátjáldibúðir ' drengja og hvítan. 17. Bc2, Rc6; 18. Hadl, g5. Enn var 18. — 0-0; betri kostur. 19. Ðg3, g4; 20. Rd2, c4; 21. 1»3, Da3; 22. bxc4, bxc4; 23. f4!, gxf3 framhjáhlaup; 24. Rxf3, Kd7; Ef 24. — Dxa2; 25. Dg7, Kd7; 26. Bf5! Eða 24. Dxc3; 25. Ba4 og hvítur vinnur á sókn 25. Df2, Kc7; 26. Rd4, Hb8; 27. Hfl, Rxd4; Svartur má ekki und- ir nokkrum kringumstæðum leyfa Rxe6, því þá missir hann bezta varnarmanninn, eins og les endur geta auðveldlega gengið úr skugga um. 28. Dxd4, Hb2; 29. Hd2, Hg8; 30. Hdf2, Hg7; 31. h3, Da5; 32. Bf5!, Hxf2; 33. Da7t, Kc6; 34. Da8ý, Kc7; 35. Da7t, Ktc6 36. Da8t, Kc7; 37. Hxf2, Db6; 38. Df8, Hg'5; 39. Bxe6. fxe6; 40. Kh2!, Dc6; 41. Hf7t. Svartur gafst upp. IRJóh. á sunnudag stúlkna, ýmsar merkjasendtng- ar, notkun áttavita, kortateikn- ingu og ýmsar gerðir af hlóðum. Reistir verða útsýnis- og merkja turnar, og keppt í ýmsum skáta íþrófctum. Á sýningunni verður sérstök upplýsingadeild, þar sem fólk getur leitað upplýsinga um starfsemi skátafélaganna í Reykjavík og annað viðvíkjandt sjálfu skátastarfinu. Tvö stór hlið verða reist, srvipuð þeim, sem tíðkast á skátamótum. Þá verður almennur skátavarðeld- ur á svæðinu kl. 4.15. Setning Skátadagsins 1964 fer fram á sérstöku hátíðarsvæði, sem er á miðju sýningarsvæðinu. Aætlað er, að sýningin standi yfir til klukkan 5.30 Sérstök dagskrá verður i Ríkisútvarpinu í tilefni dagsins og hefst hún kl. 3.45. Dagskráin stendur yfir í 85 mínútur og sámanstendur ’hún einkum af söng, gamanþáttum og viðtÖIum. Það er Skátasamband Reykja- víkur, sem gengst fyrir Skába- deginum 1964, og er þetta eitt af fyrstu verkefnum sambands- ins, en það var stófnað s.l. vor, Skátasambandið vill færa þeim fjolmörgu áðilum, er aðstoðað hafá skátana við undirbúning dagsins beztu þakkir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.