Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 1
32 siður STORSIGUR JOHNSONS LAUST eftir klukkan tvö í nótt að íslenzkum tíma lágu fyrir tiislit í 24 ríkjum Bandaríkjanna af 51, ef höfuðborgin, District of Columbia, er talin með, en þar er nú kosið í fyrsta skipti Úrslit þessi sýndu, að Johnson hafði þegar fengið 280 kjörmenn eða 10 fleiri en tilskilinn nteirihluta, en Goldwater aðetns 25. Lyndon B. Johnson hafði þar nteð hlotið kosningu sem næsti forseti Bandaríkjanna og augljóst að hann mundi sigra Barry Goldwater, frambjóðanda repúblikana, með iniklum meirihluta atkvæða, sumir spáðu að hann fengi tals- vert á fimmta hundrað kjörntenn af 538. — Um sexleytið í morgun hafði Johnson fengið 33 ntilljónir atkvæða, en Gold- water 21,5 ntilljónir. Fleiri kjósendur neyttu nú atkvæðisréttar síns en nokkru sínni fyrr í forsetakosningum í Bandaríkjununt, eða alls rúmlega 71 ntilljón ntanna. Forsetaefnin bæði, Johnson og Goldwater, neyttu at- kvæðisréttar sins á heintaslóðuiít, Johnson í Johnson City í Texas, en þar hefur hann greitt atkvæði undanfarin 34 ár, ©g Goldwater í Phoenix, höfuðborg Arizona. Þegar John- san kom út úr kjörklefanum var hann spurður um álit hans á kosningunum og hvort hann héldi, að hann multdi hera sigur úr býtum, en hann svaraði: „Ég held ekki sé útséð utn hvernig fara ntuni, fyrr en öll atkvæði hafa verið talin“. Þeg- ar Barry Goldwater ge .k út úr kjörklefanum, var hann spurður þessarar söntu spurningar, en hann svaraði: „Annað- hvort vinnur ntaður eða tapar. Hver svo sem verður vilji forsjónarinnar, ntun ég sætta mig við hann“. Mikil eftirvænting ríkti um úrslit í kosningunum til Ölúungadeildarinnar í nokkrum ríkjunt, svo sem New York- ríki. þar sent Robert Kennedy er í frantboði af hálfu dentó- krata, en þegar þetta er skrifað unt f jögurleytið í nótt, höfðu úrslitin ekki borizt. Benti þó allt til að Kennedy mundi sigra. (Sjá frétt annars staðar í blaðinu). Einnig var óvíst um úr- slitin í Kaliforníu, þar sent Pierre Salinger, fyrrum blaða- fnlltrúi Kennedys forseta, er í frantboði fyrir demókrata gegn George Murphy, fyrrum kvikmyndaleikara. Er þetta í íyrsta skipti sem báðir eru í frantboði. Meðal úrslita sem mest komu á óvart í kosningunum var sigur Johnsons í New Hampshire, Vermont og Maine, en þessi ríki hafa til samans 11 kjörmenn og hafa um f jölda ára verið örugg vígi repúblikana. Sigur Goldwaters í Mississippi kom ekki eins á óvart, þó þar hafi ekki verið kjörinn fram- bjóðandi repúblikana í yfir hundrað ár, því að honum hafði verið spáð sigri þar vegna afstöðu sinnar í kynþáttamálunum. Eins og fyrr getur lágu ekki fyrir í nótt endanleg úrslit f kosningunum til Öldungadeildarinnar, en þó er fyrirsjáan- legt, að demókratar hafa tryggt sér áframhaldandi meiri- hluta í deildinni. Einnig er talið líklegt, að demókratar haldi meirihluta sínum í Fulltrúadeildinni. Þegar talinn hafði verið rúmlega helmingur atkvæða, eða nokkru síðar en ofangreindar tölur lágu fyrir, leit helzt nt fyrir, að Johnson ynni jafnvel glæsilegri kosningasigur en Franklin D. Roosevelt árið 1936, en sigur Roosevelts þá hef- »r verið talinn mesti kosningasigur þessarar aldar í Banda- ríkjunum. FYRSTI SIGURINN Fyrsti úrslitin komu frá Ken- tucky um kl. 22,30 í gærkvöldi. Var þá lokið við að telja um 64%atkvæða þar. Repúblíkanar hafa unnið við tvennar síðustu forsetakosningar í Kéntucky, en að þessu sinni hafði Johnson óyfirstíganlegan meirihluta at- kvæða strax að lokinni talningu í austurhluta ríkisins. Hefur þó venjan verið sú að fleiri kjós- endur fylgja Demókrötum í vesturhluta ríkisins. Við forsetakosningarnar 1960 hiaut Richard Nixon, frambjóð- andi Republíkana, 53,6% at- kþ/æða, en John F. Kennedy, frambjóðandi Demókrata, 46,4%. Að þessu sinni hafði Johnson hlotið rúmlega 63% atkvæða þegar lokið hafði verið við að telja þessi 64% greiddra at- kvæða. Voru tölurnar þessar: Johnson 464.807 og Goldwater 267.781. Gáfu úrsiitin Johnson fyrstu niu kjörmennina af þeim 270, sem hann þarf til að ná kosn ingu. Um þetta leyti kom fyrsta spá in um úrslit eftir að kosningarn- ar hófust. Var það bandaríska útvarpskerfið NBC, sem sagði að miðað við þau úrslit, er þá Lyndon B. Johnson og frú greiða atkvæði í Johnson City í gær. (Símamynd frá AP). voru kunn ætti Johnson að sigra með 60—70% atkvæða. Næstu úrslit komu frá Connec ticut, sem hefur átta kjörmenn. Kom það ekki á óvart að John- son bar þar sigur úr býtum, því Kennedy sigraði í síðustu for- setakosningum í Connecticut Framh. á bls. 2. Frumvarp um vít- ur á Wilson lagt fram við setningu brezka þingsins m i Robert Kennedy London, 3. nóv. (AP-NTB) B R E Z K A þingið var sett í dag með hásætisræðu Elisa- betar Bretadrottningar, en í ræðunni gerði hún að vanda grein fyrir stefnu ríkisstjórn- arinnar og áformum. Meðal annarra fyrirhugaðra fram- kvæmda stjórnarinnar er þjóðnýting stáliðnaðarins, eitt helzta deiluefni íhalds- flokksins og Verkamanna- flokksins í nærri 20 ár. Að lokinni ræðu drottning- ar fóru fram umræður og lýsti Sir Alec Douglas-Home, leiðtogi íhaldsflokksins ©g fyrrum forsætisráðherra, því yfir að flokkur hans muni berjast eindregið gegn þjóð- nýtingarfrumvarpinu á þingi. Til harðra orðaskipta kom er Harold Wilson, forsætis- ráðherra, minntist á úrslit þingkosninganna í Smeth- wick, þar sem Patrick Gordon Walker, núverandi utanríkis- Framhald á bls. 2 imiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Robert Kennedy kosinn í New York Enda þótt niðurstöðutöl- ur lægju ekki fyrir í kosn- ingunum í New York-ríki tii Öldungadeildarinnar þótti sýnt í morgunsárið að Robert Kennedy, fyrr- um dómsmálaráðherra. yrði sigurvegari og tryggði sér þar með nýja fótfestu í bandarískum stjórnmálum. Yngri bróðir hans, Edward M. Kennedy hafði þá tryggt sér sigur í kosningum til Öldunga- deilarinnar í Massachu- setts-ríki, en hann hefur sem kunnugt er, legið rúm fastur undanfarið eftir flugslys sem hann lenti í s.l. sumar og tók kona hans því meiri þátt í kosn- ingabaráttunni en almennt gerist um eiginkonur fram bjóðenda. Edward M. Kennedy var fyrst kosinn í Öldungadeildina 1962. Robert Kennedy er fyrsti demókratinn, sem unnið hefur öldungadeild- arkosningar í New York- ríki síðan 1958. Fyrstu tölumar frá New York ríki bárust laust fyrir klukkan tvö í nótt (isl. tdmi). Þær voru ftá 16 af 12.439 kjörstöðum í ríkinu oig hafði Robert Kennedy hlotið 4,033 atkv., en Kenneth B. Keat- ing, öldungadeildarþinigmað- ur, 1,782 atkv. Eins Oig kunn- ugt er, hefur kosningabarátts þeima vaikið mikla atlhygli enda hed5ur hún verið geysi- hörð. Robert Kennedy heiur verið gagnrýndur ha-rkalega g fyrir að bjóða sig fram í rík- s inu, þar sem hann átti ekki = búsetu þar, og tóku tvö virt- S ustu blöð ríkisins, New York j§ Times og New York Herald 5 Tribune, afstöðu gegn hon- §f um. Keating hefur þótt vin- §§ sæll stjórnmálamaður og var s það spá manna, að Kennedy s mundi vedtast ö*rðugt að sigra S hann í kosningunum til Öld- H ungiadeildarinnar. Fréttastof- §§ um hef ur boi ið saman um, að S Robert Kennedy hafi mjög §§ Framhald á bls. 2 = mmmmimmmiiiimiiiiimmiuiuiimiium'miumimmuuimmiMUimiimiiimmmmiuuuimmimiiiiiiuuuuimimiiiiiimHmumiiimiiumimiimmiimmumimmimiimmiimmMmmimimimimmmmmmiimHmiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.